Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 2
2 MORGUNJtTAÐlÐ Þriðjudagur 24. maí 1960 Öryggisráðið njdsnaflugiö Gromyko segir jboð eitt svivirði legasta athæfi sögunnar New York, 23. maí. — (NTB-Reuter) —• ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna kom saman kl. 7 í kvöld (ísl. tími) til þess að fjalla um þá kæru Sovétríkj- anna, að Bandaríkin hafi gert sig sek um árásaraðgerðir með því að senda flugvélar til njósna inn yfir sovézk yf- irráðasvæði. — Gromyko, ul- anríkisráðherra Sovétríkj- anna, flytur mál ríkisstjórnar sinnar á fundinum, en til and- svara mun fyrst og fremst verða Henry Cabot Lodge, aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. — ★ — Formaður Öryggisráðsins, Sir Claude Corea frá Ceylon, skírskot aði í setningarræðu sinni til stór- veldanna að taka á ný upp samn- ingaumleitanir í anda góðviljans. Hann lýsti þeirri von sinni, að umræðurnar í ráðinu yrðu með slíkum hætti, að þær greiddu fyr ir nýjum samningaumleitunum, annaðhvort innan vébanda S.þ. eða utan. — Sildveiðin Framhald af bls. 1. þess, að nokkur hækkun muni verða á fersksíldarverðinu til söltunar, en það var í fyrra 160 kr. fyrir uppmælda tunnu. Slæmar söluhorfur Enn hefur ekki tekizt að selja heitt fyrirfram af bræðslusíldar afurðum og eru söluhorfur slæm ar. Hins vegar er talið, að tekizt hafi að selja fyrirfram um 220 þús. tunnur saltsíldar fyrir svip- að verð og í fyrra, og ætti verð- ið til útgerðarinnar að geta hækkað nokkuð vegna gengis- breytingarinnar. í fyrra tóku allar síldarverk- smiðjur norðanlands og austan á móti samtals 906.250 málum, þar af S.R. 440.857. Alls voru salt- aðar 216 þús. tunnur. Heildaraf- köst síldarverksmiðjanna norð- anlands og austan, sem störfuðu í fyrra, voru 63.400 mál á sólar- hring, þar af 54.700 mál hjá verk smiðjum vestan Langaness og 8700 mál hjá verksmiðjum sunn- an Langaness. Þróarrými hjá verksmiðjum er samt 272 þús. mál, þar af 222 þús. mál hjá verksmiðjum vestan Langaness og 50 þús. hjá verksmiðjum sunn an Langaness. ★ Ákærurnar ekki á rökum reistar. Samkvæmt fréttum frá AFP- fréttastofunni sagði Cabot Lodge, að hann mundi ekki snúast gegn J.ví, að flugvélarmálið frá 1. maí yrði tekið á dagskrá, en bætti við, að ákærurnar, sem settar hefðu verið fram á hendur Banda ríkjunum, væru ekki á rökum reistar. Hann lýsti þeirri von sinni, að umræðurnar nú yrðu til þess, að sannleikur málsins kæmi fram — það væri mest í þágu friðarins og öryggis allra þjóða Lodge sagði enn fremur, að Krúsjeff bæri ábyrgð á því, að „toppfundurinn" hefði farið út um þúfur og hann harmaði, að Sovétríkin hefðu komið af stað því, sem vel gætu orðið bitrar deilur í Öryggisráðinu — en von- aði þó, að vel færi. — Dagskrá fundaiins var nú samþykkt um- ræðulaust. ★ Einstætt á friðartímum Gromyko hóf máls með því að segja, að ráðið skyldi taka af- stöðu til árásaraðgerða banda- ríska flughersins, sem hann kvað ógnun við heimsfriðinn. Hann lagði áherzlu á, að hér væri ekki um neitt venjulegt mál að ræða, eða atburð, sem stafaði af aga- Búizt við að veiðar hefjist snemma í FYRRA fóru síldveiðiskipin ó- venju snemma norður til síld- veiða og var fjöldi skipa kominn á síldarsvæðið um miðjan júní- mánuð. Búizt er við, að bátar fari einnig snemma norður í ár og að þátttakan í veiðunum verði mikil. í fyrra veiddist fyrsta síldin um 19. júní á m.b. Guðmundi á Sveinseyri. Hún veiddist um 40 sjómílur norð- austur af Horni. Þó var veiði treg framan af, en viku af júlí fór að veiðast síld austur við Langanes og um miðjan júlí var góð veiði á miðsvæðinu og til júlíloka. Eftir það var veiði nær eingöngu á austursvæðinu og mest út af Austfjörðum. Meðal- afli á nót var 1959, 5110 tunnur á móti 2366 málum og tunnum 1958. Árið 1944, síðasta mikla aflaárið, nam meðalaflinn 12740 málum og tunnum. Geyma fyrst síld — síðan Iýsi SÍLDARVERKSMIÐJUR ríkisins hafa í byggingu 3 geyma, sem ætlaðir eru til að geyma í síld fyrri hluta vertíðar, um 12 þús. mál í hverjum geymi og að ein- hverju léyti lýsi síðari hluta ver- tíðar, ef mikið aflast. Þessir geym ar líta út eins og venjulegir lýs- isgeymar, en eru útbúnir þannig, að hægt er að nota þá í þessum tvöfalda tilgangi, og er bræðslu- síldin flutt í geymana á færibönd um. Stækkuð hefur verið soð- vinnslustöð verksmiðjunnar á Siglufirði og síðari hluta sumars verður komið þar upp tækjum til þurrkunar á síðkjarna og fram- leitt úr honum soðkjarnamjöi, sem er mjög fíngert síldarmjöl. Þá er verið að byrja á byggingu mjölgeymsluhúss og lítils lýsis- geymsluihúss á Húsavik. ræðir skorti eða annarri yfirsjón. Flug- maðurinn, sem nú væri í haldi í Sovétrikjunum, hefði farið eftir beinum skipunum stjórnarvald- anna í Washington. Því væri þetta mál einstætt á friðartímum. Að þetta gerðist svo skömmu fyr- ir leiðtogafundinn, sýndi glöggt, að Bandaríkjastjórn hefði verið ákveðin í að koma ráðstefnunni á kaldan klaka. Gromyko hélt því fram, að Krúsjeff hefði í París gert allt, sem unnt var, til að Eisenhower fengi tækifæri til að losna úr úlfakreppunni, sem hann hefði verið í. Þá lýsti hann því yfir, að uppástunga Banda- ríkjanna um eftirlit úr lofti á veg um S. þ. jafngilti í rauninni til- raun til þess að gera pessá al- þjóðastofnun að njósnastofnun bandaríska landvarnaráðuneytis- ins. ★ Pearl Harbour Gromyko hafði þau orð um njósnaflugið, sem hann kvað raunar ekkert einsdæmi á síð- ari árum, að það væri eitt hið svívirðilegasta athæfi sögunn- ar, þegar hugsað væri til þess, hve skammt hefði verið Iiðið frá fundi Krúsjeffs og Eisen- howers í Davíðsbúðum — og hve stutt var til „toppfundar- ins“. — Líkti Gromyko þessum atburði við árás Japana á Pearl Harbour. — ★ — Loks lagði Gromyko fram til- lögu til ályktunar, þar sem gert er m. a. ráð fyrir, að Öryggisráðið fordæmi flug Bandaríkjamanna yfir önnur lönd — og lýsi yfir, að slikar aðgerðir stofni heimsfrið- inum í voða. — Engar likur eru taldar til, að ráðið samþykki neins konar vítur á Bandaríkjamenn. — Náttúruhamfarir Framh. af bls. 1. eldar miklir. Eiga slökkviliðs- menn víða í miklum erfiðleikum að berjast við eldinn, því að vatnsveitukerfi bæja og borga hafa gengið mjög úr lagi og víða eyðilagzt algerlega, svo að ekk- ert vatn er að fá. Reyna menn 16.0001 hafa farizt LONDON, 23. maí. (Reuter) — Að meðtöldu manntjóni því, sem orðið hefir í Chile undanfarna daga, munu um 16.000 manns hafa látið líf- ið í landskjálftum, það sem af er þessu ári — og er 1960 þar með orðið eitt mesta landskjálftaár síðari tíma þótt ekki sé það hálfnað enn. — Langmest varð manntjónið í landskjálftan- um í Agadir 29. febrúar — um 12.000 manns. Versti landskjálfti á þess- ari öld varð í Tókíó og Yokohama í Japan 1923, en þá fórust og týndust um í 140 þús. manns. Árið 1940 / fórust yfir 30 þúsund í land skjálftum í Tyrklandi, og fimm árum áður höfðu 25 þús. manns beðið bana af sörriu orsökum í Pakistan. Mannskæðasti landskjálfti sem sögur fara af, varð ár- ið 1556 í Shensi-héraði í t Kína — en þar er talið, að / um 830 þúsundir manna I hafi farizt. \ ENN flæðir norðanloft hér yf- ir landið ,en veður er þó orð- ið stillt um land allt. Um há- degið var núll stiga hiti á NA-landi og smá él um há- degið. Sunnanlands var bjart- viðri með 5—6 stiga hita. I nótt er hætt við 1—3 stiga næturfrosti víða um landið. Yfir S-Grænlandi er grunn lægð, sem þokast austur eft- ir. Standa vonir til að hún valdi hlýnandi veðri hér á landi. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-land, Faxafl. SV—mið og Faxafl.mið. Þykknar upp með SA-átt í nótt, stinnings- kaldi og dálitil rigning á morgun. Breiðafj., Vestf., Breiðafj,- mið og Vestfj.mið: Hægviðri og léttskýjað í nótt en austan kaldi og skýjað á morgun. Norðurl. til Austfj., norður- mið til Austfj.miða: Háeg- viðri, léttskýjað og víða frost í nótt, en SA-gola og heldur hlýnandi á morgun. SA-land og SA-mið: Stillt og bjart veður til fyrramáls, SA-kaldi og dálítil rigning síð degis. Hljómleikar Engel Lund verða á morgun ENGEL LUND, sem er stödd hér á landi um þessar mundir, held- ur konsert í Austurbæjarbíói á miðvikundaginn kl. 7 síðdegis. Undirleik annast Austurríkismað urinn dr. Ferdinand Rauter, samstarfsmaður hennar og undir þá að hefta útbreiðslu elds með því að sprengja upp hús á viss- um svæðum. — ★ — Reynt er að koma matvælum, fatnaði og lyfjum tii svæðanna, sem verst eru leikin, með sem skjótustum hætti, en víða er óhægt um vik, vegna þess, að samgönguæðar eru víðast hvar mjög úr lagi gengnar. í mörgum löndum, og þá ekki hvað sízt Bandaríkjunum er nú verið að gera ráðstafanir til þess að senda hinum bágstöddu hjálp. • FLÝJA BORGIRNAR Landskjálftafræðingar gera ráð fyrir, að enn geti orðið frek- ari jarðhræringar — og óttast menn nú, að höfuðborgin Santi- ago, sem hefur um 2 milljónir íbúa, verði næsta fórnarlambið — en þar urðu aðeins smávægi- legar hræringar í gær. Yfirleitt þorir nú enginn lengur að haf- ast við í húsum inni á land- skjálftasvæðunum, og er fólk stöðugt að flýja burt úr borgun- um og tekur sér bólfestu í tjöld- um og öðrum bráðabirgðaskýl- um á bersvæði. • MIKIÐ TJÓN Á HAWAII Eins og fyrr segir gengu miklar flóðbylgjur á land á Hawaii í morgun — og stafa þær augljóslega af hinum sömu jarð- hræringum, sem valdið hafa allri eyðileggirigunni í Chile, en á milli er um 13.000 km leið. — A. m. k. 16 manns biðu bana, er flóðbylgjurnar gengu yfir, en Hilo, stærsta borg Hawaii-eyjar varð harðast úti. Mjög margir meiddust í ósköpunum, og óttazt er, að fleiri hafi farizt en nú er kunnugt um. Eignatjón er talið gífurlegt. —- Flóðbylgja gekk einnig á land á austurströnd Nýja-Sjálands og olli nokkru tjóni, einkum á skipum. Sömu- leiðis hafa borizt fréttir af nokkru tjóni vegna sjávargangs í Kaliforníu og í Japan. Eru or- sakimar þar einnig raktar til j arðhræringanna. leikari um þriggja áratuga skeið. Á söngskránni að þessu sinni eru nokkur létt erlend þjóðlög, en meirihlutinn verður þó ís- lenzk þjóðlög, og hefur söngkon- an ekki sungið sum þeirra áður hér á landi. Engel Lund er sem kunnugt er viðurkennd sem einhver ágæt- asti þjóðlagasöngvari heimsins. Hún hefur haldið konserta viðs- vegar um Evrópu og hefur á flestum eða öllum konsertum sínum haft eitthvað af íslenzkum þjóðlögum á söngskránni. Enda hefur hún, ásamt dr. Rauter, unnið mjög mikilvægt starf í þágu íslenzkra þjóðlaga. Dr. Ferdinand Rauter, • sem er mjög fjölhæfur og hámenntaður listamaður, hefur útsett öll þau þjóðlög, sem Engel Lund hefur samið. Hann hefur ekki verið áð- ur hér á landi, og er því þessi konsert fyrsta tækifærið, sem fs- lendingar hafa fengið til að sjá hann og heyra. Þessi konsert er haldinn á veg- um Tónlistarfélagsins og Al- menna bókafélagsins. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, Vesturveri og við inn- ganginn. — nema sjálfan bakarofn- inn. Á honum hafði verið rafstraumur og hann ekki rofinn. Var ofninn orðinn svo ofsalega heitur að það sem ofan á honum lá, pokar og þessháttar, voru teknir að sviðna. Bar enn á því í gær að ryki úr pokum eða þess- háttar og var slökkviliðið því beðið að koma á nýjan leik. Gleyindu ofninum Á SUNNUDAGINN var slökkviliðið kallað að bak- aríi að Háteigsvegi 20 hér í bæ. Þegar þangað kom var á vegi brunavarðanna innsigli tollyfirvaldanna. Starfsmenn embættisins höfðu sett allt undir innsigli embættisins, , — vegna ógreiddra skatta,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.