Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 16
16 MORGVNBL.4 ¥>t Ð Þriðjudagur 24. maí 1960 Verkfrseðingafélag Islands Fundur Verkfræðingafélag Islands heldur fund í Tjarnaicafé, niðri, þriðjudaginn 24. þ. m. kl. 20,30. Fundarfni: N. I. Bech, forstjóri reiknistofnunar hinnar dönsku akademíu fyrir tæknivísindi, ræðir um nútíma reiknitækni. Mun hann lýsa þróun þess- ara mála, sérstaklega í Danmörku, og almenn- um viðhorfum í notkun nútíma rafreiknivéla. N. I. Bech, forstjóri, er kominn hingað í boði félagsins, og er öllum áhugamönnum um hagnýtingu nútima raf- reiknivéla heimill aðgangur. STJÓKNIN. Skrifstofustarf Ungur, regiusamur maður með Verzlunarskóla-, Samvinnuskóla- eða hliðstæða menntun getur fengið starf hjá stóru verzlunarfyrirtæki í Reykjavík. Þeir. sem áhuga hafa, leggi nöfn sín á afgreiðslu blaðsins sem fyrst, merkt: „Ungur reglusamur — 3823“. Raðhús í Alfheimum Til sölu er nýtt fullgert raðhús í Álfheimum um 70 ferm. grunnur 2 hæðir og kjallari. Neðri hæð og kjallari er fuilkomin 5 herb. íbúð. 2 samliggjandi stofur, svefnherbergi, eldhús og bað á efri hæð. Bíl- skúrsréttindi. Einar Sigurðsson hdl. Ingólfsstræti 4 — Sími 16767. Glæsilegt raðhús til sölu við Hvassaleiti. í húsinu eru 2 samliggjandi stórar stofur, skrifstofuherbergi, 4 svefnherbergi, skáli, eldhús með borðkrók o. fl. Grunnflutur um 200 ferm. Mjög skemmtileg innrétting. Tvennar svalir. Uppsteyptur bíl- skúr fylgir. Húsið selst fokhelt með járni á þaki. ÁRNl STEFÁNSSON, HDL. Málflutningur, Fasteignasala Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. 3/a herb. nýtízku íbúð , er til sölu i þriggja ára gömlu húsi við Bræðra- borgarstíg. íbúðin er um 90 ferm. og er III. hæð. Sér hitalögn (hitaveita) er fyrir íbúðina. Svalir, Hurðir og karmar úr harðviði. Dyrasími o. fl. Þægindi. Sölu- verð kr. 410 þús. Utborgun kr. 230 þús. Hagkvæmt lán áhvílandt með Lágum vöxtum. MÁLFI.UTNIN GSSKRIFSTOF A Vagns E. Jónssonar. Austurstræti 9. Sími 14400. Veitingarstofa Áf sérstökum ástæðum er til sölu veitingastofa á mjög góðum stað í bænum, sem heíur mikia fram- tíðarmögulet ka. FASTEIGNASALA Áka Jakobssonar og Kristjáns Eiríkssonar Sölumaður Ólafur Ásgeirsson Laugaveg 27. ■ Sími 14226 og frá 19-—20,30, sími 34087. Römm er forneskjan Arrnað bréf til Gubmundar Gislasonar læknis frá Sigurði á Laugabóli HERRA læknir! Ég hefi lesið svarbréf þitt til min frá 3. þ.m. mér til ánægju og fróðleiks. Að vísu örlar ofur- litið á því, að þér finnist fatt um skilning minn og talsvert þekk- ingarleysi á málunum og jafnvel annarlega „opinberun“, í sam- bandi við hina, sennilega á næst- unni, landfrægu rollu í Múla. Ekki furðar mig á því, — þú ert ekki einn um það, að taka tor- skildum og yfirnáttúrulegum fyr- irbrigðum, með vissri varúð. — Ekki tek ég því heldur illa þótt mér sé vinsamlega bent á að þekkingin sé í ólagi, því það er bún og er engum það jafnljóst og mér. „Persónulegur sársauki" vegna niðurskurðar á fé mínu, er þér sýiiist svífa yfir vötnunum í fyrra bréfi mínu, gæti einnig bent til annarrar tilfinningar en við- kvæmni og væru þó hvor fyrir sig manniegar eftir atvikum. Mis skilningur minn um smitfé til Skagafjarðar stafar af því, að mér fannst þú nokkuð reikull í málinu, nefndir i einu Hólmavík og Dali, lélegar girðingar og vörziu, en engin ártöl, en hefir nú bætt úr í Svarbréfinu „Opin- berun“ mín um 7 vetra ána í Múla, skýrist á mjög auðveldan og einfaldan hátt, með vottorði Ágústar, bónda á Múla, er prent- að verður undir þetta bréf og get- ur rollan þá framvegis gert hvort sem þér þykir heppilegra, hald- ið áfram við að „tæta sundur visindi þín, eða styrkja þau til muna í sambandi við kenningu þina um „margra ára meðgöngu- tíma“ traustra fjárstofna, eins og t.d. Kieifarstofnsins, sem þú beindir sjónum þínum að hér, stefnir síðan þumalfingri niður, að hætti hinna rómversku keis- ara fornaldar, sem jafngilti þar dauðadómi eins og hér. En hvaðan telur þú læknir, að þurramæðiveiki hafi boiizt að Múla? Það er mjög mikilsvert atriði. Hún hefir aldrei fyrr, svo kunnugt sé, Verið í ísafjarðar- sýslu eða Gufudalshreppi. Frá Hólmavík getur hún ekki verið, fé hér við fjörðinn hefir aldrei verið í snertingu við fé úr Strandasýslu og engin kind hefir verið keypt hingað eða að Múla, utan hólfsins hér, að undan- skildu einu lambi, er heimtist yfir í Laugardalsbotnum haustið 1955, var einhversstaðar af Reykjanesinu, selt Ágústi Guð- mundssyni, nú bónda í Múla, sem þá átti heima hér»á Laugabóli og hafði þá verið í minni þjón- ustu hér í full 20 ár. Lambið var því alið hér á Laugabóli vetur- inn 1955—’56, lét dauðu fóstri um vorið. heimtist á sömu slóðum í Langadalsbotnum haustið 1956 og þá strax slátrað að ráði dýra- læknis, vegna gruns um „lamba- lát“ framvegis. Sæmundur Friðriksson, fram- kvæmdastjóri átti sifntal við mig sl. haust um þetta lamb taldi úti- lokað með öllu að þangað gæti verið að leita smitunar i Múla, enda kind þessi aldrei þangað komið eða verið með fé þaðan. En er það nú samt ekki vegna þessa lambs, sem þú telur nú alla Vestfirði, vestan girðingar „grun aða"? Eitthvað hefi ég heyrt um það, en engan trúnað á lagt. Það væri of fjarstæðukennt til þess að nokkur maður legði trúnað á. Þú segir í einum stað i svarbréf inu til mín: „að svo mikil hefir verið blinda manna í þessum mál um, að það hefir kostað talsverða erfiðismuni (leturbr. allar frá mér. S) að standa gegn því að fjárkaup væru leyfð austan þess- arar girðingar“ og á öðrum stað: „Hitt er einnig margreynt, að sé um hraust fé að ræða við góð skilyrði, getur meðgöngutími veikinnar staðið svo árum skipt- ir“. — Hve lengi læknir? Ber að skilja tvær síðustu lín- urnar í bréfi þínu svo, að þú vonir að Laugabólsféð hafi með dauða sínum staðfest, að komist hafi verið fyrir smitið? Framangreind „blinda“ og á- sælni utanhéraðsbænda eftir lif- lömbum austan girðingar, þ. e. sennilega eftir Kleifastofninum í Múla og á Laugabóli, sem eítir- sóttur hefir verið um land allt vegna hreysti og þess, að það er talið öðrum stofnum fremra til útflutnings, vegna sköpulags og hærri kjötprósentu en annað fé, gæti bent á tvennt, annað hvort algera lítilsvirðingu á 10 ára banninu hér, sem er sennilegra og af sama trúleysi munu og sprottin þau mistök er hér hafa orðið í fjárflutningum milli ná- grannahreppa hér beggja megin fjarðarins, því engan veit ég ó.ska sér mæðiveiki í fé sitt og mundu viðbrögð manna hér, sem annars staðar með öðrum hætti, ef þeir vissu veikina með nokkrum lík- indum komna í nágrenni við sig. Eða þá hitt, að mönnum hafi ver- ið kunn kenning þin um mót- stöðuorku og langan meðgöngu- tíma hraustra stofna og leikið hugur á að eignast slíkt fé. En er nú ekki einmitt þarna að eygja möguleika á lausn mik- ils vandamáls? Eg býst við að þú munir telja það fráleita uppá- stungu, sem ég ætla að varpa fram nú og óhugsaðri, því eitt- hvert maurildi Jýsir nú í kollin- úm á mér í þessu augnabliki, en skítt með það. — Við fyrstu niðurskurði á sauðfé í heilum héruðum, vegna mæði- veiki nokkru eftir að hún barst til landsins, vakti það sérstaka athygli, bæði bænda og ráða- manna í þeim málum, að Kleifa- stofninn varðist veikinni áber- andi betur og lengur en annað fé og nú þykir mér þessi eiginleiki þess hafa komið óumdeilanlega skýrt í ljós í Múla, þar sem ærin þar hefir enga aðra kind getað smitað í 7 ára sambúð, svo að á lungum sæist, því fleiri voru þar ærnar jafngamlar henni og eldri en hún. Þá hefir í fjárskiptunum, meðan þau voru leyfð héðan, verið flutt Kleifafé í stórum stíl frá Múla og Laugabóli, víðs veg- ar um landið til bænda og kyn- bótabúa og mundi nú vera orðið geysilega margt ef þetta vanhugs aða og vitlausa bann hefði ekki verið. Væntanlega hefir stofninn samt aukízt mjög hjá þeim kaup- endum, svo talsvert ætti nú að vera til af honum. Ég sting upp á því að komið verði upp hólfi einhversstaðar á landinu, ekki stóru, kostnaðarins vegna, en helzt staðsett þar, sem hætta væri mikil á mæðiveiki eða sýkingu, þar sem um tílraun af þessu tægi er að ræða. Jafnframt yrði, þar sem veikin kynni að stinga sér niður næst og öllu eða nokkru ætti að slátra þess vegna, að halda Kleifafénu eftir, þótt sjúkt yrði talið, einangra það í sérgirð- ingu öflugri og sjá hvað þar gerð ist á næstu árum. Gæfist tilraun- in vel, væri gátan að leysast, reyndist stofninn jafnhraustur gegn sýklinum og í Múla, bæri að efla hann sem mest hvar sem hann finnst og útrýma jafnframt veikari kynjum. Mæðiveikin gerði þá ekki lengur neinn telj- andi skaða þar sem eingöngu væri Kleifafé í hólfi, því 7—9 ára gamlar ær verða að hverfa hvort sem er vegna aldurs. Þessu vil ég beina til bændanna sjálfra til athugunar og endurbóta, sem ég hefi engan tíma til að þrauthugsa nú, þeir stinga henni undir stól ef þeim þykir hún vitlaus en Einbýllshús i Kópavogskaupslað til leigu frá 1. júní. Sala kemur til greina. Uppl. í síma 34810. Pontiac 1955 Til söhi Pontiac-bifreift Model 1955. Upplýsingar í síma 17030. Atvinna Óskum eftir reglusömum manni til afgreiðslustarfa og skrifstofuvinnu, þarf helst að getað skrifað ensk bréf. Tilboð merkt: „Reglusamur — 3827“ sendist Mbl. fyrir föstudag. * Próf í pípulógnuiu Pípulagningameistarar, sem ætla að láta nemendur sina ganga undir verklegt próf í júní 1960 sendi skriflega umsókn til formanns prófnefndar Benónýs Kristjánssonar Heiðargerði 74 fyrir 1. júní n.k. Um- sókninni skal fylgja 1. Námssamningur, 2. Fæðingar- og skírnarvottorð nemandans, 3. Vottorð frá meist- ara um að nemandi hafi lokið verklegum námstíma, 4. Burtfararskírteiní frá Iðnskóla, 5. Prófgjald kr. 600,00: PRÓFNEFNDIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.