Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 22
22
MORCUHBLAÐIÐ
Þrií’Siudagur 24 mai 1960
KR Reykjavíkurmeistari
í ÚRSLITALEIK Reykjavíkur
mótsins í gærkvöldi sigraði
KR Fram með 2 mörkum gegn
engu. Vann KR þar með 20.
sigur sinn í Reykjavíkurmót-
inu frá upphafi, en það hefur
farið fram 42 á sl. 45 árum.
Mikii barátta var í leiknum
framan af en hvorugu liðinu
tókst að skora í fyrri hálfleik.
Snemma í síðari hálfleik skor
aði Þórólfur Beck fyrir KR
og eftir það sóttu KR-ingar
meir.. Er Sveinn Jónsson skor-
aði annað mark KR náðu KR-
ingar algerum yfirráðum á
vellinum og leikurinn dofn-
aði.
Valur lék sér að
Þrótti eins og
John Thomas setur nýtt licimsmet í hástökki, 2.18 m.
Nýft helmsmet í hástökki
Á LAUGARDAGINN bætti
bandaríski stúiáentinn John
Thomas enn heimsmetið í há-
stökki, er hann fór yfir 2.18 m
í íþróttakeppni, sem fram fór í
Cambridge í Massachusetts.
John Thomas flaug yfir hæð-
ina í fyrstu tilraun og gerði
eftir það þrjár misheppnaðar til-
raunir við 2.20 m. Á Penn-ieikj-
unum í apríl sl. bætti John
Thomas heimsmet Rússans Yuri
Stepanovs (2.16) í 2.17 metra.
Það met hefur ekki enn hlocið
náð aiþjóða frjálsíþróttanefndar-
innar, sem einnig mun fá hið
nýja met til umsagnar og stað-
festingar.
Körfuknattleiksmenn
keppa í Danmörku
Á föstudaginn kemur leggur hóp-
ur körfuknattleiksmanna frá
Glímufélaginu Ármanni af stað
í keppnisför til Danmerkur.
Piltarnir eru allir úr II. flokki
©g eru á aldrinum 17—19 ára.
Ármenningarnir hafa æft vel í
vetur undir handieiðslu þjálfara
sins, Ásgeirs Guðmundssonar. Á
íalndsmótinu í vetur urðu þeir
í öðru sæti, næstir á eftir ÍR.
Þetta verður fyrsta för körfu-
knattleiksmanna úr öðrum ald-
ursflokki til Danmerkur og verð-
ur gaman að sjá hvernig piltarn-
ir standa sig í keppni við danska
jafnaldra sína. Körfuknattleik-
ur er í greinilegri framför hér
á landi og er þetta lið Ármanns
aiisterkt á íslenzkan mælikvarða.
Danmerkurdeild Norrænafé-
lagsins mun annast móttökur og
alla fyrirgreiðslu liðsíns í Dan-
mörku. Ekki er ennþá vitað hvað
keppt verður á mörgum stöðum,
en vitað er að liðið keppir í Kaup
mannahöfn, Óðinsvéum og Árós-
um og ef til vill vtlrður skroppið
yfir til Svíþjóðar og keppt í
Málmey.
Það slys skeði á æfingu hjá
Ármenningum nýlega að þjálfari
liðsins, Ásgeir Guðmundsson,
slasaðist á fæti og varð að leggj-
ast i sjúkrahús. Bogi Þorsteihs-
son formaður ÍKF var þá feng-
inn til að hlaupa í skarðið og
taka að sér fararstjórn, en Bogi
var fararstjóri íslenzka lands-
liðsins, sem keppti i Danmörku
í fyrra. Það er mjög bagaiegt
fyrir liðið að Ásgeir, sem hefir
þjálfað það undanfarin ár, skuli
ekki geta faríð með og stjórnað
liðinu á leikvelli.
Ármenningarnir sem fara í
þessa för eru: Birgir Örn Birgis,
Davíð Helgason, Ingvar Sigur-
björnsson, Sigurjón Yngvason,
Sigurður Guðmundsson, Hans
Guðmundsson, Árni Samúelsson
og Hörður Kristinsson.
köttur að mús
VALUR og Þróttur léku í Reykjavíkurmótinu á sunnudagskvöldið.
Yinsir bjuggust við tvísýnum leik — og flestir víð því að Þróttarar
rnyndu ekki gefa sig fyrr en í fulla hnefana. En lið þeirra var nú
svipur hjá sjón miðað við fyrri leiki. Voru nokkrir þeirra beztu
manna meiddir eða fjarverandi og því nánast um B-lið félagsins
að ræða. Og svo fór að Valsmenn léku sér eins og köttur að mús
og sigruðu með 10 mörkum gegn engu.
i( Misheppnuð tækifæri
Á fyrstu 10 mín. leiksins
komst Valur að minnsta kosti
5 sinnum í dauðafæri, en fyr-
ir fádæma klaufaskap tókst
þeim ekki að skora. Meðal
tækifæranna var vítaspyrna,
sem Bergsteinn framkvæmdi
en markvörður varði auðveld
lega. En loksins úr 6. tækifær-
inu tókst Gunnlaugi að skora
af ca. 12 metra færi eftir
mikla pressu við Þróttarmark
ið.
Það, sem eftir var hálfleiksins
var leikurinn daufur og tilþrifa
laus utan það að Gunnlaugur
Hjálmarsson skoraði fallegt
mark eftir laglegt upphlaup
Vals. Gengu svo leikmenn til
hvíldar í hléi og þótti uppskera
1. deildarliðsins rýr, enda var
illa að „sáningu" unnið.
i( Mörk á færibandi
í síðari hálfleik hristu
Valsmenn af sér slenið. Gunn
laugur skorar á 5. mín. með
skalla af stuttu færi og tveim
mín. síðar skorar Björgvin
Dan. fallegt mark úr góðri
sendingu Gunniaugs.
Eftir nokkurt hlé og þóf,
komu mörk Valsmanna eins
og á færibandi. Á 21. mín.
skorar Bergsteinn laglega og
bætir 5. markinu við 5 mín.
síðar. Á 32. min. skorar Gunn
laugur 6. markið eftir návigi
við markvörð og bakvörð, á
37. mín. skorar Gunnlaugur
enn með föstu skoti upp úr
hornspyrnu og tveim mín.
síðar bætir hann enn einu
marki við úr þvögu. Berg-
steinn rak svo endahnútinn á
tuginn með skoti í bláhornið
eftir sendingu Hilmars.
i( Mörkin 10
Það mun einstakt að einn
og sami leikmaður skori 6
mörk í leik. Það gerði Gunn-
laugur miðherji Vals. Berg-
steinn skoraði 3 — hið eftir-
sótta „hattrick" og Björgvin
1. Að vísu var mótstaðan ekki
mikil og því næsta auðveld
leiðin í mark Þróttar en öðr-
um og betri framherjum en
Valur á, hefur mistekizt að
finna auðveldu leiðina í mark
lélegra liða.
Um knattspyrnu leiksins
skal lítið rætt. Á löngum köfl
um var hún engin, og sjaldan
mikil. — A. St.
Ron Delany byrjar
aftur að keppa
Hyggst verja Olympiutitil sinn
NEW York blöðin færa þær
fréttir af Ron Delany, írska
hlauparanum, sem vann 1500 m.
hlaupið á Olympiuleikjunum í
Melbourne 1956, að liann hafi
nú fengið keppnisleyfi til að
keppa í Bandaríkjunum, en
hann starfar þar á vegum írska
flugfélagsins. Fyrsta keppnin,
sem Delany tekur þátt í verður
íþróttamót, sem haldið verður
að Traves Island’s n.k. laugar-
dag.
Á íþróttamóti þessu mun Ron
Delany keppa í 880 jarda hlaupi
og hefir þar ekki lélegri keppi-
nauta en þá Tom Murphy, Ed
Moran og Mike Caraftis, en allir
eru þeir í hópi beztu hálfrar
mílu hlaupara í Bandaríkjunum.
Olympíumet Ron Delany frá
1956 er 3,41,2. Hann keppti ekki
á sl. ári þar sem hann meiddist
Bandríkjamennirnir, sem sigruðu Reykvíkinga í golfi.
Varnarliðsmenn sigruðu
Reykvíkinga í golfi
UM helgina fór fram keppni í
golfi á velli Golfklúbbs Reykja-
víkur milli Reykvíkinga og
Bandaríkjamanna úr varnarlið-
inu. Skipuðu 14 menn hvort lið
og fóru leikar svo að Banda-
ríkjamenn sigruðu, hlutu 23 stig
gegn 16 stigum Reykvíkinga. Er Clark liðsforingja í varnarliðinu,
þetta í sjötta sinn sem slík
keppni fer fram og hafa Golf-
klúbbsmenn alltaf sigrað.
Að þessu sinni var í fyrsta
skipti keppt um fagran og glæsi-
legan farandbikar. Er bikar sá
gefinn til minningar um Jason C.
sem beið bana undir jarðýtu, er
hann var á skíðum þar syðra.
Var hann mikill og fjölhæfur í-
þróttamaður og m.a. félagi golf
klubbs varnarliðsmanna. Foreldr
ar hans í Laconia, New Hamps-
hire, gáfu þennan glæsilega bik-
ar til minningar um hann og
kusu þau að um bikarinn yrði
keppt milli íslendinga og varn-
arliðsmanna svo bikarinn mætti
auka vináttu og tengsl þjóðanna.
Ron Delany
í fæti. Delany telur nú að hann
hafi náð sér fullkomlega og hon-
um sé óhætt að taka aftur þátt
í keppni, og hefur hann fullan
hug á að verja Olympíumeistara
titilinn í 1500 metra keppninni
á komandi sumri. Delany telur
sig sterkari nú en þegar hann
vann Olympíugullið í Melbour-
ne. Hann segist vera þolnari og
reyndari í alla staði. Aðal-
áherzlu hefir Delany lagt á að
ná upp hraða og til þess hefir
hann mikið hlaupið 110, 220 og
440 jarda hlaup og einnig 880
jarda. Vanalega hleypur hann
8 til 10 mílur í allt á dag, en
æfingin tekur um klukkustund
og stundum hálfa aðra klukku-
stund. Delany lifir afar reglu-
sömu lífi og fer vanalega í rúm-
ið kl. 10 á kvöldin. Hann telur
að hvíldin frá keppni hafi haft
góð áhrif.
KR vann I. flokk
KR og VALUR kepptu úrslita-
leikinn i Reykjavíkurmóti 1. fL
sl. laugardag. KR fór með sigur
af hólmi, skoraði 2 mörk gegn
engu og urðu þar með Reykja-
víkurmeistarar í 1. fl. 1960. —■
Flokkur KR skoraði alls 5 mörk
í mótinu og fengu ekkert mark á
sig. Þeir unnu Þrótt 2:0, Fram
1:0 og Val eins og fyrr segir 2:0.