Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 12
12 MORCUHBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. maí 1960 TTtg.: H.f Arvakur Reykjavik l'ramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, simi 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði mnanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ERU TIL BETRI ÚRRÆÐI? rkNEITANLEGA koma " verðhækkanirnar á inn- fluttum vörum og ýmissi þjónustu, sem leiða af geng- islækkuninni illa við menn, einkum þessa fyrstu mánuði, áður en gagnráðstafanir eru farnar að hafa áhrif, svo sem fjölskyldubætur og skatta- lækkanir. Hins vegar er gert ráð fyrir að þær muni bæta svo hag þeirra, sem erfiðast eiga uppdráttar, að kjara- rýrnun þeirra verði hverf- andi lítil. En eðlilegt er að menn hugleiði, hvort aðrar ráðstafanir en þær, sem ákveðnar voru, hefðu verið léttari. Stjórnarandstæðingar berjast hatrammlega gegn viðreinsnarstefnunni og er því eðlilegt að menn líti til ráðlegginga þeirra, þegar skyggnzt er eftir því, hverra úrræða annarra hefði verið völ. Um kommúnista er það að segja, að hvergi í skrifum þeirra vottar fyrir neinni já- kvæðri efnahagsstefnu. Helzt er á þeim að skilja, að allt hafi hér verið í stakasta lagi og engin vandi að halda áfram, á braut hallareksturs og skuldasöfnunar, ekki sízt ef lántökur færu fram í aust- urvegi. Að öðru leyti §ru svo órökstuddar getsakir um óhófsgróða, sem gera megi upptækan. Þeim úrræðum kynntust menn á tímum vinstri stjórnarinnar og er óþarft að eyða að þeim fleiri orðum. Gagnstætt kommúnistum hafa Framsóknarmenn hins vegar leitast við að skýra, hvað þeir vildu gera. Þeir segja, að hægt hafi verið að bæta 250 millj. kr. ofan á fyrri skattheimtu haftakerfis- ins og þá hefði öllu veríð borgið. Þessa staðhæfingu er rétt að athuga nokkuð nánar. Helzt er svo að skilja, sem hugmyndir Framsóknar- manna séu, að þessa skatta hefði átt að heimta eftir svip- uðum leiðum og áður hefur verið aflað tekna til útflutn- ingssjóðs. Ef það er rétt skil- ið, þá hefðu þessir nýju skatt- ar engan vanda leyst, því að bótakerfið sjálft bar í sér þa meinsemd, að það gat ekki viðgengizt án stórkostlegrar skuldasöfnunar erlendis. En þar að auki er það alkunna, að þeir skattar, sem á und- anförnum árum hafa verið á lagðir til að afla útflutnings- uppbóta hafa aðeins enzt skamma hríð og ár eftir ár hefur orðið að bæta á nýjum sköttum. Má því gera ráð fyrir, að þessar 250 millj. Framsóknarmanna hefðu að- eins enzt út þetta ár og þá hefði enn orðið að bæta á skattþegnana nýrri svipaðri upphæð. Þegar það svo er haft í huga, að þessi Framsóknar- skattur mundi nema um 7000 kr. á hverja 5 manna fjöl- skyldu eða samsvara 10—15% kjaraskerðingu verkamanna, þá er ólíklegt að þeir finnist margir, sem fremur hefðu viljað fara þá leið skottu- lækninga. Fullyrða má að kjaraskerðingin af völdum gengislækkunarinnar muni ekki verða eins mikil og sú sem Framsóknarmenn þannig boða, a. m. k. ekki hjá þeim, sem erfiðast eiga uppdráttar og hliðarráðstafanirnar hjálpa mest. En meginatriði þessa máls er þó alls ekki hver leiðin hefði verið erfiðari þessa mánuðina, heldur hitt, hvers vænta megi af hvorri fyrir sig um nána framtíð. Fram- sóknarskattarnir hefðu við- haldið uppbótakerfinu, höft- unum, nefndunum og allri þeirri spillingu, sem í skjóli þessa afturhaldsfyrirkomu- lags hefur hér þróazt. Við- reisnarstefnan miðar aftur á móti að því að uppræta þetta kerfi með rótum svo að byggja megi upp farsælt og frjálst þjóðfélag. Það ber einnig að hafa í huga, að erfiðleikarnir i ár eru afleiðing af kjara- skerðingu, sem orðin var á undanförnum árum en dulin með skuldasöfnun. Þá kjaraskerðingu borga menn þessa mánuðina, en þegar þær skuldir eru að fullu greiddar munu fljótlega fást verulegar kjarabætur. Ein- staklingar leggja hart að sér til að afla sér menntunar, byggja sér híbýli, rækta jörð sína o. s. frv., allt í þeim tilgangi að búa í haginn fyrir framtíðiria. Hvers vegna skyldi þjóðarheildin þá ekki leggja nokkuð að sér um skeið, þegar beinlínis er um að tefla fjárhagslegt sjálí- stæði þjóðarheildarinnar og þjóðfélagsþegnanna hvers um sig. — UTAN UR HEIMI Þau sigruðu ÞAÐ er keppikefli flestra kvikmyndaleikara, vestan- hafs að minnsta kosti, að hljóta hin eftirsóttu, banda- rísku kvikmyndaverðlaun, Oscarsverðlaunin svonefndu, sem veitt eru árlega fyrir leik snilld, myndgerð, leikstjórn, tónlist og önnur „kvikmynda- afrek“. Fyrir skömmu fór fram af- hending þessara fraegu verð- launa í Bandaríkjunum við hátíðlega athöfn, eins og frá hefir verið skýrt í fréttum. — Síðustu vikurnar fyrir verð- launaúthlutunina má jafnan lesa spádóma hinna og þess- ara „sérfræðinga“ í blöðum úti um allan heim um það, hverjir séu nú líklegastir til að hljóta hnossið. — Stundum reynast þeir sigursælastir, sem sízt eru til nefndir í þess- um „vangaveltum", en að þessu sinni reyndust margir sannspáir um úrslitin. Og hér sjáið þið þau Crönsku leikkonuna Simone Signoret og hinn bandaríska Charlton Heston, sem hlutu aðalverðlaunin í ár fyrir bezt- an ieik í aðalhlutverkum — Signoret fyrir leik sinn í myndinni „Room at the Top“ (Dýrkeyptur sigur; mun mynd in hafa verið nefnd hér), og Heston sem hlaut verðlaunin fyrir aðalhlutverkið í hinni frægu mynd „Ben Húr“. En t sú kvikmynd hefir hlotið / fleiri verðlaun af ýmsu tagi 1 en dæmi eru til áður..— Það 1 er sízt að undra þótt þau Signo ret og Heston séu hýr á svip, er þau „skála“ hvort fyrir öðru með gullstyttunum sín- um. Viðskipti Austur- og Vestur Evrópu vaxandi EFNAHAGSNEFND Evrópu (EC E) fjallaði á nýafstöðnum fundi sínum í Genf um ýmsar hliðar á efnahagsástandinu í Evrópu. Nefndin komst t. d. að þeirri niðurstöðu að viðskipti milli landa í Austur- og Vestur-Ev- rópu væru í stöðugum vexti. Á árinu 1959 jukust þau um 12 af hundraði, en verzlun Evrópurikja við ríki í öðrum álfum jókst hins vegar aðeins um 9 af hundraði. Fyrir fundum lá ECE-skýrsla, byggð á þriggja ára rannsóknum á stálframleiðslu Evrópu. Skýrsl an, sem er 176 blaðsíður, felur í sér eins konar spádóm um fram- leiðslu, sölu og notkun stáls, annars vegar í Evrópu, hins veg- ar í öllum heiminum, á næstu 15 árum. IÁ 29. þingi Efnahags- og fé- f lagsmálaráðs Sameinuðu þjóð- anna, sem lauk fyrir skömmu í Aðalstöðvunum í New York, var meðal margra annarra mála rædd ályktun sem Allsherjar- þingið gerði, þar sem ráðið er hvatt til að hefjast handa um rannsókn á vandamááli dauða- refsingar, á lögum og venjum í sambandi við hana, og á þeim áhrifum sem dauðarefsing eða bann við dauðarefsingu hefur á afbrot í ýmsum löndum. Ráðið 1 samþykkti ályktun þar sem Dag Hammarskjöld framkvæmda- stjóra S.Þ. er faiið að láta gera skýrslu um málið og ef t nauðsyn beri til hafa sam- f kringum 1972—75 er búizt við að framleiðsla stáls í heim- inum verði komin upp í 630 millj. tonn, borið saman við 272 millj. tonn árið 1955, 192 milljón tonn árið 1950 og 138 milljón tonn árið 1937. í Vestur-Evrópu er búizt við að stálframleiðslan verði komin upp 1 161 milljón tonn eftir 15 ár, en hún var 80 milljón tonn árið 1955. Samsvarandi tölur fyr ir Norður-Ameríku: 160 (113 árið 1955), Sovétríkin 117 (45), önnur lönd Austur-Evrópu 38 614), meginland Kína og Norður-Kór- ea 52 (3), Austur-Asía (að frá- töldu meginlandi Kína og Norður Kóreu) 65 (11), Mið og Suður- Ameríka 19 (2), Kyrrahafssvæð ið 9 (2), Afríka 8 (2), og Mið- ráð við sérunefnd S. Þ., sem fjallar um hindranir afbrota oð meðferð lögbrjóta. Þessi nefnd er skipuð sérfræðingum. Ráðið fór þess á leit að skýrslan yrði tilbúin ekki síðar en árið 1962. í þessu sambandi má nefna að önnur ráðstefna S. Þ. um hindr- anir afbrota og meðferð lögbrjóta verður haldin í London í ágúst nk Slíkar ráðstefnur eru haldn- ar fimmta hvert ár. Meðal mála sem rædd verða að þessu sinni eru afbrot unglinga og afbrot, sem eiga rætur sínar í þeim fé- lagslegu breytingum sem nú eiga sér stað í vanþróuðum löndum. Þá verður einnig rætt um stöðu betrunarhússverkamanna 1 efna- hagslífi einstakra rikja. austurlönd 2 (móti 0,1 árið 1955). Fundinum var jafnframt skýrt frá því að dregið hefði úr kola- notkun í Evrópu síðan árið 1957. Stafar það einkum af aukinni notkun annarra orkulinda, eink- um olíu og gass. Rafmagnsnotkun Evrópu er í vexti. Á árinu 1958 fór hún fram úr þremur fjórðu úr milljarði kílówatt-tíma. Fram til 1965, er búizt við árlegri aukningu sem nemur 9 af hundraði. Skógar- svæði heimsins Skógar heimsins verða að- gengilegir í æ ríkara mæli eftir því sem flutningakerfin færa út kvíarnar, segir í „Worl Forest Inventory 1958“, sem er nýkomin út hjá Matvæla- og landbúaðar- stofnun S.Þ. (FAO). Yfirlitið tekur til 42 landa og er samið í samvinnu við Efnahagsnefnd Evrópu (ECE). Árið 1953 voru 47 hundraðshlutar af samanlögðu skógasvæði heimsins tilkvæmi- legir þ. e. a. s. nytjanlegir. Árið 1958 var þessi hundraðstala kom in upp í 62. Þetta yfirlitsrit, sem er hið þriðja í röðinni (hin komu út 1948 og 1955), skýrir frá því að þriðjungur af yfirborði jarð- arinnar sé þakinn skógi, og að um þriðjungur af skógum heims- ins sé nytjaður. Skógarsvæðin skiptast þannig: Sovétríkin 26 af hundraði, Norður-Ameríka og af hundraði, oNrður-Ameríka og Afríka hvor fyrir sig 17 af hundr aði, Asía 12 af hundraði og Evrópa 3 af hundraði. Rannsókn á vandamáli dauðarefsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.