Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 24. maí 1960 MORCUNBLAÐIÐ 17 Blá- fugl- inn BRETINN Donald Campell, mun í september n.k. reyna við nýtt hraðamet á Bonne- ville Salt-slétunum í Ulah í Bandaríkjunum í gastúrb- ínu-bifreið, sem hann nefn- ir Bluebird C.N.7. Heimsmetið er nú 394,196 mílur á klst. (634.3 km. á klst.), og hefur það staðið síðan John Cobb setti það á Bonneville Salt sléttunum 16. september 1947. Undirbúningur að þessari met-tilraun Campells hefur tekið fimm áir, og standa 69 brezk iðnfyrirtæki bak við tilraunina. Áætlað er að kostnaður vjð tilraunina vcrði um ein milljón punda. Bluebird C.N.7. verður aflmesta bifreið, sem nokk- urntíma hefir verið smíðuð. Gastúrbínan er af gerðinni Bristol Siddeley Proteus, svipuð þeim sem notaðar eru í Britannia flugvélar, og framleiðir yfir 4.000 hestöfl. Áður en Champell reyn- ir við metið munu a. m. k. fjórir Bandaríkjamenn gera það. þeim tréysti ég bezt til að gera eitthvað raunhæft. Eg vil samt ekki með þessu síðasta, gera lítið úr hinum mikla áhuga þínum læknir, sem kemur glöggt fram í varnarræðu þinni í svarbréfinu, fyrir fyllstu varúð og tortryggni gegn sýklunum og hans hundakúnstum og háska er hann veldur. En þó verður það að gerast með rólegri og 'kaldri yf- irvegun, svo hvergi glytti á fálm- kenndar handahófsaðgerðir, t.d. svipaðar og mína hérna að ofanU en þú hefur valdið, en ég ekkert slíkt. Mér hefir aldrei verið höfuð- gjarnt um ævina, en sennilega hefi ég aldrei verið komin nær því að kenna svima en þá, er ég las í svarbréfinu frá þér um hinn hroðalega árangur af ára- tuga frækilegri styrjöld varð- manna ríkisins og vísindanna gegn þessu óartarkvíkindi, mæði- veikisýklinum. Að sögn þinni er árangurinn nú þessi: „Fullkomin óvissa ríkir enn um niðurstöður fjárskipta á nær öllu Suður og Vesturlandi, en á því svæði munu vera um 3—400,000 fjár — og á öðrum svæðum sunnanlands og vestan „ef til vill enn meiri hætta á ferðinni, ef veikin kæmi þar upp“, „því þar er fólk almennt farið að telja sér trú um að ekki sé lengur þörf á neinni varfærni". En auk þessa alls herja svo „garnaveiki, riða og jafnvel fleiri illvígir sauðfjársjúkdómar“. — „Fjárskipti í stórum stíl ófram- kvæmanleg, vegna vöntunar á örugglega heilbrigðu fé“. — Mér sýnist ástandið nú, eftir lýsingu þinni, verra, en það var í byrjun, þá var þó gnægð heil- brigðs fjár til að fylla með skörð- in. Og nú er það meira en Vest- firðirnir sem „grunað" er, það virðist vera mikill meirihluti alls landsins, samanber „óframkvæm anleg fjárskpti í stórum stíl“. Já, læknir, það má segja að römm er forneskjan, þarna stend ur þú í „ensom Majestæt" og þrumar út yfir landslýðinn af þínum mikla áhuga, varnaðar- og aðvörunarorð, með nauðsyn- legum refsingum þegar allt er komið í skömmina hjá okkur, en þrátt fyrir það eru menn svo blindir um allt Suður- og Vestur- land og má vist bæta Vestfjörð- unum í hópinn, að þeir skjóta skollaeyrunum við og virðast ekki taka mark á nærri því öllu sem þú segir, heimta jafnvel að fá að kaupa líflömb úr hólfi, sem í 10 ár hefir setið í bannfæringu, hinni meiri, — Eg hefi jafnvel talsvert meira en „grun“ um að ekki séu allir embættismenn í varnarliðinu, sammála þér, en samúð mín er þín megin, — að nokkru leyti — vegna áhugans. En ekki fellur mér það, að einum eða tveimur mönnum sé fengið í hendur vald til þess að dæma fyrst eina kind mæðiveika, en þegar allt annað fé á bænum reynist við niðurskurð heilbrigt, að því er séð verður við lungna- skoðun, eftir 7 ára sambúð við þá sjúku, en geta samt bent á ákveðna staði, þar sem hlustun á fénu hefir sömu dagana gefið bendingu um algera heilbrigði og skipa að drepa það hvort sem það sé heilbrigt eða sjúkt og sem verra á ég með að skilja þá ráð- stöfun með hliðsjón af kenning- unum um mótstöðuorku hraustra stofna, reynslunni af staðfestingu þeirrar kenningar, sem fékkst í Múla við slátrunina þar og vit- undina um sams konar stofn á Laugabóli og að nokkru leyti í Gervidal og enn til viðbótar þessu öllu, vissuna um erfiðleikana við útvegun fjár í staðinn, ég tala nú ekki um Kleifastofn, því hann væri ófáanlegur, en öðru fé mundi ég ekki líta við, maður setur ógjarnan kött í bjarnarból. Mér finnst að til svo örlaga- ríkra ákvarðana ætti að krefjast 5 manna dóms og væru þeir all- ir lærðir dýralæknar og skyldi einn þeirra jafnan vera héraðs- dýralæknirinn í Reykjavík. Þá teldi ég öryggi sauðfjáreigenda bezt borgið. Reynslan í Múla ger- ir það nauðsynlegt, að betur og trúlegar verði um hnútana búið í framtíðinni. í 42. gr. laga nr. 44 frá 9. maí 1947 segir svo: „Ef sauðfjársjúk- dómanefnd telur nauðsynlegt að útrýma sjúkdómi með niður- skurði á sýktu eða grunuðu svæði, þar sem fjárskiptafélag fæst ekki stofnað samkvæmt lög- um þessum, þá getur hún látið útrýminguna fara fram með sam- þykkt landbúnaðarráðherra. Bæt ur skal þá greiða fjáreigendum samkvæmt mati eftir gildandi lögum um eignarnám, en skylt er matsmönnum að taka til greina sýkingu fjár á svæðinu, eða yfir- vofandi sýkingarhættu". Nú er mér vitanlega kunnugt og hefir lengi verið, að sauðfjár- sjúkdómanefnd er skipuð 5 mönn um og að ekki verður löglega fyrirskipaður niðurskurður á sauðfé án kröfu frá henni og sam þykkt landbúnaðarráðherra, en þar sem hana ber að skipa á 3ja ára fresti, þá fylgist ég ekki með því hverjir í henni eru á hverj- um tíma, en dýralæknar eru það ekki, ég veit ekki einu sinni hvort þú ert í þessari nefnd, þótt þú rannsakir lungu á Keldum, en mér hefir skilizt, að þú hafir venjulegt læknapróf en ekki dýralækna og skiptir það litlu í þessu máli hvort er. En þegar framkvæmdastjóri nefndarinnar Sæmundur Friðriksson tilkynnti mér endanlega (hann hafði nokkru áður sagt mér í síma að þetta væri í athugun) í símtali, er ég bað stöðvarstjóra símstöðvar- innar að hlusta á, (í ákveðnum tilgangi), að niðurskurður væri nú fyrirskipaður, gat hann þess um leið, að nefndin væri þessu mjög mótfallin og greindi ástæð- ur fyrir því, er ég tel mér ekki skylt að nefna, en nefndin teldi sig ekki geta staðið gegn ákveðn- um vilja eða úrskurði lækna um nauðsyn slíkra aðgerða. Mér var þegar ljóst hvernig málinu var háttað og krafðist staðfestingar með símskeyti, er ég fékk. Eg skil það vel og misvirði ekki, þótt ólærðir menn í læknisfræði kinoki sér við að ganga í ber- högg við harðskeyttan lækni eða lækna í þeirra sérgrein, enda þótt þeir eigi að bera lagalega ábyrgð á endanlegri ákvörðun. Eg fullyrði líka að hér er of þung ábyrgð lögð á herðar ólærðra manna, það er sennilega ekki minni ábyrgð sem þeir tækju á sig ef þeir neituðu að samþykkja tillögu sérfræðinga er þeir teldu ónauðsynlega, eftir atvikum. En úrskurður sem 5 dýralæknar gæfu, yrði talinn af hverjum manni óvefengjanlegur. Eins og nú standa sakir, að sannað verður að teljast að hraust fé geti varist að minnsta kosti í 7 ár í sama húsi og sjúk kind án þess að merkt verði á lungum þess, virðast engin takmörk leng- ur fyrir því að jafnvel einn eða tveir harðskeyttir sérfræðingar gætu knúið nefndina til þess að fyrirskipa niðurskurð á ólíkleg- ustu stöðum, til dæmis verður við Látrabjarg sem er „grunað“ svæði nú, á þeirri fullyrðingu einni að lungu úr kind þaðan hafi verið „grunsamleg", ef ekk- ert finnst að öðrum lungum á staðnum eftir slátrun. Þá er allt í lagi, „það er engum efa bundið að talsvert hefir verið af smit- uðum kindum í heima fénu“, eins og þú segir í svarbréfinu. Eg fullyrði ekki að þetta verði svo, en það er óneitanlega „fræði- legur möguleiki“. Stofninn hefir verið hraustur, lungun sanna ekk ert og tekizt hefir að útrýma smitun með skjótum aðgerðum, því að: „Vakri Skjóni hann skal heita — þó að meri það sé brún“. Stytzta hjónavígsluræða, sem mér er kunn, hljóðar svo: Og nú, mín elskuleg brúðhjón, mun drott inn reka á ykkur botngjörð elsk- unnar, m.eð hamri trúarinnar og drífholti heilags nda. Amen. Jafnvel svo öflug tæki munu ekki duga til þess að lemja þá trú inn í eitt einasta isfirzkt höf- uð, að allir Vestfirðir geti verið réttilega ,,grunað“ svæði í þessum skilningi eða að nauðsyn hafi verið á niðurskurði í Gervidal og Laugabóli, eftir reynslu þá er fékkst í Múla — og það jafnvel ekki, þótt maður stigi í stólinn, með jafnfjörugu hugmyndaflugi og ég held þig hafa, læknir og sennilega sjálfan mig líka, vegna tillögunnar um hólfið hér að framan! Og ísfirðingar munu engar „fundarsamþykktir" þurfa (til þess að fordæma niðurskurð- j inn hér og í Gervidal, þeir hafa gert það hver í sínu lagi án fund- ' arhalda, frá byrjun, eins og sést j af því, að ekki einn einasti mað- ur fékkst til þess, hvorki í Djúp- inu eða ísafjarðarkaupstað að íbúð til sölu Til sölu er næstiim ný, glæsileg hæð við Rauðalæk, sem er 5 herbergi, eldhús, bað, skáli og ytri forstofa auk sam- eignar í kjallara. Sér inngangur. Bílskúrsréttur. Hagstætt verð og góðir greiðsluskilmájar. Tvennar svalir. AknI stefánsson, hdl. Málflutningur, Fasteignasala Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. rétta hönd til hjálpar við rekst- ur þessa fjár eða flutning í skip, fyrr en nokkrir unglingar úr gagnfræðaskóla Isafjarðar feng- ust til þess út úr neyð og þó að- eins gegn loforði' um mjög álit- lega greiðslu. Með slíkum fádæm- um var þetta verk óþokkað í öllu héraðinu. Þetta mál er nú ailt að verða svo ljóst, læknir, að ég held að bréfagerðinni geti verið lokið af minni hálfu, nema sérstakt tilefni gefist, þá er ég alltaf reiðubúinn ef með þarf. Eg þakka svo þær mikilsverðu upplýsingar, sem þú hefir veítt mér. Með beztu kveðju. Sigurður á Laugabólt. V O T T O R Ð Ég undirritaður votta hér með, að kind, er Einar Sigurðsson, út- gerðarmaður í Reykjavík átti og slátrað var í Bolun’garvík sl. haust, vegna þess að mér þótti hún óeðlilega þunnholda eftir sumardvöl í afrétti og reyndist, við lungnaskoðun í Reykjavík, hafa verið sjúk af þurramæði- veiki, var 7 vetra er henni var slátrað, samkvæmt ærbók er Halldór Viglundsson, nú vitavörð ur á Dalatanga, en þá ráðsmaður Einars Sigurðssonar í Múla, hélt. Halldór merkti allar kindur eldri en 2ja vetra og er síðasta merking skráð 1954, en Halldór flutti frá Múla í fardögum 1955 og síðan var engin kind merkt í Múla. Ég minnist þess ekki að hafa sagt Guðm. Gíslasyni, lækni, að ærin væri 5 vetra gömul, enda hafði ég enga aðstöðu til að vita það, án þess að líta í ærbókina, en ég var þá staddur langt frá heimili mínu. Múla, 15. maí 1960 Ágúst Guðmundsson, Vottar: Óli Jónsson. Ólafur Jón Hansson. H A L L Ó ! H A L L Ó l Frá Skyndisölunni á Laufásveginum Peysufatasatín 20/— meterinn, Alslöppunarpúðar (ómissandi í sólbaðinu) 50 krónur stykkið, Barna- peysur frá 20 krónum, Barnasundbolir 25/—, Tvist- tau 10 krónur og sumarkjólaefni 25 krónur meterinn o. m. m. fl. SKYNDISALAN, Laufásvegi 58. Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmum Skagaf jarðarsýslu og Sauðárkrókskaupstaðar. Samkvæmt bifreiðalögum tilkynnist hér með, að aðal- skoðun bifreiða í Skagafjarðarsýslu og Sauðárkróks- kaupstað fer fram sem hér segir: Á Sauðárkróki mánudaginn 30. maí til miðvikudagsins 1. júní n.k., að báðum dögum meðtöldum, daglega frá kl. 10 til 12 og 13 til 17,30, við Vörubifreiðastöð Skaga- fjarðar. Á Hofsósi fimmtudaginn 2. júní, frá kl. 10 til 12 og 13 til 16. í Haganesvík íöstud. 3. júní frá kl. 13—16. Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar á ofangreinda staði á greindum tímum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna lggja fram full- gild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vá- tryggingagjald ökumanna fyrir árið 1959 séu greidd, og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki fram- kvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar, vrður hann látin sæta sektum samkvæmt umferðalögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Sauðárkróki, 20. maí 1960. Sýslumaðurinn í Skagaf jarðarsýslu, Bæjarfógetinn á Suðurárkróki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.