Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 8
8 MORGVISHT 4010 Þriðjudagur 24. maí 1960 Ðragnótaveiði í landhelgi er hið mesta skaðrœði Úr ræbu Jóns Pálmasonar gegn frumvarpi Jbví, er nú liggur fyrir Alþingi DRAGNÓTAVEIÐAR í fisk- veiðilandhelgi hafa verið ræddar nokkuð á Alþingi upp á síðkastið vegna framkom- ins frumvarp frá sjávarút- vegsmálanefnd Neðri deildar ar’ sem eru tiltölulega nýupp- teknar og eru þannig búnar, að þær þurfa ekki að koma neitt um að heimila slíkar veiðar að nýju — undir vísindalegu eftirliti. Eins og fram hefur komið í þingfréttum Mbl., hefur Jón Pálmason lagzt mjög eindregið gegn því, að dragnótaveiðar verði leyfðar, og verður hér rakin að nokkru ræða sú, er hann flutti við fyrstu umræðu málsins. Margt gerzt — sumt ógeðfellt Á þessu Alþingi, sem búið er að standa síðan 20. nóv. í vetur, hafá margvíslegir hlutir gerzt, bæði geðfelldir og ógeðfelldir, byrjaði J. P. ræðu sína. — Yrði það nokkuð löng saga, ef út í það væri farið, en það skal ég nú ekki að þessu sinni gera. Þó get ég ekki látið hjá líða að minn- ast þess, að það er nokkuð ó- geðfellt, sem maður verður var við nærri daglega, að nokkrir af þeim mönnum, sem mest hafa komið nálægt óstjórninni á und- anförnum árum, eru hér sítal- andi — og hafa allt á hornum sér, þegar stjórnendur landsins eru að basla við, með allskonar neyðarúrræðum, að bjarga því þrotabúi, sem þeir hafa eftir skil ið. En hvað sem þessu líður, þá verð ég nú að segja það, að þrátt fyrir allt, þá finnst mér þetta frumvarp einna ógeðþekkasti at- burðurinn. Að það skuli geta átt sér stað, að heil þingnefnd geti orðið sammála um það,_að leggja hér inn í þingið slíkt frumvarp um dragnótaveiði í landhelgi, eft ir allt það, sem gerzt hefur á undanförnum árum. Gamalt deiluefni Þessu næst vék Jón Pálmason að þeim ýtarlegu umræðum, sem átt hefðu sér stað um þessi mál á þingi, síðan hann tók þar sæti fyrir 27 árum, einkum á tímabil- inu 1933—37, en þá hefði oft verið deilt um dragnótaveiðina dag eftir dag og nótt eftir nótt., Þær deilur hefðu endað með því að samþykkt hefðu verið núgild andi lög um bann við dragnóta- veiði. Á þessum árum kvaðst Jón Pálmason hafa sannfærzt um, að slíkar veiðar væru eitt hið mesta skaðræði. Sú sannfæring hefði ekki breytzt síðan. Óheppilegt fyrir landhelgis- málið í sambandi við baráttu okkar í landhelgismálinu, sem enn mætti segja að óvíst væri hverjar lykt- ir fengi, væri það mjög mikils virði, að við gætum sýnt umheim inum það, að við vildum sjálfir stuðla að því að friða okkar land helgi og fara heiðarlega með þau verðmæti, sem í henni fælust. — Ég vil segja, að ef það á aftur að fara að taka upp drag- nótaveiðar í landhelgi, sagði Jón Pálmason, í framhaldi af þessu, — þá er þarna alveg brotið gegn grundvelli, sem við höfum byggt á okkar landhelgisbaráttu á und anförnum árum. Því að eftir lýs- ingum þeirra manna, sem hafa sterka reynslu og — sem eru fyrirhyggjumenn og vilja miða við framtíðarhag, en ekki stund arhagsmuni, þá er dragnótaveiði í landhelgi miklu hættulegri fyr ir okkar fiskstofn heldur en tog veiðarnar sjálfar. Það byggist m. a. á því, að botnvarpan, „trollið“ er að kunnugra manna dómi ekki eins hættulegt botninum og drag nótin. Geta fiskaseyði og smá- fiskar farið undir þá vörpu, að ég nú ekki tali um flotvörpurn- nærri botninum. Veiðar togaranna hættuminni Þetta er þó engan veginn að- alatriðið í þessu máli, heldur hitt, að togararnir eru svo stór skip, að jafnvel þótt þeir hefðu leyfi til að veiða um alla okkar landhelgi, þá komast þeir ekki neins staðar svo nærri landi, að þeir geti rótað j fiskstofninum alveg upp undir landssteinum, eins og ætlazt er til og verið hef- ur með dragnótabátana, sem voru að skarka alveg uppi í landsstein um inn um hverja vík og hvern vog og upp í árósa. Þetta er þess vegna í raun- inni stærsta atr iðið, hvað þetta snertir, að það kemur fram I þessu frumvarpi að ekki á að leyfa dragnóta- veiði nema smá- bátum upp í 35 tonn. En það eru emmitt s k í p , sem eru þar fyr- ir neðan, sem geta k o m i z t alveg upp í landssteina og með sínu veiðar færi, dragnót- inni, skafið botn inn af öllum lif- sannfæringu í þessu stóra máli eða hafa ekkert kynnt sér það eða hugsað um það, hvaða skað- ræðismál er hér á ferðinni. Eftirlit gagnslítið Þá ræddi J. P. um hið vísinda- lega eftirlit, sem fyrirhugað væri, svo og nokkur önnur atriði, sem færð höfðu verið fram frumvarpinu til stuðnings, og mælti í því sambandi m. a. á þessa leið: — Ég skal ekkert gera lítið úr Atvinnudeild Háskólans og ýms- um þeim vísindamönnum, sem við höfum hér í landi okkar, því að margt er sjálfsagt gott sem þeir hafa lært og haft með að gera. En þið þekkjum líka nokk- uð mörg mistök, sem komið hafa fram í nafni vísindanna. Nefndi J. P. það máli sínu til frekari staðfestingar, hvernig mistekist hefði að halda minkunum í búr- um sínum, hvernig mæðiveikin hefði þrátt fyrir allar ráðstafanir og eftirlit haldið áfram að breíð- ast út og ennfremur, hve illa gengi að hafa hemil á því að ríkisstofnanir eyddu ekki um- fram heimildir fjárlaga. Fleiri anmarkar Þá taldi J. P. sjávarútvegs- málaráðherra settan 1 meiri vanda en hann vildi á hann leggja, ef hann ætti að segja til um, hverjir skyldu fá leyfi til dragnótaveiða, svo mikil sem ásókn í þau kynnu að geta orðið úr öllum byggðarlögum. Með því ákvæði frumvarpsins, sem heimilaði sveitar og bæjarstjórn- u mað kveða upp úr með það, hvort veiðar yrðu leyfðar í umdæmi þeirra eða ekki, sagði J. If. að stofnað væri til þess „að koma á hörðum deilum í hverju einasta þorpi og kaupstað í kringum land“. Þar mundu eig- ast við annarsvegar þeir, sem gráðugastir væru í stundarhags- munina, en hinsvegar þeir, sem væru fyrirhyggjumenn og vildu sjá framtíðinni borgið. Gengið á hlut bænda Loks taldi J. P., að með því að leyfa dragnótaveiði í landhelgi, væri gengið mjög á hlut þeirra bænda, sem veiðirétt ættu að vötnum, ám og sjó hér á landi, en þeir væru nokkuð margir. — Nú er búið að fara þannig með, þessa menn með löggjöf, sagði®jþað, sem þeir hafa sett hér sem J. P., —- að réttindi þeirra eru ááivarúðarráðstafanir, sé einhvers allan hátt takmörkuð og þaðjivirði. miklu meira heldur en þörf er á. Auðvitað er þetta gert í því skjóli, að hér sé verið að vernda lax og silung í framtíðinni. Og sumt af því er sjálfsagt nauðsyn- legt. Að lokum ræðu sinnar sagði J. P. síðan m. a.: — Þetta er ekki alveg einskisverður hlutur, að ætla sér með einu frumvarpi hér á Alþingi að gerbreyta alveg réttindum manna eftir því hvar þeir búa. Og þegar búið er að taka réttindin jafnhroðalega af eigendum landsins og þeim, sem eiga vötnin og eiga fjöruborðið við sjóinn þar sem land þeirra er, — ef það á svo að fara að veita þau allt öðrum og á svo miklu víðtækari grundvelli sem ætla má að verði, þegar búið er að samþykkja þetta dragnóta- frumvarp, sem hér liggur fyrir, og ef svo fer, sem til er ætlazt, að sjávarútvegsnefnd geti veitt nógu marga alþingismenn í sína dragnót, til þess að greiða atkv. með þessu hroðalega frumvarpi. Ég vildi segja þessi orð til að- vörunar nú þegar við fyrstu um- ræðu þessa máls, því að menn verða að gera sér grein fyrir þvi, að á því eru margar hliðar og það er ekki eins einfalt og þeir menn halda, sem hér hafa ílutt það inn og telja sér trú um, að Jón Pálmason andi dýrum. — Nú er það kunnugt, að á með- an dragnótaveiðin var við líði, sem var á löngu tímabili fram til 1937, þá hafði hún miklar verkanir á allan okkar fiskstofn. Og það eru margir menn, sem hafa sterka reynslu í þessum efnum, sem halda því fram, að það sé svona rétt á takmörkun- um, að við séum búnir að ná okkur eftir þann skaða, sem þá var gerður. Mótmæli úr tveim áttum Þessu næst vék Jón Pálmason að tvennum mótmælum gegn því að dragnótaveiðar yrðu leyfðar að nýju. Var þar í öðru lagi um að ræða bréf frá skip- stjóra á Sauðárkróki, sem m. a. hafði komizt svo að orði, að ef dragnótaveiðin yrði leyfð, þá væri þar með „búið að ' eyði- leggja allan smábátaútveg og allt fiskirí fyrir þeim, sem þá veiði stunda við sjávarsíðuna með kolanet, þorskanet, línu og færi, og þar með svipta þús- undir manna bjargræðisútveg- un sinni og sinna — og reyndar a!ls héraðsins á löngu tímabili." Einnig hafði úr kjördæmi J. P. borizt mótmælalisti undirritað- ur af mlli 30 og 40 smábátasjó- mönnum. Hins vegar var svo mótmælaályktun frá bátafélag- inu „Björg“ í Reykjavík, en fé- lagsmenn þess eru nú um 170. — En ég vil hér fara nokkr- um orðum að öðru leyti um frumvarpið sjálft, sagði Jón Pálmason, síðan. — Og ég vil segja það, að þetta frumvarp kemur mér fyrir sjónir sem eins konar dragnót. I þá dragnót er ekki ætlazt til að fiska fullorðna fiska, ekki seyði, ekki hálfvaxna fiska, — heldur alþingismenn, þá alþingismenn, sem hafa enga Verðl agseftirl itið rætt á hingi í gær Breytingartillaga frá Framsóknar- mönnum um 9 manna nefnd í stað fimm FRUMVARP ríkisstjórnarinn1 maður. Sagði Sk. G. að tillaga ar um skipulagsbreytingu á yfirstjórn verðlagsmálanna o. fl. kom til annarrar umræðu á fundi Neðri deildar í gær. Allir nema framsókn Þar flutti Sigurður Ingimund- arson framsöguræðu af hálfu meirihluta fjárhagsnefndar, sem haft hafði frumvarpið til athug unar. Skýrði S. í. frá því, að fulltrúar allra stjórnmálafl. í nefndinni — að framsókn undan skilinni — mæltu með þvi, að frumvarpið yrði samþykkt. Þar væri um að ræða nauðsyn- lega breytingu á yfirstjórn verð lagsmálanna, sem orsakaðist af því, að Innflutningsskrifstofan yrði nú lögð niður. Aðrar breyt- ingar, sem í frumvarpinu fælust, væru smávægilegar. Verzlunarfrelsið skrum Skúli Guðmundsson, sá nefnd- armanna sem ekki var fylgjandi frumvarpinu, tók síðan til máls. Vitnaði hann fyrst til ýmissa ummæla stuðningsmanna ríkis- stjórnarinnar um að stefnt væri að mjög víðtæku verzlunarfrelsi — og lýsti síðan yfir þeirri skoð un sinni, að með þessu frum- varpi um áframhaldandi verð- lagseftirlit væri sannað, að allt tal stjórnarsinna um verzlunar- frelsi væri skrum eitt. Fjölmennari nefnd Þá andmælti Sk. G. því fyrir- komulagi á yfirstjórn verðlags- málanna, sem í frumvarpinu er gert ráð fyrir að nú verði tekið upp, þ.e. að um þau fjalli 4ra manna þingkjör in verðlags- nefnd undir for mennsku ráðu- neytisstjóra við- skiptamálaráðu- neytisins, sem þá yrði odda- framsóknar um þetta væri eins og nú skal greina: „Alþýðusamband íslands, Stétt arsambands bænda, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Verzl unarráð íslands, Samband ísl. samvinnufélaga og Félag ísl. iðn- rekenda tilnefna hvert um sig einn mann í verðlagsnefnd, er fer með verðlagsákvarðanir sam kvæmt lögum þessum. Þegar um verðlagningu á rekstrarvör- um og þjónustu vegna útgerðar- innar er að ræða, skal fulltrúi frá Landssambandi ísl. útvegs- manna taka sæti í nefndinni í stað fulltrúa Stéttarsambands bænda. Náist ekki samkomulag með öllum nefndarmönnum um verð lagningu, skal vísa ágreiningi til sérstakrar yfirnefndar. Yfirnefnd in skal skipuð þremur mönnum einum tilnefndum af fulltrúum neytenda í sex manna nefndinni, öðrum tilnefndum af fulltrúum kaupmanna, kaupfélaga og iðn- rekenda og þeim þriðja tilnefnd- um af hæstarétti. Yfirnefndin fellir fullnaðarúrskurð um á- greiningatriðin". Þessi skipan kvaðst Sk. G. telja, að reynast mundi farsælli. Byggt á reynslunni Gylfi Þ. Gíslason fékk næstur orðið og vék fyrst að ádeilu Sk. G. á hendur ríkisstjórninni. Hann sagði að það væri að sjálf sögðu misskilningur hjá honum, að ekki gæti farið saman frjáls innflutningur og verðlagseftirlit. Það sem nú væri gert í þessum efnum, væri hins vegar byggt á reynslunni. Þegar framkvæmd hefði verið gengisbreytingin árið 1950, sem framsókn hefði staðið að, hefði verið reynt að koma á frelsi í viðskiptum. Það hefði hins vegar ekki tekist — og ein ástæðan, til þess að það mis- heppnaðist, hefði verið það mikla víxlspor, að afnema strax verðlagseftirlitið. Þetta yrði ekki endurtekið nú — heldur yrði verðlagseftirlitið látið halda sér þangað til ástandið hefði breytzt og samkeppnin aukist. Þess mætti einnig geta í þessu sam- bandi, að nauðsyn verðlagseftir- litsins ætti m.a. rætur að rekja til þess, að samvinnufélögin hefðu ekki reynzt sá samkeppn isaðili í viðskiptum hér á landi, sem eðlilegt hefði mátt telja. Ein tillaga — og hún um aukinn kostnað. Þá lét Gylfi í Ijós undrun sína yfir breytingatillögu Sk. G. Fram sóknarmenn hefðu gagnrýnt rík isstórnina fyrir að gæta ekki nægilegs sparnaðar. Með hlið- sjón af því, hefði mátt búast við að eina breytingartillagan, sem þeir flyttu við frumvarpið, yrði um það að auka til muna kostn- aðinn við verðlagseftirlitið. Þeg- ar ákveðið hefði verið að leggja Innflutningsskrifstofuna niður, hefði ríkisstjórnin valið þann háttinn, er ver- ið hefði brota- minnstur og gert tillögu um að yfirstjórn verð- lagsmálanna yrði lögð í hend ur nefndar, sem allir þingflokk- arnir ættu 1 mann í og hlutlaus embættismað ur yrði síðan í forsæti fyrir. Þetta virtist framsóknarmönn- um þykja of sparlega á haldið, úr því að þeir nú leggðu til að mál þessi yrðu í höndum — ekki 5 — heldur tíu manna. Mæltist Gylfi að lokum til þess að breyt ingartillaga framsóknar yrði felld. Skúli Guðmundsson kvað það sína skoðun, að staðhæfing við- skiptamálaráðherra um að auk- inn kostnaður fylgdi því fyrir- komulagi, sem hann gerði tillögu um, fengi ekki staðist. Það væru heldur ekki nema 9 menn, sem um yrði að ræða, því að fulltrúi bændanna mundi jafnan víkja, þegar fulltrúi útvegsins tæki sæti. Sk. G. kvaðst telja miklar líkur fyrir því, að framkvæmd málanna yrði betri, ef sín skipan yrði upp tekin, og trú sín væri sú, að svo gott samstarf gæti tekizt með fulltrúunum, að ekki þyrfti oft að koma til kasta yfir- nefndarinnar. Að lokum stóð Ólafur Thors upp og kvaðst vilja láta þess getið, að enda þótt ríkisstjórnin væri sammála um það, að við núverandi aðstæður væri rétt að halda verðlagseftirlitinu áfram — væri það ekki vegna þess, að allir, sem í henni sætu, hefðu óbilandi trú á ágæti verðlags- eftirlitsins. Að svo búnu fór fram atkvæða greiðsla og var breytingartillaga Skúla Guðmundssonar felld með 17 atkv. gegn 7, og frumvarpinu vísað áfram til þriðju umræðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.