Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 24. mai 1960 MOnCVTSLL AÐIÐ 5 STÖLLURNAR tvær á mynd- inni heita Erna Steina Guð- mundsdóttir og frú Sigríður J. Magnússon. Svo, sem sjá má er á þeim greinilegur ald- ursmunur, en þær eru engu að síður skólasystur, voru báð ar við nám í Handíðaskólan- um í vetur. Erna Steina, sem er 7 ára, stundaði teikni- og mósiaknám undir handleiðslu Steinþórs Sigurðssonar, listmálara. Sagð ist hún aðallega teikna hús, þegar blaðamaður Mbl. spurði hana, hvað hún hefði gert í skólanum. — Eg kann eigin- lega ekkert annað en hús, sagði hún — en þegar þau höfðu spjallað saman dálitla stund kom upp úr kafinu að hún kunni líka að teikna hesta, skip og fleira og einnig það, að hún var listakona á fleiri sviðum, því að hún var í Barna músikskólanum að læra að þekkja ýmis hljóðfæri hjá henni Ingibjörgu Blöndal. Erna Steina sýndi blm. mós- aik-mynd, sem hún hafði gert og auðvitað sneri hann mynd- inni vitlaust fyrir sér, en þeg- ar henni var snúið rétt mátti sjá þar blátt hús. Þá er röðin komin að hin- um nemandaroum, frú Sigríði J. Magnússon, form. kvenrétt- indafélags fslands sem var við nám í myndvefnaði. Hún verð- ur 68 ára n.k. hvítasunnudag. — í fyrsta skipti síðan ég fæddist á ég afmæli á hvíta- sunnudag, sagði hún, en ég fæddist einmitt á hvítasunnu- dag — það var fyrra skiptið ; /fjl s f | | gj ■ . ::::; t: FA i r tí::; J 886 i. Á af tveim, sem ég olli messu- falli hjá föður mínum. Kirkju- gestir höfðu miklu meiri áhuga á því, sem var að gerast í bænum, heldur en að sitja undir messiu, enda þótt faðir minn byðist til að messa. — Hvað kom til að þér byrjuðuð að vefa? — Ég hef ofið í mörg ár. Óf einu sinni á öll húsgögnin mín og gólfteppið, sem við stönd- um á. En svo var ég að tala við hana Vigdísi og datt þá í hug að gaman væri að læra myndvefnað. — Svo að þetta hefur verið eins konar framhaldsnám. — Já, já, — þannig var, að 1922 var hjá okkur á Vífils- stöðum vinnumaður sem kunni að vefa. Vildi jafnframt svo til að ég sá einn dag vef- stól auglýstan til sölu í Morg- unblaðinu. Þá datt mér í hug að gaman væri að eignast hann og fékk ég vinnumanninn til að kenna mér. Er það eina kennslan, sem ég hef fengið þangað til í vetur. En vefstóll þessi var svo merkilegur og fornfálegur grip ur, að Sigfús Blöndal fékk að taka mynd af honum til að setja í orðabókina. — Og hvað varð um þenn- an stól? — Ég á hann ennþá — hann er vel til gagns. — Vitið þér nokkuð hvaðan stóllinn er kominn? — Nei, það hef ég enga hug- mynd um, veit aðeins að hann er gamall íslenzkur vefstóll. ELNA-saumavél * Góð Elna-saumavél til sölu. Uppl. í dag á Spítalastíg 1, 1. hæð. — Til leigu 2ja herb. kjallaraíbúð í 3-4 mán. Leigist með húsgögn- um og heimilisvélum. Upp- lýsingar í síma 1-60-59. Múrverk Múrari getur bætt við sig vinnu strax. Tilb. merkt: „Strax — 3825‘, sendist blað inu fyrir 28. þ.m. Vélstjóri með próf frá Vélskólanum í Rvík, óskar eftir plássi á góðu síldar- skipi. Tilb. sendist Mbl., fyr ir fimmtud. 26. þ.m., merkt „Vanur — 3826“ ‘ Óska eftir 2ja herb. íbúð til leigu. Má vera í kjallara Fyrirframgreiðsla kemur til greina. Upplýsingar í síma 32288. — Stúlka óskast á sveitaheimili. Má hafa með sér barn.> Upplýsingar í Stórholti 37. Karlmannsreiðhjól með gírum og öllum útbún aði, til sölu. — Simi 16349. Óska eftir 3ja—4ra herb. íbúð, nú eða siðar. — Fyrirframgreiðsla kemur til greina. — Sími 32166. — íbúð óskast 2ja—3ja herb. íbúð óskast sem fyrst. — Upplýsingar í síma 14893, í dag. íbúð óskast 2ja—3ja herb. íbúð óskast til leigu. — Upplýsingar í síma 10675 eftir kl. 8 á kvöldin. — ssW/, S35 °r Þegar Hrói höttur hefur tekið alla peningana frá ríka fólkinu — og gefið fátæka fólkinu — þá er fátæka fólkið orðið ríkt — og hvað á nú að gera? — o-----o — — Hvað gétur maður lifað lengi án heila? — Hvað ert þú gamall? Kona óskast við léttan iðnað. Má vera roskin. Tilb. sé skilað á afgr. blaðsins, fyrir föstud., merkt: ,Létt vinna — 3828“. Tek að mér að skafa og lakka útihurðir Sími 32381. — íbúð óskast 2 herbergi og eldhús ósk- ast. — Upplýsingar í síma 22150. — Heimasaumur Óska eftir sambandi við kvenmann sem vill taka að sér heimasaum. Nafn og heimilisfang sendist afgr. Mbl., merkt: „3418“. Bíll Vantar 4ra manna bíl, — Austin eða Prefect ’46—’48. Upplýsingar í síma 32687, frá kl. 1—6. Tvær unglingsstúlkur stóðu á götuhorni og horfðu á lögreglu- mann, sem hélt á litlu barni yfir götuna. — Sjáðu, sagði önnur, hvað hann hefur sætar tennur. — Já, sagði hin, og eyrun, hvað þau eru lítil og nett eða augun stór og barnsleg. — Já, dásamlegt, sagði sú fyrri — og barnið — það er sætt líka. Maður með grímu fyrir andliti og skammbyssu í hönd gekk einn dag inn í banka San Francisco- borgar og heimtaði 100 þús. doll- ara af gjaldkeranum. Gjaldkerinn taldi fram pening- ana og lagði hjá þeim miða og sagði: — Viljið þér gjöra svo vel að kvitta. — Sá stutti kvittaði, skrifaði rétt nafn og var rétt á eftir hand- tekinn. Edith Rode mætti dag einn rit- höfundinum Aage Matthison- Hansen á Frederiksberg Allé, en Matthison-Hansen var um þær mundir sjúkur maður. — Hvað er það sem gengur að yður? spurði frú Rode. — Ofsóknarbrjálæði og krampi, svaraði rithöfundurinn og aug- un í honum ranghvolfdust. — Hvað leið farið þér frú Rode? Edith Rode, sem ekki var orð- ið um sel, flýtti sér að svara: — Hina leiðina. — Eg fer líka þá leið, sagði rithöfundurinn. Það er oft glatt á hjalla á Þórskaffi ekki sízt á „Gömlu dönsunum", en þangað lögðu þær leið sína þessar ungu blómarósir úr Húsmæðra- skóla Reykjavíkur, og þær settu sannarlega svip á dans leikinn klæddar íslenzka þjóðbúningnum. Myndin var tekin þegar ungfrúrnar vom að syngja fyrir framan hljómsveitina „Táp og fjör og frískir menn“. Með þeim á myndinni er dansstjóri gömltu dansanna hjá Þórs- kaffi, Baldur Gunnarsson. Til sölu að Vesturgötu 45, gluggar með glerjum í. Gjafverð. Til sölu og flutnings, hálfgert hús. Innanmál. 30 ferm. Uppl. í síma 15813. Óska eftir vinnu við skrifstofustörf. Hef lok ið við tvo bekki í Verzlun- arskólanum. Tilb. sendist Mbl., merkt: „Strax — 3820“. — Rafha-eldavél og barnakerra með skermi til sölu. Uppl. í Langholts veg 36, eftir kl. 7. Smoking, sem nýr, klæðskerasaumaður, stærð ca. 41—42, til sölu. Uppl. í síma 13454, í dag og næstu daga. — Geislaliitun Tökum að okkur að leggja geislahitun í hús, í þorpum og sveitum, í nágrenni Rvík. Tilb. sendist £ póst- hólf 122, Reykjavík. „Skellinaðra" Sem ný „skellinaðra“ til sölu. Upplýsingar á Rauða læk 25, Reykjavík. Jarðýta til leigu Uppl. í síma 16257. — Er i vinnu í dag og næstu daga upp við Rauðavatn. Ung hjón með stálpað barn, óska eftir 1 til 2ja herb. íbúð. Upplýsingar í síma 15674. Til leig'u 4i herb. íbúð £ Miðbænum Tilb. merkt: „1. júní — 3420“, sendist til afgr. Mbl. Kvöldvinna, stúlka óskast til afgreiðslustarfa í sælgæt isbúð (opið til 11,30), á kvöldin og um helgar. Tilb. sendist afgr. Mbl., fyrir 1. júní, merkt: „Heiðarleg — 3419“. — Alþingishátíðarpeningar Eitf sett til sölu í þrem kössum. Tilb. sendist Mbl., fyrir fimmtudagskvöld merkt: „Alþingishátíðin — 4286“. — að auglýsing i stærsva og útbreiddasta blaðinu — eykur söluna mest --

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.