Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 24. maí 1960 MORCVISBL4Ð1Ð 13 Dr. Páll ísólfsson: Moskva H I N G A Ð komum við snemma dags þ. 29. apríl. — Maður finnur strax mikinn mun á Leningrad og Moskvu. (Eg geri ráð fyrir að rabb mitt um Leningrad hafi birzt í Mbl.) Hér í Moskvu er allt í stærri stíl en í Leningrad. Þetta er 5 milljóna borg, og þó miklu stærri með úthverx- um. Hér er höfuðborgarbrag- urinn í öllu veldi sínu, enda er borgin öll stórbrotin með Kreml í hjartanu og geysi breiðum götum. „Intourist", sem á að vaka yfir öllum sínum ferðalöngum, var ekki til staðar þegar við kom um hingað, og hefði það getað orðið allóþægliget fyrir okkur, mállaust fólk, hefði Ingvi Ing- varsson, sendiráðsritari ekki verið mættur á stöðinni. Það var því mikill fögnuður hjá okkur, þegar við sáum þann góða mann nálgast. En hann ber höfuð og herðar yfir stærstu Rússa. Loks náðist þó samband við „Intourist“, og okkur var sagt að búa á „Hótel Úkraína,“ nýtízku hóteli með 30 hæðum, og búum við á 14. hæð. Þetta hótel er eitt af hinum miklu skýja- kljúfum, sem Stalin lét byggja á velmaktardögum sínum. Þau áttu að vera þrjátíu þessi „há“- hús, en aðeins sjö munu hafa verið byggð. Setja þau mikinn svip á bæinn. En sagt er að Krúsjeff vilji ekki láta byggja fleiri, en ekki veit ég um sönn- ur á því. Við búum á 14. hæð í þessu trölli, og verðum oft að bíða allt að því 20 mínútur eftir lyftunni upp og niður. Geysimikið er hér ferðamanna um þessar mundir, og allir á vegum „Intourist", bókstaflega allar þjóðir að ég held nema Eskimóar. Ég hef aldrei séð eins brogað og marglitt líf á ævinni. Hér eru ótal nefndir frá öllum þjóðum í sambandi við 1. maí- hátíðahöldin. ★ ★ Þegar við stígum inn í lestina í Leningrad kom fyrir skrítilegt atvik. Konan mín, sem gekk á undan inn í vagninn. fann ryðg- aðan íslenzkan einseyring á gólfi klefans! Við urðum mjög hissa, því þó peningar okkar séu að vísu merkilegir, þá héldum við ekki að þeim myndi vera stráð á gólf rússneskra járnbrautar- klefa. En við litum á þetta sem góðs merki og við geymum hinn ryðgaða íslenzka einseyring vand lega. — Nú vorum við 3 í fjög- urra manna svefnklefa Hver skyldi nú koma sá fjórði? Hér ægir öllu saman, körlum og kon- um í sömu klefum! Þá birtist ungur Rússi með hafurtask sitt, og leist okkur strax vel á pilt- inn. En erfiðlega gekk að skilja hann, því hann kunni aðeins rúss nesku. Það eina, sem hann gat sagt, var: „Nix versthen", sem átti að þýða: skil ekkert! Hann sýndi okkur fullar tvær töskur af skólabókum, þar á meðal enskukennslubók, geografíu, eðl- isfræði, stjörnufræði. Og þegar ég sagði „Spútnik“, sem er ein- asta rússneska orðið, sem ég kann, hló hann og brosti upp í loftið En allt kom fyrir ekki, okkur tókst ekki að halda uppi samræðum. Helzt skildi hann íslenzkuna, og þá helzt handa- patið. En pilturinn var okkur til ánægju þrátt fyrir „nix ver- stehn“. ★ ★ Fyrsta daginn hér I Moskvu (29. apríl) fórum við á konsert er Kogan, fiðlusnillingurinn mikli hélt í Tschaikowski-saln- um. Hann lék E-dúr fiðlukon- sert Bachs, fiðlukonsert Beet- hovens, og fiðlukonsert Mendels sohns og Carmen-fantasíu, mikla. Hljómsveit ríkisins lék undir. Þó við hefðum áður heyrt Igor Oistrackh í Lendingrad og hrif- izt mjög af honum, þá varð hrifn ingin þó öllu meiri hér, enda ætl- aði allt af göflunum að ganga. Þ. 30 .apríl fórum við í Bols- höj-leikhúsið, stærsta leikhús borgarinnar og eru þar aðeins fluttar óperur og ballett. Þar sá- um við og heyrðum „Ivan Sú- sanni“, ópera eftir Glincka. ■— Glinkca er með réttu talinn faðir rússnesku óperunnar. Hann notaði oft hin rússnesku þjóðlög í verkum sínum. Þessi ópera er um styrjöld milli Rússa og Pól- verja 1612. Er óperan fögur og melódíurnar streyma frá músík- ölsku hjarta, en segja mætti að sums staðar skorti dramatískan kraft, því efnið gefur mikið til- efni til sterkra átaka á köflum. Bolshöj-leikhúsið er mjög glæsi- legt og gulli skreytt Ballettinn er stórkostlegur. í öðrum þætti þessarar óperu t. d. var sýndur dansleikur hjá Sigismundi, kon- ungi Pólverja. Og ég segi ykkur satt, að þetta var ekkert „Gúttó skrall". Öimur eins „flottheit" á sviði og aðrar eins hreyfingar og búningaskrúð hefði mig aldrei dreymt um! En þó held ég að ,Svanavatnið“, ballett eftir Tschaikowsky, sem við sáum á sama stað daginn eftir, 1. maí, hafi verið enn glæsilegri. -¥• ¥ Já, svo er það 1 maí. Hann var viðburðaríkur í fyllsta mæli. Pétur Thorsteinsson, ambassador okkar hér, hafði sótt um pláss fyrir okkur á hátíðahöldin á Rauða-torginu hjá Kreml. Bár- ust okkur svo miðar með fulltrúa frá Menntamálaráðuneytinu. Við vorum á bezta stað, rétt skammt frá þar, sem sjálf ríkisstjórnin sat, og sáum því allt mjög vel. En þegar lýsa á því, sem hér fór fram af sýningunni á torg- inu, þá dettur mér helzt í hug það sem gamall maður í Kald- aðarnesi sagði eitt sinn við Jón Kalda, er hann bað hann að segja sér ævisögu sína. Hann sagði: „Þegar ég var á Hamri, miki helv. . . . , ég man það, miki andsk . . . Og svo komst hann ekki lengra. Eins gæti ég sagt: Þegar ég var etc......Veðrið var hið ákjósanlegasta og manngrú- inn á götunum skipti milljónum. Hérna á Rauða torginu, voru að eins boðsgestir, en þeir skiptu mörgum þúsundum. Raðir her- manna fylltu torgið, allar teg- undir í öllum regnbogans litum. Allt að því 1000 manna lúðra- sveit lék marza og lög af miklum krafti. Fylkingarnar gengu svo fram, hver af annarri og var það stórkostleg sjón að sjá. Á eftir komu svo fylkingar leik- fimisflokka, í dýrðlegum bún- ingum og litskrúði. Síðan komu herbílar allskonar, skriðdrekar, eldflaugar og fallbyssur — en loks rak lestina ein mikil friðar dúfa á vagni. Uppi á henni stóð kona og karlmaður með friðar- fána. Stakk dúfan æði mikið í stúf við það, sem á undan var gengið. Slíkar hersýningar, sem þessi, hafa án efa sefjandi áhrif á fjöldann, pg varð ég þess var hér. En þess má ég þó geta, að mest var friðardúfunni fagnað af öllu, sem hér fór fram, og þótti mér það góðs viti. Hygg ég að friðarvilji fólks hér sé falslaus og eigi sér djúpar rætur, enda skammt um liðið frá siðustu styrjöld, sem mönnum er hér enn í fersku minni. * * Eftir þessa miklu athöfn á Rauða-torginu fórum við svo í Bolshöj-leikhúsið, að sjá áður nefnt „Svanavatn". En ekki ætl- aði að ganga greiðlega að kom- ast þangað í gegnum manngrú- ann. Lögreglan rak mann úr ein- um stað í annan, og við vita mál- laus.Við hlustuðum því eftir „út- lenzkunni" og hjálpuðu Þjóð- verjar, Spánverjar og Ameríku- menn okkur loks á rétta leið. Ég var að velta því fyrir mér hversu ægileg eyðimörk svona stórborg er, ég var hálft í hvoru farinn að raula „yfir kaldan eyði sand“, en fann þó að vísan ætti ekki alls kostar við, þar sem mannhafið var svo mikið. En gaman þótti mér að heyra Guð- jón Benediktsson, sem var hér fulltrúi Sósíalistaflokksins, segja frá því, að hann og félagi hans hefðu í veizlu kvöldið áður sung- ið: „Nú er hlátur nývakinn, nú er grátur tregur, nú er ég kátur nafni minn, nú er ég mátulegur!" Það var undir sama lagi og „Yfir kaldaij eyðisand“. Já, þannig gengur sama melódúntan í gegn um lífið, þó skipt sé um texta! Um kvöldið 1. maí (ballettinn var kl. 1,30) fórum við aftur í Bolshöj-leikhúsið og heyrð- um „Evgen Onegin“, óperu Tschaikowskis. Var sú upp- færsla mjög góð og hríf- andi í alla staði. Ekki hefð- um við notið alls þsssa hér, hefði ekki Pétur Thorsteinsson am- bassador verið búinn að útvega alla aðgöngumiða fyrir okkur, en einnig eigum við Ingva sendi ráðsritara mikið að þakka alla fyrirgreiðslu, og að ég ekki tali um ferðir um borgina. Þá spillti það ekki ánægjunni 1. maí,. að Ingvi og frú Hólmfríður buðu okkur upp á íslenzkan saltfisk, sem ég pantaði sérstaklega til að viðhalda þjóðerniskennd minni óspilltri eftir öll þessi ósköp! Ég hef áður minnzt á Mr. Goodman og Mr. Flies, þann sem talar um minkinn og selur öll- um stjömunum í Hollywood pelsana. Þeir komust aldrei í Bolshöj-leikhúsið og kvörtuðu sáran. Annars dást menn hér tals vert að Ameríkunum, og gera allt 'fyrir þá! Og það var mikill munur að vera Ameríkani og ís- lendingur hér hjá „Intourist", það verður að segjast. Enginn skipti sér, að heitið geti af okkur frá „Intourist“, og við gátum sjaldnast fengið máltíðar á hinu mikla hóteli, því hvar sem við komum, í hvaða sal sem var, var viðkvæðið: Hér borða aðeins nefndir! Og við sááum íslenzkan fána að einu borðinu, og vona ég, að þeir sem undir honum sátu, hafi fengið nægju sína a£ mat og „Vodka“: „Nú er hlátur nývakinn . . .“. — Loks blandaði sér í málið ágætur maður frá Menntamálaráðuneytinu hér, og bað um borð fyrir okkur. Já, sjálfsagt, sagði yfirmaðurinn. En svo hvarf borðið og við vorum aftur rekin út. Þetta tilkynnist hér með Ferðaskrifstofu ríkisins, en þar greiddum við fyrirfram allan kostnað við uppihaldið í Leningrad og Moskvu. Vona ég að við fáum aftur greiddan þann. kostnað, þegar við komum heim. Segi ég því nú eins og Óli norski sagði, þegar hann lagði 10 króna seðilinn á borðið í Landsbank- anum: beyinn að telle! Birjið að telja! — Ég vil afsaka þetta með því einu, að mannfjöldinn var svo mikill að „Intourist" hefur átt í fullu fangi með að afgreiða allan þann sæg. Loks skal þess getið, að við fengum túlk siðasta daginn, unga stúlku, sem hét Nína. Húni sýndi okkur Kreml og Háskólann o. fl. ★ ★ 2. mai er hér enn frí. Geta allir því skemmt sér sem vilja, en veðrið er ekki gott lengur. Við hittum Þórunni Jóhannsdótt- ur, okkar ágæta píanósnilling. Hún stundar nám við Tschai- kowski-konservatoríið hér og mun hún vera í miklu áliti. — I Leningrad stundar Snorri Þor- valdsson fiðlunám, en því miður tókst mér ekki að hafa upp á honum, þegar ég var þar 3. maí var bjartara veður. Héldum þó að mestu kyrru fyrir. Áttum í nokkrum útistöðum við „Intour- ist“. Þeir lofuðu okkur bót og betrun. Við hlustuðum á einn mesta píanósnilling Sovétríkj- anna, Richter. Hann er geysi- merkilegur listamaður með ó- venjulega túlkunarhæfileika. Hann lék sónötur eftir Haydn og Beethoven. En mér virtist eitt hvað þjáningarfullt yfir allri snilld hans. En áhrifin, sem hann skildi eftir hjá manni, voru djúp. Mér fannst hann vera allt að því heillaður maður í list sinni. — Konsertar eru hér margir og góð ir, og vel sóttir. Rússneska þjóð- in er gegnsýrð af músik, enda er tónlist á háu stigi, og hiS opinbera gerir geysimikið fyrir listir hér. Mættu vestrænar þjóð- ir mikið af Rússum læra í þeim efnum, að ég hygg, að minnsta kosti hvað sumt snertir. — Ég var kallaður upp í Menntamála- ráðuneytið til viðtals og átti þar skemmtilegt samtal við hr. Sjel- jakov um ýmis músíkmál. Ég samdi — á þýzku — erindi um íslenzka þjóðlegatónlist, sem flutt verður á rússnesku hér í útvarpinu með tóndæmum, sem ég tók með mér á bandi. Nokk- ur orð á íslenzku heyrast á und- an erindinu. ★ ★ Ekki verður skilizt svo viS Moskvu, að ekki sé minnzt þeirr- ar umhyggju og hlýju og gest- risni, sem við urðum aðnjótandi Framh. á bs. 14. Áður en kuldakastið kom var sumar í lofti og eyfirzkir bændur höfðu látið út kýr sínar. — Mynd þessi var þá tekin. Nú eru kýrnar aftur inni, en vonandi verður það ekki lcngi. — Ljósm. vig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.