Morgunblaðið - 01.06.1960, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.06.1960, Qupperneq 1
24 síöur 47 árgangur 123. tbl. — Miðvikudagur 1. júní 1960 Prentsmiðia Morgunblaðsins ¥erzlunarfrelsi i stuð huftu í DAG taka gildi hinar nýju reglur um innflutnings- og gjaldeyrismál. Frjálslynd efnahagsstefna hefur nú leyst af hólmi nær þriggja áratuga haftaskipulag. Hið nýja kerfi mun hér sem annars staðar leiða til blómlegs atvinnulífs og alhliða framfara. J tilefni þessa merka atburðar hefur Mbl. beðið forsætis- ráðherra og ráðherra þá, sem fara með mál þau, er hin frjálsa verzlun hefur beinust áhrif á, að skýra lesendum blaðsins í örfáum orðum frá áliti sínu á þessari breytingu. Bjarni Benediktsson, iðnaðarm’dlaráðherra Iðnrebendar styðja verzlunar- irelsið eindregið Mest er um það vert að hag- nýta sér hina beztu þekkingu til hlítar og gera sér grein fyrir að einangrun leiðir oftast til kyrr- stöðu ef ekki afturfarar. íslend- ingum hefur ætíð vegnað bezt, þegar þeir hafa hiklaust mælt getu sína við annarra, lært af-öðr um það, sem á skorti hér og látið frjálsræði vera lífæð þjóðfélags- ins. Ólafur Thors Bjarni Benediktsson Ólafur Thors, forsæfisrábherra Athafnafrelsið er mesta lífshamingjan Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamdlardðherra Hcium orðið oftor ór vegna ' rangrar efnahagsstefnu SÉRFRÓÐA menn um efnahags- mál greinir yfirleitt ekki á um hiutverk og nytsemi innflutn- ingsliafta. Þau geta verið gagn- leg og nauðsynleg bráðabirgða- ráðstöfun til þess að draga úr áhrifum skyndilegra sveiflna í utanríkisviðskiptum. Þau geta hins vegar aldrei læknað jafn- vægisleysi milli innlends og er- lends verðlags og þess vegna aldrei varðveitt óraunhæft gengi á gjaldmiðlinum. Sé þeim beitt um stutt skeið, geta þau verið tæki til þess að hafa nytsamleg áilirif á gjaldeyrisstöðu, atvinnu og fjárfestingu. En þegar þau Gylfi Þ. Gíslason VIÐBRÖGÐ íslenzkra iðnrek- enda við hinu nýja verzlunar- frelsi sýna glögglega sannfær- ingu þeirra um lífsþrótt iðn- rekstrar hér á Iandi. Ef þeir hefðu óttazt, að aukin sam- keppni yrði þeim að fótakefli, var viðbúið að þeir legðust á móti eða a m.k. torvelduðu þá gerbreytingu á viðskiptaháttum, sem nú er ákveðin. í stað þess hafa þeir frá upphafi veitt henni eindregin stuðning. Auðvitað er þeim ljóst, að viss- ir örðugleikar verða á vegi þeirra. En þeir ætla að láta aukna samkeppni verða sér hvatn ingu til nýrra átaka og fram- kvæmda. Að sjálfsögðu vænta þeir þess að ekki verði greitt fyrir óeðlilegum innflutningi full unninna vara með því að láta þær fá hlutfallslega betri kjör en efnivörur. Aðallega treysta þeir þó á minnkandi truflanir vegna innflutningshafta, síbatnandi tækni verklagni og dugnað ís- lenzkra iðnverkamanna. ÉG hef á undanförnum árum stundum haft á orði, að mig lang- aði ekki sérstaklega til að vera orðinn ungur. Ástæðan er ein- faldlega sú, að mér hefur fundizt löggjafinn vera búinn að svipta æskiuna þeirri lífsgleði, sem frjáls viðureign við hin margþættu við- fangsefni, gefur hverjum heil- brigðum og framsæknum æsku- manni. Mér hefur virzt það nokkuð undantekningalítil regla, að hæf- ustu mönnum sé sérstaklega fal- ið að tryggja hin margháttuðu leyfi og er það í rauninni ekki óeðlilegt, þegar leyfin eru yfir- leitt fjármunir út af fyrir sig. Frá mínu sjónarmiði er verzl- unar- og athafnafrelsi frumeind og orkugjafi lífshamingju og jafn framt lang haldbezta ráðið til að auka aðdrætti í þjóðarbúið. Með því móti verður mest til skipt- anna, og þar af leiðandi mest í hlut hvers einstaks þjóðfélags- þegns. Morgunblaðið spurði forsætis- ráðherrann sérstaklega um, hvert væri álit hans á verðlagseftirlit- inu, og svaraði hann: Ég hef aldrei farið leynt með, að ég hef takmarkaða trú á verð- lagseftirliti. En a«V ég hef sam- þykkt að halda því, má í leiðinni skoða sem játningu á því, að verzliunarfrelsi það, sem við nú höfum fengið, sé aðeins byrjunar spor, enda þótt það sé stórt og gæfuríkt spor. Þegar við höf- um náð endanlega markinu liggur verðlagseftirlitið ekki hjá nefndum, heldur litur þá hver kaupmaður eftir hinum. Við- skiptamenn kaupa þar, sem ódýr- ast er og af því leiðir að kaup- maðurinn verður að selja við sem beztum kjörum. Það er þess vegna megin mis- skilningur, að vcrzliunarfrelsið sé sérstaklega fyrir kaupmenn. Mér er nær að halda, að það séu ein- mitt höftin, sem sumir þeirra hafa hagnazt á. Það er þjóðin öll, sem græðir á verzlunarfrelsinu, því að samkeppnin skapar meiri vörugæði og lægra verðlag. eru í gildi árum saman, raska þau eðlilegum rekstrargrundvelli atvinnuveganna, lama heilbrigt framtak og jafnvel valda spill- ingu. Þessar staðreyndir eru ekki ágreiningsefni milli* vinstri sinn- aðra og hægri sinnaðra manna. Þess vegna hefur reyndin orðið sú, hér og í nálægum löndum, að bæði borgarlegir flokkar og jafnaðarmannaflokkar hafa und ir vlssum kringumstæðum kom- ið á innflutningshöftum, en reynt að komast hjá því að láta þau standa nema sem skemmsta hríð. I öllum nátlægum löndum hefur fyrir all löngu tekizt að afnema að langmestu leyti þau höft, sem tekin voru upp í heimskreppunni og styrjöldinni síðustu. Við ís- lendíngar urðum mjög aftur úr á þessu sviði, sökum rangrar stefnu okkar í efnahagsmálum innanlands, okkur til tjóns. Ráð- stafanir þær, sem núverandi rík- isstjórn hefur beitt sér fyrir, hafa gert það kleift að stíga stærra spor til frelsis í viðskipta málum en nokkru sinni fyrr, siðan innflutningshöftum var hér komið á fyrir þrem áratugum. Ég er sannfærður um, að þetta spor mun reynast almenningi til verulegra hagsbóta, því að fjöl- breytni í vöruvali mun aukast og vaxandi samkeppni hafa í för með sér bætta þjónustu. En hinu megum við ekki gleyma, að það er jafnan vandi að gæta fengins frelsis. Skilyrði þess, að hægt sé að hafa innflutning sem hafta- minnstan, er að stefnan í banka- málum og fjármálum yfirleitt sé heilbrigð og traust. Ef þess er gætt, mun sú skipan, sem nú í dag gengur í gildi eflast og treystast með hverjum mánuði, sem liður, og stuðla að auknum framförum og vaxandi velmegun á íslandi. Eldhúsdagsumræðurnar i gærkvöldi: Athafnasamt þing hefur lagt grundvöll að frelsi og velmegun Gebvonzkulegur málflutningur stjórnorandstöðunnar Sjáilft verzlunarfrelsið hefur sennilega minni eða a.m.k. önn- ur áhrif á stöðu flestra iðnar- manna. En að svo miklu leyti sein til kemur munu þeir sízt láta sitt eftir liggja, enda hafa þeir longum sett stolt sitt í að vinna verk sín svo vel, að hvergi væri betur gert. Almannavaldið getur með ýmsu móti greitt fyrir bættum starfs- háttum og fullkomnari aðstöðu en áður hefur verið búið við. Sumt af iþví verður ekki gert uema á löngum tíma, en vonandi verður skortur á skilningi og samvinnuhug allra þeirra, sem þar eiga hlut að aldrei til tafar. í ÚTVARPSUMRÆÐUNUM í gærkvöldi röktu ræðumenn stjórnarflokkanna aðgerðir þess þings, sem nú er að ljúka og hefir verið hið at- hafnasamasta, enda er nú að koma til framkvæmda ný og frjálslynd efnahagsstefna, sem leysa mun úr læðingi at- hafnaþrek einstaklinganna og færa þjóðinni aukna vel- megun. Stjórnarandstæðingar höfðu ekkert jákvætt til málanna að leggja og einkenndist mál- flutningur þeirra af geð- vonzku, sem hámarki náði i lok umræðnanna, þegar Ein- ar Olgeirsson tók sér til fyr- irmyndar ræðuflutning Krús- jeffs í París, umhverfðist og hrópaði: Mölvið kreppukerf- ið. Auðvaldsherrarnir ætla að flýja til Ameríku o. s. frv- Fyrstur tók til máls af hálfu Framsóknarflokksins Páll Þor- Fram. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.