Morgunblaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 8
8 MORCXJTSm AÐIÐ Miðvik'udagujr ,1, júní 1960 « Stjórnin stefnir að allsherjarendurskoðun skatta- og tollamála á jafnréttisgrundvelli | Framsóknarmenn i sveitarstjórnunum sammála \ útsvarsgreiðslum samvinnufélaganna Rœða Cunnars Thoroddsen, fjármála- ráðherra í eldhúsdagsumrœðunum HfcKRA íorseti! Góðir hlustendur. Á þessum mánuðum mikilla umbrota og umbóta í þjóðfélagi voru er breyting á ,ekatta-, tolla- og út- svarskerfi íslendinga eitt hinna lharkverðustu mála, en um leið eitt hið umdeildasta. Þau frv., sem ríkisstjórnin hef- ur lagt fyrir þetta þing um lækk- un tekjuskatts, jöfnunarsjóð sveitarfélaga, breytingu á sölu- skatti og útsvarslögum, eru öll liður í þessu umbótakerfi, en þau eru aðeins fyrstu áfangar. Öll þessi mál eru í heildarend- urskoðun. f haust er að vænta nýrra frumvarpa um þau mál flest, en ekki öll, því að slík end urskoðun krefst mikillar vinnu, ef vel á að vanda. Það verður kostað kapps um að gera hina nýju löggjöf um tolla, skatta og útsvör svo úr garði, að ekki sé tjaldað til einnar nætur, heldur horft nokkuð til næstu framtíð- ar. — Helztu ágallar gamla skattakerfisins En hverjir eru þá helztu ann- markar og ágallar þess skatta- kerfis, sem landsmenn hafa búið við? Ég skal nefna nokkra þá helztu. 1) Tollar og önnur aðflutn- ingsgjöld eru miklu hærri hér en annars staðar á Vesturlöndum og eiga þátt í háu verðlagi er- lendra vara. 2) Tollar eru allt of marg- brotnir. Af sömu vörunni er oft tekinn vörumagnstollur, sérstak ur viðauki við hann, verðtollur, sérstakur viðauki við hann, sölu- skattur, innflutningsgjald með þremur mismunandi hundraðs- hlutum, 3% söluskattur á vörum til eigin nota, tollstöðvar- og byggingasjóðsgjald, alls 8 teg- undir, auk matvælaeftirlits- og rafmagnseftirlitsgjalds, sem toll- stjórar innheimta af sumum inn- fluttum vörum. En þetta er ekki nóg, heldur eru gjöldin reiknuð af mismunandi grunni. Eitt þeirra er miðað við brúttómagn, annað við cif-verð, þriðja við cif-verð að viðbættum tollum og 10% álagningu, fjórða reiknað af cif-verði að viðbættum toll- um, söluskatti, innflutningsgjaldi og 10% álagningu, fimmta af upphæð vörumagnstolls og verð- tolls með viðaukum. Fimm eru þessir grunnar nú, — voru sjö fyrir skemmstu. En allir geta gert sér í hugarlund, hvílíka skriffinnsku og tímatafir þetta þýðir fyrir opinberar skrifstof- ur og innflutningsverzlanir. 3) Mikið af erlendum varn- ingi er flutt til landsins utan við lög og rétt. Tollsvik og smygl er talið eiga sér stað í stórum stíl. Hið rammfalska gengi und- anfarin ár með 10—20 gengis- tegundum, og gjaldeyrisfríðind- um í margs konar formi, hefur verkað þar á, örvandi og freist- andi. Ef takast mætti að ná eðli- legum og hóflegum tollum af því vörumagni, sem smyglað er til landsins, mundi það eitt nægja til þess, að unnt væri að færa eitthvað niður hina háu tolltaxta á íslandi. 4) Beinir skattar hafa löng- um verið óhæfilega háir. Hæst hafa þeir komizt í 90% af tekj- um um fjölda ára, en voru á sl. ári að hámarki 70%. Slík skatta- áþján er í ósamræmi við réttar- vitund almennings, er skaðleg fyrir þjóðina og velmegun henn- ar, leiðir til skattsvika og dreg- ur úr framtaki og vinnusemi. 5) Einn þáttur hinna beinu skatta er útsvörin. Útsvörin eru í flestum bæjar- og sveitarfélög- um of há miðað við tekjur gjald- endanna en of lág til þess að mæta þörfum sveitarfélaganna. 6) Vegna þess að útsvörin skulu á lögð eftir efnum og á- stæðum, eru yfir 200 mismun- andi útsvarskerfi í landinu og mikið ósamræmi milli þeirra í mörgum greinum. Sums staðar er byrjað að leggja á hinar lægstu tekjur, jafnvel undir 1000 kr. Annars staðar eru 25 þús. kr. tekjur útsvarsfrjálsar. Sums stað ar eru leyfðar venjulegar og eðli legar afskriftir, annars staðar ekki. Sums staðar er tekið veru- legt tillit til aldurs gjaldanda og bóta frá almennatryggingum, annars staðar ekki, og mætti lengi rekja misræmið. 7) Veltuútsvörin, sem lengi hafa tíðkazt, eru í núverandi mynd hreint neyðarúrræði, vandamál, sem verður að leysa, vegna þess, hve óþyrmilega þau koma niður á ýmsum atvinnu- rekstri. 8) Viss form atvinnurekstrar og viðskipta njóta óeðlilegra og úreltra fríðinda, t.d. samvinnu- félög og ýmis ríkis- og bæjar- fyrirtæki, sem hafa með höndum starfsemi hliðstæða þvi, er skatt skyldir einstaklingar og hlutafé- lög reka, og í fullri samkeppni við þau. 9) Sjálf framkvæmd skatta- málanna er úrelt orðin. Nú starfa að þessum málum 244 skatta- nefndir með 732 nefndarmönn- um. Alla þessa skipan þarf að endurskoða. 10) Bein afleiðing af öllum þessum meinlegu ágöllum er röng framtöl og skattsvik. Þetta gerist vegna þess að skatta- og útsvarskerfið er í mörgum efn- um svo ósanngjarnt og ranglátt, að það brýtur gegn almennings- álitinu og særir réttarvitund fólksins. Það er allt of algengt, að menn telji ekki aðeins afsak- anlegt, heldur réttmætt og lofs- vert, að draga undan framtali allt, sem unnt er undan að draga. Þetta á ekki við atvinnurekend- ur fremur en fjölda manna úr öllum stéttum. En einn hópur manna hefur orðið sérstaklega fyrir barðinu á skattaokinu. Það eru launamenn, en tekjur þeirra eru framtaldar af vinnuveitanda. Af þessu skapast oft hið hróp- legastá misrétti. Opinber starfs- maður greiðir fulla skatta af sín- um tekjum, en við hlið hans ér annar borgari, sem hefur hærri tekjur og betri lífskjör, en greið- ir lægri skatta. Þetta misrétti, þetta ranglæti, verður að upp- ræta úr þjóðfélaginu. Umbætur til hagsbóta fyrir atvinnulíf og einstaklinga Það væri æskilegt að rekja hér rækilega þær umbætur, sem nú er að stefnt í skattamálum, til hagsbóta fyrir atvinnulíf og einstaklinga, til hagsbóta fyrir þjóðina alla. En það ér hvort tveggja, að ræðutíminn leyfir það ekki og hitt, að enn ligg- ur ekki fyrir, hver lausn er heppilegust, í Öllum einstökum atriðum, en að því vinna trún- aðarmenn og sérfræðingar. En nokkrar umbætur taldi rikis- stjórnin rétt að leggja nú þegar fyrir þetta þing, og freista þess að fá þær lögteknar strax. Skal ég nú rekja þær helztu. í fyrsta lagi, tekjuskattur hef- ur verið lækkaður svo verulega, að tekjur ríkissjóðs af honum minnka um 110 millj. kr. á þessu ári. Nú eru skattfrjálsar 50 þús. kr. fyrir einhleypa, 70 þús. fyrir hjón, 10 þús. fyrir hvert barn. Hjón, sem eiga 3 börn, og 100 þús. kr. tekjur eða lægri eru því tekjuskattsfrjáls. í öðru Iagi, 9% söluskatturinn á iðnaði og þjónustu, ranglátur og erfiður í álagningu og inn- heimtu, hefur verið felldur nið- ur. — í þriðja lagi, sveitarfélögin fá nú nýjan tekjusíofn, fimmtung Gunnar Thoroddsen f jármálaráðherra söluskattsins, en um langan ald- ur hafa sveitarfélög og samtök þeirra barizt fyrir því, að fá nýja tekjustofna. I ár nemur þessi upphæð 56 millj. kr. og skiptist á milli sveitarfélaganna eftir íbúatölu. Þessi ráðstöfun mun gera sveitarfélögunum kleift að lækka útsvörin. í Reykjavík munu út- svörin, m.a. vegna söluskattsins, en einnig af öðrum ástæðum, lækka í ár um 10—15% til jafn- aðar frá því, sem var í fyrra. í fjórða lagi, i stað þess að nú eru útsvarsstigar um eða yfir 200 í landinu, verður þeim fækkað í 3. Með þgssu og öðrum ákvæð- um útsvarsfrumvarpsins er stórt skref stigið til samræmingar á útsvörum um landið. í fimmta lagi, veltuútsvör er sveitarstjórnum nú heimilt að hafa svo há, sem þær vilja. Með útsvarsfrv. er stefnt að því að draga úr veltuútsvörum og tak- marka þau. Veltuútsvar má í engu tilfelli vera hærra en 3%, og ennfremur er bannað að nokk urt sveitarfélag megi leggja á nokkurn gjaldstofn hærra veltu- útsvar en í fyrra, — þó með þeirri undanþágu, að sveitarfé- lag, sem hefur haft lægri veltu- útsvör en Reykjavík, megi fara upp í Reykjavíkurstigann. 1 sjötta lagi, með útsvarsfrv. er afnumið það úrelta ákvæði, að verzlunarrekstur skuli njóta sér- stakra fríðinda, ef hann er rek- inn af samvinnufélagi. Það er ranglátt, og það er óviðunandi fyrir sveitarfélögin, að þessi teg- und verzlunar njóti slíkra for- réttinda. Það skapar ójafna að- stöðu í samkeppninni og veltir þeim hluta útsvarsþungans, sem kaupfélögin ættu með eðlilegum hætti að bera, yfir á almenning. Þó eru mjólkurbú og sláturhús undanþegin veltuútsvari alger- lega, og varðandi framleiðslu- vörur bænda er sett sérstakt lágt mark, sem ekki má fara yfir, en það er 2% af þúsundi. í sjöunda lagi er nú ákveðið að nýju, að áður en útsvar er á lagt, skuli draga frá tekjum gjaldanda útsvar sl. árs. Þau rök liggja til þessa ákvæðis, annars vegar að lækka útsvar hins skilvísa gjald- anda, verðlauna skilamennina, og hins vegar að hjálpa sveitar- félögunum við innheimtu útsvar- anna. Kyrrstöðuöflin snúast gegn umbótum Þegar umbætur skal gera, laga og rétta ranglátt skipulag, eru jafnan einhver kyrrstöðuöfl, sem snúast gegn umbótunum og vilja halda í sérréttindin. Ótrúlegu moldviðri hefur verið þyrlað upp, og ég mun nú athuga nokk- uð þau andmæli, sem fram hafa komið í sambandi við þessar um- bætur í skattamálum. Með útsvarsfrv. á ríkisstjórn- in að vera að skerða sjálfsfor- ræði sveitarfélaganna, svipta þau hinum „aldagamla“, „fornhelga“ rétti til að jafna niður eftir efn- um og ástæðum, rétti, sem ríkt hafi allt frá þjóðveldistímanum, eins og sumir hv. þingm. hafa sagt. Kynni mín af bæjar- og sveitarstjórnarmálum í rúma tvo áratugi hafa sannfært mig um það æ betur eftir því, sem árin hafa liðið, hvílíkt fjöregg það er íslenzku þjóðinni allri að vernda og varðveita sjálfsforræði ís- lenzkra sveitarfélaga, sem stend- ur á gömlum merg, allt frá því að hrepparnir voru stofnaðir á 10.—11. öld eða fyrr. Ég ætla, að ég þurfi engar örvanir eða á- minningar í því efni. Með þessu útsvarsfrv. eru sveitarfélögunum gefnar það frjálsaf hendur við útsvarsálagningu, að ég efast um, að nokkur sveitarstjórn óski eftir því sjálf að hafa rýmri hendur. Útsvarsfrv. er fyrst og fremst um samræmingu, í anda þeirra óska, sem jafnan hafa ver- ið fram bornar af samtökum sveitarfélaganna frá því er þau voru fyrst stofnuð. Enda er frv. undirbúið af mönnum, sem allir hafa þjónað sveitarfélögunum af kostgæfni um langan aldur og er þeirra það sízt ætlandi að vilja ráðast á sjálfstæði þeirra. En hver er svo sannleikurinn í hinum margendurteknu full- yrðingum um „aldagamlan, forn- helgan“ rétt sveitarfélaganna til að jafna niður eftir efnum og ástæðum? Hann er sá, að niður- jöfnun eftir efnum og ástæðum þekktist alls ekki fyrr en á 19. öld. Það var með hreppstjóra instrúxinu frá 1809, sem þessi skipan er upptekin eftir danskri fyrirmynd, og „efni og ástæður" er bein þýðing á dönsku orðun- um „formue og lejlighed". Það voru heldur ekki sveitarstjórn- irnar, sem fengu þessa heimild 1809. Það voru sóknarpresturinn og hreppstjórinn, sem áttu að leggja útsvörin á, en hvorugur þeirra var kosinn af fólkinu. Það er ekki fyrr en 1872, eða fyrir 88 árum, sem hinar kjörnu sveitar- stjórnir fá rétt til að jafna niður. Þessi er nú allur hinn forn- helgi réttur sem svo tíðrætt hef- ur verið um á Alþingi síðus^u daga. En fyrir þennan tíma höfðu íslenzku hrepparnir alls ekki frelsi til að leggja á botg- arana eftir vild. Þvert á móti. Aðaltekjustofn hreppanna var algerlega lögbundinn. Það var fátækratíundin. Tíundarlögin voru lögtekin árið 1096 af fortöl- um þeirra Gizurar biskups og Sæmundar fróða, með umráði Markúsar lögsögumanns Skeggja sonar. í tíund skyldu menn greiða árlega einn hundraðshluta skuld lausrar eignar sinnar. Þessi skip- an gilti í 818 ár, eða til 1914. í samræmi við óskir sveitarfélaganna Sú braut, s'em farið er inn á með þessu frv., að lögfesta út- svarsstiga í meginatriðum, er með vissu frjálsræði fyrir sveit- arstjórnir til hækkunar og lækk- unar, er ekki gegn vilja sveitar- félaganna, heldur beinlínis eftir óskum þeirra. Það var strax á stofnþingi Sambands ísl. sveitar- félaga fyrir 15 árum, að þingið skoraði á ríkisstjórnina að láta fram fara sem fyrst gagngerða endurskoðun á löggjöf um tekju- stofna sveitarfélaganna og sér- staklega taldi þingið nauðsyn- legt, að útsvarslögin yrðu ræki- lega endurskoðuð, tekin upp í þau nánari ákvæði um reglur þær, sem fylgja beri við álagn- ingu útsvara. Þingið vildi fá fast kerfi fyrir álagningu út- svara, sérstaklega að því er tek- ur til hreppsfélaganna. Þetta var árið 1945. Og síðan hefur þetta verið markvís stefna samtak- anna. Ekki síður hefur þetta komið skýrt fram á fundum kaupstað- anr.a á Vestur-, Norður- og Aust- urlandi, en áskoranir þeirra miða einnig að því að ákveða í lögum útsvarsstiga og vinna að sam- ræmingu þeirra. Önnur mótbára er sú, að nú sé verið að lögfesta veltuútsvör- in. Hér er sannleikanum alger- lega snúið við. Tilgangur og fyr- irmæli útsvarsfrv. miða þvert i móti að því að afnema takmarka laus heimild sveitarfélaga til að leggja á veltuútsvör, draga úr þeim, en ekki auka þau. Annars tala sumir hv. stjórnar andstæðingar, eins og þeim sé ókunnugt um, að nokkur veltu- útsvör hafi verið til eða séu til í landinu. Veltuútsvörir. hafa ver- ið notuð um margra ára skeið af öllum kaupstöðum og mörg- um öðrum sveitarfélögum. í dag eru veltuútsvör heimil að lögum, og það eru engar takmarkanir á því, hve há þau megi vera. Eftir þessu frv. er ekki skylt að leggja á veltuútsvar í einu einasta sveitarfélagi í landinu. Hver syeitarstjórn verður að meta það sjálf, hvort hún notar heimildina, og þá innan þessara nýju marka laganna. Þá er sagt, að þetta frv. sé fyrst og fremst til þess flutt að „ná sér niðri“ á samvinnufélög- unum og ofsækja þau. Ég ætla, að allur almenningur á íslandi sé það réttsýnn, að hann sjái og við urkenni, að eðlilegt sé, að verzl- unarrekstur samvinnufélaganna greiði til þarfa sveitarfélaganna hliðstætt öðrum atvinnurekstri. Ég ætla einnig, að það sé ekki í þágu samvinnuhreyfingarinnar að berjast fyrir áframhaldandi forréttindum þeirra, — því að þegar menn sjá það í hverju bæjar- og sveitarfélagi, að eftir því sem verzlunin færist meira yfir á hendur kaupfélaganna, þá lækka útsvarstekjur þess sveit- arfélags af verzlunarstarfsem- inni, og útsvarsbyrði þyngist að sama skapi á öllum almenningi, þá miðar sú þróun ekki að því að gera samvinnuhugsjónina vin sælli, heldur þvert á móti. Framsóknarmenn hafa komizt svo að orði hér á Alþingi, að þau ákvæði, er heimila sveitarstjóm um að láta veltuútsvör einnig ná til kaupfélaganna, beri vott um „glórulaust ofstæki og hatur“ í garð samvinnufélaganna. Ég hef farið yfir ályktanir þær, sem fulltrúar kaupstaðanna á Vestur-, Norður- og Austur- landi hafa gert undanfarin ár. Að þeim samtökum standa sveitar- stjórnarmenn úr öllum flokkum. Ég tek hér fyrst ályktun frá árinu 1955, svo hljóðandi: „Bæjarfélögum heimilist að leggja veltuútsvör á rekstur bæði einstaklinga, hlutafélaga og sam- vinnufélaga". Árið 1956 ályktar fundurinn: „Bæjarfélögum og sveitarfé- lögum, þar sem samvinnufélög eru staðsett, heimilist að leggja veltuútsvör á rekstur samvinnu- félaga á sama hátt og á rekstur einstaklinga og hlutafélaga". Og 1957 er samþykkt: Veltuútsvör verði „látin ná til Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.