Morgunblaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 23
MORGVNBLAÐIÐ
23
Miðvikudagur 1. júní 1960
— Ræ&a Gunnars
Thoroddsen
Frafh. af bls. 8
alls rekstur samvinnufélaga, sem
og alls annars reksturs“.
Sveitarstjórnarmenn úr Fram-
sóknarflokknum sammála
Að þessum ályktunum stóðu
allir fundarmenn á þessum fund
um. Meðal þeirra voru valinkunn
ir og reyndir sveitarstjórnar-
menn úr Framsóknarflokknum,
eins og þeir Jón Kjartansson,
forstjóri og alþingismaður, og
Guðmundur Guðlaugsson, sem
löngum hefur verið forseti bæj-
arstjórnar á Akureyri. Báðir
greiddu þeir atkvæði með þess-
um ályktunum. Það er sérstak-
lega bókað, að þær voru sam-
þykktar með atkvæðum allra
fulltrúanna. Þessir þaulreyndu
sveitarstjórnarmenn vita það
ákaflega vel að það er nauðsynja
mál fyrir sveitarfélögin og rétt-
látt mál, að útsvörin nái einnig
til samvinnufélaganna. Þegar
þeir fjalla hlutlaust og málefna-
lega um sveitarstjórnarmál, erú
þeir alveg á sömu skoðun og
gera sömu ályktanir og aðrir
sveitarstjórnarmenn. En kaldar
eru kveðjurnar frá leiðtogum
Framsóknarmanna hér á þingi,
er þeir sendu nú þessum dyggu
og ötulu flokksbræðrum sínum,
að þeir séu haldnir „glórulausu
- íþróttir
Framh. af bls. 22
Kuldinn hamlaði Jóni í há-
stökkinu. Hann felldi 1.95 þrí-
vegis, þó mjóu munaði.
A Helztu úrslit
110 m grindahlaup:
Sigurður Björnsson, KR 15,7
Guðjón Guðmundsson, KR 15,7
Sigurður Lárusson, A 17,0
100 m hlaup:
Hilmar Þorbjörnsson, Á 10,8
Valbjörn Þorláksson, ÍR 11,1
Einar Frímannsson, KR 11,3
Vilhj. Einarsson, ÍR 11,4
100 m hlaup unglinga:
tllfar Teitsson, KR 11,4
Grétar Þorsteinsson, Á 11,6
Lárus Lárusson, ÍR 12,0
Kristján Eyjólfsson, IR 12,0
100 m hlaup kvenna:
Rannveig Laxdal, ÍR 13,6
Steinunn Sigurðardóttir, lR 14,8
400 m grindahlaup:
Hörður Haraldsson, Á 57,4
Gylfi Gunnarsson, KR 59,6
Hjörl. Bergsteinsson, Á 61,2
800 m hlaup:
Guðm. Þorsteinsson, KA 1:54,1
Svavar Markússon, KR 1:54,3
3000 m hlaup:
Kristl. Guðbjörnsson, KR 8:50,4
600 m hlaup drengja:
Friðrik Friðriksson, lR 1:31,3
Eyjólfur Magnússon, A 1:32,5
Lárus Lárusson, ÍR 1:38,8
4x100 m boðhlaup:
Sveit Ármanns 43,9 sek.
(Grétar, Hörður, Þórir, Hilmar)
Sveit KR 44,4
Sveit ÍR 46,1
Kringlukast:
Hallgrimur Jónsson, A 49,44
Þorsteinn Löve, lR 48,49
Friðrik Guðmundsson, KR 48,31
Þorst. Alfreðsson, Breiðabl. 44,83
Kúluvarp:
Gunnar Huseby, KR 15,31
Guðm. Hermannsson, KR 15,11
Friðrik Guðmundsson, KR 14,52
Hallgrímur Jónsson, Á 14,16
Sleggjukast:
Þórður B. Sigurðsson, KR 52,26
Friðrik Guðmundsson, KR 48,21
Birgir Guðjónsson, ÍR 42,73
Þrístökk:
Kristján Eyjólfsson, ÍR 14,11
Sig. Sigurðsson, USAH 13,85
Ingvar Þorvaldsson, KR 13,69
Hástökk:
Jón Pétursson, KR 1,90
Jón Þ. Ólafsson, ÍR 1.85
Kristján Stefánsson, FH 1,80
r
<3$ilrei6aatS& ZJalanda
við Kalkofnsveg • Simi 18911
Miðslnd alira fólksilulninga
ofstæki og hatri“, fyrst þeir hafa
stutt það með atkvæði sínu á
þessum fundum, að veltuútsvör
skuli einnig ná til samvinnufé-
laga, eins og annars reksturs.
Þá er gagnrýndur útsvarsstig-
inn, sem á að gilda utan kaup-
staðanna, í sveitum og kauptún-
um. Hann var upphaflega í frv.
þannig, að lægstu tekjur, sem á
var lagt, væru 3 þúsund kr.
Stjórnarandstæðingar hafa ekki
átt nógu sterk orð í fórum sínum
til þess að lýsa þeirri mann-
vonzku ríkisstjórnarinnar, að
ætla sér að leggja útsvör á svo
lágar tekjur. Að vísu hefur lág-
markið verið hækkað verulega.
En fróðlegt er að athuga, hvernig
þessi ákvæði frv. eru til orðin.
Þegar undirbúningsnefndin
fjallaði um þetta mál, var stjórn
Sambands ísl. sveitarfélaga beð-
in að semja útsvarsstiga fyrir
sveitarhreppana. Hún kvaddi sér
til aðstoðar fimm reynda hrepps-
nefndaroddvita. eÞir kynntu sér
útsvarsstigana, sem eru marg-
breytilegir, reyndu að samræma
þá og bjuggu tii úr þeim stiga,
sem byrjaði á þrem þúsundum
króna.
Þessar tillögur hinna fimm
oddvita voru svo teknar óbreytt-
ar upp í stjórnarfrv. En það sýn-
ir drengskapinn og heiðarleik-
ann í málfærzlu Framsóknar-
manna á Alþingi, að hér rís upp
hver þm. þeirra eftir annan, til
að hella úr skálum hneykslun-
ar og reiði út af varmennsku ráð-
herranna að búa til slíkan út-
svarsstiga, þó að tveir af þing-
mönnum Framsóknarflokksins,
þeir Ágúst Þorvaldsson og Garð-
ar Halldórsson, séu meðhöfund-
ar að þessum tillögum, beri fulla
ábyrgð á þeim og hafi engan á-
greining um þær gert.
Greidd útsvör skal draga frá
tekjum
Þá er frádráttarreglan gagn-
rýnd, reglan um það, að draga
megi greidd útsvör frá tekjum
gjaldanda, áður en útsvar er á
hann lagt.
I Ég hef áður getið um tilgang-
inn með þessu ákvæði. Nú á þessi
regla aðeins að vera ívilnun fyr-
ir hátekjumenn. Eru stjórnarand-
stæðingar með þessu að gefa í
skyn, að það séu aðallega lág-
i tekjumenn, sem ekki standa í
| skilum með útsvör sín? Ég held,
j að það sé alrangt. Ég mundi
| ætla, að menn, sem hafa lágar
eða miðlungstekjur standi sízt
verr í skilum með greiðslu út-
svara, heldur en þeir, sem hærri
haftatekjurnar. Hitt er svo annað
mál, að við lækkun óhóflegra
skatta og útsvara, hljót?. þeir, sem
háar hafa tekjur, að lækka meira
fl krónutöju þeldur en hinir.
Þetta leiðir bæði a£ því, að launa
greiðslur hér á landi eru mis-
munandi aáár, -— mörinum er
skipað í láuriaflokka éftir störf-
um, — og þá ekki síður hinu,
að útsvars- og skattstigar hér
eru ört stighækkandi.
Þetta má skýra með litlu
dæmi. Þegar vinstri stjórnin fékk
lögfest bjargráðin 1958, var svo
ákveðið í þeim lögum, að laun
skyldu almennt hækkuð um 5
af hundraði. í framkvæmd
þýddi þetta, að vinstri stjórnin
hækkaði kaup flugstjóra og ým-
issa forstjóra í hæstu launaflokk
um um rúmar 400 kr. á mánuði,
en kaup verkamannsins aðeins
um 195 kr. á mánuði. Hinir tekju
háu fengu því rúmlega tvöfalt
meiri launahækkun i krónutölu
heldur en verkamaðurinn.
Góð staða ríkissjóðs við
Seðlabankann
Herra forseti! Fjárlög ríkisins
fyrir árið 1960 voru rædd ýtar-
lega í útvarpi frá Alþingi f febrú
ar, og mun ég ekki ræða þau
hér. En út af orðum hv. 3. þingíh.
Vesturlands, Halldórs Sigurðs-
sonar, vil ég drepa á örfá atriði.
I Hann talar um.hækkun fjárlaga
I frá 1958 til 1960 og telur, að sú
hækkun sé yfir 500 millj. kr. En
hv. þingm. láðist að skýra, hvern
ig á hækkun fjárlaganna stend-
ur. Honum láðist að geta þess, að
tvær gengislækkanir voru fram-
kvæmdar á þessu tímabili, 55%
yfirfærslugjald vinstri stjórnar-
innar og gengisbreytingin í febr.,
með þeim hækkunum, sem slíkt
hefur í för með sér fyrir útgjöld
ríkissjóðs. Honum láðist enn
fremur að geta þess, að framlög
til almannatrygginga eru nú um
200 millj. hærri en 1958. Hon-
um láðist- að geta þess, að nið-
urgreiðslur á vöruverði, til að
lækka dýrtíð, hafa hækkað á
annað hundrað milljónum meira
en hann gat um. Honum láðist
að geta þess, að kostnaður við
barna- og gagnfræðaskóla hefur
á þessum tíma, án þess að núv.
stjórn hafi að því staðið, hækkað
um 50 millj. kr. Honum láðist
að geta þess, að framlög til verk
legra framkvæmda samkvæmt
20. gr. hafa hækkað um 30 millj.
kr. Honum láðist að geta þess, að
framlög til vegamála hafa á þess
um tíma hækkað um 20 millj.,
og honum láðist að geta þess, að
kostnaður við landhelgisgæzluna
hefur aukizt um 17 millj. á þessu
tímabili.
Af þessu má nokkuð ráða,
hversu föstum fótum standa á-
deilur þessa hv. þingm.
Um afkomu ríkissjóðs á þessu
ári er erfitt að fullyrða nú. En
varðandi stöðu ríkisstjóðs eru við
skipti hans við Seðlabankann,
„yfirdrátturinn" þar, nokkur
mælikvarði. Ef við lítum á þá
stöðu í maílok um fjögurra ára
skeið, eru tölurnar þessar:
X lok maímánaðar 1957 var
skuld ríkissjóðs við Seðlabank-
ann 77 miilj.
í maílok 1958 76 millj.
, í maílok 1959 69 millj.
og í lok maímánaðar nú, —
það er annað kvöld, — mun
skuldin verða um 2 milljónir.
— Spor f rétta átt
Framh. af bls. 14.
breytrári og smékklégri, heldur
en við í flestum tilfellum eigum
að venjast, en það er ávallt stórt
atriði í augum viðskiptavina. Aft
ur á móti eru búðir í þessum lönd
um á engan hátt fullkomnari
hvað húsakynni snertir.
Nu stendur þetta til bóta?
— Já, þessar ráðstafanir eru
spor í rétta átt. Hinu er ekki að
leyna, að einn liðurinn í starf-
semi Inhflutningsskrifstofunnar
sem kaupmenn hafa sérstaklega
orðið fyrir barðinu á, er ennþá
algjörlega óleystur, en þar á ég
við hin ^óraunhæfu og ósann-
gjörnu yérðlagsákvæði. Með síð-
ustú aðgerðum vérðlagsyfirvald-
anna í þessum efnum, eru kaup-
menn beinlínis dæmdir til að
reka fyrirtæki sín með tapi. Það
getur ekki talizt í þágu eins eða
neins að ganga svo hart að þeim,
sem gegna því hlutverki að dreifa
nauðsynlegum vörum meðal al-
mennings, að þeir fái ekki með
nokkru móti staðizt undir nauð-
s.ynlegum dreifingarkostnaði og
þeirri lágmarksþjónustu, sem
hver einstakur þjóðfélagsþegn
óskar eftir að fá.
★
Það er skoðun okkar kaup-
manna, að hag almennings sé
viðskiptalega bezt borg’ð með
auknu frjálsræði og harðri sam-
keppni á öllum sviðum. Þá skara
þeir fram úr, sem þess eru verð-
ugir og hinn almenni neytandi
getur gert upp við sig á eigin
spýtur, hvar hagkvæmast sé að
gera innkaup, í stað þess að vera
háður duttlungarfullum ákvörð-
unum verðlagsyfirvalda, sem oft
og tíðum bera ekki minnsta skyn-
bragð á verzlunarrekstur. Það er
skilyrðislaus krafa kaupmanna,
að þessir hlutir verði lagfærðir
innan tíðar, svo okkur sé kleift
að inna af hendi hið nauðsynlega
þjónustustarf fyrir almenning.
— Pasternak
Framh. af bls. 24.
1890, í Moskvu. Faðir hans var
listmálari, en móðir hans píanó-
leikari.. Pasternak ætlaði upp-
haflega að helga sig tónlistinni.
En það fór á annan veg og í lok
fyrri heimsstyrjaldarinnar fór
þegar mikið orð af honum sem
ljóskáldi og verk hans voru þýdd
og gefin út á Vesturlöndum.
Hann varði síðan minni tíma en
skyldi til Ijóðagerðar, en helg-
aði sig ljóðaþýðingum, aðallega
Shakespeare.
Settist enn að ritstörfum.
Á síðara ári fréttist það, að
Pasternak hefði aftur helgað sig
bókmenntastörfum eftir áfallið,
sem hann varð fyrir, er Ráð-
stjórnin og rithöfundasamtök
hennar fordæmdu skáldið og út-
skúfuðu vegna Nobelsverðlaun-
anna. Sagði hann fréttamönnum,
að viðfangsefnið væri nú leik-
rit og leitaði hann yrkisefnis í
rússneskt þjóðlíf sem fyrr. Þá
fór hann líka aftur að sjást í hópi
rússneskar rithöfunda og skálda
— og skildu menn það á þann
veg, að Ráðstjórnin væri að taka
Pasternak í sátt aftur.
Jarðsettur á fimmtudag.
Boris Pastemak hlaut mennt-
un sína bæði í Rússlandi og
Þýzkalandi. Hann var tvíkvænt-
ur, skildi við fyrri konu sína.
Hann á þrjá sonu, en systur hans
tvær búa í Oxford í Englandi.
Broðir Pasternaks, Alexander,
sem er byggingafræðingur, var
við banabeð skáldsins í gær. —
Skýrði Alexander svo frá í dag,
að Boris yrði jarðsettur í um-
myndunarkirkjunni, sem stendur
rétt hjá heimili hins látna í
„skáldanýlendúnni" Peredelk-
ina. „Það var alltaf draumur
Boris að verða jarðsettur þar“,
sagði bróðirinn.
Kirkja þessi er varðveitt af
stjórnarvöldunum sem þóðleg
arfleifð og sýningargripur. Út-
förin fer fram á fimmtudaginn.
Síðari fregnir: í kvöld hafði
fjölskýlda Pasternaks ekki feng-
ið neina samúðarkveðju frá sara-
tökum rússneskra rithöfunda.
Hins vegar kom virtur rússnesk-
ur rithöfundur, Konstantine
Paustovsky, í dag til heimili*
hins látna rithöfundar til aS
votta fjölskyldu hans samúS
sína.
Leiðréttinw
á Háskólafrétt
1 FRÁSÖGN af meistarapröfl I
íslenzkum fræðum í Háskóla ís-
lands í blaðinu í gær urðu nokkr
ai villur. 1 fyrsta lagi var því
haldið fram að „láð“ væri sama
og ágætiseinkunn. Þetta er rangt.
Láð þýðir sama og fyrsta eink-
unn.
Þá var því haldið fram að
Björn Sigfússon væri prófessor
við Háskólann. En hið rétt er að
hann er háskólabókavörður. í
þriðja lagi var sagt að Björn Þor
steinsson cand. mag. væri annar
þeirra tveggja háskólamanna sem
lokið hefði meistaraprófi í ís-
lenzkum fræðum með ágætis-
einkunna. Einnig þetta var rangt.
Hann lauk cand. mag. prófi með
L einkunn.
Þeir tveir menn, sem áður hafa
fengið ágætiseinkunn á meistara-
prófi í íslenzkum fræðum við
Háskóla Islands eru þeir Björn
Sigfússon,ð háskólabókavörður
og Steingrimur J. Þorsteinsson
prófessor.
Morgunblaðið biður alla hlut-
aðeigandi afsökunar á fyrr-
greindum missögnum.
AKUREYRI, 31. maí: — Nokkur
Akureyrarskip, svo og skip frá
sjávarþorpum við Eyjafjörð, eru
nú stödd hér á Akureyri, sum í
slipp, önnur við bryggju. Er ver-
ið að útbúa skipin til síldveiða, og
er búizt við, að fyrstu skipin
leggi út um eða eftir miðjan
júní. — Stefán.
Hjartanlegar þakkir til ykkar allra, sem glöddu mig
á einn eða annan hátt á sjötugsafmæli mínu 25. maí.
Ég bið ykkur öllum Guðs blessunar.
Kiistín Halldórsdóttir frá Öndverðarnesi
WBtuttritoMb
óskar eftir ungling til
blaðburðar í eftirtalið hverfi:
Herskálacamp
Konan mín
RAGNA I. JÓNSDÓTTIR
andaðist að Reykjalundi 31. maí.
Guðmundur Jóhannesson.
Eiginmaður minn og faðir,
ÞORSTEINN ÞÓRÐARSON,
Stýrimannaskólakennari
lézt að heimili sínu Vesturgötu 25, 30 maí.
Stella Eyvindsdóttir og dætur.
Útför mannsins míns og föður okkar.
STEINGRlMS GUÐMUNDSSONAR
Barmahlíð 35
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. júní ki. 13,30
Sigrún Ólafsdóttir, Bjarni G. Steingrímsson
Ólafur Steingrímsson, Kristin Steingrímsson
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir
MAGNÚS JÓNSSON,
fr amk væmdas tj óri
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2.
júní n.k. kl. 2 e.h. — Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Hrefna Þórðardóttir og böm
Sveinbjörg Sveinsdóttir, Helgi Loftsson