Morgunblaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. júní 1960 MORGVNBLAÐ1Ð 3 | „Þá tíðkuðust ekki ! frjálsar ástir“ NÝLEGA var á ferð hér syðra Sigmundur Jónsson, kaupmaður á Þingeyri við Dýrafjörð, en hann er með elztu starfandi kaup mönnum hér á landi. Notaði blaðamaður Mbl. tækifærið og spjallaði við hann um líf hans og starf. ★ f upphafi samtalsins, sagði Sig- mundur: — Einhvers staðar í helgum ritum stendur að ræða þín skuli vera já og nei, það, sem þar er fram yfir, sé frá hinum vonda En þetta mun vera slitið úr sam- hengi, eins og tíðkast hjá stjórn- málamönnum okkar, þegar þeir flytja sinn áróður. Mér er ekki geðfellt að tala um sjálfan mig, því hætt er við, að þá slæðist eitt- hvað með frá hinum vonda. En þar sem ekki virðist vera hægt að komast hjá því að segja eitt- hvað um sjálfan sig, þá er bezt að hafa það sem stytzt. — Hvað ertu búinn að starfa lengi við verzlun? — Ég er að enda fimmtugasta árið. — Hvað ertu gamall? — Ég er 73 ára, alinn upp í Hrauni á Ingjaldssandi hjá afa mínum og ömmu. Faðir minn fórst í snjóflóði á Ingjaldssandi sama árið og ég fæddist. Þar var ég svo til 17 ára aldurs, en flutt- ist þá til Önundarfjarðar með afa og ömmu. Amma mín er mér mjög minnistæð. Hún var góð og trúrækin kona, kenndi mér mik- ið af bænum, sem ég fer með enn þann dag í dag. En ég kann- aðist líka við vöndinn hennar, sem oft skall á mér, þegar ég hlýddi ekki fyrirmælum hennar. Þetta var stór hrísvöndur, sem gamla konan hafði undir rúminu sínu, og þegar hún beygði sig í áttina, vissi ég hvað til stóð. Ég var víst nokkuð óþægur. Eitt sinn kom Símon Dalaskáld á bæinn og orkti um mig þessa vísu: Er á stundúm óþægur, allt vill sundur mölva, hjörvalundur harðfengur, hann Sigmundur Jónssonur. Það er margs að minnast frá æskuárunum. Þá var allt mjög frumstætt, mikil vinna og fá- tækt. Grútarlampinn og tólgar- kertin voru eina ljósmetið, og konur báru kolapokana á bak- inu. Ég lærði í æsku öll algeng störf, sem þá tíðkuðuzt. Ég óf t.d. allan vefnað, yzt sem innst. Þá var framleiðslan á heimilunum sjálfum. Þetta var gott heimili, þar sem sparsemi og reglusemi ríkti og upp úr þeim jarðvegi er ég sprottinn. Nú eru þessar dyggðir, sem ég kalla, ekki leng- ur alrpennt í heiðri hafðar eins og skyldi. Fólkið varð að spara eins og hægt var, t.d. man ég eft- ir því, að maturinn var skammt- aður þannig, að konur fengu fjórða part úr köku — rúgköku — en karlmenn hálfa köku. — Hvað tókstu til starfa, þeg- ar þið fluttuð til Önundarfjarð- ar? — Á tímabili var ég sjómaður — 5 til 6 ár — en veiktist og varð þá að hætta. Upp úr því fór ég að hugsa um að læra eitt- hvað. Allir héldu, að ég yrði smiður, því að ég var hagur ungl- ingur og gerði mikið af því að og fór heim, en veturinn eftir fór ég suður til Reykjavíkur í at- vinnuleit, og rakst þá á hægan og góðan mann, Fritz Nathan, sem var með fyrstu mönnum, sem fegust við umboðsverzlun hér á landi. Ég átti enga peninga í vös- unum og gat ekki boðið neitt. En það fór nú samt svo, að hann lánaði mér dálítið af vörurp með því skilyrði, að góðir menn heima gengju í ábyrgð fyrir mig. Einn áólríkan dag — 22. júní fyrir fimmtíu áruin ■— kom svo strand ferðaskipið Vestri inn á Þingeyr- arhöfn með þessar vörur. Mér er þessi dagur sérstaklega minnis- stæður. Þá var mikið talað um halastjörnu, sem átti að vera skæð skepna, og margar kerling- ar héldu að boðaði heimsendi, sem auðvitað varð ekkert af. h 'Vt IWNP Verzlun Sigmundar á Þingeyri smíða kirnur, fötur, kistur og annað, sem tilheyrði búskap og heimilum í þá daga, en ég var drifinn í skóla, fyrst í Flensborg og síðan í Verzlunarskólann. Það an útskrifaðist ég 1909. Ég kost- aði mig sjálfur til náms, því ég var mjög gefinn fyrir skepnur og átti kindur, sem ég hirti sjálfur. Þær urðu minn fyrsti banki. Þessari tryggð við skepnurnar hef ég haldið síðan, þar til í fyrra. Fram að því, átti ég lítið bú með nokkrum skepnum, 30 þegar mest var, og hirti skepn- urnar sjálfur mér til gamans og gagns. -— Fórstu svo að verzla, þegar skólanum lauk? — Þá má segja, að ég hafi flaustrazt út í lífið. Ég var enn sjúklingur, þegar skólanum lauk Vörurnar voru teknar við skips- hlið Qg fluttar í land á lítilli kænu, því þá var engin bryggja. Þar með var ég orðinn kaupmað- ur, hvort sem halastjörnunni lík- aði betur eða verr. Þetta gekk allt vel og eftir það var ekki spurt um tryggingu. Þannig hóf- ust viðskipti mín við Nathan, sem síðar stofnaði fyrirtækið Nathan & Olsen. Þá var að því komið að eignast konu, og ég flaustrað- ist samhliða verzluninni út í það. Gifti mig 1911 og 3 árum síðar byggði ég stórhýsi, sem þá var kallað á Þingeyri. Þetta var mik- il fjárfesting — að fá sér konu og byggja hús. Þá tíðkuðuzt ekki hinar frjálsu ástir. Það var ann- að hvort að fá sér konu, eða láta kvenfólkið alveg eiga sig. Ég hitti samt ágæta konu í öliu Sigmundur Jónsson, kaupmaður þessu flaustri, Fríðu Jónsdóttur, og átti með henni 7 börn, en 2 dóu í æsku. Já, fjárfestingin gekk vel, guð og gæfan hefur verið með okkur og leitt okkur farsæl- lega í gegnum þetta allt saman. Ég er maður tveggja tíma. Ég man sára fátækt og hef einnig lif að þær stórkostlegu framfarir, sem átt hafa sér stað síðustu ára- tugina. En mér finnst alltaf, að við íslendingar höfum lifað um efni fram. Framfarir eru mikils virði, en þær útheimta mikið fjár magn — stundum of mikið. — Hvernig líkaði þér verzlun- arstarfið? — Það átti vel við mig, eins og raunar allt, sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Hver dagur er öðr- um líkur — selja vörur og kaupa inri. En þetta hefur að ýmsu leyti verið erfitt. Maður hefur orðið að standa í biðröðum árum sam- an. Ég sakna þeirra tírna, þegar öll viðskipti voru frjáls, og menn máttu sjálfir ráða, hvar og hve- nær þeir keyptu inn sínar vörur. Öll viðskiþti við útlönd voru frjáls, þangað til þetta breyttist allt saman eftir 1930. Þá lenti allt í ófrelsi, og maður varð að standa í biðröðum um það, sem maður þurfti nauðsynlega að fá. Þetta voru stórkostleg viðbrigði. Að- staðan er orðin svoleiðis í þess- um málum, að þið lifir engin á þessu lengur. Þetta hefur auð- vitað komið niður á öllum, en sannleikurinn er sá, að við erum að éta ofan af okkur sjálfum. Ég tel að það sem nú er verið að gera í okkar efnahagsmálum, stefna í rétta átt. Nú, þegar inn- flutningur verður aftur gefinn frjáls, geta kaupmenn strokið frjálst um höfuðúð. Þetta er tví- mælalaust mikill ávinningur fyr- ir verzlunarstéttina og alla lands- menn. ★ Þegar ég lít yfir þetta langa ævistarf, er margs að minnast, en ég sé og veit, að sólskinsblettirn- ir í lífi mínu eru miklu fleiri en skuggarnir. Við siglum ekki allt- af liðugan vind i lífinu, fremur en á hafinu, og víst hefur stund- um gefið á bátinn ,skin og skúrir skipzt á, sorg og gleði, en mót- lætið gerir mennina betri. — i. e. s. S TA K S1 [ I \ \ ik Framlágir 1 íenn Tíminn var heldur framlágui X svipinn í gærmorgun. Hann virff- ist ekki vera hreykinn af frammi stöffu Framsóknarmanna í út- varpsumræffunum í fyrrakvöld. Á ræffu Hermanns og félaga hans í eldhúsdagsumræðunum var ekki minnzt einu orði í blaðinu. Á forsíðu voru það hins vegar aðalfréttirnar, að kúm hefði ver- ið hleypt út, að óhjákvæmilegt væri fyrir verkalýðsfélögin að láta til skarar skríða og hækka kaupgjald, og að innanríkisráð- herra Tyrkja hefði framið sjálfs- morð. Ótrúleg saga Það sætir raunar engri furffu þótt Tíminn láti undan falla að segja frá útvarpsræðu formanns Framsóknarflokksins á mánu- dagskvöldið, svo bágborin var hún og rislág. Hermann Jónas- son, sem stökk fyrir borð af stjómarskútu V-stjórnarinnar á miðju kjörtímabili vegna þess að allt var komið í öngþveiti, hélt því nú fram, að allt hefði verið í himnalagi þegar V-stjórnin hrökklaðist frá. En hvernig stóð þá á því að hann sagði af sér? Er það hugsanlegt, að það hafi verið æðsta ósk þessa valdaglaða manns, að losna úr valdastólnum, einmitt þegar honum hafði tekizt að leysa öll aðalvandamál þjóð- félagsins, og eftirláta þar mcð andstæðingum sínum að njóta ávaxtanna af hinum „heillaríka" starfi stjórnar hans? Heldur er það ótrúleg saga. Stefnulaus og ráðvilltur st j órnmálaleiðtogi Sannleikurinn er sá, að aldret hefur stefnulausari og ráðvilltari stjórnmálaleiðtogi komið fram fyrir islenzku þjóðina, en Her- mann Jónasson í eldhúsdagsum- ræðunum sl. mánudag. í raun og veru gerði hann ekkert annað en eta ofan í sig fyrri yfirlýsingar sínar. Hann lýsti því yfir 4. des- ember 1958, þegar stjórn hans sagði af sér, að ný verðbólgualda væri risin, og að óðaverðbólga væri framundan. Nú lætur þessi sami formaður Framsóknarflokksins svo sem allt hafi í raun og veru verið með felldu, þegar V-stjórnin hröklað- ist frá völdum. Neikvæð stjórnarand* staða Danslög eítir Tólfta september Á ÞESSU ári hafa komið út þrjú nótnahefti með íslenzkum dans- og dægurlögum eftir Tólfta sept- ember. Útgefandi nótaheftanna er Tónabandið. Tólfti september (Freymóður Jóhannsson) er kunnur danslaga höfundur og hafa lög hans vakið athygli og mörg þeirra hlotið verðlaun í danslagasamkeppnum. í nótnaheftunum er að finna flest hans þekktusfu lög, svo sem Draumur fangans, Reykjavíkur- valsinn, Frostrósir o. s. frv. Nótnaheftin eru smekklega úr garði gerð, í hæfilega stóru broti. Á forsíðu þeirra er mynd, gerð eftir málverki Freymóðs Jóhanns sonar „Ljósgjafinn“. Hinn þátturinn í málflutning! hans á mánudagskvöldið, var í því fólginn að berjast gegn öllu sem núverandi ríkisstjórn hefur gert, og telja það óalandi og óferj andi.Það liggur þó fyrir skjallega sannað, að meðan Hermann Jón- asson var forsætisráðherra V- stjórnarinnar, lögðu Framsóknar menn fram tillögur innan stjórn- arinnar um flestar þær aðgerðir, sem nú hafa verið framkvæmdar. Hins vegar gat ekki tekizt sam- komulag um þær frekar en ann- að, vegna óeiningarinnar innan stjórnarinnar. Það er vissulega rétt sem bent var á í þessum útvarpsumræðum, að stjórnarandstaða Framsóknar- flokksins og Kommúnista, er hin neikvæðasta, úrræðalausasta og stefnulausasta, sem um getur í þessu landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.