Morgunblaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvik'tirtaerur t. iúní 1960 Endur- hæfing fbtlaðra og lam- aðra er þjóð- hagsleg nauðsyn UNDANFARNA daga hefur dval izt hér á vegum íslenzkra yfir- valda, og The World Rehabili- tation Fund, alþjóðlegs sambands fatlaðra og lamaðra, bandarísk- ur læknir, Dr. Grynbaum. Kom hann hingað i því skyni að vera til ráða um innréttingu og fyrirkomulag hinnar nýju deildar í Landspítalanum, sem einkum ætluð verður fötluðum. Blaðamönnum gafst tækifæri til að ræða við lækninn í gær á City HoteJ og sagði hann þar, að hann hefði orðið mjög hrifinn að mörgum atriðum í heilbrigðis- málum hér og þeim árangri, sem náðst hefði í útrýmingu ýmissa sjúkdóma, nefndi þar til dæmis berklana. Talaði Dr. Grynbaum um þá nauðsyn, sem væri að efla þá grein læknaþjónustunnar, sem nefndist endurhæfing (Rehabili- tation), en í því væri fólgið að þjálfa það fólk, sem íyrir slysum, lömunum og alls konar fötlun hefði orðið, svo og að það gæti tekið þátt í atvinnulífinu á ný. — Margirí sem fatlast hafa á ein hvern hátt, sagði læknirinn, geta aldrei aftur unnið þau störf, sem þeir höfðu búið sig undir og verða því hálfgerð byrði sjálfum sér og öðrum, en fjlödi fólks sem að esinhverju leyti er lamað eða bæklað á annan hátt getur lært önnur störf og tekið fullan þátt í atvinnulífinu. Einnig eru margir, sem ekki eru færir um fulla vinnu, en gætu unnið t. d. hálfan vinnudag. En það fólk þarf að eiga samastað þar sem það er undir læknis- hendi, en fær jafnframt tæki- færi til að leysa þau störf af hendi, sem þrek þess leyfir. Sagði Dr. Grynoaum jafn- framt, að oft væri unnt að lækna Mynd þessi er tekin í sjúkrastöð The World Rehabilitation Fund í New York. Þar er islenzkur læknir, Haukur Þórðar- son við framhaldsnám. Á myndinni er hann að þjálfa stúlku, er hryggbrotnað hafði í bílslysi. Sagði dr. Grynbaum, að Hauk- ur lyki námi sínu væntanlega 1962. fólk, sem slasaðist á mun skemmri tíma, ef það fengi rétta meðferð og þjálfun nægilega fljótt. Og þá þyrfti og að gera sér grein fyrir því, að með hækk- andi meðalaldri fólks ykist þörf- in fyrir góðan samastað þess í ellinni, þar sem það gæti fengið þá hjúkrun, sem kynni að þurfa og því gæfist kostur á að vinna að svo miklu leyti, sem það hefði þrek til. Reykjalundur Dr. Grynbaum lagði áherzlu á það, að þar sem íslendingar hefðu þegar náð svo frábærum árangri í meðferð berklaveik- innar og minntist í því sambandi á Reykjalund, sem hann var mjög hrifinn af, þá væri að sínu áliti rétt að beina einhverju af því fjármagni og þeim húsakynn um, sem til væru í því skyni til að bæta aðstæður lamaðra, fatl- aðra, vangefinna og geðveilla. Aðspurður kvaðst hann ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að t. d. á Reykjalundi störfuðu saman bæði fyrrverandi berklasjúkling ar og lamaðir og fatlaðir, sem áð einhverju leyti gætu unnið. Dr. Grynbaum sagði, að skrið- ur hefði fyrst verulega komizt á þessi mál í Bandaríkjunum eftir heimstyrjöldina síðari, en aðal- forvígismaður þar hefði verið Dr. Howard Rusk. En áhugi sagði hann að væri vaxandi fyrir mál- um þessum í Bandaríkjunum Rockefeller æflar oð hlýða kallinu ÞAÐ hefur vakið mikla at- hygli í Bandaríkjunum, að Nelson Rockefeller, ríkis- stjóri í New York, hefur nú breytt nokkuð fyrri ákvörð- un sinni um að hann vildi alls ekki fara í framboð sem for- setaefni republikana. — Að vísu telur hann sig enn ekki forsetaefni en gaf út yfirlýs- ingu fyrir nokkrum dögum, að hann skyldi hlýða ef „kall- ið kæmi“ frá republikana- flokknum. Það sem Rockefeller á við með þessu er, að ef það gengi í stappi á flokksþinginu í Chicago að á- kveða forsetaefni flokksins og enginn fengi hægan meirihluta, þá skyldi hann gefa kost á sér ef flokkurinn samþykkti svo til ein róma að leita til hans. Menn segja að litlar líkur séu til að republikanaflokkurinn verði í vandræðum með að á- kveða forsetaefni sitt, svo að varla muni koma til þess, að Nelson Rockefeller verði til þess kvaddur. Virðist mönnum sýnt að öllu óbreyttu að Richard Nix- on núverandi varaforseti verði skjótlega kosinn forsetaefni flokksins, því að hann virðist enga samkeppni hafa haft í próf- kosningum þeim sem fram hafa farið. Þó tala menn um það að stjarna Nixons hafi hnigið nokk- uð upp á síðkastið og bendi skoð- anakannanir til þess að hann hafi Htlar vonir um að ná endanlega kosningu sem forseti Bandaríkj- anna. Ef mönnum þætti sýnt að Nixon væri vonlaus í forseta- kosningum gæti svo farið að fylg ið hryndi frá honum á flokks- þinginu og menn komist á þá skoðun að sá eini maður sem geti bjargað flokknum sé hinn frjálslyndi og vinsæli Rockefell- er. Það virðist ver* þessi mögu- leiki sem Rockefeller miðar við. Hann hefur hins vegar lýst því yfir, að hann muni á engan hátt berjast fyrir því að komast í fram boð né heldur hafa nokkur áhrif í þá átt á bak við tjöldin, að flokkurinn leiti á hans náðir. Þá lét Rockefeller skína í það, að hann myndi sjálfur sitja flokksþing republikanaflokksins, Nelson Rockefeller ríkisstjóri en áður hafði hann þvertekið fyrir það að fara til þings af ótta við að flokksþingið myndi einróma kveðja hann til að vera i framboði sem varaforseti. En Rockefeller er ákveðinn í því að gefa ekki kost á sér sem vara- forsetaefni við hlið Nixons. Swissair til Keflavíkur í GÆRDAG var von á DC-8 þotu frá Swissair til Keflavíkur. Var það fyrsta þotuflug swissneska félagsins á flugleiðinni Ziirich — New York. Vegna óhagstæðra veðurskilyrða var flugáætlun- inni breytt á síðustu stundu og hafði þotan viðkomu í Prestwick á Skotlandi og flaug þaðan án viðkomu yfir hafið. Annars ætlar Swissair að láta DC-8 þotur sínar á þessari flugleið koma við í Keflavík í sumar til að taka elds neyti. Verða það þrjár til fjórar lendingar á viku. Þessar ráðstaf- anir eru þó ekki til frambúðar, því reiknað er með að lokið verði nauðsynlegri lengingu flugbrauta á Shannon-flugvellinum á íriandi í ágúst og munu Swissair-þoturn- ar þá koma þar við á vesturleið. Með haustinú væntir félagið þess að unnt verði að setja aflmeiri hreyfla á DC-8 þoturnar svo að jafnaði verði hægt að fljúga án viðkomu milli Zúrioh og New York. Vélskornur túnþökur Afgreiðum túnþökur í Brefðholtslandi rétt innan við Frystihúsin í Kópavogi alla virka daga frá kl. 8—8. — Sendum einnig heim. Gróðrastöðin við Miklatorg Simar 22-8-22 og 19-7-75. Bókabúð Æskunnar verður lokuð fimmtudaginn 2. júní til kl. 1, vegna jarðarfarar Jens E. Nielssonar stórritara. Bókabuð Æskunnar Heilavefur ræktaður FJÓRIR bandarískir læknar, sem starfa við háskólann í Texas, þeir Alastair, Cunn- ingham, Daugherty og Ry- lander, hafa nýlega gert til- raunir, sem markað geta tíma mót í rannsóknum á heilan- um. Þeim hefur tekizt að greina rafboð frá heilavef, sem hefur verið ræktaður í tilraunaglasi um tveggja vikna skeið. Þetta er talið 1 fyrsta sinn, sem vart verður slíkra boða frá heilavef, sem vaxið hefur utan lífveru. Margir höfðu áður reynt að greina slík boð, en engum tekizt það. Að vísu hafði tek- izt að greina boð frá úttaug- um og frá heilum lifandi fóstra. Astæðan fyrir því að þetta tókst ekki var sennilega sú, að þeir vökvar, sem reynt var að láta heilavefinn vaxa í utan lífveru, voru ekki nægilega líkir vefjavökvum lífvera. Öll nauðsynleg efni voru í þessum vökvum, en að því er virðist ekki í réttum hlutföllum. Tilviljun Hinir bandarísku vísinda- menn fundu rétta aðferð við ræktun heilavefsins, er þeir voru að reyna að bæta starf- semi hjartavöðvafruma, sem uxu utan lífveru. 1 heilt ár rannsökuðu þeir vefjavökva til þess að geta blandað vökva sem hefðu sömu samsetningu. Með þessum vökva tókst þeim að bæta starfsemi hjarta- vöðvafruma og þegar þeir reyndu að láta heilavef vaxa í honum tókst það strax. Enn- fremur tókst þeim fljótlega að £reina rafboð frá horium, sem líktust þeim boðum, sem myndast í heilum lifandi vera. Er hér var komið urðu læknarnir að ganga úr skugga um ,að rafboðin kæmu í raun og veru frá heilavefnum. í sex mánuði gerðu þeir til- raunir með dauðan heilavef og rifu sundur tæki sín til þess að vera visir um, að raf- boðin ættu ekki upptöku í þeim. Að loknum þessum til- raunum komust þeir að þeirri niðurstöðu, að þessi boð gætu hvergi átt upptök nema í hin- um ræktaða heilavef. Árangur þeirra tilrauna, sem þessir læknar hafa gert, er í sjálfu sér afar athyglis- verður, en þó er sú aðferð sem þeir notuðu við tilraun- irnar enn athyglisverðari, því að hún mun geta af sér nýjar rannsóknir og nýja þekkingu á heilanum. Nú eru horfur á því, að tak- ast megi að rekja þróun heila- starfseminnar í vaxandi heila, finna hvar og hvenær rafboð fyrst myndast, og í hvaða róð hinir ýmsu hlutar heilans taka að bæra á sér. Ennfrem- ur má rannsaka nákvæmlega áhrif eðlisfræðilegra og efna- fræðilegra breytinga á hinn ræktaða heilavef. Með þessum hætti má margt læra um áhrif lyfja og sjúkdómsvalda á heilavef

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.