Morgunblaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 24
Íbróttasíðan
er á bis. 22.
123. tbl. — Miðvikudagur 1. júní 1960
Rœða
Cunnars Thoroddsens
________sjá bls. 8.
Samkomulag um verð
á humar og flatfiski
1 GÆR náðist samkomulag milli
Landssambands ísl. útvegsmanna
annars vegar og Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna og fiskvinnslu
stöðva á vegum S.l.S. hins vegar
um verð á humar og flatfisk til
áramóta.
Verðið á humar í 1. flokki er
kr. 7,25 kg. og í II. flokki kr.
3,75. Humar hefur ekki áður ver-
ið flokkaður, en í 1. flokki er nú
ferskur og heill humar, sem gef-
ur 30 gr. hala og þar yfir, en 2.
flokkur er smærri humar eða
brotinn. Ef halinn er 7 cm lang-
Nýtt sjúkrahús
á Si$;lufirði
SIGLUFIRÐI, 30. maí. — Nýlega
var hafin hér vinna við nýbygg-
ingu sjúkrahúss. Teikniagar að
sjúkrahúsinu hefur Sigurjón
Sveinsson, arkitekt gert. Kvenfé-
lag sjúkrahúss Siglufjarðar og
Kvenfélagið Von á Siglufirði
hafa heitið um einni milljón
til byggingarinnar.
Nýr þingmaður
PÁLL Kristjánsson, aðalbókari,
tók sæti á Alþingi í gær. Er
hann varamaður Hannibals Valdi
marssonar, sem látið hefur af
þingstörfum um sinn og farinn
er utan til hressingardvalar,
eins og getið er á öðrum stað
hér í blaðinu.
iMkynning Mbl.
Ragnar Páll
Einarsson
I GÆR hófst í sýningarglugga
Morgunblaðsins kynning á verk-
um eftir ungan listmálara, Ragn
ar Pál Einarsson. Hann er 22 ára
gamail Siglfirðingur, sonur hjón-
anna Einars Th Guðmundssonar,
héraðslæknis á Bíldudal og konu
hans Ölmu Tynes. Ragnar ólst
upp hjá afa sínum og ömmu á
Siglufirði, Páli Guðmundesyni
og Elínu Steinsdóttur. Stundaði
nám í Handíða- og myndlista-
skólanum í Reykjavík veturinn
1956—1957. Fór til Englands um
haustið 1958 og dvaldist í Lund-
únum, málaði og skoðaði söfn og
sýningar.
Ragnar sýnir nú í glugga Mbl.
15 vatnslitamyndir og 2 oiíu-
málverk, spaðamáluð. Eru þær
nýjar, flestar frá Reykjavík og
nágrenni.
Myndirnar eru til sölu á af-
greiðslu Morgunblaðsins, eða í
síma 10529, kl. 8—10 e. h.
ur eða minni, er ekkert verð
ákveðið.
Samkomulag varð um eftirfar-
andi verð á flatfiski, sem getur
þó breytzt, ef dragnótaveiðar
verða leyfðar:
A. flokkur: Rauðspretta %
lbs. og þar yfir, 4,30 kr. á kg.
Rauðspretta 250 gr. — 94 lbs. kr.
1,05 á kg. Sóikoli % Ibs. og þar
yfir kr. 3,25 á kg. Sólkoli 250 gr.
— 94 lbs. kr. 1,05. Langlúra og
stórkjafta 300 gr. og þar yfir fr.
2,30 á kg. Lúða 1 til IV2 kg. kr.
4,75 á kg. Lúða IV2 kg. og þar
yfir kr. 5,65 L kg.
I B-flokki er verð á öllum teg-
undum flatfisks % hlutar af
verði A-flokks.
Togararnir urðu að flýja
miðin vegna mikils ísreks
í GÆRMORGUN kom togarinn
Gerpir frá Neskaupstað hingað
til Reykjavíkur með 250 lestir af
karfa, vestan af Nýfundnalands-
miðum. Sögðu skipsmenn svo
mikinn ís á veiðisvæðinu, að þeir
hefðu aldrei séð annað eins. —
Hröktust togararnir undan ísrek-
inu og út af veiðisvæðinu.
Þegar Gerpir kom á veiðisvæð-
ið vestur við Sundál, voru þar
fyrir þrír íslenzkir togarar. ísrek
var þá orðið mikið á þeim slóð-
um. Eigi að síður var hægt að
kasta. En ísinn sótti stöðugt á og
urðu togararnir þá fyrir töfum,
Erfitt flug
AKUREYRI, 31. maí: — Tryggvi
Helgason, sjúkraflugmaður. hef-
ur verið önnum kafinn undan-
farna daga. Má segja, að ekki
hafi verið ástæðulaust að stað-
setja sjúkraflugvél hér norðan
lands.
Síðastliðinn sunnudag flaug
Tryggvi til Egilsstaða og flutti
þaðan sjúka konu til Reykjavík-
ur, en konan þurfti að ganga und-
ir uppskurð tafarlaust, og var
hann framkvæmdur samdægurs.
Flug þetta var allerfitt, því flog
ið var í 7 vindstigum, og algjört
blindflug alla leiðina. Flogið var
í 10.000 feta hæð. Þetta flug
hefði ekki verið framkvæman-
legt nema í vél, sem er búin
fullkomnum blindflugstækjum.
Nokkru eftir að Tryggvi lenti
í Reykjavík, var beðið um sjúkra
flugvél til Ölafsfjarðar. Lagði
Tryggvi þegar af stað og flutti
þaðan sjúkling til Akureyrar.
Auk þess hefur Tryggvi haft mik-
ið að gera í farþegaflugi Flogið
m.a. daglega mörg farþegaflug
og í dag tvær ferðir með full-
skipaða vél til Vopnafjarðar.
— Stefán.
Hannibal til
Tékkóslóvakíu
VERKALÝÐSSAMBAND Tékkó
slóvakíu hefur boðið Hannibal
Valdimarssyni alþingismanni til
mánaðar hressingardvalar í
Tékkóslóvakíu. Fer Hannibal
utan í dag. Þess má geta, að Lúð-
vík Jósefsson hefur dvalizt ytra
í samskonar boði, síðan Genfar
ráðstefnunni lauk.
sem stöðugt urðu meiri. Alltaf
varð að leita dýpra.
Meðan togarinn var á Ný-
fundnalandsmiðum var sæmilegt
sjóveður, en þokur höfðu verið
miklar.
Hröktust út á 300 faðma dýpi
Eftir því sem ísinn leitaði
Gestkvæm!
i Grimsey
SIGLUFIRÐI, 30. maí. — Sl.
fimmtudag, uppstigningardag,
fór starfsfólk Kaupfélagsins
hér út í Grímsey með flóa-
bátnum Drang. Á laugardags-
kvöld komu iðnaðarmenn frá
Sauðárkróki með Drang hing-
að og var halflin skemmtun
þá um kvöldið á vegum
Iðnaðarmannafélags Siglu-
fjarðar og á sunnudag fóru
meðlimir beggja iðnaðar-
mannafélaganna út í Gríms-
ey og komu aftur um kvöldið.
Heyrzt hefur að einnig sé hug-
ur í Akureyringum að fara
skemmtiferð til Grímseyjar.
Er þetta ágæt skemmtiferð í
góðu veðri. Menn komast
þarna norður fyrir heimskauts
baug, ef þeir ganga á norður-
enda eyjarinnar og þar fá þeir
að sjá bjargsig. — Stefán.
meira inn á veiðisvæðið urðu tog-
ararnir að dýpka á sér, sem fyrr
segir, Loks var svo komið, að síð-
ustu togararnir þar á miðunum,
Gerpir og Þorsteinn þorskabítur,
voru komnir út á 300 faðma dýpi.
Var þá gagnslaust orðið að reyna
að veiða. Var því ekki um annað
að gera en að hverfa af miðun-
um og sigla heim.
•fssvæðið
Strandstöðin NIK tilkynnti að
hið samfellda ísrek næði frá 54
gráðu norður og alla leið suður á
46. gráðu NB, eða yfir 10 breidd-
arbauga, svo af því má ráða hví-
f Þessi mynd var tekin, er
séra Sigurjón Árnason vígði
Jóhannes Ólafsson kristni-
boðslækni og konu hans Ás-
laugu Johnsen í Landa-
kirkju sJ. sunudag. Við hlið
hljónanna stendur séra Jón
as Gíslason prestur í Vík
í Mýrdal er var einn vígslu-
votta. — Athöfn þessi var
hin hátíðlegasta og hefur
áður verið skýrt frá hehni
hér í blaöinu.
Ljósm. Jóhann Pétursson.
líka víðáttu ísrekið hefur náð
yfir.
200 Rússar
Nú munu taldir vera 200 rúss-
neskir togarar á Nýfundnalands-
miðum, og eru meðal þeirra all-
margir skuttogarar af Puskin-
gerð, sem hafa margra mánaða
úthaldstíma.
Hvítasunnuferð
Heimdallar og Stefnis
HEIMDALLUR, F.U.S. og Stefnir
F.U.S. í Hafnarfirði efna til sam-
eiginlegrar ferðar um Hvíta-
sunnuna. Eins og auglýst hefur
verið verður farið um Snæfells-
nes. Lagt verður af stað frá Val-
höll ki. 2 e. h. á laugardag og
ekið vestur að Arnarstapa, en
þar verður tjaldað. Á hvitasunnu
dag verður gengið á jökulinn, en
um kvöldið verða Lóndrangar og
aðrir merkir staðir þar í grennd
skoðaðir. Á mánudag verður ek-
ið til Hellisands, út í Rif og geng
ið fyrir Ólafsvíkurrenni og siðan
ekið frá Ólafsvík til Reykjavíkur
og komið þangað síðla dags á
mánudag.
Væntanlegir þá'tttakendur snúi
sér til skrifstofu Heimdallar í Val
höll, sími 17102 fyrir fimmtu-
dagskvöld en Stefnisfélagar í
Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði
kl. 8—9 á kvöldin. Menn hafi með
sér nauðsynlegt nesti og tjöld, en
kaffi verður veitt við tjaldstað.
Boris Pasfernak látinn
Rússnesk blöð og útvarp geta hans ekki
MOSKVU 31. maí. — Boris Past
ernak er látinn, sjötugur að aldri.
Hann lézt í svefni seint í gær-
kvöldi að heimili sínu í þorpinu
Poredelkinu, um 18 mílur utan
við Moskvu. Banamein hans var
krabbamein í lungum og lifrar
sjúkdómur. Pasternak hafði ver-
ið þungt haldinn síðustu þrjár
vikurnar og fyrir nokkrum dög-
um var ákveðið að flytja hann
í sjúkrahús í Kreml. En þá hrak-
aði honum svo mjög, að hann
var ekki talinn þola flutninginn.
Síðdegisblöðin á gervöllum Vest
urlöndum minntust þessa mjög
virta rússneksa rithöfundar í dag,
en blöð og útvarp í heimalandi
Pasternaks hafa ekki minnzt einu
orði á fráfall hans.
Útskúfaður.
Boris Pasternak hlaut bók
menntaverðlaun Nobels árið 1958
bæði fyrir „mikilsverðan árang-
ur í samtíma ljóðagerð og skáld-
sagnagerð í hefðbundnum rúss-
n^pkum stil'.
Pasternak varð glaður við, er
honum barst fregnin um verð-
launaúthlutunina. En viðbrögð
rússneskra rithöfúnda voru skjót.
Þeir fordæmdu Pasternak og út-
skúfuðu og lýstu því yfir, að verð
launin væru „fjandsamlegt stjórn
málabragð" gegn Ráðstjórnar-
ríkjunum. Skömmu síðar varð
Pasternak að hafna Nobels-verð-
laununum „vegna þess skilnings,
sem samfélag það, er ég lifi í,
leggur í þennan heiður".
I „Zhivago læknir“.
Og Pasternak kom ekki til
Stokkhólms, en var lítilsvirtur á
alla lund í heimalandi sínu, því
að um þær mundir var verið að
gefa „Zhivago lækni“ út í vel-
flestum Vesturlöndum. Paster-
nak lauk við þetta mikla bók-
menntaverk fyrir nokkrum ár-
um. Þar lýsti hann á stórbrotinn
hátt Rússlandi allt frá keisara-
tímanum fram til vorra daga. —
Skömmu eftir dauða Stalínsféllst
bókaútgáfa ríkisins í Moskvu á
að gefa verkið út, en eftir nán-
ari íhugun var það ekki talið
heppilegt. „Zhivago læknir", War
fyrst gefinn út á Ítalíu.
Ætlaði að verða tónlistar-
maður.
Pasternak fæddist 10. febrúar
Framh. á bls. 23.