Morgunblaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 13
12 ■MORGVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 1. júní 1960 Miðvikudagur 1. júnx 1960 MORGVNBLAÐIÐ 13 TTtg.: H.f Arvakur Reykjavfk Framkvæmdastjóri: Sigíús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjald kr. 45.00 á mánuði mnanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. FRJÁLS VERZLUN T DAG, 1. júní, ganga í gildi * hinar nýju reglur um víð- tækar breytingar á verzlun og viðskiptaháttum. Skref það, sem nú er stigið, er hið stærsta í átt til frjálsrar verzl unar, frá því að haftakerfið hóf hér innreið sína á ára- tugnum fyrir styrjöldina. Er því ástæða til að ætla að þessa dags verði lengi minnzt í verzlunarsögu landsins. Þegar rætt er um frjálsa verzlun, hættir ýmsum til að líta á það sem sérmál verzl- unarstéttarinnar. En sann- leikurinn er sá, að þó að verzlunarstéttin óski eftir frjálsræði til athafna og af- reka, þá er frjáls verzlun ekki síður til hagsbóta fyrir allan almenning, neytend- urna í landinu. Samkeppnin milli kaupmanna og verzlun- arfélaga um að bjóða sem bezta vöru við sem vægustu verði, leiðir til þess, að við- skiptakjör stórbatna. Með frjálsræði því, sem í dag öðlast gildi, er varðaður vegurinn til fulls verzlunarfrelsis og lagður grundvöllur að því, að við ís- lendingar getum orðið hlut- gengir í því víðtæka við- skiptasamstarfi, sem nú er að hefjast í Vestur-Evrópu. A því leikur ekki minnsti vafi, að fríverzlunarsvæðin munu auka stórlega hagsæld þeirra þjóða, sem þátttakendur eru, en jafnvel þótt svo væri ekki, þá stöndum við íslendingar frammi fyrir þeirri alvarlegu staðreynd, að ef við ekki bú- um svo að efnahag okkar, að við getum tekið þátt í þessu samstarfi, þá hljótum við að einangrast frá okkar elztu og heztu mörkuðum. Af þeim sökum hljótum við að stefna ótrauðir að því marki að sameinast fríverzlunarsvæð- um V.-Evrópu. — Um leið og verzlunarfrelsið bætir hag almennings, þá er hitt ljóst að menn gera meiri kröfur til kaupmanna, en áður hefur verið, og vel kann svo að fara að ekki haldi allir þeir velli, sem hagnazt hafa á hafta- kerfinu. En við því-er ekki nema gott eitt að segja, að þeir hagnist, sem með atorku og hagsýni geta boðið beztu viðskiptakjörin, en hinir helt- ist úr lestinni. Því er ekki að neita, að hin nýja skipan hefur ekki í för með sér fullkomið verzlunar- frelsi. Má um það deila hvort •ekki hefði verið skynsam- legra að stíga einu skreíi lengra fram á veginn, en meginatriðið er þó það, að brautin er mörkuð og aftur verður ekki snúið. Við losn- um nú við innflutningsleyí- in, fjárfestingareftirlit og skömmtun. En áfram er gert ráð fyrir verðlagseftirliti, nokkrum takmörkunum á* innflutningi, og hömlum á gj aldeyrisviðskiptum. Um verðlagseftirlit er það að segja, að það kann að þjóna einhverjum tilgangi næstu mánuðina, eða þar til vöruframboð verður nægilegt til þess að hin frjálsa sam- keppni tryggi neytendum hagkvæmt vöruverð, en ríkis- stjórnin hefur lýst því yfir að þá telji hún þýðingu þess minni. Er vonandi að ekki líði nema skammur tími, þangað til menn almennt átta sig á því, að þegar vöru- framboð er nægilegt, er verð- Iagseftirlit ekki einungis til- gangslaust, heldur getur það beinlínis verið skaðsamlegt. Verður því að gera ráð fyrir, að þessar leifar haftakerfisins verði einnig afnumdar með öllu, áður en langt um líður. Hömlur þær, sem enn eru á innflutningi, byggjast á þvi, að við erum tilneyddir til að eiga vöruskipti við kommún- istaríkin, þótt þau viðskipti séu í mörgum tilfellum óhag- kvæm. Á meðan við erum háðir þeim mörkuðum, getum við auðvitað ekki haft full- komið verzlunarfrelsi, en verðum að leitast við að hag- nýta þessi viðskipti eins vel og kostur er. Um hitt má deila, hvort ekki hefði verið hægt að koma á fullkomnu frelsi til verzlunar með gjaldeyri. Vegna hinna háu vaxta og þess trausts, sem efnahags- málastefnan nýtur, er ekki líklegt að margir sem réðu yf- ir íslenzkum peningum, teldu heppilegra að yfirfæra þá til annarra landa, meðan svo háir vextir eru hér heima. Er því líklegt, að óhætt hefði verið að rýmka frekara á reglum um gjaldeyrissölu, en nú hefur verið gert, og samt hefði ekki þurft að óttast fjárflótta. En eins og áður segir, þá er meginatriði þessa máls það, að rétt stefna hefur verið tekin og nú ríður á, að svo vel takist til, að þorri manna sannfærist um hagkvæmni hinnar frjálsu verzlunar, svo að aldrei þurfi aftur að búa við höft, þvinganir, gjald- eyrisskort og spillingu þa, sem slíku kerfi er samfara. 43 • * * L ]uni dagur frjálsrar verzlunar Hafa höftin bætt gjaldeyris- afkomuna? INNFLUTNIN GSHÖFT þau, sem afnumin verða að mestu í dag samkvæmt lögum þeim um innflutn- ings- og gjaldeyrismál, sem nýverið hafa verið sett á Alþingi, hafa nú ver- ið í gildi í einhverri mynd sl. 28 ár. Á fyrri heims- styrjaldarárunum voru að vísu ýmsar hömlur á inn- flutningi, en tilgangur þeirra var eingöngu sá, að tryggja aðflutning nauð- synjavara meðan á styrjöld inni stóð, og var þeim af- létt þegar að lokinni styrj- öldinni. Tímabilið 1931—1939 Á því haftatímabili, sem hófst árið 1931, hefur til- gangur haftanna hins veg- ar fyrst og fremst verið sá, að draga úr halla í greiðslu viðskiptum við útlönd. — Þegar dæma skal um ár- angur haftanna er því eðlilegt að leggja það sjón- armið til grundvallar, að hve miklu leyti þau á hverjum tíma hafi náð þessum megntlganigi sín- um og er það meginefni þessarar greinar, að rekja þróun gjaldeyrisafkom- unnar á þessu tímabili. Upphaf þessa haftatíma- bils hófst haustið 1931, er bannaður var innflutning- ur á allmörgum tilteknum vörutegundum, sem taldar voru óþarfi. Ástæðan til þess, að tek- in voru þannig upp tak- mörkuð innflutningshöft, var sú, að gjaldeyrisaf- koman hafði versnað mjög af völdum heimskreppunn- ar, en áhrifa hennar á ut- anríkisverzlun landsmanna tók verulega að gæta á því ári. Árangur þessarar ráð- stöfunar varð allhagstSeður viðskiptajöfnuður á árinu 1932, og árið 1933 var einn- ig jafnvægi í viðskipta- jöfnuðinum, en árið 1934 varð aftur verulegur halli. Ríkisstjórn sú, sem tók við völdum sumarið 1934, og Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn stóðu að, lét þáð því verða sitt fyrsta verk að setja lög um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, þar sem stórlega var hert á höftunum. í stað þess að innflutningshöftin höfðu áður aðeins náð til nokk- urra tiltekinna vöruteg- unda, var nú heimilað að gera allan innflutning háð- an leyfum. Þótt þannig væri hert mjög á innflutningshöft- unum frá því, sem áður var, batnaði gjaldeyrisaf- koman síður en svo. Er- lendar skuldir hækkuðu á árabilinu 1934—1939 úr 83 m. kr. í 113 m. kr., þannig að í lok tímabils- ins var upphæð þeirra orðin svipuð og allar þjóð- artekjurnar. Þrátt fyrir þessa auknu skuldasöfnun varð gjaldeyrisskortur stöðugt tilfinnanlegri, þannig að vöntun var jafnvel á erlendum nauð- synjavörum um skemmri eða lengri tíma, og það þrátt fyrir mjög rýra kaup getu almennings, vegna kreppu og atvinnuleysis. Vorið 1939 var því svo komið að ríkisstjórn Fram- sóknarflokksins, sem þá sat að völdum með hlut- leysi Alþýðuflokksins, sá fram á það, að ef haldið yrði áfram á sömu braut, var ekkert frarn undan annað en greiðsluþrot bankanna gagnvart út- löndum. Sá stjórnin sér því þann kost vænstan að hrökklast frá völdum. Var þá mynduð þjóðstjórnin svonefnda, sem þegar eft- ir valdatöku sína fram- kvæmdi 18% lækkun á gengi íslenzku krónunnar. Eigi verður um það sagt, hvort sú ráðstöfun hefði að óbreyttum aðstæðum nægt til þess að koma á jafn- vægi í greiðsluviðskiptum við útlönd, þar sem seinni heimsstyrjöldin skall á fá- um mánuðum síðar, en við það gerbreyttust öll við- horf í gjaldeyrismálunum. Tímabilið 1939—55 Gjaldeyrisvandræði þau, sem við hafði verið að etja á árunum 1930—39 hurfu brátt sem dögg fyrir sólu er hinna hagstæðu áhrifa Gunnar Guðjónsson form. Verzlráðsins Ur viðjum hafta ALLIR íslendingar, hvar í flokki sem þeir standa, að undantekn- um þeim sem hafa nið urrif þjóðskipulags vors og algjöra heftingu athafnafrels- is einstaklinganna að markmiði, h a f a á- stæðu til að fagna þessum degi, er svo stórt spor er stigið í þá átt að losa þjóðina úr viðjum hafta, sem staðið hafa um ára- tugi, og taka upp frjálsa verzlun á ný. Atburðir undanfar- ins árs sýna, að aug'u þjóðarinnar hafa opn- azt og hún beitir nú fullri sýn í þeim mál um sem varða efna- hagslega framtíð henn ar. Tímabil Egilstaðasamþykkt- anna er nú liðin saga. I þess stað vill hún stefna að því að verða efnahagslega fullveðja. Þær raunsæju og alhliða að- gerðir í efnahagsmálum, sem hún hefur falið fulltrúum sín- um á Alþingi og í ríkisstjórn að framkvæma, eru sönnun þess. — Læknisaðgerð sú sem fram- kvæmd hefur verið á undan- förnum mánuðum með ýmis- legri lagasetningu, verður eng- ■nmni um landshúa sárs- aukalaus og gengur mjög nærri mörgum í svip, en ekki breyt- ir það þeirri stað- reynd, að hjá henni varð ekki með nokkru móti komizt. Af hálfu verzlunar- stéttar landsins hefur því verið lýst yfir við mörg tækifæri, að hún væri fyrir sitt leyti reiðubúin til þess að taka á sig þær byrðar sem af henni kynni að verða kraf- izt til þess að efna- hagskerfi landsins mætti komast á heil- brigðan grundvöll. Þetta hafa ekki verið innantóm orð. Á hafa nú verið lagð- ar þær byrðar að hún riðar við, en hún möglar ekki meira en góðu hófi gegnir. Verzlun- arstéttin lítur fram á veginn í trausti þess að sá alhliða bati sem hljótast muni smám saman af efnahagsaðgerðum þeim, sem nú eru komnar til framkvæmda, muni ná til hennar eigi síður en til allra annarra ladsmanna, jafskjótt og yfirburðir hins frjálsa hagkerfis hafa náð að koma í ljós- Ólafur Björnsson styrjaldarástandsins á ut- flutningsverzlun lands- manna tók að gæta. Inn- flutningshöftum var að vísu beitt á styrjaldarár- unum eins og verið hafði áður, en þeim var nú ekki lengur beitt vegna gjald- eyrisörðugleika, heldur vegna skorts á skipsrúmi til aðflutnings og tilgang- ur þeirra fyrst og fremst sá, að tryggja aðflutning nauðsynja. Á styrjaldarárunum batnaði gjaldeyrisaðstaðan svo, að í stað þess, að er- lendar skuldir höfðu num- ið um 120 millj. kr. er styrjöldin hófst, höfðu safnazt gjaldeyrisinnstæð- ur er námu nær 600 millj. kr. Vegna hinna miklu gjaid eyrisinnstæðna þótti fært að losa mjög um innflutn- ingshöftin fyrstu misserin eftir styrjöldina, eða frá því að styrjöldinni lauk og fram til fyrri hluta ársins 1947. Innflutningur var að vísu 'háður leyfum, en þeirri reglu mun þó haía verið fylgt að fullnægja leyfisbeiðnum, nema að því er snerti innflutmng frá dollarasvæðinu. Sá hængur var þó á fram- kvæmd verzlunarfrelsisins á þessum tíma, að þar sem gengi íslenzku krónunnar var rangskráð, gat ekki orðið um neitt jafnvægi á gjaldeyrismarkaðinum að ræða. Afleiðingin varð því sú, að gjaldeyrisinnstæð- urnar gengu á skömmum tíma til þurrðar, bæði vegna gjaldeyrisnotkunar í þágu nýsköpunarfram- kvæmdanna og mikils innflutnings neyzluvara. Á miðju ári 1947 varð því að taka upp strangari skömmtun nauðsynja en nokkurn tíma hafði þekkzt á stríðsárunum, jafnframt því að mjög var hert á inn- flutningshöftunum og tek- ið upp strangt eftirlit með fjárfestingu. Ekki nægðu þó þessar ráðstafanir til þess að icoma á jafnvægi í gjald- eyrisverzluninni. Ójafn- vægið kom þó að þessu sinni ekki fram í aukinni skuldasöfnun erlendis, svo sem verið hafði á árunum 1930—1939, og síðar varð á árunum 1956—1959, eins og vikið verður að hér á eft- ir, heldur fyrst og fremst í mjög tilfinnanlegum gjaldeyris- og vöruskorti þannig að ekki var einu sinni hægt að útvega vör- ur út á skömmtunarseðia, sem út voru gefnir. Til þess að koma í veg fyrir stöðvun útflutningsfram- leiðslunnar varð að greiða síhækkandi uppbætur á út- fluttar afurðir, sem fjár var svo aflað til með hækkuðum sköttum og tollum. Um áramótin 1949—1950 var öllum orðið ljóst, að ekki varð haldið áfram lengur á sömu braut og verið hafði. Lét minni hluta stjórn Sjálfstæðis- flokksins, sem tók við völdum að afstöðnum kosningum haustið 1949, undirbúa víðtækar tillög- ur um nýja skipan efna- hagsvandamálanna, sem miðaði að því að koma þar á meira jafnvægi. Kjarni þeirra ráðstafana var geng isfelling íslenzku krónunn- ar er nam 42,4%. I marz 1950 tókst samstarf við Framsóknarflokkinn um framkvæmd þessarra ráð- stafana. Gengisfellingin gerði það kleift að slaka á verzlunarhöftunum og sumarið 1951 var um það bil helmingur innflutnings- ins settur á frílista. Hafði jafnframt verið tekið nokkurt gjaldeyrislán til að geta fullnægt eftirspurn eftir gjaldeyri vegna hms aukna verzlunarfrelsis. Þó að gengislækkunin og kauphækkanir, sem af henni leiddu yllu að vísu verulegum verðhækkun- um, leið þó ekki á löngu, áður en skapazt hafði stór- bætt ástand í viðskiptum vegna þessarra aðgerða. Vöruskorturinn og fylgi- fiskar hans, skömmtunin, biðraðirnar og svarti markaðurinn hurfu. Verð- lag hélzt nær því stöðugt frá haustinu 1951 til vors 1955. Hið aukna jafnvægi leiddi til þess, að hægt var að slaka mjög á fjárfest- ingarhömlum og auka verklegar framkvæmdir, þar eð hið stöðuga verðlag leiddi til aukinnar spari- fjármyndunar. En vorið 1955 brauzt svo sem kunn- ugt er út mikil verkfails- alda, sem af leiddu veru- legar almennar grunn- kaupshækkanir. 1 árslok 1955 hafði kaupgjald al- mennt hækkað um 20— 25% frá því sem verið hafði fyrir verkfallið. Og eru afleiðingar þess al- kurinar. Hvers vegna hafa höftin ekki náð tilgangi sínum? Eins og framanskráð yfirlit yfir þróun inn- flutningshaftanna leiðir í ljós, þá er reynslan af þeim í stuttu máli sú, að Framh. á bls. 14 Innkauptil 300 manna ÞAÐ hlýtur að liggja í hlutarins eðli að það sé í hag þeirra sem nota vöruna, að hægt sé að kaupa hana og flytja inn þaðan sem hún er bezt, án þess að hömlur séu þar á, sagði Jórunn Jóns- dóttir, er fréttamaður hitti hana á förnum vegi í vikunni og það barst í tal, að verið væri að gefa verzlun frjálsa. Jórunn er mjög kunnug inn- kaupum til heimilis, hefur^senni- lega keypt inn meira af vörum en flestar konur á íslandi og haft einna stærsta heimili. Hún hefur verið matráðskona á Vífilsstaða- hæli frá 1930, en er nú nýhætt. Þegar mest var, hafði hún yfir 300 manns í mat, sjúklinga og starfsfólk. — Jú, það voru oft erfiðleikar að fá góða vöru í matinn. Fyrstu árin gat maður neitað að taka við því sem ekki var gott og fengið annað betra í staðinn. Enda var ég fræg fyrir að senda miskunn- arlaust tilbaka það sem mér ekki líkaði. — En það hefur ekki verið hægt allan þann tíma sem þú sást um matarinnkaupin á Vífil- SÍÖðUm? - -vr- íí - ■ f ;vv - ■ —■ — Nei, mér hefði þótt mikill munur hefði ég alltaf getað keypt það sem þurfti, í stað þess að verða næstum að fara með tárin í augunum til þess að fá það sem nauðsynlegt var fyrir hátíðarn- ar. Síðan þykir mér alltaf vænt um suma kaupmennina. Þeir voru svo duglegir að hjálpa mér og útvega mér fyrir sjúkrahúsið, í öllum erfiðleikunum. En það var nú helzt á stríðsárunum, sem þetta var svona slæmt. — Svo skánaði ástandið, en maður varð samt alltaf að gera sér að góðu það sem fékkst flutt inn í landið og það hefur vericí misjöfn vara, eins og við vitum. Innflytjendurnir hafa orðið að kaupa vöruna á þeim stöðum sem leyfin þeirra hljóðuðu á. Ekki það að mér hafi ekki oft þótt fluttur inn óþarfi og sumt í óþarf lega smáum skömmtum. En meðan allt var frjálst höfðu sumir heildsalarnir svo góð sam- bönd og gátu keypt það sem þeir höfðu reynslu á og þekktu að gæðum. Allar vörur eru vitan- lega misjafnar, eftir því hvaðan þær koma og hvernig þær eru framleiddar. — Svo þér lízt vel á þessa breytingu sem nú er venð að gera? — Já, ég er ekki sammála öllu sem stjórnarvöldin gera, en þetta er áreiðanlega til mikilla bóta. Þórunn Jónsdóttir Bryndís Jóhanndóttir meff syni sínum / fjórum löndum FRETTAMAÐUR blaðsins barðl í gær að dyrum á Hraunteigi 28. Þar býr kona, sem kynnzt hefur ýmsum verzlunarháttum og keypt inn til heimilis síns í fjór- um löndum, Bretlandi, Frakk- landi, Ítalíu og íslandi, og á því sjálfsagt betra með en húsmæð- ur almennt að gera sér frá sjónar hóli „innkaupastjóra" heimilis- ins grein fyrir þeirri breytingu, sem nú er verið að gera á sviði viðskiptamála. Fr ú Bryndís Jóhannsdóttir, kona Alberts Guðmundssonar, heildsala og knattpsyrnumanns, býður fréttamanni í stofu, sem ekki er steypt í sama mót og stofur flestra ungra hjóna á fs- landi í dag. Húsgögn og annar húsbúnaður er í eldri hefðbundn- um stíl — ekki þessum nýja Norðurlandastíl. — Já, það er satt, ég hefi hald- ið heimili í þremur löndum utan fslands og í Frakklandi í þremur borgum. Á hverjum stað varð ég að byrja að læra að kaupa inn — oftast með handapati, sagði Bryndís. — Á öllum þessum stöðum er geysimikið vöruúrval og jafn- framt vörugæði. Það hefur mér þótt vanta hér. Vörur eru hvorki nægilega fjölbreyttar né nógu góðar. Það sem fæst í einni búð, fæst 1 þeirri næstu. Líki manni það ekki, fær maður ekkert. Það þýðir ekki að leita. Erlendis, þar sem ég þekki til, fer viðskiptavinurinn í þá verzl- un, sem líkleg er til að hafa það sem honum hentar. Hann getur fengið sæmilega vöru fyrir sæmi legt verð eða lúxusvöru fyrir hátt verð. Hann hefur valið. Sjálfri finnst mér borga sig að kaupa góða vöru, þó hún sé krón- unni dýrari, en svo getur verið að annarri konu finnist borga sig að horfa í krónuna. Báðar ættu að geta fengið það sem þær vilja. — Heldurðu að þetta standi til bóta með losun á verzlunar- höftum? — Ég veit auðvitað ekkert um , Framh. á bls. 14. w/aiíMwfewfW V.W.MV. v . MAf mCNNw ju. V Sveinn Björnsson Crœn augu og nýir skór SKÓR eru mörgum mikið hjart. ansmál, einkum fagra kyninu, er leggur metnað sinn í að vera sem tilkomumest á fæti — enda segir gamalt, erlent máltæki, að skó- laus kona sé engin kona. Það er ekki hægt að segja, að mikið úr- val skófatnaðar hafi verið á boð- stólunum í skóverzlunum hér á landi undanfarin ár. Þetta stend- ur nú til bóta, eftir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um innflutn- ings- og gjaldeyrismál tekur gildi 1. júní, en með því frum- varpi verður m. a. innflutningur á skón. að miklu leyti gefinn frjáls. Geta karlar og konur þá valið sér skófatnað eftir vild, smekk og efnum. En það er bezt að heyra, hvað Sveinn Björnsson, verzlunar- stjóri Skósölunnar Laugavegi 1, hefur um þetta að segja. ★ Skóverzunin er auðvitað full af kvenfólki að skoða og kaupa skó, og blaðamaður Mbl. flýtir sér að spyrja um Svein, því hann hefur samvizkubit — ekki út af kVenfólkinu, heldur af þvl hann er á óburstuðum skóm. Hér eru það skórnir sem ráða ríkjum. — Sveinn er á skrifstofunni, segir afgreiðslustúlka með græn augu. Kannski finnst henni allt grænt, sem hún horfir á. — Ég hef nú lítið hugsað um þetta ennþá, segir Sveinn á skrif- stofunni. Almennt var ekki reiknað með að skófatnaður kæmi til landsins fyrr en 6 món- uðum eftir að frílistinn tekur gildi. — Hafið þið þá ekki fengið nein leyfi ennþá? — Jú, skókaupmenn hafa fengið leýfi út á „global-koda“ — en pessi 6 mánaða frestur var veittur íslenzkum skóiðnaði, svo erlendur skófatnaður kæmi ekki fyrirvaralaust á markaðinn. — Hvers konar leyfi er þetta, sem þið hafið fengið? — Þetta er venjulegt innflutn- ingsleyfi, en munurinn er sá, að þetta leyfi gildir fyrir skófatnað frá hvaða landi sem er. Þetta er Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.