Morgunblaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 20
23 MORGVNBLAÐIÐ MiðviJíudagur 1. júni 1960 Aftur átti Biggs í stríði við sjálfan sig, og endalok þess stríðs voru enn í óvissu, er Albert sást koma út úr dyrunum á reyksaln- um, ganga hægt fram eftir og setjast, skammt frá þeim. Bíl- stjórinn starði á hann með mikl um viðbjóði, og gat ekki að sér gert að reka ekki upp smávein, er drengurinn tók munnhörpu upp úr vasa sínum og byrjaði á því að þurrka af henni á ermi sinni. — Snáfaðu burt! urraði Biggs. Albert hristi höfuðið. — Ég hef eins mikið leyfi til að vera hér eins og þú, sagði hann. — Ég er búinn að taka til í reyk- salnum og þá sagði hr. Mark- ham, að ég mætti fara og skemmta mér eins og ég vildi. — Hvað á ég að spila fyrir þig? Hann setti nú hljóðfærið á var- irnar og tónarnir af sjómanna- valsi bárust út yfir friðsamar öldurnar. Augu Alberts voru hálflokuð, eins og venjulegt er hjá listamönnum í hrifningu, en engu að síður fylgdist hann vel xneð hverri hreyfingu hjá Biggs. — Farðu nú! sagði Biggs hranalega, þegar drengurmn hafði lokið laginu. — Flýttu þér burt, áður en þú skaðar þig. — Það skaðsr mig alls ekki, svaraði Albert. — Maloney lækn ir sagði einmitt, að það væri svo hollt að leika á blásturshljóðfæri, — hollt fyrir lungun. Hann sagði mér það í gær. Hann lyfti nú hljóðfærinu aft- ur og lék „Home, sveet Home“, með mörgum tilbrigðum og mik- illi tilfinningu. — Hvers vegna ferðu ekki aftur á? urraði bílstjórinn, bál- reiður. — Af því að ég kann betur við þennan enda á skipinu, sagði drengurinn, og lét hljóðfærið síga. — Hvers vegna ferð þú ekki sjálfur? Biggs leit á ungfrú Mudge, en hún lét sem hún sæi það ekki. Þá leit hann aftur við og sá Mark ham bry.ta í dyrunum á reyk- salnum. Hann hafði krosslagt hendurnar á maganum, en engla bros lék um varir hans, er hann lét augun reika um ómælanlegan sjávarflötinn. 15. Að undanteknu því atviki, að ungfrú Mudge villtist í landi, þegar komið var til Colombo og var flutt um borð af þrem inn- bornum heiðursmönnum í rönd- óttum pilsum og með hárið sett upp í hnút, skeði ekkert sérstakt á ferðalaginu næstu vikur. Milli hafna var helzt ekkert til að hafa af fyrir farþegunum, svo að jafnvel hinir yngstu þeirra tóku að sýna áhuga á máltíðunum, en slíkt hefði verið óhugsandi í landi. Sumir hinna eldri tóku að fitna, og Pope lenti þama í stök- ustu vandræðum með tvo óvini offitu og lifrarsjúkdóm, sem eitt hvað varð að gera við. Hann leit aði til læknisins með áhyggjur sínar. — Ekkert gagn í að koma til mín, sagði læknirinn hryssings- lega. — Betra að fara til dómara. — Dómara? Til hvers? spurði Pope og glápti af undrun. — Sex mánaða betrunarhús- vinnu, sagði læknirinn. — Ég hef séð svona tilfelli fyrr. Þér viljið láta mig gefa yður eitthvað í glasi, sem gæti gert einhver kraftaverk, til þess að verka móti fjórum stórum máltíðum og mörgum feitum vindlum á dag. Hvað marga koníakara fenguð þér eftir kvöldverð í gærkveldi? — Tvo, svaraði Pope dræmt. — Þér þurfið ekki að líta svona á mig — sjálfur fenguð þér þrjá. — Ég hef þá bara verið utan við mig, svaraði læknirinn. — Ég var að hugsa um læknísfræði legt vandamál og hef ekki haft hugmynd um, að ég léti ofan í mig annað en vatn. — Þá hafið þér einhver slík vandamál á hverju kvöldi, sagði CopyriqKt P. I. B. Bo» ð Cop«nhoflew fOSPCR Nú er komið nóg! Pope, — og ég hef aldrei enn séð yður renna þeim niður með vatni. Það er vont fordæmi að gefa, fyrir lækni, því að auðvit- að heldur fólk að öllu sé óhætt ef þeir gera það. — Ég nenni nú ekki að eyða vindi í rökræður um svona hluti, sagði Maloney, — og eins er það eyðsla á ágætri kunnáttu í lækn- isfræði að reyna að lækna yður. — Ja, ég heimta nú lækningu, engu að síður, svaraði Popie og dró þungt andann. Maloney yppti öxlum góðlát- lega. — Gott og vel, við skulum þá byrja, sagði hann; ég skal blanda í glas handa yður. — Er þá nokkurt gagn í því? spurði sjúklingurinn. — Vitanlega ekki, svaraði læknirinn, — það er bara til að gera yður rólegan. Þegar þér hafið svona meðal við hendina, étið þér auðvitað og drekkið helmingi meira en nokkru sinni áður, í trausti yðar á meðalið. — Ég vil fá almennilega lækn ingu, svaraði Pope, — og ég vil verða heilbrigður. — Jæja, viljið þér þá hlýða mér? spurði læknirinn. Pope leit á hann, hálf-órór.— Vitanlega .... með.... — Ekkert með og engar und- anþágur. Þetta er vont tilfelli, sem fíestir yrðu hræddir við, en ef þér viljið fara nákvæmlega eftir því, sem _ég segi, skal ég taka það að mér. — Mér hefur alltaf skilizt, að snöggar breytingar .... sagði Pope. Læknirinn sneri sér að Knight, sem kom að í þessu bili, ásamt þeim Talwyn og Tollhurst. — Heldurðu ekki að þessi ætli að fara að kenna mér mitt eigið handverk, sagði hann. — Jæja, tautaði Pope. — Ger- ið sem yður gott þykir. — Þið heyrið, sagði læknirinn og sneri sér að áheyrendunum. — Hann ofurselur mér sig skil- yrðislaust. Tveggja mánaða lækn ing og að þeim tíma liðnum skal hann hafa snúizt til einfalds lífs. Smekkur hans fyrir áfengi og þungum kjötréttum skal þá verða algjörlega horfinn og miðdegis- verðarbj allan verður ekki til ann ars en að minna hann á drýgðar syndir. Pope hóf lækningu sína sam- dægurs og til kvöldverðar fékk hann ekki annað en mörk af heitu vatni. Samtalið lognaðist út af, kring um hann, og öllum var það mesti léttir, er hann stóð upp og kvaðst myndu ganga út á þilfar og anda að sér hreinu lofti. Daginn eftir hafði hann slakað ofurlítið á mataræðinu. Hann át þurrt, steikt brauð til morgun- verðar, fáeinar kexkökur við há- degisverð, en til kvöldverðar þessa rétti báða. Eina huggun hans var hrósyrðin, sem yfir hann dundu fyrir viljafestu hans, en milli hrósyrðanna létu vinir hans ofan í sig Ijúffengustu krásir og dýrustu vín, fyrir aug- um hans. — Mataræði og hreyfing voru hinir tveir miklu meginþættir í lækningunni á Pope, en hinn síð- arnefndi olli samferðafólkinu nokkurra óþæginda. Sjúklingur- inn kunni því eðlilega ekki sem bezt að hoppa yfir band fyrir allra augum, þar eð vinirnir voru ef til vill ekki alltaf eins orðvarir og æskilegt hefði verið, og að lokum lét læknirinn til leið ast að fara á fætur á undan öll- um öðrum og hafa eftirlit með æfingum sjúklingsins klukkan sex að morgni. — Þá er enginn á fótum nema skipsmennirnir og þeir eru of önnum kafnir að þvo þilfarið til þess að fara að horfa mikið á okkur, sagði læknirinn hughreyst andi. Pope maldaði enn i móinn, við- víkjandi þilfarsþvottinum. — Kalt vatn gerir yður ekkert til, sagði læknirinn og það, sem þér þurfið að leggjast niður, get- ið þér notað teppi. Það er ein ágætis æfing, þar sem þér legg- ist á bakið og veifið báðum fót- um í hring. Þetta er æfingin, sem Adonig ku hafa gert í þann tíð. Pope sagði einhver orð um Adonis, sem til allrar hamingju bárust burt á vængjum vindanna og sukku í sjó. — Ef þér farið á fætur klukk- an sex og gerið æfingarnar, sagði læknirinn og leit fast á sjúklingihn — skuluð þér fá sneið af mögru kjöti með hádeg- isverðinum, og ef þér gerið þær vel, skuluð þér fá aðra með kvöldverði. Hvort sem það var þessum gylliboðum að þakka eða þá að- eins viljafestu sjúklingsins, skreið hann úr rúminu klukkan sex næsta morgun og elti Mal- oney út á þilfar, berfættur og í purpurarauðum náttfötum. — Nú gangið þér hægt einn hring fyrst, sagði læknirinn. — Vætan er ekki nema góð fyrir fæturna. Þeir gengu nú eina tólf hringi og voru meira að segja að lokum farnir að hlaupa við fót. Stýri- maðurinn, sem var í brúnni gat ekki stillt sig um að horfa á að- farirnar, svo að lítið bar ó. — Jæja, nú koma æfingarnar, sagði læknirinn, þegar honum fundust hringirnir vera orðnir nógu margir. — Hvar er teppið? Hann breiddi það á þilfarið fyrir aftan setustofuna, lagðist síðan niður með fæturna saman, lyfti þeim síðan og tók að sveifla þeim í hring. Pope, sem var enn ekki orðinn afmóður eftir hlaup- in, horfði á með kuldasvip. — Nú reynið þér, sagði Malon ey og stökk á fætur. Xæggjast kylliflatur og teygja út fæturna til að byrja með. — Ég er ekki fri við gigt, urr- aði sjúklingurinn. — Nú, þetta er einmitt við gigt, svaraði læknirinn. — Niður með yður! Pope lagðist og læknirinn þrýsti herðum hans niður á tepp ið, gekk síðan allt kring um hann og athugaði hann frá öllum hliðum. Síðan hóf hann fyrirskip anir sínar. — Þegar ég segi einn, þá lyftið þér báðum fótum upp. E-einn/ Nei, þér þurfið ekki að lyfta höfð inu lika, til að horfa á fæturna. Það fer enginn að stela þeim. Nú, aftur: E-einn.' Nei, það er ekkert til að hlæja að. — Ég er alls ekki að hlæja, a i u Ég hélt ef ii ianga á ;un Markús, til vill að þig tíu fuglahópar hér í nágrenninu. fuglaveiðar á — Þú þekkir mig, Bjarni. Ég það eru átta eða hefi gaman af að veiða akurhæn- ur. Næsta morgun. — Það tekur mann sárt að sjá hvað Bangsa gamia langar til að veiða og við verðum að skilja hann eftir! — Þú skalt ekki verða hissa, en þótt hann sé bhndur, kemur hann samt með okkur! sagði Pope móðgaður. — Eitthvað hvein i yður. Lok- ið þér munninum og andið gegn um nefið. Nú! Pope var búinn með þrjár sveiflur og hólfnaður með þá fjórðu, þegar hann heyrði ofur- lítið angistárvein og lét sam- stundis fæturna síga. Ungfrú Bíake kom snöggvast fram fyrir hornið á setusalnum, en hrökk svo til baka eins og einhver ósýnilegur segull hefði kippt henni. Og innan úr salnum heyrð ist eitthvert piskur. — Við skulum , ekki gefa um þetta, sagði læknirinn, er Pope brölti á fætur, kafrjóður. — Það voru þessi náttföt, sem ég varð svona hrædd við, vældi ungfrú Blake í fjarska. Og litlu, Ijósrauðu tærnar veifandi í blá- inn! Ó! Ó! Ó! Eftir röddunum að dæma, sem að innan bárust, hlaut ungfrúin ekki neina teljandi samúð í raunum sínum. Malonejj leit inn um dyrnar og sá Knight, Peplow og ungfrú Seacombe, horfandi á ungfrú Blake, sem hafði grafið höfuðið í kodda á einum legu- bekknum. — Hvað er eiginlega að? spurði læknirinn. — Hvers vegna eruð þið öll á fótum svona snemma? — Bf út í það er farið, hvers vegna ert þú sjálfur svona snemma á fótum? svaraði Knight. ajlltvarpiö 8.00- l£.00 12.50 15.00 16.30 19.00 19.25 19.40 20.00 20.30 21.00 21.25 21.40 22.00 22.10 22.25 23.00 8.00 9.25 12.00 12.50 15.00 16.30 j.9.00 19.35 19.40 20.00 20.30 20.55 21.15 21.25 22.00 22.10 22.25 23.00 Miðvikudagur 1. júní —10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). —13.15 Hádegisútvarp. „Við vinnuna“: Tónleikar— (13. 30 „Um fiskinn“). —16.30 Miðdegisútvarp. Veðurfregnir. Þingfréttir. — Tónleikar. Veðurfregnir. Tilkynningar. Fréttir. Lausavísur, — þáttur úr endur- minningum Jóns Sveinssonar, Nonna (Haraldur Hannesson hag fræðingur). Tónleikar: Kvintett fyrir blásturs hljóðfæri eftir Antonin Rejcha (Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu- hljómsveit Islands leika: Peter Ram á flautu, Karel Lang á óbó, Gunnar Egilsson á klarínettu, Herbert Hriberschek á horn og Hans Ploder á fagott). Aflátssala, — erindi (Jón R. Hjálmarsson skólastjóri). Barnakór Laugarnesskólans syng ur lög eftir innlend og erlend tón skáld. Stjórhandi: Kristján Sig- tryggsson. Undirleik annast Stef- án Edelstein. Fréttir og veðurfregnir. Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). „Um sumarkvöld“: Tívólíhljóm- sveitin í Kaupmannahöfn, Ævar R. Kvaran, Baldvin Halldórsson* Bessi Bjarnason, Ulla Billquist, Chris Howland, Vera Lynn, Jul- ius Patzak, Mitzi Gaynor, Amal- ia Rodriguez og kór og hljóm- sveit Rauða hersins skemmta. Dagskrárlok. Fimmtudagur 2. júní —10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.03 Morguntónleikar: — (10.00 Veð- Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). —13.15 Hádegisútvarp. —14.00 „A frívaktinni", sjómanna þáttur (Guðrún Erlendsdóttir stjórnar). Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir). Veðurfregnir. Þingfréttir. — Tónleikar. Tilkynningar. Tilkynningar. Fréttir. Þrjátíu ára starf fslenzku skóg- ræktarfélaganna; erindi (Snorri Sigurðsson skógfræðingur). Einsöngur: Sigurður Björnsson syngur með undirleik Fritz Weiss happels. a) Tvö lög eftir Þórarin Jónsson: „Lóan“ og „Fjólan'4. b) „Bikarinn" eftir Eyþór Stef- ánsson. c) Þrjú lög eftir Schubert: „Des Múllers Blumen", „Warum?" og „Mein“. „I landvari": Lestur úr nýrri ljóðabók eftir Gísla Olafsson frá Eiríksstöðum (Baldur Pálmason). Tónleikar: „Leikfangabúðin" eft- ir Rossini-Respighi. (Hljóm- sveitin Fílharmonía í Lundún- um leikur; Alceo Galliera stj.). Fréttir og veðurfregnir. Smásaga vikunnar: „A götunni'* eftir Knut Hamsun í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðar- nesi (Valur Gústafsson leikari). Sinfónískir tónleikar: „Háry János", svíta eftir %oltan Kodály (S inf óní uhl j ómsv eitin í Minneapolis leikur; Eugene Orm andy stjórnar). Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.