Morgunblaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1. júní 1960
MORGXJISLLAÐIÐ
5
Með ágœtu láði
SIÐASTLIÐINN laugardag
flutti Jón Marinó Samsonarson
fyrirlestur í 1. kennslustofu há
skólans.-sem var siðasti liður í
meistaraprófi hans í íslenzk-
um fræðum.
Að fyrirlestrinum loknum
var áheyrendum tilkynnt að
Jón Marinó væri útskrifaður
magister í íslenzkum fræðum,
admissms cum egregia Iaude,
og mun hann vera hinn þriðji
sem þá einkunn hlýtur. Hinir
tveir eru Prófessor dr. Stein-
grímur J. Þorsteinsson og dr.
Björn Sigfússon, háskólabóka-
vörður.
★
Foreldrar Jóns Marinós eru
Margrét Kristjánsdóttir og
Samson Jónsson. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík vorið 1953
og hóf nám við Háskóla ís-
lands hausið eftir.
Við Iögðum leið okkar til
heimilis Jóns og fjölskyldu
hans í gær og báðum hann að
segja okkur frá fyrirkomulagi
meistaraprófs og efni því, sem
hann f jallaði um.
— Fyrirlestur þessi, sagði
Jón, er lokaatriði prófsins.
Nemandinn fær verkefni, sem
ekki er tengt kjörsviði hans og
átta daga frest til að vinna úr
því og skrifa fyrirlesturinn. Á
undan eru venjuleg skrifleg
og munnleg próf eftir að nem-
andinn hefur skilað meistara-
prófsritgerð úr kjörsviði sínu,
en kjörsvið er valið í samráði
við prófessorana fljótlega eftir
fyrri hluta próf. Til þess að
vinna að þessari ritgerð fá
nemendur 6 mánuði.
★
— Um hvað fjallaði þín
meistaraprófsritgerð?
— Um séra Bjarna Gissurar-
son, skáld i Þingmúla, er uppi
var á 17. öld og eitt af skáldum
Eydalaættarinnar.
— Og gott skáld?
— Hann verður að teljast
ypparlegt skáld miðað við sinn
tíma — annars er erfitt að
kveða upp dóm um skáld,
hvort það sé gott eða slæmt,
þar kemur m. a. til tími og
mat manna.
— Hafa verk hans verið
gefin út að einhverju leyti?
— Aðeins lítilsháttar, kvæði
og kvæði á stangli í bókum, t.
d. em nokkur kvæði eftir
Bjarna i kvæðasafninu fslands
þúsund ár. Hið fyrsta sem gef-
ið er út eftir Bjarna birtist í
bók, sem nefnd er oft Litla
vísnabókin og var prentuð á
Hólum 1757. Sá Hálfdán Ein-
arsson um prentunina, en þá
bók er nú óvíða að finna nema
á bókasöfnum.
Ólafur Davíðsson birti nokk
ur kvæði eftir Bjarna í söfn-
um sínum og nokkur kvæði
voru birt eftir hann í misgrip-
um með kvæðum eftir Stefán
Ólafsson. Útgefandinn áleit
þau eftir Stefán, en komst síð-
ar að hirmi rétta og birti leið-
réttingu í síðara bindi verks-
ins.
★
— Hver eru aðaleinkenni
Bjarna Gissurarsonar?
— Þar má til dæmis nefna
náttúruskyn hans. Það er
ánægjulegt, þegar maður snýr
sér að öld, sem í svo ríkum
mæli er kennd við galdra og
fordóma, að hitta fyrir mann,
sem hefur áhuga á hinu fagra
í náttúrunni, blómum, og sól
— og konum. Raunar er Bjarni
hér engin undantekning.
Galdrabrennur 17. aldar hafa
sett ómaklega mikið mót á
svip aldarinnar í htugum
manna.
Jón Samsonarson ásamt konu
hans, Helgu Jóhannsdóttur
og tveim dæturum þeirra,
Heiðbrá og Svölu.
— Hvernig hefur þér nú lík-
að vistin í deildinni þessi ár?
— Vel — og við prófessor-
ana hefur mér fallið því betur,
sem ég kynntist þeim nánar.
— Er aðsókn að deildinni
alltaf jafnmikil?
— Það er nokkuð misjafnt
hvað margir innritast á haust-
in, en aðsókn virðist ekkert
fara minnkandi.
— Hvaða störf eru svo helzt
fyrir höndum að námi loknu?
— Sannleikurinn er sá að
verkefni eru nóg, en því er
ekki að neita að margir neyð-
ast til að snúa sér að kennslu
til að geta unnið fyrir sér og
sinni fjölskyldu — allt of
margir að mínum dómi.
— Hvar hefurðu náð í efni-
við til rannsóknanna?
— Það hefur mikið varð-
veitzt af kvæðum eftir Bjarna
í eiginhandritum, en það má
telja óvenjulegt frá þessum
tima. Verk hans eru í þrem
aðalhandritum og er eitt
þeirra hér á Landsbókasafn-
inu. Annað handrit er í Thott-
safninu i Kaupmannahöfn og
fékk ég það lánað hingað
heim. Þriðja handritið er í Ox
ford. Bretar lána aldrei hand-
rit úr söfnum, en ég hafði
filmu af því og þannig aðgang
að öllum þrem handritunum.
Auk þess eru varðveitt eftir
hann kvæði í fjölmörgum
handritum á Landsbókasafn-
inu. Eru þar allskyns kvæði,
sálmar og veraldleg Ijóð, m. a.
mikið af ljóðabréfum, þar sem
hann skýrir frá ýmsum atburð
um, sem verða á heimili hans
og nágrenninu. Kemst maður
þannig í náin kynni við heim-
ilisfólk og umhverfi hans.
★
— Hvernig var Bjarni skyld-
ur þeim Eydalafeðgum?
— Hann var dóttursonur
séra Einars Sigurðssonar, ætt-
föður Eydalaskáldanna, sem
voru höfuðskáld á sínum tima.
Einar var Þingeyingur að upp-
runa, en Oddur biskup sonur
hans kom honum í Eydala-
brauðið. Sonur Einars var séra
Ólafúr skáld í Kirkjubæ, sem
aftur átti Stefán í Vallanesi.
Þeir Stefán og Bjarni voru því
systkinasynir og við það jafn-
aldrar, en Bjarni lifði lengur.
— Er skáldatal í Eydalaætt
ekki lengra?
— Jú, skáldskapur hélt
áfram í ættinni og eimdi lengi
eftir af þessum skáldaskóla
þeirra þarna eystra.
Verzlunarhúsnæði
90 ferm. húsnæði til leigu,
hentugt fyrir verzlun, skrif
stofur eða léttan iðnað. Til-
boð merkt: „Miðbær og
verzlun-3962“, sendist Mbl.
Skuldabréf
Vil kaupa 30 þús. kr.
skuldabréf til 5 ára. Tilb.
sendist afgr. blaðsins fyrir
föstud., merkt: „Skulda-
bréf — 3961“.
Vantar ráðskonustöðu
sem fyrst. Er með 2 börn.
Tilb. sendiskafgr. Mbl., fyr
ir 4 júní, merkt: „Ráðs-
kona — 1507“.
Stöðvarpláss
á sendibílastöð er til leigu.
Uppl. í Nökkvavogi 20, eft-
ir kl. 8 e.h. í kvöld og
næstu kvöld.
Barnavagn
Sem nýr, dökkblár Pedi-
gree barnavagn til sölu. —
Uppl. í síma 33119, Lang-
holtsvegi 101.
Sumarbústaður
Lítill sumarbústaður, sem
næst bænum, óskast til
leigu í sumar, 2—3 mánuði.
Uppl. í síma 33100.
Til leigu húsnæði
fyrir saumastofu eða léttan
iðnað. Tilb. sendist Mbl.,
fyrir föstud., merkt: „Góð
ur staður — 3959“.
Telpa 11-13 ára óskast
til að gæta 2 ára barns. —
Uppl. að Blómvallagötu 13,
2. hæð. — Sími 11023.
Sumarbústaður
Óskum eftir að leigja sum-
arbústað í sumar. Upplýs-
ingar í síma 33921.
Hvað er betra en sólar sýn,
pá sveimar hún yfir stjörnu rann?
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleður mann.
Þegar að fögur heims um hliðir
heilög sólin loftið prýðir,
lifnar hauður, vötn og víðir,
voldug er hennar sýn.
Hún vermir, hún skin
Með hæstu virðing herrans lýðir
horfi á lampa þann.
Hún vermir, hún skin
og hýrt gleður mann.
Á fjöllunum hennar geislar glóa,
gropnar is í vötn og flóa,
drýpur vörm i dalina mjóa
dýrðar gufan eins og vin.
Hún vermir, hún skín
Allskyns fögur eplin gróa
út um veraldar rann.
Hún vermir, hún skin
og hýrt gleður mann.
ÖIl náttúran brosandi breiðir
bliðan faðm og sig til reiðir,
þegar að veldis hringinn heiðir
og hennar ljóma augnabrýn.
Hún vermir, hún skín
Elds brennandi lofts um leiðir
lýjast aldrei kann.
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleður mann.
Orðið herrans helgidóma
hreinferðugrar kvinnu blóma
samlikir við sólarljóma,
þá situr hún kyrr að verkum sín.
Hún vermir, hún skín
Um hennar dyggðir, hefð og sóma |
hljómurinn víða rann.
Hún vermir, hún skin
og hýrt gleður mann.
Bjarni Gissurarson:
(Ur kvæði um samlíking
sólarinnar).
Barnlaus bjón óska eftir
1—2ja herbergja íbúð, um
lengri eða skemmri tíma.
Sími. 32498.
Heilbrigðismálaráðuneytið hefur I
hinn 14. maí 1960 staðfest ráðníngu
cand. með. & chir. Snorra Ólafsson-
ar sem aðstoðarlæknis héraðslækn- I
isins í Ólafsfirði frá 13. apríl 1960 að J
telja og um óákveðinn tíma.
Sumarbústaður
Óska eftir að leigja eða
kaupa sumarbústað. Upp-
lýsingar í síma 15314.
Þvottakona
Rösk kona óskast í þvotta
á hótel úti á landi. Gott
kaup. Uppl. í síma 35483.
I Reglusamur piltur óskast
til aðstoðar við bifreiða-
smurningu. — Uppl. í síma
13450. —
| Mæðgur óska eftir
einu herb. og eldhúsi. —
Upplýsingar í síma 35243.
Sem nýr, grár
peysufata-frakki til sölu.
Upplýsingar í síma 35243.
Fokheld íbúð
Óska eftir að kaupa 2-3ja
herb. íbúð, tilbúna undir
tréverk eða fokhelda. Upp-
lýsingar í síma 22573 þessa
viku. —
Volkswagen éskast
Vil kaupa ilýjan Volks-
wagen-bíl, milliliðalaust.
Greiðsla út í hönd, ef semst
um verðið. Uppl. í síma
13200, frá kl. 9-5 á daginn.
Afgreiðslustúlka
eða rösk eldri kona óskast
í veitingastofu í Vesturbæn
um. Sími 16970, eftir kl. 5.
Rolleiflex
með Xenar 3,5 og M-X
flash sambandi, til sölu. —
Kostar kr. 3 þús. Upplýs-
ingar í síma 33431.
Halló- — Takið eftir-
2ja til 3ja tonna trillubát-
ur til sölu með 8 ha. Stú-
art-vél. Upplýsingar í síma
15897. —
15 ára telpa óskar eftir
vinnu í sumar, frá 1. júlí,
í bænum eða á Suðurlandi.
Tilb. sendist afgr. Mbl.,
merkt: „15 ára — 3960“,
Húseigendur
Standsetjum lóðir í ákvæð
isvinnu. Útvegum efni, eí
óskað er. Hringið í síma
22639. —
Stúlka, 35—45 ára
óskast til glasaþvotta.
Upplýsingar í dag kl. 1—2.
Reykjavíkur Apótek,
Gúmmí-sundlaug
uppblásin, tilvalin í sumar^
bústað, til sölu að Hraun>
teig 26, miðhæð.
Cape
Nýr muskrat-eape, mjög
fallegur, til sölu á Hraun-
teig 26, miðhæð.
Keflavík
Herbergi til leigu. Uppl. 1
síma 1694, eftir kl. 7 á
kvöldin. —
Keflavík — Njarðvík
2ja—3ja herb. íbúð óskast
til leigu. — Upplýsingar i
síma 1719. —
9 ára telpa
vill líta eftir einu eða tveim
ur börnum, helzt í sveit.
Upplýsingar í síma 98, —
Sandgerði.
ATHUGIÐ
að borið saman við útbreiðsh
er langtum ódýrara að augiýs;
í Morgunblaðinu en i öðrun
blöðum. —
JHorgimlifatod