Morgunblaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 6
6 MORCVWBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. júní lw Innflutningsskrifstof an lögð niður Bankarnir s|á um öli gjaldeyrisviðskipti M B L. barst í gær greinar- gerð frá gjaldeyrisbönkunum um fyrirkomulag það, sem verður á gjaldeyris- og inn- flutningsmálum eftir að Inn- flutningsskrifstofan hefur verið lögð niður. Verður það í megindráttum sem hér segir: Skipulag leyfisveitinga Landsbanki íslands, Viðskipta- banki og Útvegsbanki fslands munu annast veitingu leyfa fyrir þeim vörum og öðrum gjaldeyris- greiðslum, sem leyfi þarf fyrir, að höfðu samráði við viðskiptamála- ráðuneytið. Björgvin í Krossa- vík sjötugur SJÖTUGUR er í dag, 1. júni, sæmdarbóndinn og höfðingsmað- urinn, Björgvin Þórarinsson í Krossavík í Þistilfirði. Björgvin er fæddur á Flauta- felli hér í sveit og hefur dvalizt hér allan sinn aldur. Hefur hann stundað jöfnum höndum búskap og s’riíðar. Sömuleiðis hefur hann átt smábáta og oft sótt goða björg í bú. Björgvin er vel gefinn, hugvits maður, listasmiður og svo vand- virkur og trúr í starfi að af ber. Ekki mundi Björgvin falla létt, ef hann þyrfti að neita manni um bón eða greiða, enda veit ég þess engin dæmi. Vorið 1915 kvæntist Björgvin Kristmundu Guðmundsdóttur, hinni myndarlegustu og beztu konu. Þeim hjónum varð 11 barna auðið og eru 10 þeirra á lífi. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður, er flest börnin voru í ómegð, hefur þeim hjónum tekizt með afbrigð- um vel að ala þau upp, svo að öll eru þau myndarlegt fólk, fjöl- hæft til allra starfa, svo sem smíða og sauma. Kemur þar líka til greina sérstök smekkvísi þeirrs og trúmennska, sem hvort tveggífc er dýrmætur arfur frá eðlisMkrtum foreldra þeirra og uppeldi. Má því með sanni segja, að þessi heiðurshjón eigi að baki sér göfugt og glæsílegt dagsverk. Lifðu heill vinur og þakka þér og þinni góðu konu allt gott á liðnum árum. Jakob Sigurðsson. Allar umsóknir um gjaldeyri skulu lagðar inn í bönkunum á það til gerðum eyðublöðum, sem bankarnir eða umboðsmenn þeirra munu láta í té. Sama gildir um umsóknir fyrir innflutning án gjaldeyris. Starfsmenn bank- anna munu leiðbeina fólki um val á viðeigandi umsóknarformi og aðstoða á annan hátt. Nauðsynlegt er, að allir sem um gjaldeyri sækja útfylli ítar- lega umsóknareyðublöðin, og sérstaklega skal brýnt fyrir inn- flyjendum 'að geta nákvæmlega um tollskrárnúmer þeirrar vöru, sem sótt er um greiðslu á. Frílistinn Meginhluti innflutningsins hef- ur nú verið settur á frílista og verður umsóknum um yfirfærslu fyrir vörum samkvæmt honum afgreiddar jafnóðum og þær ber- ast. Allir, sem flytja inn vörur, hvort sem um er að ræða frílista- eða leyfisvörur, skulu semja um greiðslu þeirra í banka áður en innflutningur á sér stað. Bönkunum er heimilt að binda kaup einstakra vara við opinber vörukaupalán, ef þær eru fáan- legar samkvæmt slíkum lánum. Á þetta einnig við um vörur, sem ætlaðar eru til sams konar nota, og vörur, sem kaupa má sam- kvæmt slíkum lánssamningum. Leyfisvörur Leyfisvörur falla í tvo flokka. Annars vegar vörur, sem fluttar eru inn frá jafnkeypislöndum, er gert er ráð fyrir, að leyfi fyrir þeim verði gefin út viðstöðulaust, eftir því sem um þau er sótt. Hinsvegar eru leyfi, sem gilda gagnvart öllum löndum. Verða þau gefin út innan kvóta, sem ákveðnir verða í upphafi hvers árs og skipt á vöruflokka. Nánari auglýsingar um kvóta þessa árs verða gefnar út síðar. Notkun greiðslufrests erlendis Heimilt er að flytja inn vörur með allt að þriggja mánaða greiðslufresti, hafi innflytjandi Skóg- rœktarferð í Þórsmörk EINS og undanfarin ár, efna Farfuglar til skógræktar- og skemmtiferðar í Þórsmörk um hvítasunnuna, 4.—G júní. Er það níunda árið í röð, sem félagið efnir til slikrar ferðar og hefur þátttaka ætíð verið mjög góð, 50—60 manns hin síðari ár. í svonefndum Sleppugiljum þar sem Farfuglar hafa annast ikógrækt og stöðvun uppblást- urs lands, er þegar kominn /ísir að skógi, sem dafnar ágæt lega í fögru umhverfi. Þar sem búast má við mik- illi þátttöku, er þess óskað að pantaðir farmiðar séu sóttir á skrifstofuna, í síðasta lagi á fimmtudagskvöld. Skrifstofan að Lindargötu 50, er opin á miðviku-, fimmtu- og föstudagskvöldum kl. 8,30—10, sími 15937, - sama tíma. áður samið við bankana um greiðslufyrirkomulag vörunnar. Sérstakt samþykki þárf að fást af hálfu bankanna, samkvæmt, nánari ákvörðun viðskiptamála- ráðuneytisins, óski innflytjandi eftir lengri greiðslufresti. Ekki er þó heimilt að taka lán erlendis til lengri tíma en eins árs, nema með samþykki ríkisstjórnarinnar. Greiðslur fyrir annað, en innflutning Leyfisveitingar fyrir öðrum gjaldeyrisgreiðslum en til vöru- kaupa munu fara eftir árlegri áætlun, sem rikisstjórnin lætur semja og staðfestir. Svipaðar reglur og verið hafa, munu gilda um flestar gjaldeyrisgreiðslur án innflutnings, svo sem um yfir- færslur fyrir námskostnað, sjúkrakostnað o. s. frv. Hins veg- ar verða nokkrar breytingar á reglum um greiðslur á ferða- kostnaði. Ferðagjaldeyrir Þeim islenzkum ríkisborgurum er óska að kaupa erlendan gjald- eyri til utanfarar og hafa lagt fram farseðil til útlanda, munu bankarnir selja ferðagjaldeyri fyrir allt að 7.000 kr. einu sinni á ári. Auk þess er til athugunar að heimila mönnum frekar en gert hefur verið að greiða far- gjöld sín erlendis í íslenzkum krónum að vissu marki, en nán- ari reglur verða gefnar út þar að lútandi síð?^. Vinnulaun Leyft verður, sem áður, að yfirfæra hluta af vinnulaunum þeirra útlendinga, er starfa hér á landi, hafi tilskildum gögnum um atvinnuleyfi ráðningakjör o. fl. verið skilað til bankanna. Sér- staklega skal bent á, að mikil- vægt er, að umsóknir um yfir- færslu til greiðslu á vinnulaun- um berist bönkunum um leið og hinir erlendu menn koma til landsins. Leyfisgjöld og framsal leyfa Öll gjaldeyris- og/eða inn- flutningsleyfi verða gefin út í íslenzkum krónum. Hver sá, sem fær veitt leyfi, greiði gjaldeyris- bönkunum y2% af fjárhæð þeirri, sem leyfið hljóðar um, þó aldrei minna en 10 kr. fyrir hvert ein- Pasfernak PASTERNAK er dáinn, en hann lifir í sál hvers lista- manns, hjarta hans slær enn í öllum brjóstum, sem eru nógu stór til að rúma anda hans, sem þoldi engin þrengsli. — Vissulega var Pasternak fangl, en liann var fyrst og síðast fangi skáldskaparins, eins og fuglinn er fangi himinsins, sem er i senn takmörkun hans og forréttindi. Lungu hins mikla rússneska skálds þoldu ekki krabbamein ófrelsisins, en hann varð skáld alls mannkyns, ímynd þess í leit að frelsi. Sterkt og viðkvæmt andlit hans horfir ekki Iengur í spegil lífsins, en andj hans þurrk- ar móðuna og gefur öðrum kjark til að horfa í hann opnum augum. stakt leyfi. Þó skal ekki greiða gjald af leyfum fyrir vörukaup- um í j afnkeypislöndum eða gjald eyrisleyfum fyrir námskostnaði. Leyfisgjaldið greiðist við afhend- ingu leyfisins. Framsal gjaldeyris- og/eða inn- flutningsleyfa er háð samþykki bankanna, og hafa þeir sérstök umsóknareyðublöð þar að lút- andi. — • 12 mílna kokteillinn Þessa sögu heyrði ég nýlega: Fyrir skömmu fór hermála- ráðherra Breta vestur um haf og hafði flugvél hans viðdvöl á Keflavíkurflugvelli. Nokkr- ir yfirmenn úr bandaríska hernum komu til móts vjð ráðherrann. Meðan hann beið fékk hann sér hressingu á barnum í fríhöfninni með Bandaríkjamönnunum, og fékk nýjan kokteil, sem bar- þjónninn þar hefur sett sam- an. Þótti ráðherranum kok- teill þessi afbragðs góður og fékk sér annan. En enginn þorði að segja honum nafnið á drykk þessum. Hann heit- ir „12 miles limit“. • 950 kr. viðbótargjald Bóndi á Austurlandi skrifar: Ríkisútvarpið hefur stöku sinnum verið að tilkynna inn- heimtu á afnotagjaldi. I því tilefni ætla ég ekki að gera 30 ára stríð Austfirðinga fyrir bættum hlustunarskilyrðum að umræðuefni, heldur að upplýsa hvað við, sem ekki höfum rafmagn heldur kaup- um rafhlöður, þurfum að greiða umfram þá, sem straum tæki nota. Rafhlaðan kostar nú kr. 158, 65. Ef maður eyðir 6 á ári, þá eru það rúmlega 950 kr. viðbótargjald. Stund- um mun jafnvel þurfa fleiri. Hvað hagnast nú viðtækjasal- an á sölu þessari, og er það réttlátur ábætir til fólksins, sem hefur öðlazt hið þráða rafmagn. Ég leyfi mér að biðja þig, kæri Velvakandi, að fá upplýst hvert er innkaups- verð rafhlaðanna, hver álagn- ing og hver söluþóknun. Hvað kostar rafmagn, sem eitt tæki notar á ári? Gæti Ríkisútvarp ið hugsað sér að taka þetta FERDIIMAND ☆ atriði til athugunar, og gera raunhæfa tilraun til að jafna kostnað manna af rekstri út- varpstækja — P. G “ Úr því útvarpið ber á góma, minnist ég þess að sjómaður ræddi um það við mig eigi alls fyrir löngu, hve mjög hann sæi eftir útvarpi á bylgjulengdinni, sem Reykja- víkurútvarpið notaði um hríð, en varð að hætta við í sam- bandi við truflun fyrir flugið yfir Atlantshafið, ef ég man rétt. Sagði sjómaðurinn að með- an útvarpað var á þeirri bylgjulengd, hefðu sjómenn- irnir getað heyrt í Reykja- víkurstöðinni jafnvel inn í höfn í Hamborg. Við þeirri spurningu hvort sjómennirnir gerðu mikið að því hlusta á íslenzku útvarpsdagskrána, meðan þeir lægju í höfn í Hamborg, fékkst ekkert svar, heldur aðeins að mikill munur væri að geta heyrt í útvarp- inu inn á firði fjarri heima- landinu, eins og t. d. á Græn- landi. • Hættulegur leikur Maður nokkur talaði við Velvakanda og sagði að sá leikur færi nú eins og logi um akur í strákahópum í bænum, að kasta hnífum. Væru þeir að skjóta hnífunum hver að öðrum og reyna að grípa. Hafði hann tvisvar orðið á- horfandi að þessum hættulega leik. Vill hann hvetja fólk, sem verður vart við þetta til að grípa í taumana, áður en stórslys hlýzt af. Og kemur Velvakandi þeirri hvatnirigu á framfæri hérmeð,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.