Morgunblaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 22
22 MOKCVfi/MAÐlÐ Miðvik'udagur 1. júní 1960 Kornungur Akureyringur vann óvænfasta sigurinn Góður árangur i ýmsum greinum á EÓP mótinu HÁPUNKTUR EÓP-mótsins í fyrrakvöld og það sem mesl- an spenning vakti var 800 m. hlaupið. Þar voru keppendur aðeins tveir, methafinn Svav- En eftir um 350 m. tók Svavar við „stjórnartaumunum“ og hugðist litlu síðar hrista Guð- mund af sér. Það tókst ekki og er um_ 80 m voru eftir kom Guð- mundur að hlið hans og fór Kristján Eyjólfsson í þrístökkinn. Að baki sést „silfurmaður- inn“ frá Meibourne, sem tók virkan þátt í stökkinu með Kristjáni. ar Markússon og hinn lítt kunni unglingur frá Akur- eyri, Guðmundur Þorsteins- son. Eftir æsispennandi og góða keppni sigraði Guð- mundur hinn gamalkunna hlaupagarp KR og tíminn var mjög góður miðað við veður og árstíma. •jf Hörð barátta Guðmundur tók forystuna og vildi ekki sleppa henni þratt fyrir tilraunir Svavars til að ná henni. Þótti áhorfendum Akur- eyringurinn ráðast í stórræði. Noregsiarornír vnldir ÁKVEÐIÐ hefur verið hverjir fari til Noregs til landsleiksins við Norðmenn. Ákvað KSÍ þetta á fundi sínum í gær. Liðsmennirnir, þeir 11 sem skipa Suð-Vesturlandsúrvalið, þ. e. frá markverði: Helgi Daníels- son, Hreiðar Ársælsson, Árni Njálsson, Syeinn Teitsson, Rúnar Guðmannsson, Garðar Árnason, Örn Steinsen, Þórólfur Beck, Ingvar Elísson, Þórður Jónsson og Gunnar Guðmannsson. Auk þeirra fara Heimir Guðjónsson, Hörður Felixson, Sveinn Jónsson, Ellert Schram og Bergsteinn Magnússon. Liðið í landsleiknum verður endanlega ákveðið síðar. Fararstjórn skipa Björgvin Schram, Ingvar Pálsson og Guð- mundur Sveinbjörnsson frá KSÍ, Lárus Árnason frá landsliðs- nefnd, Óli B. Jónsson þjálfari og Bergþór Jónsson f. h. knatt- spyrnuráða úti á landi. fram fyrir. Þessum lokaspretti megnaði Svavar ekki að svara og Akureyringurinn varð óvænt- asti sigurvegari þessa móts. Guðmundur Þorsteinsson er kornungur hlaupari, em hefur í vetur lagt sérstaka alúð við æf- ingar og fær nú uppskeru þess í glæsilegum sigri og góðu af- reki. Má mikils af honum vænta. * Athyglisverðir unglingar Unglingar settu svip á aðrar greinar. 18 ára piltur, Kristján Eyjólfsson ÍR sigraði í þrístökki. Sýndi hann tilþrif góð, fallegan stíl og 14.11 m. stökk hans nú er áreiðanlega ekki hans loka- orð í greininni. Úlfar Teitsson, ungur KR-ing- ur sigraði glæsilega í 100 m. hlaupi á 11.4 — að vísu í nokkr- um meðvindi en gott afrek samt. jí Gömlu kempurnar í hlaupi fullorðinna var Hilmar yfirburðasigurvegari, hljóp á 10.8. — Meðvindur hjálp- aði en kuldi torveldaði. Hörður Haraldsson sýndi góða æfingu sína er hann „debuter- aði“ í 400 m. grindahlaupi og náði 57.4 sek. Athyglisverður árangur af byrjanda í greininni. Huseby „hirti" gullið í kúlu- varpinu með 15.31 m varpi. — Þórður náði athyglisverðum árangri í sleggju og nú var það Hallgrímur Jónsson sem sigraði í kringlukastinu —- næstum met- er á undan næsta manni. Framh. á bls. 23. • 'mt ' gn Guðmundur Þorsteinsson slítur snúruna eftir glæsilegt 800 hlaup. — Myndirnar aliar tók Sveinn Þormóðsson. SjÖ lið / 2 deild Keppnin hefst i kvöld 1725 f GÆR var dregið í happdrætti Knattspyrnusambands íslands og kom upp númerið 1725. -— Vinningurinn er sem kunnugt er ferð (með landsliðinu og uppi- hald) á landleikinn í Osló 9. júní nk. og heim aftur. Handhafi miðans 1725, er beðinn að hafa samband við Axel Einarsson á skrifstofu Einars B. Guðmunds- sonar, hæstaréttarlögfræðings í Morgunblaðshöllinni. KNATTSPYRNUMbT íslands (2. deild) hefst á Melavellinum í kvöld og keppa þá Víkingur og Þróttur. Hefst leikurinn klukkan 20:30. Sjö knattspýrnúlið taka þátt í 2. deildarkeppninni að þessu sinni og er keppninni skipt í tvo riðla. í A-riðli eru Þróttur, Vík- ingur og fþróttabandalag ísa- fjarðar en B-riðlinum eru Íþróttabandlag Vestmannaeyja, íþróttabandalag Hafnarfjarðar Breiðablik, Kópavogi og Reynir frá Sandgerði. Leikir A-riðilsins munu allir fara fram í Reykjavík, en leikir B-riðilsins verða leiknir, tveir í Reykjavík, tveir í Hafnarfirði, Og hvað er þá unnið? Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ á úr- val Suð Vesturlands að leika gegn Moskvuúrvalinu. Landsliðs nefndin hefir valið Suð-Vestur- iandsliðið og gerir nú allmiklar og nokkuð vafasamar breytingar á „landsliðinu“. Ef ráða má af líkum — vissa er ekki fyrir hendi, þar sem allt er á huldu um rússneska liðið — fær tilraunalandslið nefndarinn- ar verkefni, sem ekki verður auð veldara en landsleikur við Norð- urlandaþjóðir. Sú staðreynd ásamt hinni, að þetta er síðasta tilraun með „landslið“ fyrir lands leikinn í Oslo, hefði átt að nægja til þess, að nefndin faeri ekki út í tilraunir, sem sumpart hafa áð ur verið reyndar og misheppnazt eða eru næstum danuðadæmdar. Þarna er átt við valið í stöður innherja. Þórólfur Beck er settur innherji. Þá stöðu hefur hann áð ur reynt án árangurs. Er líklegt að betur takizt nú, einnig þegar ljóst er að leikmaðurinn sjáifur hefur ekki áhuga á stöðunni? f stöðu hins innherjans er Þórð ur Jónsson útherji valinn. Þórð- ur hefur aldrei í leikjum er máli skiptu leikið þessa stöðu. Vera kann að sú tilraun heppnist— en hæpið er það af ýmsum ástæðum. Það gildir fyrir þessa nýju inn berja báða, að þeir hafa aldrei leiekið í vörn. Líklegast má telja að innherjarnir í þessum leik þurfi mjög að aðstoða í vörn — eða að minnsta kosti vera reiðu- búnir til þess og helzt að hafa þá einhverja hæfileika til þess. Báðir eru þeir sæmilegir knatt- spyrnumenn og ættu kannski heima í liðinu, en þó einungis í öðrum stöðum, Þórólfur sem mið herji og Þórður sem útherji. Með óbreyttri liðsskipan í fram- iínu hefði virzt ólíkt líkiegra til árangurs að hafa Ingvar, Þórólf og Gunnar Guðmannsson í miðri framlínu og Örn og Þórð, sem út- herja. Tiiraunin með Gunnar á vinstra kanti er lofsverð, og sömuleiðis að reyna Ingvar sem miðherja. En þessar lofsverðu tilraunir kunna að vera dauðadæmdar í fæðingunni vegna valsins í inn- herjastöðurnar — og er þá kann ski verr farið en heima setið. Bæði Gunnar og Ingvar hafa sýnt það og unnið til þess að þeir væru reyndir — en það er óvíst að hægt sé að leggja á réttan dóm já mátt þeirra í íslenzku landsliði vegna valsins í innherjastöðum- ar. Rúnar Guðmannsson hefur einnig unnið til þess að verða reyndur í landsliðinu. Hann fær erfitt próf, ef að líkum lætur. Sú „tilraun“ sem þó vekur hvað mesta athygli er að færa þá Garðar Árnason og Svein Teitsson til. Sveinn hefur ávallt frá því hann og Garðar voru valdir í sama lið verið vinstei framvörður, en Garðar hægri. Nú er þessu snúið við — til hvers skilja fáir og ætla má að þessi breyting valdi aðeins ruglingi Landsliðanefndin hefur verlð alveg óvenjulega „tilraunaglöð" í þetta sinn og er slíkt Iofsvert. En ekki getur maður varizt því, að heldur miklu hafi verið um- turnað nú. Nægilegt hefði verið að gefa Gunnari Guðmannssyni, Ingvari Elíassyni og Rúnari tæki færi í þetta sinn — og velja síð- an innherja, sem eru vanir að leika bæði í sókn og vörn. Þá hefði fengizt dómur um hvort tilraunirnar væru til góðs eða ekki. Óttast má hins vegar nú, að tilraunirnar fari jít um þúf- ur — og hvað er þá unnið? — Ekkert. A. St. einn í Sandgerði og einn í Vest- mannaeyjum. Úrslitaleikurinn milli þeirra liða, sem efst verða í hvorum riðli, verður háður 18. júlí og fer sá leikur fram í Laugardaln- um, og færist það lið, sem vinn- upp í 1. deild. Yngii Uokkarnir REYKJAVlKURMÓT yngri flokkanna í knattspyrnu hófst um s.l. helgi og var leikið á flest- um knattspyrnuvöllum hér í Reykjavík og fóru sumstaðar tveir leikir fram í einu. Úrslit ein stakra leikja urðu sem hér segir: Valur — K.R. 2 fl. A 1:1 Valur — K.R. 2. fl. B 0:3 Fram — Víkingur 3. fl. A 1:2 Fram — Víkingur 4. fl. A 5:0 K.R. — Valur 4. fl. A 2:0 K.R. — Valur 4. fl. B 11:0 K.R. — Valur 5. fl. A 1:4 K.R. — Valur 3. fl. A 1:1 K.R. — Valur 3. fl. B 2:3 Fram — Víkingor 5. fl. A 0:1 Fram — Víkingur 5. fL B 1:0. Reyna við lágmark f KVÖLD kl. 6 heldur ÍR frjálsíþróttamót á Melavell- inum. Á móti þessu munu nokkrir af beztu frjáls- íþróttamönnum íslands gera tilraun til að ná lág- markskröfum Ólympíu- nefndarinnar fyrir þátt- töku í Ólympímleikjunum í Róm í sumar. Vilhjálmur Einarsson mun reyna við lágmarkið í þrístökki, en til að komast til Rómar þarf Vilhjálmur að stökkva 15.50 metra. — Nokkrir af kringluköstur- unum reyna við kringlu- kastslágmarkið, sem er 52 metrar og Valbjörn Þor- láksson mun reyna við lág- markið í stangarstökki, sem er 4.30 metrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.