Morgunblaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 2
2 MORGVTSBLÁÐIÐ MiðviKudagur 1. júní 1960 — Útvarpsumræbui I Framh. af bls. 1. steinsson og ræddi um afurða- verðið, sem samið var um á sL hausti, og gagnrýndi stjórnar- flokkana fyrir afskipti þeirra af málinu. Þá vék hann að þeim verð- hækkunum, sem orðið hefðu á vélum og tækjum til landbúnað- arins, jafnframt því sem erfið- leikar á lántökum hefðu aukizt. Taldi P. Þ. stjórnarflokkana hafa hindrað allar tilraunir Fram- sóknarmanna til að bæta úr þessu. P. Þ. taldi kreppt að samvinnu- félögunum. Frá ríkisstjórninni andaði köldu út yfir landsbyggð- ina. Bezt mundi gefast að efla Framsóknarflokkinn. Ingvar Gíslason taldi flest líkt með Sjálfstæðisflokknum og Al- þýðuflokknum. Síðan þeir tóku við völdum hefðu þeir valið þær leiðir, sem sérstaklega hefðu verið til þess fallnar að missa marks. Hið nýja efnahagskerfi mundi leiða af sér óheillaástand í landinu og binda enda á þá uppbyggingu, sem Framsóknar- flok.kurinn hefði haft forgöngu um undanfarna áratugi. Jón Þorsteinsson, sem talaði fyrstur fyrir Alþýðuflokkinn, ræddi um vísitölukerfið út frá hagsmunum verkalýðsins, Hann sagið að það hefði ekki gefið góða raun, hefði stuðlað að verð- bólgu og í kapphlaupi verðlags og kaupgjalds hefði kaupgjaldið alltaf verið á eftir. Því hefðu launþegar tapað, meðan ýmsir aðrir mötuðu krókinn. Auk þess benti hann á það, að hver ein- asta ríkisstjórn um langt skeið hefð skert ivísitöluna með ýms- um ráðum og þá ekki sízt vinstri- stjómin ,sem fyrst skerti hana um 6%, síðan um 9% og var að því komin að skerða hana í þriðja sinn, þegar hana skorti hug og samheldni til þess og hún féU. Einnig vék Jón allmikið að breytingunum á útsvarslögunum. Hann sagði að útsvar einstakl- inga yrði verulega lækkað og næðist það með því að láta bæj- arfélögin fá hluta af söluskatt- inum og með því að leggja veltu- útsvar á verzlun samvinnufélaga. Hann sagði að útsvarsfrelsi kaup félaganna hefði verið á kostn- að bæjarfélaganna, og yrðu menn að dæma þetta mál eftir þvi, hvort þeir mætu meira hags- muni bæjarfélags síns eða kaup- félagsins á staðnum. Kom hann með skýrt dæmi um þetta. Verka maður á Akureyri hagnaðist um 500 kr. á viðskiptum sínum við Kaupfélagið, en yrði síðah að greiða 100(j kr. meira í útsvar vegna útsvarsívilnana kaupfé- lagsins. Ingólfur Jónsson, landbúnað- arráðherra var fyrri ræðumaður Sjálfstæðisflokksins í þessari umferð. Vék hann fyrst að þeim ummælum stjórnarandstæðinga í fyrrakvöld, að núverandi stjórn- arflokkar hefðu gefið fögur kosn- ingaloforð en síðan svikið þau. Hið sanna í málinu væri, að Sjálfstæðismenn hefðu strax fyr- ir kosningarnar sagt að gera þyrfti róttækar aðgerðir í efna- hags- og fjármálum jafnskjólt og samstæður þingmeirihluti væri fyrir hendi. Ráðherrann vék að hag bænda stéttarinnar og sagði, að nauðsyn legt væri að gera sér grein fyrir, að hin slaema afkoma hennar væri ekki núverandi stjórn að Dagskrá Alþingis Fundur verður í sameinuðu Al- þingi í dag kl. 1,30 e.h. — Tuttugu mál eru á dagskrá. Syndið 200 metrana kenna, heldur hefði hún verið augljós á síðastliðnu ári og staf- að af aðgerðum vinstri stjórnar- innar 1958. Að lokum sagði I.J. m.a., að öruggt væri, að þjóðin ætti fram- undan bjarta tíma, ef hún sam- einaðist um að vinna að þeim verkefnum sem leysa þyrfti. Nauðsynlegt væri að sýna nokkra þolinmæði þangað til árangur af aðgerðum ríkisstjórnajþnnar kæmi í ljós, en það mundi verða fyrr en menn grunaði, ef áróð- ursöflunum yrði haldið í skefj- um. Reyndi nú á dómgreind al- mennings í landinu. Ef hann gerði sér ljóst, hvað í húfi væri, þyrfti ekki að efast um, hver niðurstaðan yrði. Landsmenn hefðu allir þreifað á því, hvernig vinstristefnan hefði leitt vandræði yfir þjóðina. Skýrði I. J. m. a. frá því, að reiknað hefði verið út, að ef stefna vinstri stjórnarinnar hefði verið ráðandi fram eftir ári 1959 hefði gengi íslenzku krón- unnar miðað víð Bandaríkjadoll- ar orðið kr. 60 í stað 38 kr. nú. Þrátt fyrir þetta neituðu stjórn- arandstæðingar nú fyrri yfirlýs- ingum sínum um erfiðleikana og vandann, sem bjóðin var kom- in í, og þyrluðu í stað þess upp blekkingum um að verið væri að leggja á þjóðina að óþörfu. Þeir segðu svo hverri stétt fyrir sig að sérstaklega væri á henni níðst. Þannig reyndu þeir að magna upp óánægju og vinna gegn því að viðreisnin tækisL Bjartmar Guðmundsson rakti fyrst í ræðu sinni þann þátt þing málanna sem snerta sérstaklega bændur. Þvínæst vék hann að efnahagsmálunum. Hann kvaðst ekki vilja draga fjöður yfir að gengisbreytingin og vaxtahækk- unin væru þungir baggar fyrir margan bóndann að bera. Hins vegar væri það ekkert sérstakt fyrir bændur að vörur hækkuðu þegar breyta yrði gengi. Slíkt hlyti að koma niður á öllum þegnum þjóðfélagsins. Ræðumaður benti á að fyrir rúmu ári hefði maður varla tal- að svo við mann, að viðkvæðið hefði ekki verið á þesSa leið: — Við fáum víst aldrei ríkisstjóm, sem þorir að taka efnahags- vandamálið föstum tökum og einarðlega. — Þess vegna sagði hann að það hefði komið flatt upp á marga, þegar sú ríkis- stjórn, sem nú fer nrieð völd, ákvað að spyrna við fótum í al- vöru og segja hingað og ekki lengra. Að lokum sagði ræðumaður að úrræði ríkisstjórnarinnar þyrfti að sýna sig og sanna. Hún biður um vinnufrið og hún þarf að fá hann. Þeir sem vinna gegn því mega vara sig. Allir menn hafa skyldur við sitt föðurland. Alfreð Gíslason talaði fyrir kommúnista. Hann hóf ræðu sína með setningum eins og þess um: — Ríkisstjórnin neytir allra bragða til að skerða lífskjör al- mennings, — hún spillir mark- aðsmöguleikum þjóðarinnar, — hún gerir hlut gæðinga sinna meiri, — hún stofnar þjóðarbú- skapnum í heild í voða. Þvínæst sagði hann að gengis lækkunin hefði verið gerð fyrir tilmæli Bandaríkjanna. Banda- ríkin eiga hér mikilla hagsmuna að gæta eins og í Kóreu. Banda- ríska stjórnin þröngvar upp á okkur efnahagslegri forskrift. Skýring Alfreðs á þessu: — Vegna gengislækkunarinnar lækkar herkostnaður Banda- ríkjanna á íslandi. — Og nú er alþjóð að byrja að finna fyrir svipuólinni á baki sér. — Það er hægara að fást við þjóð í kreppu ástandi. Upp úr þessu hóf ræðumaður vægðarlausa árás á Bandaríkin, sem höfðu varpað kjarnorku sprengju á Hiroshima, og fengj- ust ekki til að viðurkenna kín- versku kommúnistastjórnina. Lagði hann að lokum til að Is- land lýsti yfir hlutleysi, segði sig úr Atlantshafsbandalaginu og ræki bandaríska herinn úr landi. ★ Ræðumaður Framsóknar- flokksms, Karl Kristjáusson, lin ^ sagði árferði gott en ríkisstjórnin hefði tekið frostið í þjónustu sína og fylgdi fram úreltri stefnu, sem Karl kvaðst vilja nefna kal- stefnu. Stjórnarflokkarnir hefðu svikið kjósendur sína. Frostið ætti þó enn eftir að herða. Sá ríki ætti að verða ríkari og sá fátæki fátækari. Næsti ræðumaður talaði af hálfu Alþýðuflokksins og var það Guðmundur 1. Guðmunds- son, utanríkisráðherra. Hann ræddi fyrst um það, að allar rík- isstjórnir um nær 20 ára skeið hefðu reynt að vinna bug á verð- bólgunni en allar, nema stjóm Emils Jónssonar, skilað henni af sér enn meiri í lok stjórnartí-m- ans. Jafnvægi væri væri launa- fólki mikilvægast. Þetta hefði verið ástæðan til þess að verka- lýðsfélögin hefðu myndað saman vinstri stjórnina. Hún hefði farið vel af stað, en brátt hefði allt sigið á ógæfuhlið — og verðbólg- an tekið eitt mesta heljarstökk sem dæmi væru til. Ástandið hefði þar með verið orðlð verra en nokkru sinni fyrr. Sjálfstæð- isflokkurinn hefði þá stutt (Al- þýðuflokkinn til björgunarstárfa og það sem mikilvægast væri — almenningur hefði sýnt þeim skilning. Stöðvun verðbólgunnar væri sjálfstæðismál þjóðarinnar. Ná- grannaþjóðir okkar hefðu fyrir löngu komið þessum málum í rétt horf hjá sér og skapað heilbrigt efnahagslíf. — Þessi mál verða ekki leyst sagði G. í. G. — nema með því, að þjóðin taki höndum saman við styrka ríkisstjórn. Næstur tók Bjami Benedikts- son, dómsmálaráðherra til máls. Hann kvað Hræðslubandalagið og vinstri stjórnarmyndunina hafa á sínum tíma verið tilraun- ir til þess að komast úr þeirri sjálfheldu, sem efnahagslíf þjóð- arinnar hefði verið komið í. Þær tilraunir hefðu þó mistekizt I hrapallega, enda viðskilnaður I vinstri stjómarinnar verið sá ömurlegasti, sem dæmi væri til um við stjórnarslit. Ræðumaður minnti á það, að næstu 13 árin eftir 1927, þegar vinustri menn undir forystu Framsóknarflokksins réðu mestu, hefði verið mesti vesaldartími í efnahagslegu tilliti. Atvinnuleysi var mikið, einkum á árunum 1934—39, og hvað sem öðru liði, þá yrðu allir að vera sammála um, að slíkar hörmungar mættu ekki með nokfcru móti endurtaka sig. Nú er þjóðinni lífsnauðsyn að sameinast um að koma efna- hag sínum á rtétan kjöl. Menn mega ekki láta ú;reltar og stein- runnar kenningar eða hálfsann- indi ráða ferðinni, en dæmi þeirra eru t. d. kenningarnar um þjónýtingu og opinber höft. — Frelsi einstaklingsins og félags- legar umbætur verða að haldast í hendur, ef vel á að fara. Al- mannatryggingar eru dæmi já- kvæðra ríkisafskipta, en Fram- sóknarflokkurinn hefði aldrei lært að meta gildi þeirra. Kommúnistar vilja eins og jafnan eyðileggja nauðsynlegt samstarf okkar við lýðræðisþjóð- irnar, og því prédika þeir enn, að sjálfstæði okkar sé hætta bú- in af slíku samstarfi. Þeir hafa reynt að gera sér mat úr því, að á landhelgismálaráðstefnunni í Genf fóru hagsmunir íslands ekki saman við hagsmuni bandalags- ríkja þess. Að áliti ræðumanns missýndist þó bandalagsþjóðum okkar i þessu efni, en að sjálf- sögðu vilja þær eins og við verja það, sem þær telja hags- muni sína. Kommúnistaríkin lögð ust eindregið gegn okku^ enda hugsuðu leiðtogar þeirra ein- göngu um landhelgi frá hernað- arlegu sjónarmiði, en létu fisk- veiðilögsöguna sig litlu varða. Fulltrúar þeirra hótuðu okkur, að ef við styddum kanadísk- bandarísku tillöguna en fengjum ótvíræða viðurkenningu á 12 mílna landhelgi okkur til handa, myndu þeir senda flota sína inn ' fyrir landhelgi okkar í krafti þess, sem þeir nefndu „sögulegan rétt‘. Þessi ofbeldishótun mun lengi í minnum höfð, en ótrúleg- ast var, að ísienzkir menn skyldu fást til að flytja hana. ; /* NA /5 hnutar >/ SV 50 hnútar ¥ Snjókoma y ÚSi \7 Skúrir IC Þrumur w%, Kuldaskil Zs* Hihski! H Ha» L *• Latqi LÆGÐIN yfir Grænlandshafi landi, 15 stig á Akureyri kl. 12, hefur verið að hringsóla þar en 17 stig kl. 15, sól og hæg í nokkra daga og er ekki að sunnanátt. Sunnan lands var sjá annað en hún haldi því aftur á móti skýjað, nokkur áfram enn um sinn. strekkingur og rigning með Veður er nú blítt á Norður- köflum. Það er ekki rétt, að reynt sé að þvinga okkur til þess að fella niður viðskipti í austurveg, enda eru þau sjálfsögð, meðan þau eru okkur hagstæð. Slík afskipti væru ólíkleg til áhrifa á íslenzka stjórnarstefnu. Eitt af seinustu verkum ræðumanns sem utan- ríkisráðherra 1953 var einmitt að ganga frá umfangsmiklum samn- ingum um aukna verzlun við Sovétríkin. Þjóðinni ríður nú á að standa saman. Héðan af verður hvorki hopað né staðið í stað, án þess að ástandið verði enn verra, en það er þegar orðið. Vonandi gripa engir til óyndisúrræða til þess að eyðileggja þessa tilraun. Seinna mun enginn vilja minnast þess að hafa staðið utangátta eða reynt að spilla viðreisnaráform- unum. Nú verða menn að hafa í huga, að mikið skal til mikils vinna. Ásmundur Sigurðsson ræðu- maður Alþýðubandalagsins mót mælti því, að Lúðvík Jósefsson hefði þjónað Rússum á Genfar- ráðstefnunni og ræddi nokkuð um gang landhelgismálsins í því sambandi. Á.S. vék síðan að við skiptafrelsinu, og kvað þjóðina mundu verða að færa fyrir það miklar fórnir. Taldi hann austur viðskiptin hin ákjósanlegustu, en þau hefðu vakið ugg hjá for- vígismönnum vestrænna þjóða, sem lagt hefðu á ráðin um það, hvernig komið yrði í veg fyrir þessi viðskipti og þeim aftur beint að hinum óhagstæðu mörk uðum í Vestur-Evrópu. Og nú hefði verið látið að kröfum þeirra. Ræðumaður Framsóknar- flokksins í síðustu umferð var Eysteinn Jónsson. Hann kvað Framsóknarflokkinn ekki hafa staðið í vegi fyrir auknum bót- um almannatrygginganna, og mótmælti því, að þeir berðu fram ábyrgðarlausar tillögur í fjármálum. Aðgerðir ríkisstjórn arinnar kvað Ey. J. hafa komið eins og reiðarslag yfir þjóðina og taldi hann upp þær álögur, sem verstar væru. Ekki hefði slíkra aðgerða verið þörf vegna viðskilnaðar vinstri stjórnarinn- ar eða til þess að koma á jafn- vægi í þjóðarbúskapnum. Þar hefði ekki þurft nema lítið eitt af öllu þessu. Emil Jónsson, sjávarútvegs- málaráðherra, sagðist ekki muna eftir'annarri eins æsinga- og blekkingahríð úr þingferli sínum, eins og þeirri, sem stjórn arandstæðingar stæðu nú fyrir. Ekki væri óviðeigandi, að Ey- steinn Jónsson stýrði þeirri för, því að hann hefði stjórnað för okkar fram á brúnina og hlaup- izt svo frá vandræðunum í des. 1958. Emil kvað stjórnarandstöðuna eingöngu leggja áherzlu á nei- kvæða gagnrýni, reynt væri af fremsta megni að gera allar til- lögur stjórnarinnar tortryggi- legar, en engin viðleitni sýnd til ábyrgrar og þjóðhollrar sam- stöðu um lausn vandamálanna. Þetta þing hefði verið athafna- samara en flest önnur, nú væri reynt að treysta efnahag þjóðar innar af ábyrgðartilfinningu, festu og raunsæi. Þjóðin verður svo að meta aðgerðirnar, þegar sézt hefur, hversu þær gefast. Jóhann Hafstein, 5. þm. Reyk- víkinga sagði stjórnarflokkana gagnrýnda fyrir alla hluti aðra en úrræðaleysi. Þeir eru sagðir vilja skipuleggja fátækt og eyðileggja efnahag alþýðu gersamlega, leggja niður alla verzlun við kommúnistaríkin o. s. frv. Orsökin er sögð vera hat- ur okkar á landsmönnum, ofsókn arbrjálæði o. fl. Eysteinn Jóns- son orðaði það einkar smekk- lega á þann hátt, að við værum reiðubúnir að stinga augun úr sjálfum okkur, ef við, gætum klórað auga úr samvinnumanni um leið. Jóhann svaraði fyrri ræðumönnum og miimti á, að Einar Olgeirsson hefði viðhaft sams konar ummæli og hrak- spár, er gengisfellingin var fram kvæmd 1950, og hann og Páll Þorsteinsson bæru nú á borð fyr ir þjóðina. Þá eins og nú hefði verið rætt um árásir á al- tþýðuna, fátæktin hefði átt að halda innreið sína, vél- tvæðing landbúnaðarins að stöðvast, við yrðum háðir amerískum auðjöfrum o. s. frv. Ekkert af þessu hefði rætzt, og sama yrði nú upp á teningnum. Nú er verið að bjarga þjóðinni úr þeim ógöngum, sem vinstri stjórnin leiddi hana í. Þjóðin hefur engu verið leynd í þetta skipti. Þess vegna von- um við, að hún vilji leggja nokk- uð á sig til þess að tryggja efna- hagsgrundvöll sinn í framtíðinni. Að síðustu hélt Einar Olgeirs- son mikla æsinga- og slagorða- ræðu í sínum gamalkunna stíl og brigzlaði stjórnarsinnum um að sitja á svikráðum við þjóð- ina. Alþýðan mundi binda endi á þá fátæktarstefnu, sem nú væri fylgt. Stjórnin væri að rífa grundvöllinn undan alþýðuheim- ilunum á íslandi. Á sama tíma og kjör hennar hefðu stöðugt verið að rýrna hefðu gróðamenn irnir safnað auði sínum á leyni- reikninga í Bandaríkjunum. Síðasti hlutinn af ræðu E. Olg. samanstóð svo af upphrópunum, sem ræðumaður æpti svo sem hann frekast megnaði rétt eins og hann hefði ekki hugmynd um, að útvarpið hafði tekið að sér að bera orð hans út um landsbyggð- ina. Yoru slagorðin m.a. þessi: Nú verður dauðadómur kveðinn upp yfir ríkisstjórninni og kaup- hækkanir knúðar fram! Auð- valdsherrarnir ætla að flýja til Bandaríkjanna, þegar þeir hrökklast frá! Mölvið kreppu- kerfið! Steypið afturhaldiinu! Munið, að þegar alþýðan hefur tekið hér öll völd, mun verða bjartara yfir! Þá munu allir við- urkenna úrræði okkar! Hver þessi úrræði eru, láðist ræðu- manni að sjálfsögðu algjörlega að geta um, enda hefur hann ugglaust talið það aukaatriði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.