Morgunblaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 8
8 MORGUNBlAÐ1Ð Miðvik'udagur 22. júní 1960 Jan klifrar upp í veiðiturninn. blaðaefni og eiga þarna ánægju- lega og skemmtilega daga. Haldið á veiðar. Við komum að stóru og vist- legu bjálkahúsi inn í skuggsæl- um skóginum, Það var örlítið byrjað að rökkva, er við stigum út úr bifreiðinni og heilsuðum Cornelsens-hjónunum. Tveirsona þeirra ætluðu þegar í stað að halda á dádýraveiðar og var okkur boðið að koma með. Þáði ég það, en hinir settust inn í veitingahúsið og áttu þar ánægjulega kvöld- stund. Ég hressti mig á einum bjór, en stökk síðan á eftir strák unum upp í bifreiðina og nú var haldið út í veiðilandið.Við mátt- um engan tíma missa, því að byrjað var að bregða birtu og auk þess var þetta bezti tími dagsins til að skjóta dádýr, því um þetta leyti koma þau út úr skógunum og út á akrana til beit ar. Við keyrðum eftir ótal göt- um og kr^kustigum inn milli bú- garða og trjfia, fram hjá ökrum og að skógarjöðrum. Á leiðinni sáum við dádýr af og til, en bæði voru þau langt í burtu og auk þess er bannað að skjóta dýr. úr bifreið. Skyndílega stöðvaði Jan Cornelsen bifreiðina og yngri bróðir hans stökk út Hann Vignir Guðmundsson blaðamaður segir ferðaþætti frá Þyzkalandi Á dádýraveiðum í Niðar - Saxlandi DÁDÝRIÐ stóð á skurðbakk- anum í 70 metra fjarlægð. Það reisti makkann, hvarfl- aði hvikum sjónum út yfir rennsléttan akurinn, en skynj aði ekki hættuna. Þetta glæsi- lega, léttbyggða dýr, beygði sig lítilsháttar saman og klóraði sér með vinstri aftur- fæti á hálsinum — í síðasta sinn. Við höfðum verið fimm félag- ar í góðu yfirlæti á hestamanna- móti í Schliichtem í sunnanverðu Mið-Þýzkalandi í heila viku. Nú var kominn annar dagur hvíta- sunnu og hópurinn tvístraðist. Gunnar Bjarnason, hrossaæktar- ráðunautur, ætlaði að heimsækja nokkra hestaeigendur í Rínar- löndum. Búi Petersen, kaupmað- ur fór með næstu lest til Frank- furt og þaðan til Kappmanna- hafnar. Þeir Höskuldur Eyjólfs- son og Páll Sigurðsson fóru með Cornelsenhjónunum til búgarðs þeirra og óðals í Niður-Saxslandi: Ég ætlaði þangað raunar líka, en rúm reyndist ekki fyrir mig í bifreiðinni, svo ákveðið var að ég tæki járnbrautar^est dag- inn eftir. Til Norður-Þýzkalands Laust eftir hádegi næsta dag fcvaddi ég tvo þýzka kunningja mína, sem fylgdu mér til hinn- ar fornfrægu kirkjuborgar Fulda og nú var ferðinni heitið um Norður-Þýzkalsmd til Hannov- er. Það var fagurt veður þenn- an dag eins og alla aðra daga, sem við höfðum dvalið í Þýzka- landi. Víða mátti út um lestar- gluggann sjá blómleg og fögur landbúnaðarhéruð, þétta og mikla skóga, kvikfénað á beit, víðfeðma kornakra og gróðursæl graslendi. Þessi fagra sýn svipti burt leiðanum yfir því að vera hér aleinn á ferð í ókunnu landi. Eftir rúmlega þriggja stunda ferð rann lestin inn á járnbraut- arstöðina í Hannover. Svo hafði verið ráð fyrir gert, að tekið yrði á móti mér á brautaistöð- inni. Var mér sagt að auðkenna mig með því að nema staðar við mikið líkan af hesti og halda í taglið á gripnum. Ég rogaðist með þungar töskur mínar út úr lestinni og hélt gegnum mann- hafið í leit að útgöngudyrum, en það reyndist erfiðara en ég hafði hugsað í fyrstu. Ég villtist inn á annan brautarpall^þar sem lest var að leggja af stað, hélt til baka og hringsólaði ofurlítið um hina miklu stöðvarbyggingu, þar til ég að síðustu fann útgöngu- hliðið. Sá grákollinn á Höskuldi. Þar biðu eftir mér kunnug andlit. Ég sá gráa kollinn á Hösk uldi og á móti mér kom hlaup- andi góðkunningi minn, Rose- maire Þorleifsdóttir. Þau voru þama' komin ásamt Páli Sigurðs- syni og Jan Cornelsen. Þau voru farin að óttast að ég mundi ekki hafa komið með lestinni. Henni' hafði seinkað um 10 til 15 mín. og ráfið í mér á braut- arstöðinni hafði að sjálfsögðu tafið mig líka. En allt fór þetta vel og við snöruðumst upp í stóra Taunus-bifreið. Nú skyldi hald- ið í skyndi til veiðihúss Corn- elsen-fjölskyldunnar, sem er um 30 km utan við Hannover. Fjöl- skyldan á þar stórari búgarð og allmiklar skóglendur auk veiði- svæðis. Páll og Höskuldur höfðu verið þarna í góðu yfirlæti í einn sólarhring, en ætluðu með lest til Hamborgar næsta dag og þaðan fljúgandi heim. Upphaf- Iega hafði verið ráð fyrir því gert að ég yrði þeim samferða heim á leið, en á daginn kom, að hér var svo margt skemmtilegt að sjá, að ég vildi gjarnan eyða þremur dögum hér og afla mér ofurlítils blaðaefnis. Mig fýsti mjög að sjá landbúnaðarstörf í þessu frjósamasta landbún- aðarhéraði Þýzkalands, Niður- Saxlandi. Frábærar móttökur Cornelsens-fjölskyldunnar, gest- risni þeirra öll og fyrirgreiðsla gerði mér bæði auðvelt að ná í sagðist ætla að freista hér gæf- unnar. Við sáum hann hverfa inn í skóginn og héldum áfram nokkurn spöl. Jan fræðir mig um veiðar og veiðimennsku, sem er ákaflega vinsæl og útbreidd íþrótt í Þýzka landi. Til þess að geta orðið við- urkenndur veiðimaður, verður hann að hafa leyfi, sem gefið er út af hinu opinbera. Og til þess að öðlast þetta leyfi, þarf hann að ganga í eins konar veiði- mannaskóla. Er það nokkurt nám og talsvert þungt. í fyrsta lagi þarf hann að læra lífeðlisfræði allra þeirra veiðidýra, sem heim- ilt er að skjóta. Þá þarf hann að þekkja öll lög og reglur, er fjalla um veiðar og veiðimennsku, á hvaða árstíma heimilt er að skjóta þetta eða hitt dýrið. í þriðja lagi verður hann að vita allt um veiðihunda, þekkja teg- undir þeirra og eiginleika. í fjórða lægi verður hann að læra meðferð á skotfærum, ýmsum tegundum riffla og haglabyssa. Þá þarf hann einnig að þekkja sögu veiðimennskunnar og siði veiðimanna. Allt þetta hafa þeir bræður báðir gengið í gegnum. Jan er 22 ára gamall, en hann hefur nú brátt verið veiðimaður í 7 ár. Má aðeins skjóta karldýrin. Á þessum árstíma er heimilt að skjóta dádýr og refi, en af dádýrunum má aðeins skjóta karldýrin og frekast þau sem eru léleg og ekki mjög líkleg til lífsbjargar, því að útivera þeirra á vetrum krefst duðnaðar og haðneskju. Kvendýrin ganga á þessum tíma með • unga sína og þess vegna er óheimilt að skjóta þau. Við sitjum í rúma 2 klukku- tíma þarna upp í turninum. Það er logn og úr skógunum berast hljóð alls konar dýra. Við heyr- um gelt í dádýrum og gagg í refum blandast fuglakvaki. — um hljóðna eftir hinn mikla skot hvell. Síðan klifrar Jan niður úr útsýnisturninum og gengur í áttina til þess staðar, er refurinn hafði verið. Hann athugar gaum- gæfilega öll ummerki, hvar kúl- an hafi komið og hvort líkur séu til að refurinn hafi særzt. Hann finnur enga blóðbletti, gengur spölkom inn í skóginn í áttina, sem við sáum á eftir refnum, er allt kemur fyrir ekki. Rebbi er á bak og burt og sýnilega hef- ur hann ekki særzt. Bróðirinn fengsælli. Það er liðið á kvöldið og tekið að skyggja, tæplega skotljóst orð ið. Við hættum því frekari bið eftir dádýrum, sjáum að á þess- um stað verðum við ekki feng- sælir þetta kvöld. Skömmu áður höfðum við heyrt skothvell í nokkurri fjarlægð. Jan hnippir í mig og segir: — Skyldi nú bróðir minn hafa verið feng- sælli en við. Við höldum út í bifreiðina á ný og ökum til þess staðar, er við skildum við yngri bróðurinn. Hann kemur á móti Ijósum bif- reiðarinnar og við sjáum að hann er með blóðuga laufgrein í hatt- inum sínum. Jan snarast út úr bílnum og tekur í höndina á honum, óskar honum til ham- ingju. Á laufgreininni sér hann að hann hefur skotið rádýr. Veiðisiðir. Þegar veiðimaður hefur skotið veiðibráð sína, gengur hann til, tekur laufgreinar af næsta tré, þrjár. litlar greinar, setur eina upp í munn dýrsins, leggur aðra við sár þess og hina þriðju rjóðr ar hann blóði og setur í veiði- hatt sinn. Dádýrið, sem yngri Comelsen hafði skotið var hvorki stórt né langhyrnt, en það Hérna hefur aðdráttarlinsan náð augnabliksmynd af dádýri í runnum. I varðturninum. Jan renndi nú bílnum inn milli nakkurra trjáa, þar sem lítið bar á honum. Við stigum út, ég tók myndavélina og hann byssu sína og kíki. Skammt frá var út- sýnisturn byggður upp við tré. Er hann um 2 til 3 mannhæðir. Við kilfum nú upp í hann og sett umst þar inn í skýlið. VÍð kveikt um okkur í sígarettu og horfðum út um akurinn til þess að vita, hvórt við sæum nokkur dýr á ferð. Hér hafa veiðimennirnir það gjarnan fyrir sið að reykja eina sígarettu, þegar þeir eru setztir upp í varðturninn, en síð- an er ekki meira að því gert, meðan á veiðunum stendur, því dádýrin eru lyktnæm og gætu fælzt reykjarþefinn. Kvöldið er kyrrt og fagurt. Við grípum kíkinn af og til og hug- um að því, hvort við sjáum ekki dádýr. Við sjáum nokkur en þau eru í svo mikilli fjarlægð, svo langt úti á akrinum að ógerlegt er í fyrsta lagi að sjá hvort er um karl- eða kvendýr að ræða og fjarlægðin er of mikil til þess að nokkurt vit sé að freista þess að skjóta. Skyndilega kemur kanína stökkvandi út úr skóg- inum í um það bil 30 metra fjarlægð. Á eftir henni kemur refur. Jan þrífur byssuna og miðar, en rétt í þann mund er hann hleypir af stekkur refur- inn áfram eftir kanínunni. Okk- ur virðist sem kúlan hafi sært refinn en hann stekkur út í skóg inn. Við bíðum stundarkorn, lát- fullnægði öllum reglum um a8 það mætti aflífa. Það er nú sett í lest bifreiðarinnar og við höld- um heim í veiðihúsið á ný. Þar sitja þeir Höskuldur og Páll með Cornelsens-fjölskyldunni og drekka bjór og romm við lampa- ljós. Við setjumst að góðu kvöld- verðarborði og njótum síðan á eftir ánægjulegrar kvöldstund- ar, þar sem fyrst og fremst er rabbað um verkefni mín næstu daga og för þeirra félaga heim til fslands. Það er liðið fast að miðnætti, þegar við yfirgefum veiðihúsið, ég, Jan og Cornel- senshjónin. Við ætluðum aðhalda til Köthenwald, en þar er hinn mikli spítali fyrir tauga- og geð sjúklinga, hin stærsti í einka- eiga í Evrópu en Cornelsen-hjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.