Morgunblaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 22. júní 1960 MORGUNBLAÐIÐ 15 Ingo beið eftir tækifæri, sem aldrei kom „ÞAÐ eina, sem ég óttast í rauninni, er, að Ingo gangi að Patterson dauð- um“, sagði Ahlquist, um- boðsmaður Ingimars Jo- hanssons, daginn fyrir ein- vígið. Réttum sólarhringi síðar ætluðu tugir þúsunda áhorfenda í Polo Grounds í New York að rifna af fagnaðarlátum. Ekki vegna þess að hinn þeldökki Patt- erson hefði kvatt þennan heim, heldur vegna þess, að heimsmeistarinn Ingo lá endilangur í gólfinu og hreyfði hvorki legg né lið. Fatterson var lafmóður og másandi, en veifaði öllum öng- um til öskrandi áhorfenda. Hann hafði rotað Svíann, rot- að hann 1 fimmtu iotu. Og meira en það: Hann hafði end- urheimt heimsmeistaratitilinn og brotið blað í sögu hnefa- leikanna. Engum hafði áður tekizt að vinna heimsmeistara nafnbótina í þungavigt eftir að hafa tapað henni á annað borð — og síðan 1919 hafa 13 kempur borið þennan eftir- sóknarverða titill. Hinn duldi kraftur Ingo lá góða stund í gólf- inu áður en hann fékk aftur ráð og rænu en á meðan var Patterson óspart hylltur af 40 þúsund áhorfendum. Marg- ir höfðu greitt 100 dollara fyr- ir sætið til að sjá með eigin augum sænska „járnhnefann“. Dýrustu aðgöngumiðarnir voru jafnvel seldir á 300 doll- ara bak við tjöldin, því mik- ið orð fór af hinum dulda krafti, sem býr í hægri hnefa Svíans. 1 einvíginu í júní í fyrra hafði Ingo gert út af við Patt- erson með einu slíku hnefa- höggi í þriðju lotu. Síðan hef- ur Ingo lagt allt kapp á að styrkja hægri handlegginn og fyrir skemmstu lét hann hafa það eftir sér, að ekkert mann- legt gæti staðizt hnefa hans. „Ef Patterson ætlar að reyna að halda mér í klemmu, liggja fast upp við mig og reyna að koma í veg fyrir að ég geti beitt minni hægri hendi, þá kýli ég dónann út úr hringn- um“, bætti Ingo við. Féll fyrir vinstri hendi Og Patterson notaði einmitt þessa aðferð. Ingo var alla tíð í vörn, bar fyrir sig vinstri höndina og kom þeirri hægri ekki við utan einu sinni í ann- arri lotu. Það nægði ekki til að gera út af við Patterson. Ingo var ekki búinn að „kýla“ þann þeldökka út úr hringnum, þegar Patterson greiddi honum lokahöggið. aði honum til hamingju. Svo hvarf hann á braut með ónot- aða „járnhnefann", en Patter- son veifaði sínum „járnhnef- um“ og var krýndur heims- meistari öðru sinni. Fyrir leikinn hafði Patter- son sagt: Mér er það meira virði en allt annað í þessum heimi að endurheimta titilinn. Ég skammaðist mín, ég hef ekki getað litið framan í nokk urn mann síðan ég tapaði í fyrra. Og ég finn, að ég get sigrað Ingimar. Hann er ekki sóknarmaður, hann er varnar- maður, þolinmóður, bíður og bíður eftir tækifæri — hvort sem það kemur, eða ekki. Og hann geymir hægri hnefann upp undir höku, geymir hann þar, eins og þetta sé eitthvað, í síðustu viku. Þá var hann orðinn sigurviss og sagði: Ég hef aldrei tapað. Ég hef háð 22 einvígi og í 14 þeirra vann ég með rothöggi. Ég er aðeins 27 ára, ég er rétt að byrja, ég er fjórðungi sterkari en í fyrra. Að vísu er Patterson tveimur árum yngri. En hann hefur tvennt á móti sér. Mig — og söguna, minn hægri hnefa — og þá staðreynd, að enginn hefur unnið titilinn eftir að hafa tapað honum. Þið skuluð bara bíða og sjá hvernig fer“, sagði Ingo, sem fer á fætur kl. 8 á morgnana, drekkur glas af vatni, hleyp- ur 7 mílur, snæðir leikur golf og fær sér síðan blund. Éftir það æfir hann „í hringnum" — og æfingar hans hafa geng — og músin beit í rófuna á kettinum Ingo var orðinn móður, greini lega þreyttur eftir barsmíð- ina. Höggin dundu á honum og Patterson slapp tiltölulega vel. í fimmtu lotu kom negrinn hnitmiðuðu hægri handar höggi á Ingo, sem slegndist út í kaðlana og gekk síðan ber- serksgang, en Patterson að meinlausu. Eftir að Patterson hafði barið Ingo sundur og saman góða stund til viðbótar kom hann vinstri handar höggi á Svíann, sem féll — og stóð ekki aftur upp. „Bíður og bíður" Beðið var í þi’jár mínútur. Svíinn reis þá upp við dogg, hinn rólegasti — og áttaði sig þá fyrst á því að allt var um garð gengið. Hann stóð á fæt- ur, gekk til Pattersons og ósk sem ekki tilheyrir honum. Hann er eins og smástrákur, sem hefur fundið eitbhvað, sem hann vill eiga einn — og vill ekki að aðrir fái hlut- deild í. — Ef hann vinnur, þá verður sigurinn honum ekki jafnauðveldur og síðast“. Þetta sagði Patterson og hann var furðu sannspár. Eius og köttur í leyni Ingo var ekkert að flíka hægri hnefanum móti Patterson. Hann „beið og beið eftir tækifæri", en tæki- færið kom ekki. Hann reyndi ekki einu sinni að „kýla Patt- erson út úr hringnum". Ingo lá í valnum og sænska þjóðin var með ólundarsvip í gær. „Ef ég tapa, þá segi ég skil- ið við hnefaleika", sagði Ingo Karlsson læknir segir: Baru venjulegur heilahristingur. hilluna, það er annað mál. hvort Ingo leggur hnefaleika á ið út á að styrkja og þjálfa hægri hnefann, sem liggur í leyni og stekkur fram úr fylgsni sínu eins og köttur á mús. Hættir Ingo? En að þessu sinni vissi mús- in af kettinum og beit í róf- una á honum. Patterson hefur kynnt sér baráttuaðferð Ingi- mars til hins ýtrasta. Hann hefur lokað sig inni, ef svo mætti segja, hugsað ráð sitt og fundið aðferð til að halda Ingo í skefjum, gefa honum aldrei tækifæri til að beita vopninu og halda honum jafn- framt í vörn. „Ingo á bara einn hnefa, ég á tvo“, sagði Patterson — og það sá Ingo eftir leikinn, ef hann hefur ekki séð það fyrir. Það kvisaðist út í gær, að læknir Ingimars, Gösta Karls son, hefði ráðlagt honum þeg ar í gærmorgun að leggja • hnefaleika á hilluna fyrir fullt og allt. í blaðaviðtali vildi Karlsson þó hvorki segja af eða á. Sagði, að þeir mundu ræða málið einhvern næstu daga. Það væri sem sagt tii athugunar. Vekjaraklnkkurnar vöktu borgina Hins vegar sagði hann, að Ingo hefði ekkert orðið meint af rothögginu. Þetta hefði bara verið venjulegur heilahrist- ingur, líðan kappans hefði ver ið eðlileg morguninn eftir. Hann hefði verið með höfuð- verk, en sofið vel um nótt- ina — og eftirköst yrðu engin. En hann sagði Ingo lítið muna frá einvíginu og hann myndi ekkert eftir hinu vel útilátna vinstri handar höggi, sem Patterson héfði gefið honum á kjálkann. Læknirinn sagði ennfrem- ur, að þó Ingo vildi berjast aftur við Patterson, þá yrði það ekki innan 90 daga. En stendur Ingo við heit sitt um að hætta við fyrsta ósigur? ( Ekki er ólíklegt, að hann vilji reyna að hefna sín. Það hefur líka sýnt sig, að hægt er að vinna titilinn í annað sinn. Það gat Patterson þó hann sé ekki rúm 95 kg. eins og Ingo. Svíar bíða alla vega eftir næsta ein- vígi og þeir vona, að það verði í Gautaborg — í borginni sem vaknaði til lífsins kl. 3,30 í fyrrinótt við glamrið í tugum þúsunda vekjarklukkna. Eng- inn vildi m.issa af lýsingu ein- vígisins, sem var endurvarpað á sænsku um Stokkhólmsút- varpið og á ensku um Radio Luxemburg. Ósigurinn kom eins og reið- arslag yfir Svía. Svenska Dag- bladet sagði jafnvel, að ósig- urinn væri stórt áfall fyrir þjóðina. Eitt er vist, að í gær- morgun gengu menn syfjáðir og niðurlútir til vinnu sinnar — eftir næturvöku og mikil vonbrigði. Svíar eigna sér Ingo, enda þótt kappinn hafi kvatt sitt feðra land og gerzt svissnesk- ur ríkisborgari vegna þess að honum geðjast ekki að heimtu frekum skattheimtumönnum sænska ríkisins. Ekki með tóma vasa Kunnugir telja, að fjárhags- lega skipti það Ingo engu máli, hvort hann hættir nú hnefa- leikum eða ekki. Hann hefur miklu fremur slegizt fyrir pen inga en til að rota andstæð- inga sína og hvað fjármálun- um viðkemur, þá er hann á grænni grein, enda þótt hann hafi tapað að þessu sinni. Þeir sigruðu ganga ekki með tóma vasa frá svona keppni. Hann hlýtur a. m. k. hálfa milljón dollara að launum og Patterson fær annað eins svo og dálitla aukaþóknun fyrir rothöggið. Sennilega verða tekjur þeirra þó meiri en hér er áætlað, því aldrei hefur ágóðinn orðið jafnmikill og nú. Telja sumir hann fara yfir fjórar milljónir dollara, því það er ekki nóg með að menn borgi 100 dollara fyrir sætið. Útvarpsstöðvar verða að greiða ógrynni fjár fyrir leyfi til að útvarpa lýsingu leiksins. Togaraútgerðarmaður Hlutur Ingimars rennur til hins svissneska fyrirtækis, er hann hefur stofnað til að taka við gróðanum. Ingo á líka togara í Svíþjóð, hann á bygg- ingafyrirtæki í Gautaborg, hann er milljónamæringur, enginn vafi leikur á því. En þessi skjóti frami og auð æfi hafa fallið sænska hnefg- leikaranum. í skaut á örskömm um tíma. Fyrir einu ári var hann með öllu óþekktur í þess orðs merkingu á alþjóðavett- vangi. Þegar hann hóf einvíg- ið við Patterson í júní í fyrra veðjuðu 4 á móti 1 um að Ingo tapaði. Ári síðar hefur hann leikið í tveimur kvikmyndum, marg sinnis komið fram í sjónvarpi, sungið með Dinah Shore, skemmt hermönnum Samein- uðu þjóðanna á Gaza-svæðinu og víðar — og hann hefur unn- ið sér inn slíkar fjárfúlgur, að hann lifði áhyggjulausu lífi, enda þótt hann hætti nú keppni, ynni ekki handtak framar og yrði sérle.ga lang- lífur. Sem vænta má hefur Ingo fengið mikið álit á sjálf- um sér og ,,stálhnefanum“ sín- um og fyrir þennan síðari leik stóðu veðmálin 5:8 honum í viL Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.