Morgunblaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 22. júní 1960 MORCIJISBIAÐIÐ 9 Páll og Höskuldur kveðja Cornelsen-fjölskylduna. Frá vinstri: Páll Sigurðsson, Rosmarie Þor- leiísdóitir, ungfrú Cornelsen, Höskuldur Eyjólfsson og lengst til bægri Cornelsens-hjónin. in eiga þetta sjúkrahús og reka af miklum myndarskap. . í Köthenwald er þeirra eigið heimiii, veiðihúsið er aðeins sum ardvalarstaður. Aftur á veíðar Næsta dag hef ég ýmislegt að gera, byrja á því kl. 7 um morg- uninn að kveðja þá vini mína Pál og Höskuld, en þeir fóru með lest frá Hannover þá um morguninn. Mér gefst tækifæri í annarri grein að skýra frá því sem fyrir augu bar þennan dag og hleyp því yfir það hér. Um kl. 5 héldum við Jan á veiðar á ný. Yngri * Cornelsen hafði tekið aðra bifreið fjölskyld unnar og hélt á annað veiðisvæði til þess að freista þar gæfunnar. Við Jan höldum á svipaðar slóð- ir og daginn áður en varla eins langt. Þar er annar útsýnisturn, en þeir eru víða þarna um skóg- ana. Er við nálgumst turninn, fælast þrjú dádýr og hlaupa út í skóginn. Við látum það ekkert á okkur fá en klifrum upp í út- sýnisturninn og setjumst þar nið ur, reykjum sígarettuna okkar og röbbum í hljóskrafi um dag- inn og veginn. Framundan okkur liggja rennisléttir akrar, skurðir skipta þeim niður í reiti. í ein- um akrinum er rúgur, á öðrum hafrar og hinum þriðja aðeins grasiendi. Bráðin í augsýn Út við skógarjaðarinn handan akranna sjáum við brátt hvar þrjú dádýr koma skokkandi. >au nema staðar, lita í kringum sig og taka síðan að bíta Þau hverfa okkur sjónum af og til þar sem þau rölta innan um hátt korn- gresið. Við fylgjumst vel og vand lega með þeim. Við hinn skógar- jaðarinn sjáum við tvö dádýr, en þau eru svo fjarri og snúa brátt í aðra átt, þannig að at'hygli okkar snýst frá þeim. Af og til sjáum við kanínu eða héra hoppa hér og hvar um akrana. Dádýrin, sem við höfum mestan hug á, ganga í sveig fyrir framan okk- ur í 150—200 metra fjarlægð. — Vegalengdin er of mikil og við sjáum ekki hvort um karl- eða kvendýr er að ræða. Brátt tek- ur eitt sig út úr og kemur í átt- ina til okkar, þvert yfir akunnn, nær og nær. Síðan beygir það til hægri, er alltaf að líta upp og gá hvort hætta sé á ferð. Dá- dýrin eru ákaflega frá á fæti og fara í stórum stökkum yfir akr- ana. Það er útilokað að ætla sér að skjóta þau á ferð, enda ekki siður. Dýrið nálgast okkur enn, stekkur yfir skurð, og nú sjáum við gjörla að þarna er kvendýr á ferð. Við lítum vonsviknir hver á annan, því dýrið er fallegt og hefði verið góð veiði, hefðum við mátt skjóta það. En bíðum við. Klukkan sniglast áfram. Við vitum að 2—3 dýr eru einhvers staðar út á rúgakrinum. Dýrið nálgast. Brárt kem ég auga á eitt þeirra. Það kemur í sömu átt og kven- dýrið, sem nú er horfið inn í skóginn. Þetta er lítið dýr og ekki þægilegt að greina, hvort það hafi smá horn á enninu eða ekki. Það nálgast okkur á mjög svipuðum slóðum og hitt. Við grandskoðum það og teijum að við megum fullyrða að þarna sé karldýr á ferð. Þar sem það er lítið og fremur óhrjálegt, er fullkomlega leyfilegt að skjóta það. Við göngum enn betur úr skugga um, hvort hér sé ekki örugglega um karldýr að ræða. Ég segi við Jan: — Jæja, held- urðu að það sé óhætt. — Já, ég held það, segir hann. — Er þá ekki rétt að skjóta strax. Þetta er sæmilegt færi og líklegt að það gæti fjarlægzt meir heldur en nálgast. Jan leggur frá sé kíkinn, tek- ut byssuna, stillir eátthvað á henni útbúnaðinn, réttir mér hana síðan: — Þú átt að skjóta. Gott vopn. Ég verð hálf hvumsa við, segi samt ekkert, nikka aðems til hans, legg þennan stóra riffil á riðið fyrir framan mig og lít í kíkinn. Svona mikilúðlegt verk færi hafði ég ekki handleikið áður. Jan segir, að riffillinn sé öruggur upp í 150 metra færi. Hann segir mér að ég skuli fyrst taka í aftari gikkinn og ef ekk- ert skeði þá, skuli ég taka í þann fremri. Ég legg byssuskeftið við vanga mér, glóri öðru auganu gegnum kíkinn, sé dádýrið. Það reisir makkann, hvarflar fránum sjónum út yfir akurinn, þar sem það stendur á skurðbakkánum, beygir sig lítilsháttar, klórar sig með vinstri afturfæti á hálsin- um í síðasta sinn .Miðdepill kík- isins er á bógi dýrsins. Ég tek í gikkinn. Hinn geysihái hvellur rýfur kvöldkyrrðina og dádýrið hnígur til jarðar. Með hægu andvarpi rétti ég Jan byssuna aftur. Við erum báðir ofurlítið taugaóstyrkir eftir hina spenn- andi bið og hin skyndilgeu enda- lok dýrsins. Jan tekur upp síga- rettu og segir að við höfum gott af þvi að fá okkur reyk. Við skul- um sitja hér rólegir dálitla stund, segir hann. Við reykjum þegj- andi og horfum út yfir akrana. Ég finn til ofurlítillar sektar- kenndar, hálfgert fannst mér, að ég hefði skotið „bambann", sem myndin er af á barnavagnsteppi dóttur minnar. En ég hristi af mér þessar hugsanir. Ef ég hefði ekki skotið þetta dádýr, hefði bara einhver annar gert það. Við stöndum upp, klifrum niður úr útsýnisturninum og göngum í áttina til skurðsins, þar sem dýr- ið hafði fallið niður í hávaxið grasið. Ég fer á undan niður stigann, því Jan heldur á byss- unni og hlaupið veit upp. Þetta er ein af varúðarráðstöfunum veiðimanna, þótt hann viti full- vel að öryggið er á byssunni og lítil hætta. Þetta er aðeins fastur siður. Með blóðuga grein í br jóst- vasanum. Dádýrið reynist ársgamalt karl dýr. Jan sýnir mér það á tönn- unum. Hann biður mig að bíða stundarkorn hjá dýrinu og geng- ur alllangan spöl að næsta tré. Þar slitur hann þrjár greinar og kemur með þær. Hann rýður eina bióði úr sári dýrsins, sting- ur henni í brjóstvasa minn, tek- ur í hendina á mér og óskar mér til hamingju með veiðina. Ég hafði sem sé enga veiðihúfu. Aðra greinina setur hann í munn dýrsins og hina þriðju leggur hann í sárið. Að lítilli stundu liðinni tekur hann að gera dýr- ið til. Við það er notuð svipuð aðferð eins og ég hef séð í slát- urhúsi á íslandi, lifur, hjörtu og nýru setur hann inn í brjóstholið, innvolsinu kastar hann og ég spyr hvort ekki eigi að grafa þau. — Nei, segir hann, refurinn kemur og hirðir þetta. Við tök- um dádýrið á milli okkar og rölt- um til bifreiðarinnar Þar bíður gamli veiðihundurinn og hefur verið hinn rólegasti. Hann er hafður með fyrir öryggissakir, ef svo illa tekst til að dýr særist og hleypur í burtu, þá er það hahs verk að leita það uppi. Jan leggur dádýrið niður við bílinn og seppi kemur hlaupandi. Jan segir við hann: — Er þetta „bukkinn" þinn, ha, Seppi fær sér væna sleikju af blóðvilsu. Síðan er dádýrið sett inn í far- angurslest bifreiðarinnar og við höldum heim á leið. Við mætum á leiðinni systur Jans og Ros- marie, en 'þær ætla ekki að trúa því að ég hafi skotið dádýr. En blóði drifin hríslan sannar verkn aðinn. Jan þarf að koma við á veiðikránni og tilkynna um dýr- ið. Síðan er haldið til veiðihúss- ins og síðan heim til Köthen- wald. Þar er dregin upp kampa- vínsflaska og skálað fyrir hin- um nýkrýnda veiðimar.ni norðan af íslandi. vig HEILDSALl sem selur snyrtivörur, vill komast í samband við fyrsta flokks heildsölufyrirtæki. Tilboð merkt: „202“, sendist til Harlang & Toksvig, Reklamebeau A.S. Martinsvej 9 Köbenhavn V. Tilkynning frá Menntaskólanum í Reykjavík Umsóknir um skólavist næsta vetur skulu hafa borizt skrifstofu rektors helzt fyrir 1. júlí og eigi síðar en 15. agúst. Landsprófskirteini og skírnarvottorð skulu fylgja umsókninni. REKTOR. Nýtt raShús til leigu í húsinu er sex herbergja íbúð á tveim hæðum sam- tals um 140 ferm. Tilboð merkt: „Raðhús — 3781“ sendist blaðinu fyrir næsta mánudag. Sumarg!stihúsið uð Luugum Suður Þingeyjarsýslu er tekið til starfa. Eins og áður verður tekið á móti gestum til lengri eða skemmri dvalar. Sundlaug er á staðnum. Komið að Laugum — dveljið að Laugum. Sumargistihúsið Laugum. Véialegur ■: Jeep Kaiser Nash Chevrolet Chrysler Dodge Ford G M C o. fl. teg. VÉIAVERKST/EOIO nnn< B { V K ! »V I H VCRZLUN - SÍMI 22104 Brautarholti 16. Vélskóflumaður Maður vanur vélskóflustörfum óskast. Vé'skóflan hf. Höföatúni 2 — Sími 22184. Vélsmiðjan DYNJANDI Dugguvogi 13—15 — Sími 36270

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.