Morgunblaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 4
4
MORCVISBLAÐIÐ
Miðvikudagur 22. júní 1960
Fatapressa
Gufu-pressa óskast til
kaups. Tilboð leggist á
afgr. Mbl., fyrir þriðjudag,
n.k., merkt: „3785“.
Sveit. — Stálpuð telpa
óskast til snúninga á sveita
bæ, á Austurlandi. Ekkert
kaup. Uppl. í síma: 34832.
2ja—3ja herb. íbúð óskast
1—2 mánuði. Reglusemi. —
Góð umgengni. Upplýsing-
ar í sima 16528.
Keflavík
Herbergi óskast til leigu.
Upplýsingar í sima 2397,
kl. 6—8 e.h.
íbúð
2ja—3ja herb. 'íbúð óskast
til leigu. — Upplýsingar í
síma 24986.
Timbur
Vil láta 1 bíl-hlass af 2x4’’
fyrir borðvið. — Upplýs-
ingar í síma 35733.
ELNA-saumavél
og 2 hnakkar til sölu. Upp-
lýsingar í síma 12363.
Duglegir verkamenn
óskast. — Steinstólpar h.f.
Höfðatúni 4. — Sími 17848.
Kaupakona
Kaupakona óskast í 2 mán-
uði. — Uppl. í síma 35097.
2—3 herb. og eldhús
óskast til leigu. — Upplýs-
ingar í síma 50855.
Eldri gerð
af Pedigree barnavagni til
sölu. — Uppl. í síma 16089.
Keflavík
2 herbergi og eldhús til
leigu. Uppl. í síma 1197.
Vil kaupa
notað mótatimbur. — Upp-
lýsingar í síma 23440.
Telpa, 11—12 ára
óskast strax til barnagæzlu
hluta úr degi. Simi 13091.
Mótatimbur óskast
Sími 32855.
í dag er miðvikudagurinn, 22. júní.
173. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 04:20.
Síðdegisflæði kl. 16:42.
Slysavarðstofan ex opin allan sólar-
hringinn. — Læknavörður L.R (fyrir
vitjaniri. er á sama stað kl. 18—8. —
Sími 15030.
Vikuna 18.—24. júní verður nætur-
vörður í Vesturbæjarapóteki.
Næturlæknir í Hafnarfirði: — Eirík-
ur Björnsson, sími 50235.
Holtsapótek og Garðsapótek eru opin
alla virka daga kl. 9—7 og á sunnudög-
um ki. 1—4.
Frá Barnaheimilinu Vorboðinn: —
Börnin, sem eiga að verða á vegum
Vorboðans í Rauðhólum í sumar, eiga
að fara úr bænum föstudaginn 24. júní
kl. 1:30 eftir hádegi frá Austurbæjar-
barnaskólanum. Farangur barnanna
komi á sama stað fimmtudaginn 23.
júní kl. 10 fyrir hádegi.
Félagar í Hjúkrunarfélagi íslands! —
Tilkynnið þátttöku ykkar í ferðalög-
unum í sambandi við mót norrænna
hjúkrunarkvenna í síma 11448.
Leiðrétting: — I frétt blaðsins í gær
frá þjóðhátíðahöldunum á Akureyri
misritaðist nafn fréttamannsins. Þar
átti að standa Stefán E. Sigurðsson.
Er hann beðinn velvirðingar á þessum
mistökum.
Frá skrifstofu borgarlæknis: — Far-
sóttir í Reykjavík vikuna 29. maí til
6. júní, samkvæmt skýrslum 40 ( 46)
starfandi lækna:
Hálsbólga .............. 114 (91)
Kvefsótt ............... 112 (97)
Iðrakvef ................ 22 (22)
Influenza ............ 10 ( 5)
Hvotsótt ................ 2(2)
Kveflungnabólga ......... 8 (15)
Rauðir hundar ........... 2 ( 0)
Munnangur ............... 4 ( 0)
Hlaupabóla .............. 6 (14)
Söfnin
Árbæjarsafn: Opið daglega nema
mánudaga kl. 2—6 e.h.
Minjasafn Reykjavíkurbæjar Skúla-
túni 2. Opið daglega kl. 2—4 e.h. nema
mánudag.
Látið ekki safnast rusl eoa eimsai-
ganga kringum hús yðar.
Kvenfélag Laugarnessóknar fer inn á
Þórsmörk 29. júní. Gefið ykkur fram
sem fyrst í síma 3-27-16 eða Kirkju-
teig 23.
Senn kemur vorið og sumarið blíða
senn fara lömbin að hlaupa um mó;
senn munu lifna í lautunum hlíða
litfögur blómin, sem huldust af snjó;
senn verður riðið um rennslétta grund
reiðskjótum vökrum; þá fagnaðarstund
lifnar allt, sem að vettlingi veldur,
veturinn tekur að hrista af sér;
við skulum þá ekki, Helga mín, heldur
horfa í för að tína okkur ber.
Jón Þorleifsson, prestur:
Vorvísa, til lítillar stúlku.
Lárétt: — 1 skepnuna — 6 fljót
ið — 7 sambúðarslit — 10 íþrótta
ráð — 11 ískra — 12 frumefni —
14 titill — 15 hnepptur í fjötra —
18 hópnum.
Lóðrétt: — 1 kofana — 2 hafir
hendur í hári — 3 blett — 4 í
húsinu — 5 iðar — 8 heimting —
9 ávextir — 13 ennþá — 16 burt
— 17 fangamark.
FRÉTTAMAÐUR MbL hitti að
máli Hörð Sigurgestsson, stud.
oecon., en hann er hótelstjóri
sumargistihúss stúdenta, Hótel
Garðs. Þar sem slík starfsemi
stúdenta er alger nýjung hér á
landi, fór fréttamaðurinn þess
á leit að fá að leggja nokkrar
spurningar fyrir Hörð.
— Þekkist það erlendis, að
stúdentar reki vetrarheimili
sin sem hótel á sumrin?
— Á Norðurliöndum a. m. k.
hafa þeir gert það um nokk-
urra ára skeið, og þykir það
hafa gefizt vel- Ég fór utan
fy.Mr nokkru og kynnti mér
Htils háttar þess háttar rekst-
ur og leizt vel á.
— Voru menn ekki vantrú-
aðir á, að slík tilraun tækizt
hér?
— Jú, blessaður vertu, bæði
stúdentar og g; ^ stjórn höfðu
lengi vel enga trú á því, að
þetta gæti borgað sig. En sl.
vetur voru þeir Óiafur Egils-
son, stud. jur., Styrmir Gunn-
arsson, stud. jur. og Jón Böðv-
arsson, strud. mag. kosnir í
nefnd til þess að rannsaka
málið. Þeir unnu mjög gott
starf, og á grundvelli athug-
ana þeirra, sem framkvæmd-
ar voru í samráði við kunn-
áttumenn, var loks ráðizt í
þetta, eftir að garðstjórn
hafði veitt samþykki sitt.
— Hvert á ágóðinn af rekstr
inum að renna?
— Væntanlega til endur-
bóta á görðunum og til þess
að reisa nýjan.
— Áttuð þið ekki við ýmis
vandamál að glíma í byrjun?
— Jú, en vegna ósérhlífnis
starfs ýmissa slúdenta, eink-
um fyrrgreindra nefndar-
manna, hefur rætzt úr þeim.
— Hvernig gengur reksóur-
inn?
— Hann gengur framar von
um. T.d. er nú allt hóteirými
frátekið mestan hluta júlí og
ágústs. Annars vil ég gjarnan
koma því hér að, að Islend-
ingar virðast ekkj kunna þann
sjálfsagða hlut að panta her-
bergi fyrirfram. Þeir koma
bara blaðskellandi með allt
sitt hafurtask og vilja flytja
inn á stundinni. Langflestir
gesta okkar í sumar verða út-
lendingar, sem hafa tryggt sér
herbergi áður.
— Fá ekki margir stúdentar
atvinnu við hótelið?
— í sumar eru þeir átta tals
ins. í því sambandi mætti
minna á það, að á sumrin fer
saman ferðamannastraumur
útlendinga og atvinnuþörf
stúdenta. í framtíðinni gæti
því vel komið til greina, að
stúdentar öfluðu sér almennt
sumartekna með starfrækslu
hótels' og ferðaskrifstofu. —
Vegna tungumálakunnáltu
stúdenta og annarrar mennt-
unar ættu þeir að vera sjálf-
kjörnir til þess að greiða fyr-
ir útlendum ferðamönnum. —
Ennþá er þetta náttúrlega
ekki annað en hugmynd.
— Okkur finr, t þetta snjöll
hugmynd og vonum, að hún
verði einhvern tíma að veru-
leika.
JÚMBÓ — Á ævintýraeyjunni — Teikningar eftir J. Mora
En við hliðina á sólhlífinni stóð
gömul kista. — Hvernig í ósköpunum
hefur hún nú komizt hingað? sagði
Júmbó undrandi. —• Hana hlýtur bara
að hafa rekið á land, meðan við vor-
um í burtu, hélt Mikkí.
Þau flýttu sér að opna kistuna og
gá í hana. Þar voru alls konar verk-
færi — og pönnur og pottar.... — Ja,
það má nú segja, að við erum alltaf
skrambi heppin, Mikkí, tautaði Júmbó
og hristi höfuðið frá sér numinn.
— Hér er bara allt sem tveir skip-
brotsmenn geta óskað sér .. ..sjáðu,
hérna er meira að segja færi með
öngli! Nú skaltu svo sannarlega fá
eitthvað að borða, Mikkí — nú fer
ég að veiða fisk!
Jakob blaðamaður
Eftir Peter Hoffman
— Jóna, þú getur elcki farið svona
frá blaðinu!
— Jú, það get ég! Og ég hef þegar
gert það, Jakob! Vegna þess að það
ætti að reynast mjög hagsælt að
vinna fyrir Rod Derrick!
Nokkru síðar, í bankanum....
— Hvað óskið þér að leggja mikið
inn, herra Derrick?
— O, aðeins smaræði! Eigum við að
Begja 50.000 dollara?