Morgunblaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 22
22
MORCV1SBLAÐ1Ð
Miðvikudagur 22. júní 1960
Fram vann
í 2. fl. B
og 5. fl. B
f REYKJAVÍKURMÓTI yngri
flokkanna eru nú kunn úrslit
í þrem aldursflokkum. Eins og
skýrt var frá í síðustú viku
hafði KR unnið 3. 11. B, en
síðan hefir Fram unnið 2. fl. B.
Hlaut Fram 4 stig, KR 2 stig
en Valur 0 stig. Fram er einn-
ig orðinn sigurvegari í 5. fl.
B. Þrír leikir eru þó eftir,
en þeir geta ekki haft áhrif á
en<4anleg úrslit. Fram hefir
leikið alla sína leiki og hlot-
ið 8 stig, en það er meira en
nokkurt hinna félaganna hef-
ir möguleika á að ná.
Urslit einstakra leikja um
síðustu helgi urðu sem hér
segir:
2. flokkur A
Víkingur — Þróttur 1:8
Fram — Valur 2:4
2. flokkur B
Fram — Valur 4:1
3. flokkur A
Fram — Valur 3:1
3. flokkur B
Fram — Valur 1:0
4. flokkur A
Valur — Fram 0:1
Þróttuf* — Víkingur 3:1
4. flokkur B
KR — Fram C 5:0
Valur — Fram C 0:4
5. flokkur A
Fram — Valur 3:1
Þróttur — Víkingur, þessi
leikur var ekki leikinn, því
Þróttur gaf leikinn og Vík-
ingur hlítur því 2 stig, sem
fyrir unninn leik.
5. flokkur B
KR — Víkingur C 1:0
Fram — Valur 5:0
Heimsmethafinn í 800 m.
keppir á KR-mótinu i kvöld
Jón Pétursson reynir v/ð Olympiu-
lágmarkid i hástökki
FYRSTA stórmótið í frjáls-
íþróttum fer fram á Laugar-
dalsvellinum í kvöld og ann-
að kvöld og hefst keppnin
bæði kvöldin kl. 20.30. —
Heimsmethafinn í 800 metra
hlaupi, Roger Moens frá
Belgíu, er meðal keppenda í
mótinu, auk allra helztu
og beztu frjálsíþróttamanna
landsins.
„Toppgreinarnar"
í kvöld verður keppt I 8
greinum. Hápúnktur keppninnar
verður að gefnu tilefni 800 m
hlaupið, en þar reyna sig við
heimsmeistarann 800 m hlaupar-
arnir Svavar Markússon, KR, og
Guðmundur Þorsteinsson, KA. —
í 400 m grindahlaupinu verður
aðalkeppnin að öllum líkindum
milli Sigurðar Björnssonar, KR,
og Guðjóns Guðmundssonar, KR.
í hástökkinu mun Jón Pétursson,
2. deild:
Breiðoblik-Hofnarfjörður í kvöld
LEIKUR Breiðabiiks, Kópavogi
og Hafnarfjarðar í 2. deildar
keppni Islandsmótsins í knatt-
spyrnu verður leikinn í kvöld
og hefst kl. 20,30 á knattspyrnu-
vellinum í Hafnarfirði. Þetta er
fyrsti leikur þessara aðila í 2.
deildar keppninni, Hafnarfjörð-
ur og Vestmanneyingar áttu að
vera búnir að leika sinn leik í
Vestmannaeyjum. Atti leikurinn
fyrst að fara fram á Sjómanna-
daginn, en var þá frestað fyrir
tilmæli Vestmannaeyinga. Leik-
urinn átti síðan að fara fram sl.
sunnudag, en þá komust Hafnfirð
ingarnir ekki til Eyja vegna
slæms flugveðurs.
Einhver deila er vakin út af
þessu. Vestmanneyingar telja sig
hafa unnið til stiganna, þar sem
þeir mættu á leikstað, en Hafn-
firðingar og forusta knattspyrnu-
mála hér í Reykjavík er á ann-
arri skoðun og telur að Hafnfirð-
ingarnir séu löglega afsakaðir,
þar sem þeir hafa yfiriýsingu frá
Flugfélagi íslands um að ekki
I hafi verið flugveður.
ef veður verður gott, reyna við
lágmarkið til að komast á
Ólympíuleikana, en til þess verð-
ur hann að stökkva 2,00 m, og
telja þeir sem bezt til þekkja að
Jón Pétursson sé líklegur til að
ná þeim árangri eiginlega hve-
nær sem er. Jón Ólafsson, ÍR, er
í áberandi framför og Kristján
Stefánsson, FH, er einn efnileg-
asti hástökkvarinn meðal yngri
manna. 1 kringlukastinu er auk
hinna gamalkunnu þátttakenda
Pétur Rögnvaldsson (Peter Ron-
son, kvikmyndaleikari) og í
sleggjukastinu er Þórður Sigurðs
son sigurstranglegastur. — Auk
framangreindra greina verður
keppt í 200 m hlaupi, þrístökki
og 4x100 m boðhlaupi.
Roger Moens
16.53 m í þristökki
PRAHA, 18. júní: — Hið árlega
Rosicky-frjálsíþróttamót var hald
ið í níunda sinn á Shrahov-vell-
inum í dag. Mjög góður árangur
náðist í flestum greinum og bezti
árangur, sem náðst hefir í ár í
1500 metra hlaupi og þrístökki.
Sigurvegari í hinni mjög svo
spennandi keppni 1500 m hlaups-
ins varð Rúmeninn ZoltanVamos
á hinum frábæra tíma 3.40.2 mín.
Hvaö má til bjargar verða?
NÆ'STI stórviðburðurinn á sviði
knattspyrnunnar hefur verið
boðaður. Um það bil „hálfs lands-
liðs“ frá Luxemborg ásamt öðr-
um góðum knattspymumönnum
er nú með farseðla í höndunum
til íslandsferðar. Það eru full-
trúar lítillar smáþjóðar í Evrópu
sem hingað koma, smáþjóðar sem
samt hefur látið meira að sér
kveða á heimsmarkaði knatt-
spyrnunnar en ísland. Hér heima
sitjum við enn með sárt enni og
bitrar minningar frá landsleikn-
um í Oslo. En nú gefst okkur
fyrsta tækifærið til að skipa liði
á nýjan leik — og væntanlega
verður það ekki látið úr greipum
ganga.
Landsleikurinn í Oslo var lær-
dómur til margs og af honum má
margar ályktanir draga. Frá mín
um sjónarhóli ber að athuga sér-
staklega tvennt.
1) Skipun Iandsliðsins hefur
verið alltof einhæft bundin
þeim stöðum er liðsmenn
leika í félögum sínum og af
þeim sökum hafa góðir leik
menn orðið útundan við val
er tveir góðir kandidatar hafa
verið um eina ákveðna stöðu.
2) Æfingar landsliðsins hafa
verið kák og óraunhæfar í
fremsta máta.
Sem dæmi um hið fyrra skul-
um við taka stöðu miðframvarð-
ar. Hörður Felixson „átti“ þá
stöðu í fyrra og í fyrstu tilrauna-
liðum vorsins. Rúnar Guðmanns-
son sýndi vaxandi leikni er á leið
vorið. Landsliðsnefndin tók það
ráð að velja á milli þeirra þann-
ig, að kjósa annan, setja hinn
meðal varamanna. Ég er ekki í
vafa um, að þeir áttu báðir heima
í liðinu. En báðir gátu ekki leik-
ið sömu stöðu.
Þarna opinberast vanmáttur
okkar landsliðsnefndar. Mennirn
ir eru aldrei reyndir á öðrum
stöðum en „sínum eigin“ (nema
einstaka sem virðist vera í mik-
illi náð nefndarinnar) Þetta
skapast m. a. af gersamlega
röngu æfingafyrirkomulagi og á
landsliðsnefndin sannarlega við
mikla erfiðleika að stríða í þess-
um efnum OG ÞARNA VERÐUR
ÚR AÐ BÆTA. Aðrar þjóðirhika
ekki við að reyna slíkar breyt-
ingar. T. d. hefur sá er lék v.
bakvörð í landsliði Noregs, leikið
landsleiki sem v. framvörður og
einnig sem vinstri útherji. Þetta
fer eftir þeirri taktik sem leika
á, hver mótherjnn er o. s. frv.
Hvað snertir æfingarnar er
málið miklu augljósara og auð-
leysanlegra. Ég er sannfærður
um að þær æfingar sem lands-
liðið hefur átt, koma því að litlu
sem engu gagni í landsleikjum.
Það er tilgangslaust með öllu að
landsliðsæfingarnar (svo fáar
sem þær eru) séu notaðar
til að auka eða byggja upp
þol einstaklinganna. Æfingarnar
verða að vera fólgnar í leik —
og það engum „dúkkuleik", held
ur leik þar sem full alvara er á
ferðum. Ég á ekki við að leikirnir
séu endilega opinberir, heldur
einungis að þær séu undirbúnar
sem slíkar.
Að mínu viti skortir okkar
landslið mest að „finna sam-
stöðu“ í kappleik. Og ef reyna á
nýja menn í nýjar stöður verður
það ekki gert nema á „alvöru-
leikjum“, leikjum sem eru undir
búnir sem slíkir og framkvæmd-
ir sem slíkir, þó ekki séu endi-
lega þúsundir áhorfenda.
Slíkir æfingalejkir undirbúnir
og framkvæmdir af alvöru eru
eina leið okkar til að finna okkar
sterkasta lið. Nú getur svo verið
að okkar sterkustu menn saman
í liði, geti átt lélegan leik eitt og
eitt sinn. Það sannar nauðsyn á
mörgum „alvöruleikjum". Það
þarf og að gefa mönnum meira
en eitt tækifæri til að sanna til-
veru sína í landsliði, eða til að
sanna að þeir séu ekki hæfir í
landslið. .
I vor hefur landsliðsmönnum
mjög verið mismunað í þessum
efnum. Einn þeirra er í Oslo
keppti, ungur nýliði, \^r valinn
í fyrsta tilraunalandslið iands-
liðsnefndar í vor og stóðst ekki
prófið (nema þá að dómi ein-
hvers í landsliðsnefnd). Hann
fékk annað tækifæri þegar í
næsta tilraunalandsliði. Það er
lofsvert ef sama gengur yfir alla.
Heldur ekki stóðst hann það
próf, að dómi blaðamanna eða
tryggra áhorfenda. Eigi að síður
var hann valinn í landsliðið.
Annar landsliðsmaður Ellert
Schram, var valinn í pressulið
gegn fyrsta tilraunaliði lands-
liðsnefndar. Hann stóð sig þann-
ig, að óaðfinnanlegt var miðað
við standard annarra leikmanna
Hann fékk samt ekki tækifæri í
næsta tilraunalandslið. En með
sínu eigin liði gegn Rússum
sýndi hann enn hæfni sína á ísl.
mælikvarða. ' Landsliðsnefndin
hundsaði hann samt sem áður.
Þetta er að mismuna mönnum —
og um leið að drepa allan áhuga
sumra, gefa byr undir vængi
orðrómi um verzlun og annað
slíkt
Nú hefur lauslega verið drepið'
á tvennt sem landsleikurinn
Oslo sýndi okkur fram
Kannski er verr farið en heima
setið að hafa orð á.því, því oft
hefur það verið svo að hvorki
forysta knattspyrnumálanna né
landsliðsnefnd vill sinna því sem
blöðin stinga upp á. Það hefur
komið oft fyrir að góðir menn
hafa verið sniðgengnir AF ÞVÍ
ÞEIR STÓÐU SIG VEL í
PRESSULIÐI EÐA VORU
STUDDIR AF KNATTSPYRNU-
GAGNRÝNENDUM.
í þessu hefur landsliðsnefnd
Framh. á bls. 23.
en í þessu hlaupi sigraði Vamos
austur-lþýzlca hlaupiarann Hans
Grodotzky, sem hljóp vegalengd-
ina á 3.41.7 mín. og Rússann
Momotkov sem náði 3,42,7 mín.
Allir náðu hlaupararnir betri
tíma en þeir höfðu áður néð.
Fjórði varð Stanislav Pungwirth
frá Tékkóslóvakíu á 3.44.1 mín.
Þrístökkið vann Pólverjinn
Jozef Sohmidt, sem stökk 16.53
metra.
í sleggjukastinu komst Sverre
Strandi ekki í hóp þeirra fremstu
þrátt fyrir að hann hafði kastað
61.29 m. í undankeppninoi.
Sigurvegari í sleggjukastinu
varð kraftajötuninn ungverski
Zsiwotsky með 65.51 metra, en
næstir urðu Rússinn Rudienkov
64.81, Thun frá Austurríki kast-
aði 62.71 metra, Malenk, Tékkó-
slóvakíu 61.22 metra og Peter,
Austur-Þýzkalandi 61.22 metra.
Bosov, frá Sovétríkjunum vann
hástökkið 2.04 metra og kringlu-
kastið vann Ungverjinn Szevsen-
yl með 57.44 metra kasti. Heims-
methafinn Platkowski frá Pól-
landi átti erfiðan dag og náði að-
eins 54.98 metra kasti.
í kvennakeppninni vann Forl-
ova frá Sovétríkjunum langstökk
ið, stökk 6.05 metra og Nemc-
ova, Tékkóslóvalcíu vann kringlu
kastið, kastaði 52.29.
Guðm. setti Akureyrarmet
17. JÚNÍ-MÓT frjálsíþrótta-
manna fór fram í góðu veðri en
nokkurri golu, sem gaf meðvind
í stuttu hlaupunum. Bezta afrek
mótsins vann, eins og áður hefir
verið skýrt frá, Björn Sveinsson
KA 11,2 sek. í 100 m hlaupi. Má
segja að hann byrji sumarið vel,
því lélegt viðbragð gerir meira
en vega upp meðvindinn.
Mesta athygli áhorfenda vakti
1500 m hlaup Guðmundar Þor-
steinssonar. Guðmuhdur fór nokk
uð geyst af stað og hljóp fyrstu
400 m á 58 sek. Sá byrjunarhraði
kom honum í-koll síðar í hlaup-
inu. En Guðmundur setti nýtt
Akureyrarmet 4:06,2 mín. í sama
hlaupi vakti og athygli 19 ára pilt
ur er nú keppti í fyrsta sinn og
náði öðru sæti 4:35,9.
Helztu úrslit mótsins urðu:
Kringlukast
1. Þóroddur Jóhannsson UMSE .... 36,80
2. Björn Sveinsson KA ........ 34,24
3. Ingimar Skjóldal UMSE ..... 33,39
Hástökk
1. Ing. Hermannsson Þór ....... 1,65
2. Björn Sveinsson KA .......... 1,63
3. Eiríkur Sveinsson KA ........ 1,65
400 m hlaup
1. Guðmundur Þorsteinsson KA .... 52,5
2. Jón Gíslason UMSE ........... 55,7
100 m hlaup
1. Björn Sveinsson KA ......... 11,2
2. Vilhelm Guðmundsson UMSE .... 11,3
3. Þóroddur Jóhannsson UMSE .... 11,4
4. Eirikur Sveinsson KA ........ 11,5
Spjótkast
1. Björn Sveinsson KA ......... 47,01
2. Skjöldur Jónsson KA ........ 45,90
3. Eiríkur Sveinsson KA ....... 43,58
Langstökk
1. Vilhelm Guðmundsson UMSE .... 5,95
2. Ing. Hermannsson Þór ........ 5,91
3. Björn Sveinsson KA .......... 5,72
1500 m hlaup
1. Guðmundur Þorsteinsson KA 4:06,2
Akureyrarmet.
2. Edvard Sigurgeirsson KA ....4:35,9
3. Jón Gíslason UMSE ........ 4:50,2
Kúluvarp
1. í>óroddur Jóhannsson UMSE .... 12,-80
2. Eiríkur Sveinsson KA ...... 12,22
3. Björn Sveinsson#KA ....... 11,82
4x100 m boðhlaup
1. Sveit IBA .................. 46,7
2. Sveit UMSE .............. ... 47,5