Morgunblaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 22
22 MORGVNMAÐIÐ Sunnudagur 3. júlí 1960 350 berjast um 72 sœti til Rómar Úrtökumót Bandaríkjanna er háð um helg- ina í Palo Atlo í Kaliforníu. 1., 2. o£ 3. maður í hverri grein verða fulltrúar Bandaríkjanna á Olympíuleikjunum. ÞAÐ er um þessa helgi, sem Bandaríkjamenn velja þá frjáls- íþróttamenn, sem verða fulltrú- ar þeirra á Olympíuleikunum í Róm. I flestum greinum er loka- keppnin háð um þessa helgi, en úrtökumótið fer fram á Stanford veliinum í Paio Alto. — Þessi heigi verður því örlagarik fyrir marga og eflaust munu koma fyrir atvik í hinni geysihörðu keppni, sem lengi munu verða í minnum höfð. Ailt frá því að Oiympíuleik- arnir voru teknir upp að nýju, hafa Bandaríkjamenn staðið mjög framarlega í frjálsíþróttum og á Olympiuleikjunum í Mel- hourne 1956 unnu þeir 15 Oiymp íumeistarastig af 24 mögulegum. Dick Cochran, kringlukastari — kröftugt útkast — Keppnin hörð. Eitt er víst að í flestum grein- um verður keppni hörð. Fjöldi manna mun heyja erfiðari og harðari keppni á Stanfordmót- inu til að komast í Olympíulið Bandaríkjanna en þá er þeir koma til með að heyja til að vinna verðiaun á Olympíuleikj- unum. Þegar keppnin hófst í gær, var áaetlað að 350 frjáls- íþróttamenn hafi unnið til rétt- arins til að taka þátt í mótinu. Einn valinn, án lágmarksins. Þegar Stanford mótið hófst í gær áttu Bandarikin mann í hverri grein, sem hafði náð lág markskröfunum nema í 10 km hlaupinu, en þrátt fyrir það hef- ur verið ákveðið að senda þátt- takanda í þeirri grein og er það Max Truex, en hann náði góðum árangri í þessu hlaupi á meist- aramóti Bandaríkjanna í sl. viku. Sterkari en nokkru sinni fyrr. Bandaríkjamenn hafa ekki tap að spretthlaupi á Olympíuleik- um síðan 1928. Hvorki meira en minna en 74 hafa náð lágmark- inu í 200 metrum og 38 í 100 pn. í grindahlaupunum hafa 41 náð lágmarkinu og 36 í stangarstökki. Róðurinn fer að þyngjast fyrir Bandaríkjamönnum, er komið er að 800 metra hlaupinu og fer versnandi eftir því, sem hlaupin lengjast. Þó hefur útlitið aldrei verið betra en nú í ár, og menn eru að vona að hin tvísýna keppni úrtökumótsins muni kalia fram hið ótrúlega og ekkert er líklegra til þess en einmitt Olymp íuárið. Ný nöfn. sem verða fræg? Af nýjum mönnum, sem hafa komið fram á afreksmannalista Bandaríkjanna í sumar og lík- legir eru til að ná þeim heiðri núna um helgina að verða valdir fulltrúar Bandarikjanna á Ol- ympíuleikina og þar með lík- legir Olympíumeistarar hver í sinni grein eru meðal fjölmargra annarra: A1 Hall frá Southington í Conneciticutfylki. Hann er sleggjukastari og var fjórði á Olympíuledkunum í Melbourne 1956. A1 Hall hefur náð undra- verði leiknj í meðferð sleggjunn- ar ög er aðferð hans í hringnum oft líkt við ballettdansara, sem svífur með hröðum hreyfingum. Kostur kaststils hans er hve hann sameinar vel krafta og stíganda í snúningnum. Hall er 25 ára. Dick Cochran er kringlukast- ari.. Hann er 25 ára og nemandi Al Hall,' sleggjukastari — eins og balletdansari — við háskólann í Missouri og hon um getur hæglega skotið upp í Olympíuliði Bandaríkjanna 1960. Hann er þreklega vaxinn, 195.53 sentimetrar á hæð og vegur 102.06 kg. Dick er axlamikill og armlangur og nær því kröftugu útkasti. Hann vakti fyrst athygli er hann var valinn í lið Banda- ríkjanna fyrir amerísku leikina í fyrra. Miklar vonir eru tengdar við Dick Cochran, ekki sizt vegna hins lága aldurs hans, og því allar líkur til að hann eigi eftir að þroskast enn meir og ná betri árangri. Charles Jones er mjög liklegur til að verða keppandi fyrir Bandarikin í 300 metra hindrun- arhlaupi á komandi Olympíu- leikum. Hann er frekar lágur vexti, 176.5 sm. og vegur 63.5 kg., en kostur hans er frábær keppnisharka. Hann er bæði hug rakkur og ákveðinn og finnur því ekki mikið fyrir hinum mörgu og misjöfnu erfiðleikum hindrunarhlaupsins. Charles Jon- es er 26 ára og er nemandi við háskólann í Iowa. Ira Davis frá Philadelphiu er einn i f mörgum sem örlögin hafa á valdi sínu í hinni hröðu keppni Staníordmótsins. Hann er einn af hinum fáu þrístökkv- Börnum var leyft að vaka til að fagna Eyjólfi EINS og getið hefur verið í frétt um, leysti sundkappinn Eyjólfur Jónsson það frábæra afrek s. 1. miðvikudag, að synda frá Hrísey til Dalvikur fyrstur manna. Eyjólfur Jónsson og föruneyti hans fóru flugleiðis til Akureyr- ar, en jneð honum var Jcona hans, Margrét Dagmar Einars- dóttir og Pétur Eiríksson, sund- kappí. Þetta er í fyrsta sinn, sem frú Margfét fer með manni sín- um í suhdleiðangur, en Pétur Eiríksson og Eyjólfur Snæbjörns soþ hafa manna oftast aðstoðað Eyjólf viiJ sjósundin. Til Dal líikur fóru þau svo með áætlunarþíl, en eigandi hans Háildór f Gunnlaugsson, bauð þeim fríú far fram og til baka í tilefni fararinnar. Pall Erlingsson Dalvíkinga Er til Dalvikur kom, tók á móti Eyjólfi Kristinn Jónsson, sem á netaverkstæðið Netjamenn Dal- víkur. Kristinn er sannkailaður Páll Erlingsson Dalvíkinga og hefur verið frumkvöðull í upp- byggingu sundiþróttarinnar í Dal vík og Svarfaðardalshreppi. Fyrsta yfirbyggða sundlaugin í Svarfaðardal ca. 6 km. frá Dalvík reis fyrsta yfirbyggða sundlaugin á íslandi af grurini og Svarfdælingar og Dalvíkingar voru fyrstir til að taka sund upp sem skyldugrein í skólum. Krist inn Jónsson var þar aðalhvata- maðurinn, enda sundkennari þar fyrstu 30 árin. Meðan dvalið var á Dalvík bjó Eyjólfur og föruneyti hans hjá Árna Arngrímssyni og Báru Elí- asdóttur konu hans. Eagt upp í sundið Kristinn Jónsson hringdi til Hríseyjar og talaði við Hiimar Símonarson frá Saltnesi, en hann hefur ferjuna og varð Hilmar strax fús til að aðstoða þá við sundið endurgjaldslaust. Eyjólfur lagði upp í sundið kl. rúmlega 9, úr fjörunni sunnan- vert við bryggjuna og fylgdu honum árnaðaróskir Hríseyinga, sem voru samankomnir á bryggj unni við burtförina. Þar sem straumur var hagstæð ur var stefna tekln á Hálshöfða og mið-ði fyrst vel áfram. Þann- Framhald á bls. 23 urum Bandaríkjanna. Olympíu- nefndin gerir sér miklar vonir um að hann nái því sem til þarf tii að ve.ða i Olympíuliðinu og nái góðum árangri á leikjunum. Ira Davis er aðeins 23 ára og er því ekki fullharðnaður, sem íþróttamaður ennþá. Davis hefir notið mikiivægrar tilsagnar fyrr- vsrandi heimsmeistarans frá Brazilíu. Ira er stúdent frá menntaskóla í Philadelphíu. Hann er giftur og vinnur sem bókhaldari. Margir verða vonsviknlr Eitt er vist að eftir mótið i Standford verða margir vonsvikn ir og niðurbeygðir. — Það hefir verið *fastur liður við úrtöku- mótið fyrir hverja Olympíuleika. En þó sterkir menn falli úr, þarf það ekki að vera veikleikamerki fyrir Olympíuliðið í heild, því hin harða og spennandi keppni, þrælþjálfaðra manna skilur að- eins þá beztu eftir. Þannig var það t. d. fyrir síðustu Olympiu- leika. Enginn hafði efazt um það að Dave Sim væri sá sem myndi koma tvöfaldur sigurveg- ari frá gpretthlaupunum í Mel- bourne, en hann komst ekki í Olympíuliðið. En Bobby Morrow komst í liðið og hann kom sigur- vegari frá báðum spretthlaupun- Max Truex — án lágmarks Ira Davis, þristökkvari — með hjálp Silva — um í Melbourne. í dag virðist Ray Norton vera arftaki hinna tveggja kóróna spretthlauparans Morrow, en þess er að gæta að allir hinir spretthlaupararnir eru næstum eins góðir og hann. Bandaríkjamenn eiga einnig 12 stangarstökkvara, sem stokkið hafa yfir 4.57 metra. Níu þeirra munu sitja heima. Leikirnir í Stanford verða á- rciðanlega frábærir í sinni röð og þeir sem halda veginn til Róm ai hafa sannarlega til þess unn- ið. 2. deild. Vesfmanneyingar Breiöablik 4:1 unnu Á FÖSTUDAGSKVÖLD unnu Vestmanneyingar Breiðablik frá Kópavogi 4:1, í leik þeirra í 2. deildarkeppninni, sem fram fór hér á Melavellinum. Leikurinn stóð 2:1 fyrir Vestmannaeyinga í hálfleik. Þó hefðu Vestmannaey- ingar átt að hafa eftir gangi leiks ins töluvert hærri markatölu. Vestmannaeyingar höfðu mikla yfirburði í fyrra hálfleik, en Breiðabliksmenn sóttu sig mjög í síðari hálfleik. Sigur Vestmanna eyinga var þó aldrei í hættu og síðustu mínútur hálfleiksins höfðu þeir tekið leikinn algerlega í sinar hendur. Knattspyrnulega séð var leik- urinn langt frá því að vera stór- brotinn. Knattmeðferð er mjög ábótavant hjá báðum liðunum, en þó eru einstaklingar sem hafa sómasamleg tök á knettinum og auga fyrir samleik. Heildarsvipur leiksins var fálmkenndur og ox't á tíðum mjög frumlegur. Vest- mannaeyingarnir eru þó líklegri til að geta meira en þeir sýndu nú. Q FALLEG MÖRK Öll mörkin voru glæsilega s'koruð. Fyrsta mark leiksins skor aði Reynir Sigurðsson vinstri útherji Vestmannaeyja, er 7 mín. voru af leik. Annað markið skor- aði Guðmundur Þórarinsson v. innherji Vestmannaeyinga, sem var bezti maður vallarins og eft- irtektarverður skotmaður, sem hefir gott „sparklag“! — Guð- mundur skoraði af löngu færi með hörku skoti. — Þriðja mark leiksins skoraði miðherji Breiða- bliks, Grétar Kristjánsson, sem var bezti maður Kópavogsmanna. Mjög glæsilegt mark. Fjórða mark leiksins skoraði hægri innherji Vestmannaeyinga, sem skallaði laglega í mark úr horn- spyrnu. Fimmta mark leiksins skoraði svo Guðmundur Þórar- ir.sson af 35 metra færi, með föstu skoti, sem sneiddi hægri stöng- ina og inn í mark. — Á.Á. Í dag í DAG kl. 16.00 keppa Akurnes- ingar við Keflavíkinga í 1. deild arkeppninni og fer leikurinn fram á Akranesi og einnig keppa þó sömu aðilar í landsmóti 3. fl. 1 Reykjavík keppa Vestmanna- eyingar við Sandgerði í 2. deild- arkeppninni og fer sé leikur fram á Melavellinum og hefst kl. 14.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.