Morgunblaðið - 09.10.1960, Qupperneq 1
I
40 síður (I. og II.) og Lesbók
47 árgangur
231. tbl. — Sunnudagur 9. október 1960
Prentsmiðia Morgunblaðsins
Læknavísindin
vinna enn sigur
Komizt fy* ir mjaðmaliðhlaup
nýfæddra barna
LÆKNAVÍSINDUNUM hef-
ur nú tekizt að sigra að fullu
eina af þeim þjáningum, sem
fylgt hafa mannkyninu frá
örófi alda. Það eru sænskir
vísindamenn og læknar, sem
hafa komizt að því, hvers
vegna talsvert mörg ungbörn
ganga úr mjaðmalið við fæð-
ingu. En þetta hefur valdið
mörgum, þegar þeir vaxa upp
þjáningum og bjargarleysi.
Það er nú komið upp, að
kirtlavökvi frá móðurinni
veldur þessu. Er nú hægt að
forðast þetta með ollu á fæð-
ingardeildum.
Aðgerð Lorenz
Svenska Dagbladet í Stokk-
hólmi greinir frá þessum sigri
læknavísindanna í fyrradag. Það
greinir frá því að mjaðmarlið-
hlaup hafi komið fyrir að jafnaði
hjá einu af hverju þúsundi
fæddra barna. Sjúkdómurinn hef
ur verið þekktur frá fornu fari.
Lengi vel voru engin ráð til gegn
honum og orsakaði hann mikinn
fjölda bæklaðra og bjargarlausra.
Um siðustu aldamót fann aust-
urríski læknirinn Lorenz upp að-
ferð til að setja börnin í liðinn.
En það var erfið aðgerð og þurfti
barnið að vera í gipsi eitt til tvö
misseri. Aðferð hans hefur síðan
verið fylgt lítið breyttri.
Menn hafa komizt að því, að
þeim mun betri árangur náðist
með aðgerð Lorenz eftir því sem
barnið var yngra, þegar hún var
framkvæmd. En sjaldnast varð
vart við missmiðina fyrr en barn-
ið fór að ganga Qg oft kom það
fyrir að það dróst síðan í 1 til 2
ár að menn leituðu læknis.
Alþingi sett
n morgun
EINS og áður hefur verið skýrt
frá hér í blaðinu verður reglu-
legt Alþingi 1960 sett á morgun,
mánudaginn 10. október.
Athöfnin hefst með guðsþjón-
ustu í Dómkirkjunni kl. 13,30
Séra Bjarni Sigurðsson, prestur
á Mosfelli, prédiaar, en dr. Páll
ísólfsson leikur á orgelið.
Að guðsþjónustu lokinni fer
þingsetningin fram í sal neðri
deildar Alþingis.
Finnar beita sér fyrir
efiingu Norðurlandaráðs
Akveðið í Harpsund að draga hvergi úr starfsemi þess
STOKKHÓLMI, 8. okt. —
Það var ákveðið á fundi for-
sætisráöherra Norðurland-
anna og forseta Norðurlanda-
ráðsins að draga á engan hátt
úr starfsemi ráðsins. Öllum
tillögum um að fækka fund-
um ráðsins eða takmarka um-
ræðuefni þess var stungið
undir stól. Þessu veldur fyrst
og fremst eindregin krafa
Barizt I Dresden
í A - Þýzkalandi
BERLÍN, 8. okt. — Alvarleg
uppþot urðu sl. laugardag í
Dresden í Austur-Þýzkalandi.
Fréttir af þeim bárust fyrst
til Vestur-Berlínar á fimmtu-
daginn og síðan hafa borizt
frásagnir sjónarvotta af þeim.
Alger þögn ríkir um þennan
viðburð í austur-þýzkum
blöðum.
Dresden-sýkin
í Dresden hefur lengi verið
veitt einna mest mótspyrna gegn
valdi kommúnista 1 Austur-
Þýzkalandi. Þar urðu mjög mikl-
ar og blóðugar óeirðir í júní
Frainh. a bls 2.
Finna um að Norðurlanda-
ráðið verði eflt sem mest til
þess að mynda tengilið milli
N or ður landaþ j óðanna.
★
Ráðherrar Norðurlanda og for-
setar Norðurlandaráðs héldu
fund með sér í Harpsund,
sænska forsætisráðherrabústaðn-
um á fimmtudag og föstudag. —
Fundinn sátu Viggo Kampmann
forætisráðherra Danmerkur, J,
Sukselainen forsætisráðherra
Frh. á bls. 23
Ætlc þeir oð svíkja
í skipulagsmáíum alþýðusamtakanna ?
A FUNDINUM í Trésmíða-
félaginu sl. miðvikudagskvöld
voru fulltrúaefni kommún-
ista þaulspurðlr um afstöðu
þeirra til þess máls, sem for-
seti ASÍ hefir sagt að yrði
annað aðalmál Alþýðusam-
bandsþingsins, skipulags-
breytingarnar á alþýðusam-
tökum.
Samkvæmt þeim tillögum mun
Trésmiðafélagið sem önnur félög
innan ASl leggjast niður sem
sjálfstætt félag og renna inn í
heildarsamtök byggingariðnaðar-
ins. __
Mál þetta hefir áður borið á
góma í félaginu og um það verið
gerðar ályktanir. Kommúnist-
arnir í stjórn félagsins hafa svo
sem þeirra var von og vísa, svik-
izt um að taka málið til um-
ræðu í félaginu og senda félags-
mönnum tillögurnar til aflestrar,
þrátt fyrir það að einróma sam-
þykkt á fjölmennum fundi í
sumar fæli þeim að gera það.
Þegar þeir á félagsfundinum
voru minntir á þetta og þess
krafizt, að þeir gæfu skýr svör
um afstöðu þeirra á Alþýðusam-
bandsþingi ;il málsins, þögðu
" . Frh. á bls. 2.
SÍÐUSTU áratugina hafa jökl
ar landsins hraðminnkað. Síð
an reglulegar mælingar hóf-
ust um 1930 hafa skriðjöklarn
ir t.d. stytzt um 500—1000 m.
og þynnzt verulega.
Myndin hér til hliðar sýnir
vei hvernig komið er fyrir
Okinu. Jökullinn hefur eyðst
svo mjög að gígurinn er orðinn
auður nema í botninum og er
hann nú fyrir utan fönnina.
Á korti Þorvaldar Thoroddsen,
sem gert var um 1890, er Ok-
ið 35 ferkm. á stærð, skv. her-
foringjaráðskortinu frá 1910
er hann 15 ferkm. og skv.
amerísku korti, sem gert var
1945 er jökuilinn ekki nema
J ferkm að flatarmáli. Þess ber
þó að geta að kort Þorvaldar
Thoroddsen er ónákvæmt og s
ekki byggt á öruggum heim-
ildum.
Og enn minnkar Okið, eins
og myndin sýnir, sem tekin I
var úr lofti fyrir nokkrum
dögum, er jöklarannsóknar-
nenn flugu yfir hálendið.
Ný sigdæld
Svo er hér önnur merkiieg
mynd, sem tekin var i sömu
flugferð. Hún sýnir hvað gerð-
ist uppi í Vatnajökli, norður
af Grímsvötnum, þegar hlaup
ið kom í Skaftá fyrstu dagana
í sept. og brennisteinslyktin
fannst víða á Norðurlandi. Eft-
ir að hitinn þarna undir jökl-
inum hefur verið búinn að
bræða talsvert vatnsmagn, hef
ar það brotizt fram í Skaftá.
Og þá hefur jökullinn yfir
taðnum sigið og sprungið.
Myndin sýnir sigdæld þá sem
þarna hefur myndast.
Myndirnar tók Birgir Kjaran