Morgunblaðið - 23.10.1960, Síða 23

Morgunblaðið - 23.10.1960, Síða 23
Sunnuctagur 23. okt. 1960 MORG1JTSBLAÐIÐ 23 STYRKTARFELAG vangef- inna er eitt þeirra félaga, sem efna nú til happdrættis til ágóða fjrrir starfsemi sína. Dregið verður 1. nóv. n.k. Bíll félagsins stendur daglega í Austurstræti við Útvegsbankann Oft sjást menn staldra þar við og kaupa miða. Ljósmyndari blaðsins tók þessa mynd fyrir tveimur dögum. berts Codells, en leikur Krist- jáns Jónssonar í hlutverki Kenneths, ungs manns og kunningjar Brandons, var ærið sviplaus. Valdimar Lárusson fór hnökralaust með lítið hlutverk, en Gestur Pálsson, sem leikur föður hins myrta drengs hefur oft leikið betur. Þetta var naesta fátæklegt leik kvöld og verður Vetrarleikhúsið að gera betur ef duga skal. Bjarni Guðmundsson hefur þýtt leikinn á lipurt mál. Siguröur Grimsson. —■ Utan úr heimi Framh. af bls. 11 verjar komu þangað, hafi Tíbet- ar verið ánægð þjóð — og fyr- ir hernámið hafi aldrei til upp- reisna komið i Tíbet. Lok þessa hluta af niður- stöðum nefndarinnar hljóða svo — í sínum grimmilega einfaldleika: —• Nefndin hefir komizt að því, að hin komrh- únísku yfirvöld hafa fótumiórir Agúst Jónsso*' skipholtl 28 troðið flestar greinar mann- réttinda — en hinn mikilvæg- asti þeirrá réttinda er réttur- inn til að lifa. Ferming Ferming í Dómkirkjunni kl. 2 e.h. (Séra Jón Þorvarðarson) Stúlkur: Asa Kristjánsdóttir, Miklubraut 88 Helga Agústsdóttir, Bólstaðarhlíð 12 Ingibjörg Kristjánsdóttir, Miklubr. 88 Júlía Leví Gunnlaugsdóttir Björnsson, Bogahlíð 26 Margrét Kristjánsdóttir, Miklubraut 88 Margrét Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Barmahlíð 44 Ragnheiður Olafsdóttir, Hamrahlíð 1 Sigrún Bjarnason, Flókagötu 56 Þóra Elísabet Bernódusdóttir Löngu- hlíð 23 Drengir: Asmundur Jakobsson Barmahlíð 22 Bjarni Hannesson, Skaftahlíð 7 Eyþór Ölafsson, Laugavegi 46 B Gunnar Sölvi Karlsson, Skaftahlíð 25 Jón Stefán Rafnsson, Blönduhlíð 17 Kjartan Höfður Asmundsson, Drápu- hlíð 23 Matthías Hreiðar Matthíasson, Sörla- skjóli 64 Sveinn Aðalsteinsson, Miklubraut «6 Vilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson, Mávahlíð 42 Þórður Finnbogi Viðar Vilhjálmsson, Mávahlíð 42 Fermingarbörn í Bústaðaprestakalli: (Fermingarmessa í Fríkirkjunni kl. 19.30. Séra Gunnar Árnason) - Xanónur Krúpps Framhatd af ols. 10. Hotel“ — sem kaupsýslumað- ur. — Þessir tveir herramenn biðu við höfnina, allt þar til ‘klukkan var orðin níu að morgni — og voru þeir þá teknir mjög að ókyrrast. Loks skildist þeim, að eitt- hvað hlaut að hafa komið fyr ir þýzku flotadeildina. • FLÚBU MEB GULLIB Þegar hér var kcwnið sögu, hafði Hákon konungur og rík- isstjórn Nygaardsvolds feng- ið viðvörun. Konungurinn og stjórnin fóru í skyndi með aukalest til Hamar, — þeim gafst meira að segja tóm til að flytja með sér gullforða norska ríkisins. Síðar tókst ríkisstjóminni að koma gull- forðanum til Englands, þar sem konungurinn og stjórnin fundu hæli og dvöldust meðan styrjöldin geisaði. Hér um bil eitt þúsund Þjóð verja létu lífið í sundinu milli „Oscarsborgar“ og lands. Hermennirnir börðust von- lausri baráttu í ísköldum sjón um. Norskir fiskimenn ýttu úr vör og reyndu að bjarga þeim —■ en þeir urðu brátt að hverfa frá. Mikið magn af olíu streymdi frá Bliicher — og brátt varð sjórinn eitt eldhaf. Nokkur hluti Þjóðverjanna, sem tókst að komast til lands, var tekinn til fanga, en brátt komu aðrir landar þeirra á vettvang og frelsuðu þá. Þeg- ar þar var komið sögu höfðu Þjóðverjarnir tögl og hagldir — höfðu sett niður fallhlífar- hersveitir á Fornebuflugvelli og náð þar öllum völdum. • „DJÖFULS NORSARAR" Og svo skulum við ljúka þessari frásögn með sögunni um sænska skipstjórann, sem svaf svefni hinna réttlátu í kútter sínum undan Dröbak aðfaranótt 9. apríl 1940. — Hann vaknaði af værum blundi, mitt í æðisgenginni skothríðinni, stakk höfðinu upp úr lúkarnum, steytti hnefann í áttina til lands og grenjaði í bræði: „Er nauð- synlegt að hafa æfingarnar svona andskoti raunverulegar .— þið djöfuls Norsarar . . . J“ (Láusl. þýtt úr „Dagens Nyheter“). Vetrarleikhusið 1960: S IM A R \ IM Sakamálaleikur eftir Patrick Hamilton. Leikstjóri: Þorvarður Helgason VETRAR LEIKHÚSIÐ, sem nokkrir ungir leikarar standa að og getið var hér í blaðinu fyrir skömmu, frumsýndi í Austur- bæjarbiói sl. miðvikudagskvöld sakamálaleikritið „Snöruna“ (The Rope), eftir enska rithöf- undinn Patrick Hamilton. Höf- undurinn, sem er fæddur 1904 í London, var um hríð leikari, en tók svo að semja leikrit og hafa sum þeirra verið sýnd víða og hlotið góða dóma, einkum leik- ritið „Gasljós", sem Leikfélag Hafnarfjarðar sýndi árið 1949 við mikla aðsókn. Leikritið „Snaran" er byggt á sannsögulegum atburði, er gerð- ist í Chicagó árið 1924. Tveir ungir námsmepn myrtu skóla- félaga sinn, að því er þeir sögðu sjálfir frá, til þess eins að fremja — Landhelgin Frh. af bls. 1. FRIBUN UTAN 12 MÍLNA En þó segja blöðin að grund- völlur viðræðnanna sé kunnur. íslenzka ríkisstjórnin krefjist þess að Bretar viðurkenni af- dráttarlaust 12 mílna fiskveiði- lögsöguna, en gefi brezkum tog- urum undanþágur til veiða inn- an þeirra marka á ákveðnum svæðum um eitthvert ákveðið árabil, sem enn er ekki samið um. Telja blöðin að íslendingar samþykki ekki meir en fimm ár, en séu að reyna að fá það lækk- að í þrjú. En skilyrði íslend- inga fyrir þessu samkomulagi sé að þeir fái ótakmarkaðan yfir- ráðarétt yfir svæðum, sem liggja utan 12 mílna markanna. Þessi svæði yrðu friðuð sem uppeldis- stöðvar. AUKNAR LANDANIR Litið er á þetta skilyrði Is- lendinga sem fyrsta sporið í þá átt að fá yfirráð yfir landgrunn- inn öllu, sem sums staðar nær 25 mílur frá landi. Þá segja blöð- in að íslendingar muni senni- lega fá að fjölga fisklöndunum sínum í Bretlandi. Eins og er hafa Islendingar heimild til að landa ísvörðum fiski fyrir £1.800.000 á ári, og er talið líklegt að þessi upphæð verði tvö^ölduð ef samningar nást. hið „fullkomna morð“ og hafa reynt hvernig það er að vera morðingi. Mál þetta vakti geysi- athygli um allan heim og var það álit flestra að morðingjarn- ir væru haldnir óhugnanlegri sál sýki, sem ætti rætur sínar að rekja, meðal annars til þeirrar ógnar og upplausnar, sem var afleiðing heimsstyrjaldarinnar fyrri. Hinir ungu menn voru báð ir dæmdir til hinnar þyngstu refsingar og verður þessi saga ekki rakin hér nánar. „Snaran“ er heldur veigalítið leikhúsverk og þolir engan sam- anburð við „Gasljós", enda er það leikrit afbragðsvel samið og spenna þess mikil. í „Snörunni“ er meðferð höfundarins á efninu mjög yfirborðskennd og lítil til- raun til þess gerð að greina þær sálrænu ástæður er lágu á bak- við þennan óhuganlega glæp. Verður gildi leikritsins fyrir það næsta lítið. Leikstjórinn, Þorvarður Helga son er ungur maður, sem undan- farin fimm ár hefur stundað nám við háskólann í Vín í leikhús- fræðum og málum og auk þess lagt þar í borg stund á leiklistar og leikstjórnarnám og starfað þar nokkuð sem aðstoðarleik- stjóri. Er þetta í fyrsta sinn er hann setur leik á svið hér í bæ og bendir þessi sýning til þess að hann kunni nokkuð fyrir sér í þessum „fræðum“, því að stjórn hans og sviðsetning á leiknum hefur tekist dável. Steinþór Sigurðsson listmálari hefur gert leiktjöldin og leyst það verk vel af hendi. Hefur Steinþór stundað listnám bæði hér í bæ og víða erlendis. Erlingur Gislason leikur höfuð paurinn, Wyndham Brandon, sem virðist hafa verið hvatamað urinn að morðinu. Er leik Erl- ings áferðargóður, en ekki til- þrifamikill né verulega sann- færandi. Hins vegar tekst Reyni Heiðar Oddssyni sæmilega að sýna ótta og taugaóstyrk Charl- es Gravillo’s, sem er meðsekur Brandon um morðið. Leikur Kristbjargar Kjeld í hlutverki Leilu Arden, vinkonu hinna ungu ógæfumanna, varð mér von brigði. Þó var leikur hennar dá- góður á köflum. Baldur Hólmgeirsson var hressi legur og öruggur í hlutverki Ru- * FRAMBURBUR VITNA Átakanlegustu kaflar þess- arar yfirgripsmiklu bókar eru þeir, þar sem skýrt er-frá fram burði vitna, er lýsa hvers kyns grimmdarverkum — frá þjófnaði og drápum, nauðgunum og trú arofsóknum til pólitiskrar vald- beitingar og undirokunar. — Lögfræðingarnir hafa kveðið upp sinn dóm. Ef til vill hefir hann engin raunveruleg áhrif á ástand iS i Tíbet, a. m. k. ekki að svo stöddu. En hann hefir þó sína þýðingu fyrir hinn frjálsa heim, því að þrátt fyrir allt er hann ljóst dæmi um afstöðu frjálsra þjóða til þessa máls. — ★ — Það er gott tii þess að vita, að til skuli vera raunsæ og óháð alþjóðleg samtök eins og Al- þjóðlega lögfræðinganefndin. (Lausl. þýtt úr dönsku). J Stúlkur: Esther Magnúsdóttir, Kópavogsbr. 81 Fríður Olafsdóttir, Melgerði 16 Rósa Thorsteinsson, Kópavogsbr. 12 Steinunn Guðbjartsdóttir, Sogavegi 140 Drengir: Arthúr Karl Eyjólfsson, Asgarði 3 Bjarni Gunnarsson, Klöpp í Blesugróf Eggert Lárusson, Hlíðargerði 26 Einar Örn Hákonarson, Hólmgarði 54 Guðni Sigvaldason, Teigagerði 13 Jón Símon Gunnarsson, Bústaðav. 55 Kristján Magnússon, Kópavogsbr. 31 Sigurður Kristjánsson, Smárahvammi, Kópavogi Ferming í Hallgrímskirkju kl 2 e.h. (Séra Sigurjón Þ. Arnason) Stúlkur: Marta Gunnlaug Ragnarsdóttir, Glað- heimum 24 OlÖf Sigríður Rafnsdóttir, Eskihl. 6B Ragnheiður Eggertsdóttir, Bjarnar- stíg 2 Sigriður Hrefna Arnadóttir. Kapk- skjólsvegi 45 Drengir: Leifur Krlstinn Sigurðsson, Nönnu- götu 14 Ég þakka hjartanlega rausnarlegar gjafir, árnaðar- óskir og hlýjar kveðjur, sem mér bárust á fimmtugsaf- mæli mínu. * Jón G. Sólnes. Af heilum hug þakka ég börnum mínum, tengdabörn- um barnabörnum og öðrum ættingjum og vinum fyrir gjafir, skeyti og hlý handtök á sextugs afmæli mínu. Lifið heil og blessun Guðs fylgi ykkur. Bagnheiður Jóhannesdóttir, frá Hvoli Móðir okkar GIÐBJÖRG SÆMU NDSDÓTTIR Sogaveg 188 andaðist í I.andakotsspítala 20. þessa mónaðar. Börn og tengdabörn hinnar látnu Maðurinn minn og faðir okkar SIGURÐUR JÓNSSON Grenimel 5, verður jarðsetiur frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. okt. kl. 1,30 e. h. * Jóhanna Þorleifsdóttir, Þorleifnr Sigurðsson, Hilmar Þór Sigurðsson. Þökkum inniiega auðsýnda samúð við andlát og jarða- för, mannsins mins, föður og tengdaföður okkar og afa, ÞORSTEINS SÆMUNDSSONAR Framnesvegi 63 Elinborg Jónsdóttir Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Gunnar Jónsson Guðrún Þorsteinsdóttir, Páll Ölafsson og bamabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.