Morgunblaðið - 27.01.1961, Side 1

Morgunblaðið - 27.01.1961, Side 1
24 slður Bylting í El Salvador Guatemala, City, Guatemala, ! 26. jan. — (Reuter) —■ SAMKVÆMT fréttum frá E1 Salvador, geysa þar nú harð- ir bardagar, eftir að hægri- sinnaðir foringjar úr hernum veltu ríkisstjórninni þar úr sessi. — Segja fréttirnir að í höfuð- borginni San Salvador logi allt í uppþotum og grip- deildum. Allar samgöngur milli E1 Salvador og nágrannaríkj- anna í Mið-Ameríku lögðust niður í gær, og eru fréttir óljósar um það hvað gerist f landinu. Sumar fregnir herma að foringjum upp- reisnarinnar hafi tekizt að fullu að velta stjórn Miguel Angel Castillos, en aðrar segja að uppreisnarmenn hafi enn ekki náð fullum yfirráð- um í landinu. Stjórn Castillos tók völdin í landinu með byltingu 26. október sl. og flýði þá Jose Maria Lemus, fyrrverandi forseti, til Guatemala. EI Salvador er minnsta og þétt- býlasta landið í Mið-Amer- íku. Þar búa um 2% milljón manna. Flug- slys Washington, 26. ja». (NTB). ÓTTAZT er að bandarísk flotaflugvél með 23 mönn- um hafi hrapað í Atlants- hafið skammt undan strönd- um Nýfundnalands. Vélin var á leið frá Azoreyjum og átti að lenda í Nýfundna- landi kl. 10,15 í morgun. Klukkan 10,14 var síðast haft samband við vélina, en eftir það hefur ekkert frétzt. Önnur flugvél úr banda- ríska flotanum var á flugi skammt fyrir sunnan flug- völlinn í New Foundland, og aegist áhöfnin hafa séð sprengingu um 28 sjómílum fyrir sunnan völlinn um það leyti er týnda vélin átti að lenda. Þriðjungur Kongúhers SÞ kvaddur heim New York og Leo'poldville, 26. jan. — (NTB-Reuter) DAG Hammarskjöld, aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að ákvörðun rík- isstjórnanna í Marokkó, ara- biska Sambandslýðsveldinu og Indónesíu um að kalla heim herlið sín úr eftirlits- her SÞ í Kongó, sé það al- varlegs efnis að nauðsynlegt sé að vísa málinu til öryggis- ráðsins. • 4900 HERMENN Hammarskjöld gaf öryggis- ráðinu skýrslu um ástandið í Kongó og benti á að 1150 indó- Fyrsfa sporið til betri sambúðar London, 26. jan. — (Reuter) — FKEGNIN um að bandarísku flugmennirnir tveir hafi ver- Ið látnir lausir úr haldi í Sovétríkjunum hefur vakið feikna athygli í Evrópu, og er almennt litið á þetta sem fyrsta sporið til batnandi sambúðar í heiminum. Flug- mennirnir eru nú í Goose Bay í Labrador, en eru vænt anlegir til Washington á föstudag og mun Kennedy forseti taka á móti þeim á flugvellinum. TEFJAST VEGNA SNJÓKOMU Flugmennirnir tveir, höfuðs- mennirnir Freeman Olmstead og John McKone eru þeir einu eft- irlifandi af áhöfn bandarískrar flugvélar af gerðinni RB-47, sem rússneskar orustuvélar skutu niður yfir Barentshafi 1. júlí sl. Hafa þeir verið í haldi í Sovétríkjunum síðan. Ætlunin var að þeir kæmu til Washing ton í dag, en vegna mikillar snjókomu eru flugvellir borgar innar lokaðir. Dagblöð Evrópu fagna ákaft frelsun flugmannanna. Þannig segir Daily Express í London í fyrirsögn á forsíðu í dag: Frið arvonir aukast um allan heim við að Rússar senda RB-47 menn ina heim. Og í ritstjórnargrein Frh. á bls. 23 nesiskir hermenn verði kvaddir heim þaðan „eins fljótt og unnt er“, að Marokkó óskar eftir að 3240 hermenn landsins verði sendir heim fyrir lok mánaðarins og að Arabiska Sambandslýðveld ið hefur óskað að hermenn þess, 510 menn, verði sendir heim fyr- ir 1. febrúar. í símskeytum, sem Hammar- skjöld sendi ríkisstjórnum þess- ara þriggja landa í gaer, benti hann á að heimköllun hermann- anna mundi veikja verulega eftir litslið SÞ í Kongó, sem er alls um 16.000 manns, og að ábyrgðin hvíldi algjörlega á herðum þeirra, sem af einni eða annarri ástæðu hafi talið nauðsynlegt að taka slíka ákvörðun. • BROTTFLUTNINGUR HVÍTRA Frá aðalstöðvum SÞ í Leo- poldville er símað að þar hafi verið samþykkt að sveitir SÞ skyldu aðstoða við brottflutning Frh. á bls. 23 Mávurinn kann aldeilis að 1 nota vængina og láta vind- inn bera sig. — Þarna er hópur af mávum niður við höfn í miklu roki. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Góð þjónustu Giessen, Vestur-Þýzkanldi, 26. jan. (Reuter). LÆKNASTÚDENTAR í Giessen, eru eins og aðrir stúdentar, oft í peningavandræðum. Til að leysa eigin vandræði og um leið annarra, hafa þeir tekið upp nýja þjónustu við illa fyrirkall. aða ökumenn, og nefna þeir þjón ustuna „bjargið ökuskírteini yðar“. Hver sá, sem situr við skál, getur hringt í þjónustuna frá kl. 11 að kvöldi til kl. 3 að morgni og fengið ökumann til að aka bifreið sinni heim. Taka læknanemar fimm mörk (kr. 47,—) í „start" gjald og svo eitt mark (kr. 9,14) á hvern ekinn kíiómeter. Santa Maria er á leið til Cape Verde eyja San Juan, Puerto Rico, 26. jan. — (NTB-Reuter) — S V O virðist nú sem upp- reisnarmenn á portúgalska skipinu Santa Maria stefni til Cape Verde eyja, sem liggja út af vesturströnd Af- ríku. Bandaríski flotinn hef- ur tilkynnt að stefna skips- ins hendi til þess að það sé á leið til Dakar, Senegal. En Cape Verde eyjar eru um 300 mílum fyrir vestan Dakar. Yfirmenn bandarísku flota deildarinnar, sem leitar að Santa Maria, bíða enn svars við ósk um að fá að ræða við Galvao, foringja upp- reisnarmanna um borð í skipinu. Matarskömmtun. Tekin hefur verið upp matar- og vatnsskömmtun um borð í skipinu, en hún er rífleg og líð- ur farþegum vel, að því er segir í fréttum. Því er bætt við að far þegarnir hafa ekki hugmynd um hvar sé ákivörðunarstaður skips- ins. Meðal skipa þeirra er leita Santa Mária er bandaríski kjarn orkukafbáturinn Seawolf, og hef ur hann haft loftskeytasamband við sikipið. Talsmaðuir banda- ríska flotans sagði í dag að ó- gjörningur væri að umskipa far þegunum á rúmsjó, og að banda ríski flotinn hefði engin fyrir- mælí um það að hindra skipið í að leita hafnar. Ræddi við Galvao. Seint í gærkvöldi fann banda risk flugvél skipið og var það þá statt um 960 bm. fyrir norð an mynni Amazonfljótsins í Brasilíu. Flugmennirnir höfðu samiband við Galvao og hvöttu hann til að snúa aftur til Puerto Rioo, en hann svaraði því til að hann vildi setja fanþegana á land í hlutlausri höfn. Kvaðst Galvao reiðubúinn til að taka Frh. á bls. 23 Njósnari í Svíþjóð STOKKHÓLMI, 26. jan. (NTB/ Reuter) — Tilkynnt var í Stokk. hólmi í dag að finnskur ríkis- borgari hafi verið handtekinn þar fyrir njósnir. Hefur Finninn játað að hafa gefið erlendu ríki hernaðar- óg stjórnmálalegar upplýsingar um annað erlent ríki. Aftonbladet skýrir frá þvi að Finni þessi hafi á stríðsárunum verið starfandi nazisti í Finn- landi, og m. a. verið meðlimur í SS-sveitum Hitlers. Hann hef. ur verið lengi búsettur í Sví- þjóð og starfaði í Gautaborg. — Hann hefur undanfarna tvo mán uði verið undir eftirliti öryggis- lögreglunnar og var handtekinn fyrir viku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.