Morgunblaðið - 01.03.1961, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.03.1961, Qupperneq 8
I 8 M O R C V /V fí L Á Ð 1Ð Miðvikudagur 1. marz 1961 „Við íslendingar getum verið hreyknir af þessum málalokum” | Rætt við utvegsmevir, skipstjóra og báta- | | sjómenn um lausn fiskveiðideilunnar við Breta j I GÆR fór fréttamaður blaðs ins á stúfana til að heyra hljóðið í sjómönnum og út- gerðarmönnum um samkomu lagið um lausn á fiskveiði- deilunni við Breta. Hitti blað ið að máli bæði togaraskip- stjóra, bátaútvegsmenn og bátasjómenn. Fara ummæli þeirra hér á eftir: ÞAÐ SEM ÞEIR FÁ ER EINSKIS VIRÐI Hinn kunni bátaformaður Ein- ar Sigurðsson var í gær að steina netin 'í bát sínum, Aðalbjörgu, Einar Sigurðsson RE, og búa hann út á net. Hann sagði skýrt og skorinort, að samningarnir værú svo stór- kostlegir að sjálfsagt væri að ganga að þeim þegjandi og hljóðalaust. — Hvað finnst þér merkast i þeim? — Stækkunin á grunnlínu- stöðunum eru stærsta atriðið, bæði á Flóanum og fyrir Norð- urlandi, svo maður tali nú ekki um Bankann. Þetta eru stórkost- legir punktar. Ég verð að segja það, að ég bjóst alls ekki við að hægt væri að komast svona langt. Það eru hvergi heil tvö ár sem Bretarnir fá að vera innan. Og þetta er allt í smáskikum. Þegar á að fara að dæma menn til að veiða í smáhólfum, þá verður nú lítið úr. Það er að vísu langt síðan ég var á togara, en eftir því sem ég þekki til, þá held ég að þau séu einskis virði þessi hlunnindi sem Englendingarnir fá. — Heldurðu að þetta sé skoð- un manna hér við höfnina? — Ég hefi engan heyrt mæla á móti því. FÁUM BANKANA FRÍA Gunnar Þórarinsson var líka að búa bát sinn á net í höfninni. Báturinn er nýkeyptur frá Keflavík hét Bjarnþór, en hefur ekki enn hlotið nýtt nafn. Hann miðar við að byrja um helgina. Gunnar var togaraskipstjóri í 10 ár og er því mjög kunnugur togaramiðunum. Hann kvaðst hafa verið að lesa Mbl. og kynna sér samningana. — Og ég vona að við fáum það sem í blaðinu stendur, sagði hann, — Sérstaklega er þetta mikill sigur fyrir okkur með Selvogs- bankann, Eldeyjarbankann og Jökulinn, sem við fáum þarna algerlega frí. Það er eins og ég segi, ég vona bara að þeir beri gæfu til að ganga að þessu. Sama sinnis er hver einasti mað- ur sem ég hefi talað við við höfnina í dag. Enda getur eng- inn maður, sem hefur vit á mál- inu, haft á móti þessu. NÚ HVERFA HERSKIPIN AF MIÐUNUM — Ég tel að gerðir hafi verið mjög hagtæðir samningar við Breta í landhelgismálinu, sagði Einar Guðfinnsson útgerðar- maður í Bolungarvík er blaðið hafði tal af honum í gær. Til dæmis hafði ég ekki reiknað með að nein útfærsla fengist á grunn- línum. Þá er útfærslan fyrir Norður- og Suðurlandi, þar sem beztu fiskimiðin og hrygningar- stöðvarnar eru, að vonum mjög mikilsverð fyrir okkur. Og eins og annars staðar hverfa nú her- skipin af miðunum úti af Vest- fjörðunum, þar sem 12 mílna fiskveiðitakmörkin gilda allt ár- ið, án nokkurrar undanþágu. Það hefir verið sárgrætiíegt að sjá hin stóru herskip fylgja tog- urunum upp að 4 mílunum síð- ustu ár, og ég verð að segja að oft hefir mér liðið- illa vegna þess ofbeldis, sem Bretar sýndu. En sem sagt, nú hefir verið samið eins og bezt verður á kos- ið og þannig að allir vel við una. Við höfum náð því marki að fá viðurkenningu Breta á 12 míl- Einar Guðfinnsson unum, þótt við verðum hins vegar að sýna nokkra undan- látssemi næstu 3 árin. Mér finnt að við hefðum ekki getað reikn- að með minni fórn en raun varð á. Reiði útgerðarmanna og sjómanna í Grimsby og víðar ber það með sér, að haldið hefir verið vel á okkar málum, og við íslendingar getum verið hreyknir af þessum málalokum. OKKUR ÞÆTTI ÞETTA LÉLEGT Á ÍSLENZKU TOGURUNUM Pétur Jóhannsson, skipstjóri á Hvalfellinu, hefur verið í landi síðan á laugardag, er skipið kom úr söluferð til Þýzkalands, og ætlaði hann út aftur á veiðar í gærkvöldi. — Mér lízt bara vel á þessa samninga við Breta, og finnst að málið hafi leystst vel fyrir okk- ur, sagði Pétur, er við vorum setzt jnn í stofu hjá honum á Ljósvallagötu 22. — Ég held að enginn sem vill, geti séð annað en að við höfum sloppið vel. Það er ákaflega mikils virði Pétur JóAannsson að fá viðurkenningu á 12 mílna landhelgi, í stað þess að standa í óendanlegu þrasi. Og auk þess tekið fram að þetta sé ekkert lokatakmark. — Og svo er það útfærzla grunnlína. Hvað segirðu um það atriði? — Ja,' við íslenzku togara- mennirnir töpum nú líka á því, þegar grunnlínurnar eru færðar út, þar eð við fáum ekki heldur að fara inn fyrir. En annars fer minnstur hlutinn af veiðunum fram svo innarlega. Við veiðum yfirleitt dýpra. — Finnst þér það' mikill ó- kostur að þurfa að veita Bret- unum undanþágu til að veiða á takmörkuðum svæðum innan við línuna hluta úr árinu í þrjú ár? — Nei, ég held að það geti ekki farið með okkur. Þetta er svo stuttur tími, enda ekki þar með sagt að alltaf sé fullt af fiski þó komið sé inn fyrir 12 mílna mörkin. Það getur þó ein- staka sinnum verið fiskirí á þess um stöðum. Okkur þætti það lé- legt á íslenzku togurunum, ef við fengjum ekki að fara meira inn fyrir en þetta. — Þið hafið verið á heima- miðum. Hafið þið séð mikið til brezku togaranna? — Nei þeir eru á öðrum mið- um yfirleitt miklu nær landi. Þeir leggja meira upp úr því að veiða verðmeiri fisk, kola og ýsu, þó það sé þá minna af hon- um. Það eru þó tímar á árinu, þegar betra er að vera fyrir inn- an, t. d. hér fyrir súnnan á vorin og yfir vertíðartímann og við Vestfirðina á veturna, þegar of slæmt veður er til að veiða á rúmsjó. En Bretarnir fá engar undanþágur út af Vestfjörðum, skilst mér. — Já, þú ert Patreksfirðingur og hefur auðvitað verið á tog- urum fyrir vestan. — Já, en síðan 1951 hefi ég verið á togurum héðan og skip- stjóri í eitt ár fyrst með Hval- fellið, þá Sigurð, og nú aftur með Hvalfellið. — Hvert haldið þið í kvöld? — Það veit maður aldrei. Ef fréttist af því að einhversstaðar hafi lifnað yfir veiðunum, þá förum við umsvifalaust þangað. Þetta hefur verið óskapleg ör- deyða undanfarið. Svo óskuðum við Pétri góðrar ferðar. TÍÐINDAMENN blaðsins brugðu sér austur fyrir Fjall og höfðu tal af nokkrum formönnum í útgerð arhöfnunum, Stokkseyri, Eyrar- bakka og Þorlákshöfn. Sem kunn <ugt er er friðunarsvæðið út af Sel vogi mjög aukið með tilkomai hinnar nýju grunnlínu. Svör for- mannanna voru yfirleitt á einn veg. Þeir fögnuðu samkomulag- inu og töldu að úr því sem kom- ið væri hefði þetta verið bezta lausnin. AUKIN FRIÐUN — BATNANDI VEIÐI Við komum fyrst til Bjarna Jó- hannssonar formanns á Jóhanni Þorkelssyni ÁR 24, sem er 28 tonna bátur og gerður út frá Eyrarbakka. — Mér finnst í rauninni hart að þurfa að ganga til samninga við Breta um þetta mál, en úr því sem komið er var ekki um annað að ræða og hefði gjarna mátt vera búið að semja fyrr. Þetta er áreiðanlega til mikilla hagsbóta að minnsta kosti fyrir okkur hér við Suðvesturlandið. ■— Aukning friðunarsvæðisins verður mjög mikil og hvað mest virði á netavertíðinni. Það er ó- líku saman að jafna eða þegar skipin voru að skrapa hér þrjár mílur frá landi. — Við hér á Eyrarbakka höfum lítið sem ekkert getað rætt þetta ennþá, við höfum verið á sjó síð- an fregnin um þessa samninga barst._ — Ég get ekki séð að hætta sé því samfara að semja um viss svæði handa Bretunum til þriggja ára. Þessi tími líður fljótt og það er fyrir mestu að fá yfirráð yfir öllu svæðinu að lokum.. — Ég tel að á undanförnum ár- um hafi veiðarnar fyrir bátana hér við Suðurland farið stórum batnandi eftir því sem friðunin fyrir ágangi togara hefir aukizt, segr hinn 38 ára gamli formaður, sem stjórnað hefir báti frá Eyr- arbakka sl. 9 ár. ÞAÐ VARÐ AÐ FINNA LAUSN f Þorlákshöfn hittum við fyrir Guðmund Friðrikson formann á mótorbátnum Friðriki Sigurðs- syni. Báturinn er 36 tonn að stærð og þeir róa 5 á honum með línu. Guðmundur hefir verið formaður í 9 ár og þá jafnan róið frá Þor- lákshöfn. Bjó hann framan af á Selfossi en er nú nýfluttur út eft- ir og hefir byggt sér hús í hinni vaxandi útgerðarstöð. .— Mér hefir alltaf fundizt að leysa eigi öll deilumál m,eð samn ingum. Það er enda mjög tak- markað sem smáþjóð getur leyft sér Við getum ekki sett hnefann í borðið. — Mér finnst, að við, sem róum hér út á Sevogsbankann, getum vel unað okkar hag með þá samn inga, sem gerðir hafa verið við Bretana. — Við skipsfélagarnir vorum að ræða þetta mál um borð í bátnum í dag og mér skyldist að | yfirleitt væru þeir allir fylgjandi Guðmundur Friðriksson þessu samkomulagi. Um pólitísk- ar skoðanir þeirra er mér ekki kunnugt, en þetta mál virtist ekki fara eftir þeim. — Þetta er líka sérstaklega hag kvæmt hvað snertir netaveiðarn- ar. Nú þurfum við ekki að eiga það á. hættu að togararnir eyði- leggi þau fyrir okkur. — Vandamáið verður kannske helzt á þeim stöðum þar sem Bretarnir fá leyfi til að fiska á mili 12 og 6 mílna. Menn verða e.t.v. óánægðir þar. En þrjú ár eru ekki langur tími í sögunni. — Þetta var vandræðaástand eins og það var. Á því varð að finna lausn. Og ég verð að segja að eftir ölum atvikum er hún góð, sagði Guðmundur Friðriks- son að lokum. ALLIR Á EINU MÁLI Bátarnir tveir, sem gerðir eru út frá Stokkseyri, voru ekki komnir að, þegar við komum nið- ur að bryggjunni. Skömmu síðar sáum við bát fyrir utan skerin. Það var engu líkara en hann væri stjórnlaus þar sem hann veltist I öldurótinu. En þótt hann virtist öðru hverju ætla að leggjast á hliðina, þegar öldurnar vönguðu hann eða stormurinn sló hann utanundir, rétti hann sig við aft- ur og stefndi ótrauður að landi, fram hjá skerjum og boðum. Það Jósep Zophoníasson var tignarlegt, að sjá þessa litlu skel brjótast gegnum hveija hindrun og þræða krókótta leið að bryggjunni. Þarna hefur ein- hvern tíma verið róinn lífróður að landi í gamla daga. Nokkrir heimamanna stóðu á hafnarbakk- anum og fylgdust með siglingu Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.