Morgunblaðið - 01.03.1961, Síða 11

Morgunblaðið - 01.03.1961, Síða 11
Miðvikudagur 1. marz 1961 MORCUNBLAÐIÐ 11 HANDRITAMÁL okkar Is lendinga eru allmjög til 1 umræðu manna á meðal þessa dagana, vegna frétta um það, að núverandi menntamálaráðherra Dana Jörgen Jörgensen muni hafa hug á að leiða það til lykta í embættistíð sinni — en hann er sagð- ur hlynntur því, að íslend ingum verði skilað hand- ritunum flestum þeirra a. m. k.), og mun hafa meiri- hlutafylgi innan ríkis- stjórnarinnar til siíkrar Þjdðardýrgripnum skitað — eftir langvinnar samningaumleitanir ráðstöfunar, með einhverj um hætti. —— • En það eru fleiri en fs- Iendingar, sem eiga og hafa átt þjóðardýrgripi á erlendri grund og þurft að heyja harða baráttu fyrir því að fá þá aftur heim. — Skömmu eftir að heimsstyrjöldin síðari brauzt út, tóku nokkrir pólsk ir ættjarðarvinir dýrmætan listvefnað — góbelinteppi — úr Wawel-höllinni í Krakow og smygluðu þeim úr Iandi. Eftir einhverjum krókaleið- um, sem ekki eru fyllilega kunnar, fóru þessi verðmætu teppi með leynd um mörg lönd Evrópu og loks yfir Atlantshafið — til Kanada. —★— • Siðan styrjöldinni lauk, hafa Pólverjar staðið í samn- ingum við stjórnarvöld í Kan ada um að góbelín-teppunum dýrmætu yrði aftur skilað heim til Póllands. Þetta tókst loks um áramótin síðustu, og nú eru þessir þjóðardýrgripir á ný í heimalandinu. — Á myndinni sjást nokkrir pólsk- ir safnverðir skoða eitt af hinum dýrmætu teppum við heimkomuna. Einar var mikill eljumaður og stundaði öll störf sín af kost- gæfni og heiðarleik. Það má hverjum manni augljóst vera að jafn náin samvinna um áratuga skeið sem var með þeim Einari og Kristjáni Tryggvasyni hefði ekki getað blessazt nema fyrir það að þar áttu hlut að máli góðir menn og gegnir, heiðar- legir og tillitssamir. Eg hygg að vandfundin sé svo löng sam- vinna sem jafn ágæt hefir verið. Oflof er háð, en það munu engir menn mæla, sem þekktu Einar klæðskera, að honum hafi verið lagt hér til né annarsstað- ar, meira lof né fegurri vitnis- burður en hann átti skilið. Ég þakka honum fyrir mig og mína, sérstaklega fyrir konuna mína, sem hann alla tíð var sem hinn elskulegasti faðir. ísafjörður hefir misst einn af sínum svipmestu og beztu borg- urum nú þegar Einar Guð- mundsson er allur. Það er góð ósk til handa ísafirði að hann eignist marga slíka heiðurs- menn til starfs á staðnum. Is- firðingar munu minnast Einars klæðskera með þökk og virð- ingu og svo mun um alla aðra sem eitthvað tii þessa ágæta manns þekktu. Sverrir Hermannsson. Gjöf til Krobbo- meinsfélogsins UNGMENNAFÉLAGIÐ „Gaman og Alvara“, Köldukinn, S-Þing. hélt nýlega skemmtun til ágóða fyrir Krabbameinsfélag íslands. f því tilefni hélt form. ungmenna félagsins, Sigurður Sigurbjarnar- son Björgum, ræðu og sagði með- al annars, að hann vonaði að fólk nyti þessarar skemmtunar betur en ella, þar sem það með komu sinni, rétti ungu, févana líknar- félagi hjálparhönd. Hann kvaðst vita, að þetta fámenna ungmenna félag gæti litlu áorkað með sínu fátæklega framlagi, ágóði einnar skemmtunar í litlu húsi, en ef til vill yrði þetta framlag drýgra en áhorfðist, ef það gæti orðið öðr- um hvatning að gera slíkt hið sama. Krabbameinsfélag íslands hefir nú veitt þessari peninga- gjöf móttöku, og að sjálfsögðu metur það mikils hina góðu gjöf og þakkar af heilum hug. (Krabbameinsfélag íslands) Einar Guðmundsson klæðskera- meisiari frá Isafirði — Minning 0,0*0&>0Í0 000.0 0 00 0:0^..0- EINAR Guðmundsson klæðskera imeistari á ísafirði lézt hinn 18. þ. m. Var bálför hans gerð frá Fossvogskapellu sl. . mánudag. Með honum er til moldar hnig- inn einn traustasti og bezti borg ari ísafjarðarkaupstaðar. Einar Guðmundsson var fædd ur í Reykjavík 81. ágúst árið 1894 og var því rúmlega 66 ára er hann lézt. Einar fór ung- ur vestur til ísafjarðar og hóf þar nám í klæðskeraiðn. Síðar fór hann til Danmerkur, stundaði þar framhaldsnám og lauk meist araprófi. Dvaldist hann ytra um 5 ára skeið. • Þegar hann kom heim til ísa- fjarðar aftur stofnaði hann fljót- 'lega klæðskerafyrirtæki með Kristjáni Tryggvasyni. Áttu þeir eaman nær 40 ára langt náið og eott samstarf. Nutu þeir og fyr- irtæki þeirra jafnan hins mesta traústs, enda báðir einkar prúðir menn og áreiðanlegir í allri íramkomu og viðskiptum. Einár Guðmundsson kvæntist árið 1929 Þuríði Vigfúsdóttur frá Hafnarfirði, glæsilegri konu, sem reyndist honum samhentur og elskulegur lifsförunautur. Áttu þau fagurt og hlýlegt heimili á ísafirði alla tíð. Ólu þau upp tvær fósturdætur, sem nú eru báðar giftar. Ég minnist Einars Guðmunds- sonar allt frá þvx að ég kom ungur sveitadrengur innan úr Djúpi í kaupstað til ísafjarðar. Hann var ævinlega ljúfur og mildur í fasi og orðræðum. Það var bjart og hlýtt yfir umhverfi hans. Sönn háttvisi og hófsemi var höfuðeinkeimi skapgerðar hans. Hann var listrænn, hafði yndi af söng og leiklist og tók sjálfur verulegan þátt í listalífi bæjarfélags síns. Hann varð vin- sæll af mannkostum sínum, en var í eðli sínu fremur hlédrægur maður, sem leitaði hamingju sinnar frekar innan vébanda heimilis sins en í fjölmenni. Þó var hann gleðimaður og gladdist heilshugar í góðum félagsskap. Þeir sem kynntust Einari 'klæðskera, en svo var hann oft kallaður, eiga um hann góðar minningar einar. Heimili hans og frú Þuríðar var eitt af öndvegis- heimilum Isafjarðar. Vinir þess minnast hans nú með þakklæti um leið og þeir votta konu hans, fósturbörnum og öðru skylduliði einlæga samúð við fráfall hans fyrir aldur fram. S. Bj. ÞAÐ voru mikil ótíðindi, sem mér bárust á önnur lönd, að Einar klæðskeri væri dáinn. Að vísu var mér fullkunnugt um að hann hafði ekki gengið heill til skógar um árabil. Allt að einu kom andlátsfregn þessa ágæta manns mjög að óvörum. Svo hressilegur var hann í framgöngu og umsvifamikill við störf sín að trúlegra var að hon um myndi endast líf og heilsa enn um hríð. Þó kann að vera að þessi háttvísi maður hafi dulið aðra veikindi sin, að hann hafi oft á tíðum verið þjáðari en hann vildi vera láta. Enginn má sköpum renna og víst er um það að örlögum sín- um mætti Einar með höfðings- skap til orðs og æ?is sem svo mjög einkenndi hann alla tíð. . Einar Ágúst Guðmundsson var fæddur að Skáholti í Reykjavík 31. ágúst 1894, sonur Guðmundar Guðmundssonar og konu hans Sigurveigar Einars- dóttur. Ungur að árum fluttist Einar til ísafjarðar þar sem hann hóf nám í klæðskeraiðn hjá Þorsteini Guðmundssyni, klæðskerameistara. Að loknu námi þar sigldi Einar til Dan- merkur til framhaldsnáms í iðn sinni og dvaldi ytra í fimm ár. Lauk hann þar meistaraprófi. Að lokinni Danmerkurdvöl lá leið hans enn á ný til ísafjarð- ar, þar sem hann skömmu síð- ar stofnsetti klæðskerafyrir- tæki og karlmannafataverzlun ásamt Kristjáni Tryggvasyni, klæðskerameistara. Að því vann hann alla tíð síðan til dánardægurs. Þann 30. apríl 1929 kvæntist Einar Þuríði Vigfúsdóttur, Gests sonar jámsmiðs í Hafnarfirði og konu hans Steinunnar Jónsdótt- ur. Lifir hún mann sinn ásamt tveim uppeldisdætrum þeirra hjóna, Sigrúnu, sem gift er Yngva Guðmundssyni rafmagns eftirlitsmanni og Sigríði gift Jónasi Helgasyni vélstjóra. Einar Guðmimdsson var fríð- ur maður sýnum og föngulegur. Hann var höfðinglegur í allri framgöngu svo af bar, prúður og festulegur. Viðmótsþýður og elskulegur en fastur fyrir og allharður í horn að taka ef hon- um var í einhverju misboðið. Á sínum yngri árum tók Einar allmikinn þátt í félagsstarfi á ísafirði, svo sem í leikstarfsemi og sönglífi staðarins og var í hvorutveggja mjög hlutgengur. Einar fylgdi Sjálfstæðisflokkn- um að málum og varð þar engu um þokað. Þótti hann hinn bezti liðsmaður þar í sveit. Einar var mikill gæfumaður. Hann eignaðist hina ágætustu konu sem var honum samhent og einhuga í öllu ævistarfi. Heimili þeirra var eitt það myndarlegasta, sem ég hefi gist, og ég fullyrði að allir þeir, sem því kynntust, munu ljúka upp einum munni um að þeir hafi ekki á öðrum stöðum átt betra og elskulegra atlæti. Heimilið, börnin og síðar barnabörnin voru honum allt í öllu. Þeim helgaði hann starf sitt og umhyggju með þeim hætti, að hvergi verður fundin á hin minnsta missmíð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.