Morgunblaðið - 24.03.1961, Side 8

Morgunblaðið - 24.03.1961, Side 8
8 MORGTJWTtLAÐlÐ Föstudagur 24. marz 1961 Nýting orkulinda grundvöllur efnahagsframfara landsins Efla þarf visindalegar rannsóknir FRUMVARP ríkisstjórnarinn ar um stofnun jarð>hitasjóðs og jarðboranir ríkisins var til 2. umræðu á fundi neðri deildar Alþingis í gær. Hafði fjárhagsneínd deildarinnar fjallað um, frumvarpið og mælti Birgir Kjaran fyrir áliti nefndarinnar. Umfangsmiklar vísindarannsóknir í upphafi ræðu sinnar gerði Birgir grein fyrir höfuðþáttum frumvarpsins -Sagði hann, að það gerði ráð fyrir stofnun jarð- hitasjóðs, stórauknum jarðbor- unum, víðtækari leit að heitu vatni og um- fangsmiklum vís- indarannsóknum j arðfræðilegum og jarðeðlisfræði legum með það fyrir augum að kanna varma- vatnsauðlindir landsins og nýtingarmöguleika þeirra til híbýlahitunair, orku- vinnslu og iðnaðar. Ef vel tæk- ist til með framkvæmd efnis þess þyrfti það ekki að vera nein hilling að eygja í þeim vísi að þátttaskilum á sviði hagnýtingar íslenzkra orkulinda og iðnvæðingar landsins. Þörf stóraukinn fjárframlaga Síðan vék Birgir að því, að svo til allar vísindarannsóknir í þágu atvinnuvega landsmanna hefðu átt við kröpp kjör að búa og fjárframlög til þeirra hvergi nærri fylgt vaxandi þjóðartekj- um, hvað þá heldur, að um verulega hlutfallslega aukningu á fjárframlögum til þeirra hafi verið að ræða. Þetta væri rauna- leg staðreynd á þeirri öld, er allar þjóðir kappkosta að stór- auka framlög síin til vísinda- llannsókna í þágu atvinnuveg- anna. Það væru ekki aðeins stóru og ríku þjóðirnar, sem þanr höguðu fjármálastefnu sin heldur einnig hinar smærri og þær, sem úr minnu hafa að spila. Á árunum 1950—1960 hefði fjármagn til rannsókna hér á landí í öllum atvinnugneinum nema á sviði raforkumála varla gert betur en að standa í stað miðað við árlegar þjóðartekjur. Og sjálfsagt mundi margur furða sig á þeirri staðreynd, að á þessum árum, þegar útflutn- ingsverðmæti islenzkra sjávar- afurða, hefði numið 9.872 millj. kr., hefði aðeins verið varið inn- an við 90 millj. kr. til vísinda- rannsókna, fiski- og síldarleitar og annarra rannsókna í þágu þessa höfuðatvinnuvegar, eða minna en 1% af verðmæti út- fluttra sjávarafurða. Jarðhitasjóður mundi ásamt raforkusjóði hafa mikið verk að vinna, sagði Birgir. Eini auður þessa lands fyrir utan fiskimiðin fyrir ströndum þess væru orku- lindirnar, orka fallavatnanna og varmavatnsins. Sáralítið af þess- um orkulindum væri enn kannað til hlítar, hvað þá hagnýtt. Hraða verður nýtingu orkulindann- Það mætti til sanns vegar færa, sagði ræðumaður, að jarðhitarannsóknir hér á landi séu ekki eins viðurhlutamiklar og rannsókn vatnsorkunnar, þar sem liklegt orkumagn sé svo miklu minna. Þó væri hér ©kki um neina smámuni að ræða, og benti Birgir á, að fjórum jarð- hitastöðum hér á landi, Krýsu- vík, Hengli, Torfajökli og Námafjalli væri áætlað virkjan- legt orkumagn fyrir hendi sem er 9 sinnum meira en öll sú vatnsorka, sem þegar hefur verið virkjuð í landinu. í lok ræðu sinnar sagði Birgir Kjaran, að það væri trú sín, að efnahagsframfarir þjóðarinnar á komandi árum, lðnvæðing landsins, tilkoma stóriðju árviss höfuðatvinnu- AlþjóðSega framfara- stofnunin FRV. ríkisstjórnarinnar um þátttöku íslands í Hinni al- þjóðlegu framfarastofnun var afgreitt sem lög frá Alþingi á fundi efri deildar í gær. í lögunum er ríkisstjórn- inni heimilað að gerast aðili að stofnuninni, sem á ensku nefnist International Develop ment Association, og heimil- að að taka lán í Seðlabank- anum, sem nemi 100.000 doll- urum, til þesss að standast straum af framlögum íslands til stofnunarinnar. í 1. gr. samningsins um stofn- unina segir um markmið henn- ar: „Markmið stofnunarinnar er að stuðla að efnahagslegum framkvæmdum, auka framleiðni og bæta þar með lífskjör í löndum þeim, er skammt eru á veg komin og þátttakendur eru í stofnuninni, einkum með því að útvega fjármagn til þýðing- armikilla framkvæmda með kjör um, sem eru rýmri og íþyngja ekki greiðslujöfnuðinum jafn- mikið og venjuleg lán, og stuðla á þann hátt að þeim markmið- um framkvæmda, sem Alþjóða- bankinn til viðreisnar og fram- kvæmda (sem hér eftir nefnist „bankinn") sefnir að, svo og að auka við starfsemi hans. vegar við hlið gömlu máttar- stólpanna sjá.varútvegs og landbúnaðar, byggist á hraðri nýtingu orkulinda landsins. En til þess að þær verði hag- nýttar þyrfti vísindalegar rannsóknir, rannsóknir og aftur rannsóknir, og til þeirra þyrfti fjármuni, sem þetta frv. stefni m. a. að að afia. Gunnar Thoroddsen Umbæiur á fæðingar- stað Jóns forseta Ur ræðu Gunnars Thoroddsen fjármálaráðherra GUNNAR THORODDSEN fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frv. í neðri deild, um heimild fyrir ríkisstjórnina til að láta gera gullpening í tilefni af 150 ára afmæli Jón Sigurðssonar. Komst hann þá m.a. að orði á þessa leið: að nokkur hagnaður verði gerð og sölu þessa penings. af Með þessu frv. er farið fram á heimild til handa rfkisstj., til þess að láta gera gullpening í tilefni af 150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní næst kom- andi. Ágóðanum af sölu þessa gullpenings er ætlað að verja til umbóta á fæðingarstað Jóns forseta, Hafnseyri við Amar- fjörð. Þar hefur að undanförnu verið unnið að byggingu húss, sem á að vera heimavistarskóli fyrir alla sveitahreppa Arnar- fjarðar, og ©nnfremur gert ráð fyrir, að húsið megi nota sem gistihús að sumarlagi. • Bygging prestsseturs Þá þarf einnig að byggja prestssetur, íbúð fyrir bónda, kirkju eða kapellu í stað þeirr- ar hrörlegu kirkju, sem nú er þar; þá er skógræktargirðing og lagfæring ýmiss konar, til laust kaupa þá til minja og gjafa. Að áliti kunnugra manna um þessi efnj má gera ráð fyrir, • Fæðingarstaður forsetans ' Rafnseyri, sem áður fyrr hét Eyri við Arnarfjörð, er land- námsjörð. Þar námu land Án rauðfeldur og kona hans Grelöð, sem mun því úáðið hafa, að þau hjón festu þar bú. Þau bjuggu áður í Dufansdal. Þar þótti Grelöðu illa ilmað úr jörðu. En á Eyri við Arnarfjörð þótti henni hunangsilmur úr grasi. Síðar nokkru bjó þar Rafn Sveinbjarnarson, sá, sem var merkastur og mestur læknir á íslandi, og væntanlega um Norð- urálfu alla, á þeirri tíð. Hefur hann þótt manna maklegastur þess, að staðurinn væri við hann kenndur og bæri hans nafn. Því hefur Eyri við Arnarfjörð á síð- ari öldum borið heitið Rafns- eyri. Á þessum stað fæddist Jón Sig- urðsson, og er það að sjálfsögðu skylda fslendinga að sýna fæð- ingarstað forsetans, sóma og gera hann sem bezt úr garði. Framkvæmdir þar vestra hafa verið undir umsjá forseta ís- lands og þingmanna Vestfjarða, í samráði við ríkisstj., biskup, húsameistara ríkisins og fræðslu- málastjóra. Þetta frv. var lagt fyrir Ed. og var samþykkt þar einróma. Ég vænti þess, að það fái sömu viðtökur hér. Ég vil leggja til, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. fjárhagsnefndar. Var frv. vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar með 25 sam- hljóða atkvæðum. Lat tveggja Stykkishólmsbúa STYKKISHÓLMI, 18. marz. — Una Guómundsdóttir í dag fór fram frá Stykkis- hólmskirkju jarðarför frú Unu Guðmundsdóttur, ekkju Olgeirs sáluga Kristjánssonar skósmíða meistara, að viðstöddu fjölmenni en Una andaðist a<5 Hrafnistu í Reykjavík 8. marz s.l. en þar hafði hún dvalið undanfarið sök um vanheilsu. Prófastur sr. Sig urður Ó. Lárusson jarðsöng. Una Guðmundsdóttir var fædd í Stykkishólmi 28. júlí 1893 dótt ir hjónanna Charlottu Jónsdótt ur og Guðmundar Halldórssonar, þess að gera þenna stað þannig 1 en þau voru merkishjón og úr garði, að sómi verði að. Al- minnast eldri Hólmarar þeirra þingi hefur undanfarin ár veitt | vegna mannkosta þeirra og prýðb nokkurt fé til þessara fram kvæmda. En til þess að þeim skili betur áfram, er gert ráð fyrir að gefa út þennan gull- pening, en hagnaður af honum ætti að verulegu leyti að geta staðið undir framkvæmdunum, þangað til lokið er. Gert er ráð fyrir í frv., að þessi gullpeningur geti samkv. forsetaúrskurði verið gjaldgeng mynt, og ennfremur, að heimil- að verði að selja hann með allt að 50%. álagi. Fjöldi safnenda víðs vegar um heim kaupir slíka peninga. íslendingar munu vafa- Una átti æ heima í Stykkis- hólmi. Þar giftist hún Olgeiri Kristjánssyni skósmíðameistara árið 1911 og bjuggu þau í far- sælu hjónabandi unz Olgeir lézt 19. júní 1957. Þeim varð 4 dætra auðið sem allar eru á lífi. Tvær þeirra giftar í Ameríku, ein á Patreksfirði og ein í Reykjavík. Voru allar dæturnar viðstaddar jarðarför móður sinnar og komu dætur hennar frá Ameríku í þess ari viku þaðan til að geta fylgt móður sinni seinasta spölinn. Heimili Unu og Olgeirs var róm að jafnan fyrir sérstakan mynd arskap og virðuleik. Fjölskyldan Hækkuð framlög til ræktunar og íbúðabygginga á nýbýlum jafnan öll sem einn maður og þótt leiðir skildu var umhyggja dætranna fyrir foreldrunum aa hin sama. Þessara mætu hjóna og hins ágæta heimilis þeirra er saknað í Stykkishólmi. Sigurður Marinó Jóhannsson í gær hinn 17. marz andaðist hér í Stykkishólmi Sigurður Marinó Jóhannsson sjómaður. Hann var fæddur í Stykkishólmi 27. júlí 1887 sonur hjónanna önnu Sigurðardóttur og Jóhanns Er- lendssonar söðlasmiðs. Sigurður fór víða um æfina. Lengst var hann í Stykkishólmi. Hann flutt ist með foreldrum sínum í Mikla holtshrepp í barnæsku og svo í Ólafsvík 12 ára. Um fermingar- aldur fór hann í vinnumennsku. Var á Rifi í Neshreppi og víðar en um tvítugt fluttist hann aftur til foreldra sinna sem þá voru komin í Stykkishólm og hjá þeim var hann unz hann reisti bú sjált* * ur en 29 ára gekk hann að eiga Hansínu Jóhannesdóttur, úr Eyr arsveit. Lifir hún mann sinn. Sigurður stundaði lengstum sjóinn meðan hann mátti eða yíir 40 ár og undi þar hag sínum vel. Þegar kraftar tóku að bila fór hann í land og vann þá dTlgenga daglaunavinnu allt til þess er sjúkdómur sá er varð honum að aldurtila tók hann frá störfum. Sigurður var dugnaðarmaður, vinfastur og orðheldinn. Átti því marga vini. Þau hjónin bjuggu allan sinn búskap í Stykkishólmi og eignuðust 4 dætur. Einnig ólu þau tvö börn upp. RÍKISSTJÓRNIN hefur borið fram frv. um breyting á lög- um um landnám, ræktun og byggingar í sveitum. Var frv. til 1. umræðu í efri deild Alþingis í gærdag, og fylgdi Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra því úr hlaði f.h. ríkisstjórnarinnar. Skýrði landbúnaðarráðherra frá því, að frv. stefndi að því að vega á móti þeim verðlagsbreytingum, sem orðið hafa á undanförnum árum til hækkunar á framkvæmda- kostnaði við ræktun og byggingar. í 1. gr. frv. er gert ráð fyrir framlagshækkun til ræktunar, sem nemur alls 1.5 millj. kr. Múndi þetta leiða til þess að hægt væri að hækka framlög til éinstaklinga um 15—20 þús. kr. á býli, eða að framlagið hækkaði úr 36 þús. kr. í 50—55 þús. kr. á býli, miðað við sömu býlatölu og verið hefur á styrkkerfinu á undanförnum árum. í 2. gr. frv. er svo gerð tillaga um tilsvarandi hækkun á fram- lagi til bygginga íbúðarhúsa á nýbýlum. Til þess að standa undir þessari hækkun skulu framlög á þessum lið til Landnáms ríkisins hækka um 500 þús. kr., úr 1.5 millj. kr. Mundi þetta framlag hækka um 15 þús. kr. á íbúðar- hús. Ákvæði 3. gr. frv. um 1.5 millj. kr. hækkun eru afleiðing laga sem sett voru á sl. ári um framlög til þeirra bænda, sem komast í erfiðleika vegna íbúð- arhúsabygginga á jörðum sínum. í ljós hefur komið hin síðari ár, að mikil hætta er á, að jarðir, sem búið er að rækta og byggja peningshús á, hafa ek'ki mann- sæmandi íbúðarhús og geta farið í eyði, af því að eigendur treysta sér ekki til uppbyggingar íþúðar. Hónferð á söiig»»eaiim(iin VALDASETÖÐUM, 20. marz. —. UMF Drengur gengst fyrir hóp- ferð héðan í kvöld á Kabarett sýningu Fóstbræðra, sem halda á í kvöld. Þess var getið héðan í fréttum í gær, að Magnús á írafelli hafi dottið af hesti og meiðzt af þeim sökum. En þá var ekki vitað hver meiðsli hann hlaut. En nú er það vitað, að hann skarst á fæti undan skaflaskeifu á hests fæti. Var farið með Magnús að Reykjalundi, var gert að sárum han þar, því að ekki náðist 1 héraðslækninn. Fór Magnús svo heim eftir aðgerðina. St.G.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.