Morgunblaðið - 24.03.1961, Síða 24
íþróttir
Sjá bls. 22
Alþingi
Sjá bls. 8.
Föstudagur 24. marz 1961
Danir þurfa handritin
til frekari rannsókna
/
— segir Politiken
Kaupmannahöfn, 23. marz.
Einkaskeyti frá Páli Jónssyni.
UNDIR fyrirsðgninni Nálg-
ast samkomulag um handrit-
in, segir Kaupmannahafnar-
blaðið Politiken í dag: Kunn-
ugt er að núverandi ríkis-
stjórn vill mjög gjarnan ná
endanlegu samkomulagi í
málinu. Eftir því sem vitað
er ríkir hjá stjórninni sú
skoðun að íslandi beri að
minnsta kosti að fá hluta
handritanna. Heyrzt hefur að
það gæti orðið til að efla
norræna samstöðu ef afhend-
ingin færi til dæmis fram í
sambandi við 50 ára afmæli
Háskóla íslands í sumar.
ÖFI.TIG MÓTMÆLI
Það er ekki rétt að ríkisstjórn-
in muni fljótlega leggja fram
frumvarp um afhendingu. Málið
er enn í athugun og ýmsir aðilar,
Bjórinn
úr nefndl
GÍSLI Jónsson kvaddi sér hljóðs
utan dagskrár á fundi neðri deild
ar Alþingis í gær. Minnti hann á,
að i febrúar sl. hefði frv. Péturs
Sigurðssonar um breytingar á
áfengislögunum ásamt breytingar
tillögum sínum við frv. verið vís-
að til allsherjarnefndar. Fór
hann þess á leit, að forseti hlut-
aðist til um, að nefndin skilaði
áliti um frv. og breytingartillögur
sínar.
Einar Ingimundarson formaður
allsherjarnefndar kvaddi sér
hljóðs að lokinni ræðu Gísla og
upplýsti, að nefndin mundi taka
málið fyrir á fundi annaðhvort
á föstudag eða laugardag, en óvíst
væri, hvort hún mundi þá gefa
út álit sitt um það. Gísli Jónsson
kvaddi sér aftur hljóðs og lagði
áherzlu á, að nefndin skilaði áliti.
Frumsýning
í kvöld
SUMARLEIKHÚSIÐ frumsýnir í
kvöld í Austurbæjarbíói nýjan ís-
lenzkan gleðileik með söngvum
og tilbrigðum, — Allra meina
bót — eftir þá „Patrek og Pál“.
Lögin eru eftir Jón Múla Árna-
son, en hann var sem kunnugt er
höfundur ásamt bróður sínum að
leiknum Delerium Bubonis, og
samdi lögin er þar voru leikin og
sungin og eru enn í miklum vin-
sældum.
Með aðalhlutverk í þessum
nýja gleðileik fara þau Brynjólf-
ur Jóhannesson, Kristín Anna
Þórarinsdóttir, Steindór Hjör-
leifsson, Árni Tryggvason, Gísli
Halldórsson og Karl Guðmunds-
son, og er Gísli Halldórsson jafn-
framt leikstjóri. Fimm manna
hljómsveit leikur með sýningunni
og er hún undir stjórn trompet-
leikarans Jóns Sigurðssonar.
þeirra á meðal vísindamenn, hafa
borið fram svo öflug mótmæli
gégn tillögunni að möguleikar á
samþykkt hennar hafa minnkað.
Jörgensen kennslumálaráðherra
mun sennilega brátt taka málið
aftur upp á rikisstjórnarfundi, en
þar hefur það ekki verið til um-
ræðu í meira en mánuð.
SKRAUTEINTÖK
Politiken birtir á öðrum stað
langa grein undir fyrirsögninni
Helgidómur íslands miðstöð rann
sókna vorra. í grein þessari er
rakin saga handritanna og þýð-
ing þeirra fyrir þekkingu á sögu
Norðurlandanna. f greininni er
bent á það að Danir þurfi enn á
handritunum að halda til áfram-
halijandi rannsókna. Fremstu
vísindamenn Dana vilja afhenda
íslendingum nokkur skrautein-
tök úr safninu, sem eru vel til
þess fallin að vera sýningargripir
á söfnum, en halda sjálfir öðrum
hluta safnsins, sem geymir upp-
lýsingar er yfirstandandi rann-
sóknir eru að reyna að draga
fram í dagsljósið.
Á íslandi eru ekki sömu mögu-
leikar og hjálpargögn og í Dan
mörku til að halda þessum rann-
sóknum áfram, segir Politiken.
HÁSKÓLINN Á SAFNIÐ
Annað Kaupmannahafnarblað,
Dagens Nyheder, skrifar einnig
um handritin í dag. Þar segir að
Jörgensen ráðherra virðist nú
ákveðinn í að Ijúka stjórnmála-
ferii sínum með því að afhenda
öll handritin, og að rikisstjórnin
virðist óska eftir endanlegri
lausn málsns. En, segir blað'5,
háskólinn á handritin og er því
ekki hægt að afhenda þau meðan
þeir vísindamenn, sem daglega
vinna með þau, standa gegn af-
hendingu. Ríkisstjórnin ætti ekki
að vinna að algjörri afhendingu,
heldur athuga fyrri tillögu um
afhendingu á hluta úr safninu.
Hjálmurinn bjarg-
aði manninum
LAUST fyrlr miðnætti í
fyrrinótt varð óvenjulegt um
ferðaslys á Suðurlandsbraut-
inni, við gatnamót Langholts
vegar. Komu þar við sögu
tveir bílar og mótorhjól, svo
og maður sem sat það.
Annar bílanna ætlaði að aka
af Langholtsveginum inn á Suð-
urlandsbrautína og niður í bæ.
— Hinn (Jeppinn) var að koma
að austan og ætlaði að aka inn
á Langholtsveginn. Eftir Suður-
landsbrautinni, á leið upp í Sel-
ásbyggðina kom maður á bíf-
hjóli, Jósep Sigurðsson, Selási
22. Svo virtist sem ökumenn bíl-
anna hafi ekki tekið eftir bif-
hjólinu. Ökumaður þess var rétt
kominn að bílunum þegar jepp-
inn skyndilega beygði þvert í
veg fyrir hann, er bíllinn ætlaði
inn á Langholtsveginn. Tók
Jósep það ráð að reyna að
reyna að smjúga í lítið bil milli
bílanna, ef verða mætti að hon
um tækist að koma í veg fyrir
slys. En árekstur var óumflýj-
anlegur og mótorhjólið skemmdi
Hin nýju lög um Útvegsbank
ann miða að því að samræma lög
gjöfina um hann öðrum lögum
um viðskiptabankana, og þá sér
staklegahinum nýju lögum um
Landsbankann.
Frumvörpin um Londsbankunn
og Útvegsbankann somþykkt
Á fundi efri deildar Alþingis
í gær voru frumvörp ríkisstjórn
arinnar um Landsbanka íslands
og Útvegsbanka íslands afgreidd
sem lög frá Alþingi. — Frv. um
Seðlabanka íslands var þar einn
ig til 3. umræðu, en þar sem
deildin gerði breytingar á frv.
frá því, sem neðri deild- gerði
ráð fyrir, þarf það að ganga til 1.
umr. í viðbót í neðri deild.
Frv. um Landsbankann var
lagt fram samtímis frv. um Seðla
banka íslands, og er gert ráð fyr
ir, að þessar tvær stofnanir starfi
óháðar hvor annarri. í sjálfu frv.
um Landsbankann eru nýmæli,
en í þvi eru einkum þau atriði,
sem voru í gömlu lögunum og
vöruðu starfsemi hans sem við
skiptabanka.
jeppann dálítið og fólksbílinn
eitthvað en minna. Við árekst-
urinn kastaðist Jósep af hjól-
inu. Sagði sjónarvottur, rann-
sóknarlögreglunni í gær, að full
yrða mætti að Jósep hefði stór-
slasast, ef hann hefði ekki verið
með örygeishjálm á höfði, svo
slæm hafði byltan verið.
Við áreksturinn kviknaði í
mótorhjólinu. Þeir sem fyrstir
komu að, báru Jósep út af ak-
brautinni af ótta við að spreng-
ing yrði í benzíngeymi mótor-
hjólsins, sem þó ekki varð.
Meiðsli Jóseps voru þau helzt
að hann tognaði og marðist.
Verkakonur í
Keflavík boða
verkfall
KEFLAVÍK, 23. marz: Verka
kvennafélagið í Keflavík hef
ur boðað til verkfalls, sem á
að hefjast aðfaranótt nk.
sunnudags, hafi samningar
ekki takizt fyrir þann tima-
Þrír sáttafundir hafa verið
haldnir í Keflavík, en þeir
báru ekkj árangur, og var deil
unni vísað til sáttasemjara.
Hélt hann fund með samninga
nefndum s.I. miðvikudagskv.
Stóð sá fundur frá kl. 21 til
kl. 23,30 en árangur varð eng |
inn. J
Sáttasemiari hefur boðað til i
næsta fundar kl. 2 á laugar-l
dag. —Helgi S. í
Tók sundpróf -
og féll í sióinn
Akureyri, 23. marz.
SÍÐDEGIS i dag voru nokkrir
drengir að leika sér um borð I
bátum, sem liggj.a hér í höfninni.
Þá vildi svo til, að einn drengj-
anna, Pétur Pétursson, 12 ána
gamall, féll milli bryggju og eins
bátsins. Félagar hans drógu hann
fljótlega upp úr sjónum, en ein-
hver hafði gert lögreglunni að-
vart, og var hún komin á vett-
vang, er Pétur var kominn í land.
Lögregluþjónninn, sem ók
Pétri heim spurði hann, hvort
hann væri syndur. Hann kvaS
svo vera, því hann var einmitt
að enda við að taka prófið fyrr
um daginn.
IMorskir togarar fá að
veiða upp að 6 míium
OSLÓ, 20. marz. (NTB) Harðar
deilur hafa staðið í Stórþinginu
síðustu daga um landhelgis-mál
og fiskveiðilöggjöf að því er snýr
að norskum fiskiskipum. Rekast
þarna algerlega á hagsmunir gtná
bátaeigenda og eigenda togara
eða stærri fiskiskipa sem nota
botnvörpur og dragnætur.
Heim sigraði
t GÆRKVÖLDI fór fram hrað
keppni í handknattleik að Háloga
landi með hátttöku sænska liðs
ins Heims. Úrslit urðu bessi:
Þróttur — Afture’ding 11:6
Ármann — ÍR 11:7
Vík — KR 9:8
Heim — Þróttur 11:9
Árm. — Vikingur 11:8
Heim — Ármann 14:4
Raístraamur
drap kind
SIGLUFIRÐI, 23. marz: — Það
bar við nýlega hér á Siglufirði,
að háspennulína í fjallshlíðinni
fyrir sunnan og ofan bæinn slitn
aði, og lenti strengurinn niður á
þak á fjárhúsi, sem er þarna
nálægt.
Rafstraumur hljóp í bárujárn
hússins og í kind, sem var að
drekka vatn í fjárhúsunum. Féll
hún þegar dauð niður, en aðrar
kindur, sem voru í húsinu, sak
aði ekki.
Einn maður var viðhgegningar
í fjárhúsinu, en til allrar ham-
in<?iu náði rafstraumurinn ekki
til hans. Gert var við línuna hið
bráðasta, og var bví ekki straum
'laust lengi af völdum hennar.
—Guðjón.
Frnmhaldsaðal-
*
r r
mndur L.I.U.
í da^ kl. 2
KL. 2 síðdegis í dag hefst fram-
haldsaðalfundur Landssambands
ísl. útvegsmanna í Tjarnarkaffi
hér í Reykjavík.
Eins og kunnugt er, er hér um
að ræða aðalfund sambandsins
fyrir starfsárið 1959 til 1960. Upp
haflega hófst fundurinn 10. nóv.
s.l. og stóð þá nokkra daga- Var
fundinum þá frestað til 12. des.
Þegar fundurinn 12. des. var
haldinn voru ekki fengin úrslit
um nokkur mikilsverð mál, sem
miklu skiptu fyrir útgerð á vetr
arvertíð, svo sem fiskverð frá
fiskkaupendum og sjómannakjör
in, en þá voru lausir samningar
sjómannafélaganna um land allt.
Ennfremur var rætt um sérstak
ar aðgerðir til bættra lánakjara
fyrir sjávarútveginn. — Svo
sem kunnugt er, ákvað ríkis-
stjórnin um s.l. áramót að leita
lausnar á þeim málum fyrir
milligöngu Stofnlánadeildar sjáv
arútvegsins.
Eins og fyrr segir hefst þessi
annar framhaldsaðalfundur LÍÚ
kl. 2 síðdegis í dag, og verða þar
kynnt og rædd úrslit þessara
mála.
Þingmenn hafa verið mjög há
værir im þessi mál 1 þingsölum
og þingnefndir hafa sundrast i
því og komið saman á ný til að
reyna málamiðlun. Lokaumræða
í Stórþinginu um málið stóð í
níu klukkustundir.
Álit sem meirihlti stækkaðrair
utanríkis- og stjórnlaganefndar
hafði lagt fram var samþykkt, en
í því felst, að litlir norskir togar
ar undir 300 tonnum megi veiða
á svæðinu milli 4 og 6 mílur frá
grunnlínu, en að stærri norskir
togarar verði að fara út fyrir 6
mílna fiskveiðitakmörkin eftir 1.
október n.k.
Þingmenn Finnmerkur börðust
harkalega gegn því að botnvörpu
skip fengju að veiða innan 6
mílna markanna og sérstaka á-
herzlu lögðu þeir á það að stærrl
togurunum yrði vísað út fyrir S
milna takmörkin ekki síðar en 1.
júlí. |
Ráðstefnu Vöhu
lýkur í kvöld
Ráðstefnu Vöku, félags lýð-
ræðissinnaðra stúdenta, sem
haldin var hér í bænum um
s.I. helgi, gat ekki lokið þá
eins og áformað hafði verið.
Þegar fundarhöldum lauk á
sunnudagskvöld var enn óaf-
greitt álit einnar nefndar ráð
stefnunnar, utanríkisnefndar.
Verður álit nefndarinnar tek
ið til afgreiðslu á fundi í
kvöld. Verður fundurinn hald
inn í Tjarnarkaffi (uppi). í
Fulltrúar ráðstefnunnar eri’
hvattir til þess að mæta stun'1
víslega.