Morgunblaðið - 08.04.1961, Side 15
Laugardagur 8. aprH 19611]
MORGVNBLAÐ1D
15
Jón Gíslason
frá Stórufellsóxl, minningarorð
í DAG fer fram á Akranesi út-
iör háaldraðs bónda og fræði-
tmanns, Jóns Gíslasonar, sem
iengi var kenndur við Stóru-
íellsöxl í Skilmannahreppi en
ft>ar bjó hann búi sínu nokkuð á
'fjórða áratug. Við fráfall Jóns
Gíslasonar er horfinn úr röðum
bændastéttar lands vors einn
ft>eirra manna, sem um síðustu
laldamót hófu upp merkj fram-
fara og umbóta í atvinnuháttum
'og félagslífi í landinu. En um
Iþær mundir eru fyrstu fram-
farasporin stígin sem nokkuð
Ikvað að og varanleg verða með
þjóðinni. Viðbrögð aldamótakyn-
tlóðarinnar á íslandi, trú henn-
®r á framtíð lands og þjóðar,
fórnarlund og hugsjónakraftur,
Ihefir markað djúp spor í þjóð-
lífi voru. í þeirri vakningu, sem
þá fór um landið, eru fólgnar
rætur þeirra miklu og hraðstígu
framfara sem orðið hafa í landi
voru á þessari öld. Þjóð vor
stendur því í mikilli þakkar-
Bkuld við þá kynslóð er þessum
Btraumhvörfum olli.
Jón Gíslason var fæddur í
Btórabotni í Hvalfjarðarstrandar
Ihreppi 14. júlí 1870. Voru for-
leldrar hans Gísli Gíslason bóndi
!þar og fræðimaður og kona hans
'Jórunn Magnúsdóttir. Ólst Jón
J>ar upp í stórum systkinahóp.
IStóribotn er landkostajörð, en
Var á þeim tima erfið til nytja,
því aðallandkostir jarðarinnar,
Ibæði til slægna og beitar, voru
Itil heiða. Það lætur því að lík-
lim að þau Stórabotnssystkinin
ihafi snemma orðið að taka hend-
Snni til við heyskap og fjárgæzlu
log öflun búsforða handa hinu
fjölmenna heimili. Við þessar að-
Istæður óx þeim systkinum dug-
lur og viljaþrek til starfs og at-
Ihafna heima og heiman. Ungur
ttór Jón Gíslason til sjávar á ver-
ttíðum, svo sem þá var títt um
sunga menn í sveitum. Hin harða
llífsbarátta á þeim tíma krafðist
Sþess, að einskis færis væri látið
Ófreistað til þess að draga björg
5 bú. Stundaði Jón með þessum
hætti sjómennsku um langt
Iskeið og var hinn ötulasti við
Bjósóknina sem öll önnur störf.
(Dvaldist Jón með foreldrum sín-
um í Stórabotni til þrítugsald-
lurs. En aldamótaárið verða
fþáttaskil í lífi hans. Þá hóf hann
Bjálfur búskap á Stórufellsöxl í
ISkilmannahreppi. Fluttúst for-
eldrar hans með honum að
IStórufellsöxl og þau af systkin-
Um hans er eigi voru áður að
Iheiman farin. Hafði Gísli faðir
Jóns verið leiguliði í Stóra-
Ibotni. Fyrstu búskaparár Jóns
6 Stórufellsöxl hafði hann bygg-
5ngu á þeirri jörð en keypti hana
ter frá leið.
* Aður en Jón kvæntist var
Imóðir hans fyrir búi hjá honum
»g síðar Elísa hálfsystir hans.
*Var bún af fyrra hjónabandi
Jórunnar móður Jóns, en hún
Var áður gift Bjarna Helgasyni,
bónda í Stóra-botni og voru auk
Elísu synir hennar frá því hjóna-
Ibandi bændahöfðingjarnir Bjarni
hreppstjóri í Geitabergi og Svein
björn bóndi í Efsta-Bæ.
Jón Gíslason hóf brátt, eftir
'komu sína að Stórufellsöxl, um-
bætur á jörðinni. Sléttaði hann
túnið og græddi út. Byggði
íbúðarhús úr steini og öll pen-
ingshús reisti hann frá grunni.
Jón Gíslason var greindur
maður eins og hann átti kyn til.
Hann hafði traust minni og
varðveitti þar mikinn fróðleik
er hann hafði numið af lestri
bóka og frásögn föður síns, sem
var hinn mesti fræðasjór. Minn
ist sá sem þessar línur ritar,
ánægjulegra stunda, er hann
ásamt fleiri gangnamönnum, sem
gistu á Stórufellsöxl nóttina áður
en gengið var til leitar í Aura-
fjalli, er þeir sátu við fótskör
þessa háaldraða sagnaþuls og
hlýddu hugfangnir á fjölþætta
frásögn hans.
Jóni Gíslasyni voru brátt falin
mannaforráð í félagsmálum sveit
ar sinnar. Hann gegndi þar um
langt skeið oddvitastörfum og
var sýslunefndarmaður. Við
þeim störfum tók síðar af hon-
um Gísli bróðir hans er þá hafði
reist bú í Litla-Lambhaga. Jón
Gíslason var mjög vinsæll mað-
ur, gestrisinn og greiðasamur og
vildi af alhug hvers manns
vandræði leysa.
Á síðustu búskaparárum Jóns
Gíslasonar sótti á hann sjón-
depra, sem ágerðist er tímar liðu
og olli því að hann varð að láta
af búskap. Fluttist hann þá á
Akranes og dvaldi þar til dauða-
dags. Síðar fékk hann, með
augnauppskurði, bót ráðna á
sjóndeprunni, og gat þá, meðan
heilsa entist gengið til starfa og
hafið aftur bóklestur og var hon
um sem eðlilegt er, hvortveggja
kærkomið, því aldrei hafði hon-
um, meðan sjónin var heil, fallið
verk úr hendi og fróðleiksþorsti
hans seiddi hug hans án afláts
að nýjum lindum á sviði sögu og
sagna. Jón Gíslason var kvænt-
ur ágætri konu, Guðríði Stef-
ánsdóttur hreppstjóra Bjarna-
sonar á Hólanesi og konu hans
Kristjönu Teitsdóttur. Eignuðust
þau tvær dætur: Kristjönu, gift
Sigurði Gunnarssyni fisksala og
eiga þau fjögur börn. og Þórunni,
gift Sigurjóni Jónssyni vélstjóra,
sem einnig eiga fjögur börn.
Eru dætur þeirra Jóns og
Guðríðar búsettar á Akranesi.
Jón Gíslason andaðist 30. marz
sl.
Kveð ég svo þennan tryggða-
vin minn og samstarfsmann á
mörgum sviðum um langt árabil
hinztu kveðju með innilegu þakk
læti, fyrir staðfasta tryggð og
vináttu. Pétur Ottesen.
stúlkur
GAUTABORG í marz. — Sjö
íslenzkar blómarósir hafa í:
vetur dvalizt á lýðskólanum íj
Kungálv skammt fyrir utanj
Gautaborg. Skólanum lýkur
um miðjan apríl og þá munu
nokkrar stúlknanna halda
heim meðan aðrar dveljastj
hér í sumar við vinnu, —
allar vilja þær fá sér nýj-j
an kjól og kannske skó, en
peningaráðin eru heldur bág-j
borin.
Á skólanum eru milli 50 og
60 nemendur frá öllum Norð-j
urlöndunum auk Tékkóslóva-j
kíu og Bandaríkjanna. I vet-
ur áskotnaðist skólanum 800j
þús. sænskar krónur í arf,
frá búnaðarverkfræðingnumj
Albert Ekman, sem lézt íj
vetur. Erfðaskráin kveður svo
á að nota eigi rentumar till
námsstyrkja handa nemend- upphæð, sem nota skal á
um frá Danmörku, Finnlandi, sama hátt og hina áður-
íslandi og Svíþjóð. Mun þetta nefndu.
samsvara um það bil 45.000 Skólastjóri í Kungalv er
sænskur krónum á ári, svo Sture Altvall, sem lætur sér
að um stóra upphæð er að mjög annt um hina íslenzku
ræða, þegar miðað er við nem nemendur sína.
endafjöldann. Sömuleiðis arf- Á myndinni eru talið frá
leiddi Albert Ekman lýð- vinstri: Sigrún Gísladóttir,
skólann í Sigtuna að sömu Reykjavík; Brynja Hlíðar,
Reykjavík, Sigurborg Jóns-
dóttir, Vestm.eyjum; Erna
Stefáns, Reykjavík; Emilía
Júlíusdóttir, Akranesi; Guð-
finna Valgarðsdóttir, Akra-
nesi, og Þorbjörg Ásmimds-
dóttir, Reykjavík. — Ljósm.
Lexmart Carlén.
— Fréttaritari.
Barnaheimili áfram
í Tjarnarborg
Á F U N D I bæjarstjórnar í
fyrradag greindi borgar-
stjóri, Geir Hallgrímsson,
frá áformum um að halda
áfram rekstri barnaheimilis-
ins í Tjarnarborg, þar sem í
vetur hefur verið leikskóli
og föndur fyrir rúmlcga 100
börn.
f ræðu sinni um málið sagði
Sumkeppni um miiuiismeiki
f TILEFNI 50 ára afmælis Hafn
arfjarðarkaupstaðar, ákvað bæj
arstjórn kaupstaðarins, að reisa
táknrænt verk hafnfirzkri sjó-
mannastétt til heiðurs. í þessu
skyni var ákyeðið að efna til
hugmyndaamkeppni meðal is-
lenzkra listamanna með skilyrð-
um, er sérstök dómnefnd setti.
Við það skyldi miðað, að verkið
yrði staðsett í garði sunnan Þjóð
kirkjunnar og neðan væntanlegs
ráðhúss, og garðurinn skipulagð-
ur með sérstöku tilliti til þess.
Með auglýsingum í fyrravor
var leitað eftir tillögum, en þar
sem árangur þótti ónógur, er nú
enn efnt til ofangreindrar hug-
myndasamkeppni. Hún er ekki
bundin við styttu eða högg-
mynd, heldur koma allar tillög-
ur til greina.
Væntanlegir þátttakendur
skulu skila líkani að tillögum
sínum ásamt greinargerð um
fullnaðarframkvæmd verksins.
Tillögumar skulu auðkenndar
dulnefni, en nafn höfundar
fylgja í lokuðu umslagi. Allar
tillögur skulu hafa borizt dóm-
nefndinni á skrifstofu bæjarverk
fræðings Hafnarfjarðar fyrir 1.
des. 1961. Dómnefnd er heimilt
að veita verðlaun, samtals kr.
50 þús., er skiptast þannig: 1.
verðlaun kr. 30 þús., 2. verðl.
15 þús. og 3. verðlaun 5 þús. kr.
Dómnefnd skipa: Bjöm Th.
Björnsson, formaður, Eiríkur
Smith listmálari, Friðjón Sig-
urðsson mælingamaður, Valgarð
Thoroddsen rafveitustjóri, allir
tilnefndir af bæjarstjóm og bæj
arráði Hafnarfjarðar. Ennfrem-
ur Friðrik Á. Hjörleifsson, til-
nefndur af sjómannadagsráði
Hafnarfjarðar.
Allar nánari upplýsingar,
ásamt skipulagsuppdrætti ofan-
nefnds svæðis má fá á skrif-
stofu bæjarverkfræðings í Hafn
arfirði. Sé þess óskað, mun skrif
stofan senda mönnum þessi gögn
í pósti.
Cizenga
fellst á v/ð-
rœður
ANTOINE Gizenga, forsætisráð-
herra Stanleyville stjómarinnar
í Kongó, hefur fallizt á að eiga
viðræður við fulltrúa stjómar-
innar í Leopoldville, að því er
tilkynnt var í Leopoldville í dag.
Gizenga kveðst enn vera alger-
lega andvígur myndun ríkjasam
bands í Kongó, en fellst þó á
viðræður. Hann óskar eftir, stð
þær fari fram í Stanleyville eða
í einhverri annarri borg nærri
landamærum Oriental-héraðs.
Geir Hallgrímsson, borgarstjóri
m.a., að eins og bæjarfulltrúum
væri kunnugt, hefði verið gert
ráð fyrir því, að þegar byggingu
barnaheimilis-
ins Hagaborg
yrði lokið og
það tekið í
notkun, yrði
barnaheimilið í
Tjarnarborg
lagt niður. Þar
sem hins vegar
Gehefði komið í
ljós, að þrátt
J fyrir það, að í
Hagaborg hefði í vetur verið rek
ið dagheimili fyrir 88 börn í 4
deildum hefðu 105 börn sótt leik
skóla og föndur í 4 deildum í
Tjarnarborg. Væri nauðsynlegt
að halda áfram slíkri starf-
semi. Hefði því verið athug-
að, hverju þyrfti að kosta til við
gerðar á Tjarnarborg umfram
eðlilegt viðhald, svo að slík starf
semi gæti haldið þar áfram, og sá
kostnaður áætlaður um 100 þús.
kr. Sagðist Geir Hallgrímsson,
borgarstjóri, hafa talið eðlilegt að
barnaheimili yrðu áfram rekin á
báðum stöðunum fyrst um sinn.
Lýsti bæjarstjórn sig fylgjandi
þeirri ákvörðun.
Úr ýmsum áftum
Framh. af bls. 12.
Rússarnir nokkra nemendur
til að stofna félagssamtök
hinna ýmsu þjóða. Somali-
mennirnir, sem eru að eðlis-
fari sjálfstæðir og voru leið-
ir á að vera nefndir Abyss-
iníumenn, neituðu flestir að
vera með.
Loks kom að þvi að þeim
Somalimönnum, sem áttu fjöl
skyldur og atvinnu heima,
var nóg boðið. En þá komust
þeir að því að það var erfið-
ara að komast frá Moskvu en
til. Þeim var hótað, óskum
þeirra mætt með lygum og
þeim var vísað úr einum
stað í annan.
Ahmed var heppinn. Eftir
tveggja mánaða bið fékk
hann bréf að heiman þar sem
stóð að móðir hans væri veik
og menntamáláráðuneytið af-
henti honum farseðil heim.
(The Sunday Times).
Árshátíð
verður í Sjálfstæðishúsinu
í kvöld og hefst með borð-
haldi kl. 19,30.
Heiðursgestur:
A. J. BERTELSEN
— 85 ára 17. apríl —
iR-ingamir Svavar Gests
og Ómar Ragnarsson sjá
um skemmtiatriðin.
Upplýsingar og aðgöngukort hjá formanni félagsins,
Smiðjustíg 4, símar 10634 og 10777 til hádegis I dag
— síðan við innganginn. — Dökk föt.