Morgunblaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 2
2 MORCUISBLAÐIÐ Laugardagur 6. maí 1961 Enginn vafi á samþykkt handrita- frumvarpsins en hætt við drætti | NA /5 hnúiar 1 S V 50 hnútar ¥ Snjókoma 9 ÚS; m* 7 Skúrir K Þrumur mst KuUaikH Hihskik. HsHat LéLau 9 Umsagnir dönsku blaðanna Kaupmannahöfn, 5. maí. CEinkask. frá Sigurði Líndal) BLÖÐIN hér í Kaupmanna- höfn telja nú engan vafa leika á því að frumvarpið um afhendingu handritanna nái fram að ganga. Telja þau að fyrstu umræður um málið á þingi sýni, að öruggur meiri hluti sé með frumvarpinu. Þau segja þó að þær ráða- gerðir Jörgensens hafi farið út um þúfur að fá frum- varpið samþykkt í skyndi. Því muni dráttur verða á afhendingu þeirra. Við erum gluð- ir og hreyknir, sagði Kennedy í símtali við Shepard Kennedy förseti Bandaríkj ' anna átti - stutt símtal við Shepard geimfara rétt eftir að hann var kominn um borð í flugstöðvarskipið Lake Champlain. Símtalið var tekið upp á segulband og var það á þessa leið: Kennedy: — Halló, liðsfor ingi. Shepard: — Já, herra. Kennedy: — Mig langaði til ' að óska yður hjartanlega til hamingju. Shepard: — Þakka yður fyrir. Kennedy: — Við sáum yður auðvitað í sjónvarpinu og við erum mjög glaðir og hreykn ir af þessu þrekvirki sem þér hafið unnið. Shepard: — Þakka yður fyr ir. Eins og þér vitið nú, þá fór þetta allt alveg prýðilega. Það er sannarlega stórkostlegt að hafa upplifað þetta. Kennedy: — Eg hlakka til að hitta yður. Shepard: — Þakka yður fyrir, ég hlakka líka til. Kennedy: — Fulltrúar ör- yggisráðs Bandaríkjanna eru hér saman komnir að ræða önnur mál og þeir biðja mig um að skila hamingjuóskum til yðar. Shepard: — Þakka yður fyr ir, ég vonast til að hitta yður í náinni framtíð. Kennedy: Þakka yður fyrir liðsforingi og gangi yður vel. Politiken birti fyrirsögnina: „Handritin á leið aftur til ís- lands“. Blaðið segir að útlit sé fyrir að öruggur meirihluti sé á þingi með afhendingunni. Þó seg ir blaðið að aðferðir stjórnarinn ar í málinu hafi verið gagnrýnd ar svo mjög að nokkur óvissa sé um það hvenær gjöfin verður af hent. Blaðið heldur áfrarn og segir, að áður en handritin verði flutt til íslands þurfi að vinna að því að skipta þeám í söfnum Kaup- mannahafnar. Ennfremur telur blaðið að deilur um lagaleg og formleg atriði geti tafið afhend ingu handritanna. Dagens Nyheder birtir á for- síðu fyrirsögnina: „Jörgen Jörgen sen fer á afmælishátíð Háskóla íslands án þess að hafa handrit in með í vasanum". Blaðið segir, að Jörgensen menntamálaráðhr. hafi orðið að beygja sig og veita þjóðþinginu tíma til að athuga handritamálið nánar í nefnd. Áætlun Jörgensens um að fá lagafrumvarpið samþykkt í flýti fór út um þúfur. Telur það á- stæðu til að ætla að umfangs- mikil athugun nefndar muni taka langan tíma. Eitt er víst, heldur Dagens Ny heder áfram, að ráðherrann getur ekki tekið með sér gjafákortið þegar hann verður um miðjan júní viðstaddur afmælishátíð Há skóla íslands. Gerard Souzay HINN frægi franski baryton- söngvari, Gerard Souzay, hélt tónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins í fyrrakvöld í Austurbæjarbíói. Söngur Souzay’s er svo full- kominn bæði hvað raddgæði og listrænan flutning snertir að vart er hugsanlegt að lengra verið komizt á sviði sönglistar. Hér er um að ræða stórsnilling, sem á vart sinn líka. Hann er hreinn töframaður. Heimsóknir slíkra manna, sem Souzay, eru okkur mikilsvirði og gleymast aldrei. Það væri æskilegt að listamaðurinn héldi hér fleiri tónleika svo að sem flestum gæfist kostur á að heyra hina dásamlegu túlkun hans á lög- um þeim er hann syngur. Dalton Baldvin lék undir á flygilinn og vár leikur hans fínn og samboðinn hinum mikla söngvara. Þessir tónleikar voru ein- hverjir þeir stórkostlegustu sem nokkurn tíma hafa heyrzt hér. P. I. ~<s>- Verkfall danskra bænda á mánudag KAUPMANNAHÖFN, 5. maí. — (Reuter) Allt bendir nú til þess að verkfall bænda í Danmörku skelli á eftir helgina. Eru íbúar Kaupmannahafnar og annarra bæja í landinu farnir að búa sig undir að lifa nær eingöngu á fiski og grænmeti, því að landbúnaðar vöru eins og ket og mjólk verða ófáanleg. Bændurnir ætla að stöðva alla sölu landbúnaðarvara bæði inn anlands og til erlendra markaða. Þeir munu ala svín sín á mjólk inni sem til fellur. Bændur eru sú stétt Danmerkur sém aflar mesta gjaldeyrisins. Þeir halda því fram, að undanfarin ár hafi þeir ekki notið jafn mikilla kjara bóta og íbúar bæjanna. Bændurnir kröfðust þess að fá samtals 550 milljón danskar krón ur til að standa straum af nærri vinnulaunum og framleiðslukostn aði. Ríkisstjórnin bauð þeim 300 millj. kr., en því var hafnað og sagt að boðið væri allsendis ó- fullnægjandi. Aktuelt blað stjórnarflokks- ins Jafnaðarmanna hefur fyrir sögnina: Eriksen, Thestrup og Kraft mæltu persónulega með því að gjöfin væri færð íslandi. Seg ir blaðið að enginn vafi sé á þvi að meirihlutafylgi sé með frum varpinu, þó deilur um formsatriði geti tafið málið. Ræða Alsing Andersens er birt í heild í blað- inu. Að lokum segir fréttaritari Mbl. í Kaupmannahöfn: Flest dönsku blöðin segja að um 1000 manns hafi verið í mót- mælagöngu stúdenta í gær. Þó segir Aktuelt blaða stjórnarinnar að þeir hafi verið 500. Og hið ó- háða blað Information segir að þeir hafi verið 7—800. Þremur mönnum sem ég bað um að telja bar saman um að þeir hafi verið 580. Enn er sama veðurlagið, þoka á miðunum fyrir norðan landið, skúrir víða sunnan lamds, en þurrt og bjart veður vestan lands og í innsveitum fyrir norðan. Lægðin suðvestur í hafinu hreyfist í stefnu á norðanvert Skotland og mun ekki hafa miklar veðurbreytingar í för með sér hér á landi, en valda talsverðri rigningu á Bret- landseyjum í dag (6. maí). SV-land og miðih: Austan :aldi í nott, stinningskaldi á morgun, skúrir. Faxaflói, Breiðafjörður og miðin: Axístan og NA kaldi, léttskýjað með köflum. Vestfirðir og miðin:- NA kaldi eða stinningskaldi þoka norðan til. Norðurland til Aústfjarða og miðin: Austan kaldi, víða bjart veður í innsveitum en þoka á miðum og annesjum. SA-land og miðin: Austan kaldi og síðar stinningskaldi, skúrir. Úlafur konungur kemur 31. maí ÓLAFUR Noregskomingur kemur í opinbera heimsókn hingað til lands hinn 31. maí n. k. og meðal þeirra, sem í fylgd með honum verða, er Halvard Lange, utan- ríkisráðherra. Konungur kemur hingað á skipi sínu Norge, enr í fylgd með því verður Bergen, stærsta herskip Norðmanna. Það liefur um 300 manna áhöfn. Norge er um 1500 lestir að stærð og hefur 50 manna áhöfn. * * =«: Varðskip mun sigla til móts við konungsskipið og fylgja því inn Faxaflóa. Ekki mun Noregur Ieggjast að bryggju, og kemur Ólafur konungur í land á ein- um skipsbátanna. Um kl. 11 f. h. leggur bátur konungs að Lofts- bryggju og þar munu forseta- hjónin taka á móti hinum tigna gesti. Síðan verður ekið um Geirs- götu, Pósthússtræti, Hafnar- stræti, Lækjartorg, Lækjargötu og Vonarstræti að ráðherrabú- staðnum, Tjarnargötu 32, en'þar mun konungur búa meðan hann dvelst hér. Fylgdarlið konungs mun búa að Hótel Borg. í því eru auk Lange utanríkisráðherra: Odd Grönvold, stallari, E. T. Lundes- gaard, ' yfiradjudant, adjudant konungs Arne Haugh og skip- herrann á Norge, V. G. Thoresen, kommandörkapteinn. * * * Kl. 12 á hádegi sama dag mun konungur leggja blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar á Aust- urvelli. Það er í fyrsta sinn að erlendur þjóðhöfðingi leggur blómsveig að styttu Jóns Sigurðs- sonar. Síðar^um daginn verður athöfn í Fossvogskirkjugarði, við minnisvarða Norðmanna þar. Um kvöldið efna forsetahjónin til veizlu að Hótel Borg til heið- urs Ólafi konungi. * * M Daginn eftir, þann 1. júní, heimsækir konungur Háskóla fslands. Háskólarektor mun á- varpa konung og Davíð Stefáns son frá Fagraskógi flytur kon- ungi kvæði, ort í tilefni heim- sóknarinnar. Þá skoðar konungur þjóðminja safnið, en síðan verður ekið til Bessastaða. Guðsþjónusta fer fram í Bessastaðakirkju og ann ast hana biskupinn yfir íslandi, Herra Sigurbjöm Einarsson, og séra Garðar Þorsteinsson. Síðar situr konungur hádegisverðarboð forsetahj ónanna. * * * Að heimsókninni til Bessastaða lokinni verður konungur gestur Reykjavíkurbæjar í Melaskólan- um. Um kvöldið verður hátiðasýn- ing í Þjóðleikhúsinu. Verður fluttur leikþáttur, sem dr. Sigurð ur Nordal, prófessor, hefur sam- ið og nefnt „Á Þingvöllum 984“. Að morgni föstudags 2. júní verður larið til Þingvialla og gengið á Lögberg, en um hádegið situr konungur hádegisverðarboð ríkisstjórnarinnar. Verður það í Sjálfstæðishúsinu. Síðar um daginn verður gesta- móttaka í norska sendiráðinu fyrir norska boðsgesti. Að kveldi þess dags verður kveðjuveizla í konungsskipinu Að morgni laugardags 3. júní siglir konungur á skipi sínu upp í Hvalfjörð. Verður farið í land þar og ekið að Reykholti þar sem Ólafur, þáverandi ríkis arfi, afhjúpaði styttu Snorra Sturlusonar árið 1947. Forseti íslands verður með konungi i þessari för. Um kvöldið heldur konungur til skips síns í Hvalfirði og lætur í haf. * * * Mikill viðbúnaður er vegna konungskomunnar og mun fjög- urra manna nefnd hafa umsjón með öllum undirbúningi og skipu lagningu. í nefndinni eiga sæti: Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytis- stj., Birgir Thorlacius, ráðuneyt- isstj., Haraldur Kröjer, forseta- ritari og Hörður Bjarnason, húsa meistari ríkisins. íslendingar heimsœkja jyýzka hressingar- og baðstaði BLAÐINU HEFUR borizt eftir farandi frá þýzka sendiráðinu: Þýzka sendiráðið í Reykjavík vísar hér með mjög eindregið á bug rakalausum, pólitískum ásök unum Þjóðviljans hinn 29. apríl í garð sendiráðsins hér og stjórn ar Sambandslýðveldisins í sam bandi við heimsókn íslenzkrar sendinefndar á þýzkum hressing ar- og baðstöðum. Að því er varðar þetta ferðalag, er hér aðeins um það að ræða að gefa hinni íslenzku sendinefnd kost á að kynna sér mikilvægi þýzkra hressingar- óg baðstaða fyrir heilsurækt almennings og athuga möguleika á að koma á fót hressingar- og baðstað á ís- landi. Síðan árið 1957 hafa íslending ar boðið 9 þýzkum læknum og öðrum vísindamönnum í rann- sóknarferðalög til íslands, sem staðið hafa yfir í nokkrar vikur. Hinir þýzku gestir hafa að af loknum þessum ferðalögum unn ið að álitsgerðum um möguleika og mikilvægi nýtingar heitra lauga á íslandi til lækninga, svo og um aðrar aðstæður hér á landi, loftslagsfræðilegs og bað lækningafræðilegs eðlis, en þær álitsgerðir hafa síðan verið lagð ar fyrir þá aðila á íslandi, sem á- huga hafa á þessum málum. Stjórn Sambandslýðveldisins hefur nú um alllangt skeið talið sér skylt að bjóða sama fjölda íslenzkra manna til Sambands- lýðveldisins. Þar sem fyrrgreindir 9 Þjóð verjar komu hingað til lands í boði forstjóra elliheimilanna i Reykjavík og Hveragerði, herra Gísla Sigurbjörnssonar, taldi sendiráðið af málefnalegum á- stæðum rétt, að hann annaðist um val í hina íslenzku sendinefnd í samráði við íslenzk yfirvöld og færi með henni til Þýzkalands sem fararstjóri. Það er ekki rétt, að Þjóðvilj- inn einn hafi eigi átt fulltrúa í sendinefndinni. Einnig vísi og Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.