Morgunblaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIB Laugardagur S. maí 1961 Málsmeðferð dönsku stjórnar- innar á handritamálinu gagnrýnd Frá umræðum i danska þinginu i tyrradag EINS og skýrt var frá í blað- inu í gær, fór fyrsta umræða um afhendingu handritanna fram í danska þinginu á fimmtudag. Fréttaritari Mbl. í Kaupmannahöfn, Sigurður Líndal, hefur nú sent eftir- Alsing Anðcrsen farandi fréttir af umræðun- um: Alsing Andersen talsmaður jafnaðarmanna hóf umræðurn ar. Lýsti hann fylgi sínu við frumvarp stjórnarinnar um af hendingu handritanna og gerði grein fyrir bókmenntastarfi ís lendinga og stöðu Hafnarhá- skóla sem háskóla íslands. Kvað hann það mjög öeðlilegt að erfðaskrá Árna Magnússönar, sem verið hefði góður íslend ingur, útilokaði þá frá þjóðar- diýrgripum sínum. Hóskóli ís- lands geti varðveitt handritin eins vel og Hafnarháskóli. Vitn aði hann í þau ummæli Stephan Hurwitz að úrlausn málsins sé ekki lögfræðileg, heldur hvað sé réttlátast sögulega og tilfinn ingarlega. Benti Andersen á minjafátækt íslendinga gagn- vart auðlegð Danmerkur og bað menn að setja sig í spor ís lendinga. Sagði hann að af- hendingin vseri lagalega heimil. Ib Thyregöd talsmaður Vinstri flokksins sagði að innan flokks síns ríkti samúð með því að gefa íslendingum handritin, sem veru íslenzkur menningar arfur. Ekki væri þó rétt að gefa slíka gjöf nema að vel athuguðu máli. Gagnrýndi Thyregöd mjög málsmeðferð alla og að ekki hafi verið fengið álit Árna stofnunar og háskólans áður en gengið var frá málinu. Þá hafi íslendingum verið tilkynnt um gjöfina og þeir þakkað fyrir áð ur en málið var rætt í þjóðþing inu. Sagði þingmaðurinn að at huga þyrfti hvort vísindastarf truflaðist við afhendinguna og hvort hér skapaðist hættulegt fordæmi með tilliti til krafna Norðmanna um handrit. Taldi hann að hér væri um eignarnám að ræða, og hvatti til að málið yrði ekki þvingað fram. Paul Möller talsmaður íhalds flokksins gagnrýndi málsmeð- ferð harðlega og taldi aðstöðu Þjóðþingsins óvirðulega í þessu afgreidda máli. Minnti hann stjórnina á að hún væri ekki meirihlutastjórn. Óskiljanlegur hraði hafi verið hafður á af- greiðslu málsins og eina skýr- ingin væri afmæli Háskóla ís- Erik Eriksen lands. Ekki væri ljóst í frum- varpinu hvort um gjöf væri að ræða, en ekki væri hægt að semja um gjöf. Sanngirnissjón armið mega ráða, sagði Möller, en fyrst ber að skera úr réttar atriðum. Þjóðernissjónarmið brjóta meginreglur safna. Árna safn hefur gert Höfn að miðstöð fornnorrænna fræða. Ljósmynd ir geta ekki komið í stað frum- rita. Sagði hann að Danir hafi bjargað handritu'num. Afhend- ingin skapaði fordæmi, sem gæti verið hættulegt í sambandi við kröfur Norðmanna. Flateyj arbók, sem geymir norskar kon ungasögur, á með meiri rétti að vera í Osló en Reykjavík. End urtók Möller svo fyrri gagn- rýni á ríkisstjórnina vegna máls meðferðar og lauk ræðu sinni með því að segja: „Loforð, sem ríkisstjórnin gefur, berum við ekki ábyrgð á“. Helge Larsen, talsmaður Radi- kala vinstriflokksins sagði að eðlilegt hafi verið að senda hand ritin til Danmerkur á sínum tíma. Gerði Larsen grein fyrir rann- sóknarstarfi í sambandi við hand ritin og sagði að vísindin væru al Framhald á bls. 23. Ole Björn Kraft Æ FRAMTIÐIN' Vestmannaeyjaför SUS og Heimdaflar SAMBAND ungra Sjálfstæð- ismanna og Heimdallur efna t*l hópferðar til Vestmanna- eyja um hvítasunnuna. Farið verður til Eyja laug- ardaginn 20. maí. Verður lagt af stað með bifreiðum frá Reykjavík kl. 2,30 og ekið til Þorlákshafnar, þaðan verð ur farið með bátum kl. 4 og komið til Vestmannaeyja um kl. 8. Kl. 1 á hvítasunnudag 21. maí verður farið í hringferð um Vestmannaeyjar með bát um. Kl. 4 og 8,30 verða skemmtanir í samkomuhús- inu, þar mun hljómsveit S v a v a r s Gests sjá um skemmtiþætti. —• Að síðari skemmtuninni lokinni verð- ur dansleikur. : Á annan hvítasunnudag kl. 1 verður farið í bílferð um Heimaey. Guðþjónusta verð- ur í Herjólfsdal og sýnt verð ur bjargsig í Fiskhellnanefi. Framhald á bls. 23. * Myndin í Laugarás- bíói Velvakanda hefur borizt svohljóðandi bréf frá S. Á. „Eftir að hafa heyrt miklar og á stundum heitar umræður um kvikmyndina ,,Ókunnur gestur", sem um þessar mund ir er sýnd í Laugarássbíói gat ég ekki lengur á mér setið og brá mér því á sýningu í fyrrakvöld. Eftir þá fádæma fordóma, sem myndin hefir fengið í einu dagblaðanna varð ekki lengur setið að- gerðarlaus. Um það má lengi deila hvað er klám og hvað ekki. Velsæmiskennd minni var þó í engu misboðið með því að horfa á þessa mynd. Hitt er smekksatriði hve skýrt skal lýsa nánu samlífi karls og konu og hefir verið mikið um deilt. Þessi mynd er harm- saga fólks, sem hefir átt í stríði og verið undirokað, fólks, sem hefir séð sína nán- ustu misþyrmt og drepna, fólks, sem hefir lifað atburði sem íslendingar nútímans ekki skilja. Örlög ungu konunnar, sem sýnir atriðin, er fólki finnst svo hneykslanleg, eru svo bitur og líf hennar svo nakið, að atvik sem þessi verða smámunir einir. Og sæmilega skynsamt fólk með mannlegar tilfinningar ætti að geta skil- ið hana. Hins vegcir geta þeir, sem á flestu þurfa að hneyksl ast, setið heima, þeir geta ekki, eða vilja ekki skilja þær til- finningar, sem bærast í brjósti þeirra persóna, sem myndin lýsir. Myndin er aðeins fyrir fullþroskað fólk sem veit hver viðbrögð þróttmikillar konu eru við líkamlegri fullnæg- ingu. Efni myndarinnar er biturt en túlkun þess er gerð af frábærri list. Það er eng- in ástæða til að banna þessa mynd né vara fól-k við að sjá hana. Hins vegar verða þeir, sem myndina sjá að skilja sæmilega dönsku." • Gólfteppin í Hótel Saga wmmmmmm^mmmmmmmm* Hinn 30. apríl ritar J. H. Velvakanda á þessa leið: „í Morgunblaðinu í dag sé ég að undirbúningur muni hafinn að því að vefa mikil gólfteppi í Bændahöllina og verði merki hótelsins, H. S. (Hótel Saga), ofið í teppin. Að vísu hefir það sést hér á landi sums staðar, að nöfn félaga og fyrirtækja eru í gólfteppum og gólfmottum. En hafa menn ekki hugleitt hversu ósmekklegt það er að fótumtroða slík merki? Verð- ugt og virðulegt merki á að bera hátt, en ekki að troða á því með skítugum skónum. Mesta vansæmd sem hægt er að sýna þjóðfána, t. d. ,er að troða á honum. Nú er það ósk min að Morg- unblaðið leiti umsagnar nokk- urrs smekkmanna um það at- riði, á borð við það, sem kom- ið hefir fram í blaðinu annað veifið undanfarin ár.“ Velvakanda er ljúft að verða við þessari ósk bréf- ritara. Hann getur hins vegar ekki verið honum sammála. Nægir í því sambandi að benda á mörg gólf fegurstu halla veraldarinnar, sem eru prýdd stórkostlegum lista- verkum og á þeim troðið „með skítugum skónum'*. Myndi sjálfsagt mörgum finnast hin- ir fögru salir missa mikils ef slík listaverk væru af máð. Hvort merki hússins er greipt í gólfið eða ekki finnst okkur ekki skipta máli, ef verið er unnið af smekkvisi. Vonum við svo að smekkmenn láti sitt álit í Ijós og mun þvi verða veitt rúm hér í dálkun um eftir því sem rúm leyfir. Hins vegar verða nafnlaua bréf ekki birt þótt ástæðu. laust sé að birta fullt nafn bréfritara ef hann óskar þess ekki. Hins vegar verður Vel- vakandi að vita fullt nafn beirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.