Morgunblaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 13
Laugardagur 6. maí 1961 MORGVHBLAÐIÐ 13 A bryggjunum á Akranesi í BÁRUJÁRNSSKÚR sem stend ur kippkorn fyrir ofan aðal- bryggjuna á Akranesi, er stöð- ugur straúmur heimamanna og sjómanna, því í honum er vigt- in, sem hver einasti uggi, sem á land er dreginn er vigtaður og þangað berast jafnóðum frétt- ír af bátunum úti á mið- unum. í einu horninu er útvarps tæki sem stillt er á bátabylgjuna, gengur allan daginn. Sigurður Vigfússon vigtarmað- tur var á vakt er blaðamenn Mbl. komu í ríki hans. Mikið var að Svona þorska kalla sjó- menn bol-tafisk. Þórður Sig urðsson verkstjóri í fisk- verfcun Sig. Hallbjarnar- sonar inni á Kamp, sem er með þorskinn, sagði að þeir hefðu verið fáséðir á þessari vertíð svona bolta- fiskar. Þessi var í afla Sig- urðar Ak um nóttina. árs á þessum slóðum. Það væri að þakka hinum nýju veiðitækj- um, einkum þó kraftblökkinni, að farið er að sinna þessum veið um svo mjög. Við hér á Akra- nesi erum búnir að frysta mikið af síld undanfarið. Það er ekki óhugsandi að hægt verði að stunda síldveiðar með góðum ár- angri hér syðra unz vertíðin hefst fyrir Norðurlandi. Við spurðum Harald m. a. að því hvort margt væri um að- komufólk á vetrarvertíðinni. Hann sagði að hin mikla fisk- framleiðsla Akurnesinga væri öll verk heimamanna sjálfra, sjómanna og kvenfólksins í frysti húsunum og er framlag hús- mæðranna þar mjög mikið. Aftur á móti erum við í hálfgerðu stríði við skólana, sem ekki vilja hleypa unglingunum til léttra starfa, jafnvel þó brýna nauðsyn beri til. — Og í kvöld ættuð þið, sagði Haraldur, að fara niður á bryggju og hitta Hvanneyring- ana, sem koma Og hlaupa undir bagga með okikur við að setja í skip 100.000 pakka af frystri síld. — Hver þeirra vegur aðeins 9 kg. Ef búnaðarskólamenn hefðu ekki komið til skjalanna, hefðum við vegna mikilla anna verka- manna, trúlega Orðið að vísa fisktökuskipinu frá. Því ekki mega skólapiltar hér leggja hönd að. Kvaðst Haraldur telja þetta mjög óheillavænlegt. Þátt- ur æskunnar í framleiðslustörf- unum hér er mjög lítill, sagði hann. Nú kom enn einn bíll. Þetta var síðasti bíllinn úr hintnn nýja stálbáti, Haraldi, og þar með eru síldarbátarnir útlosaðir þann dag inn. Það var ekki von á þeim aftur fyrr en einhverntíma í nótt. Hinn keiki stórathafnamaður Skagamanna, stendur upp og skrifar á blað hjá sér endanlega tölu bræðslusíldarinnar og kveð- ur. gera á vigtinni, því síldarbátarnir voru inni og stöðugur straumur toíla frá þeim með síld í bræðslu. Meðal noikkurra manna í vigtar- skúrnum hjá Sigurði, var Har- aidur Böðvarssön útgerðarmað- ur. Þeir voru að tala um síld- ina. Það var á Haraldi að heyra, að þessi mikla ganga kæmi hon- um ekkert á óvart. Það væri allt- af mikið af síld um þetta leyti Sigurður vigtarmaður segir: — Haraldur kemur hingað oft á dag, er sífellt með hugann við útgerðina. Það var komið framundir mið- nætti og alltaf komu ný og ný andlit í vigtarskúrinn og spurðu Sigurð frétta af „bátnum okk- ar“. — Þeir eru væntanlegir inn um miðnættið fyrstu dagróðrar- bátarnir og úti á miðunum eru Bændaskólastrákarnir frá Hvanneyri í frystilest Vatnajökuls. — Harðsnúið gengi sögðu skipverjar. Á þessari vigt er hver einasti uggi sem á land er dreginn á Akranesi vigtaður. — í vigtar- skúrnum er nokkurs konar miðstöð vertíðarinnar. Sigurður Vigfússon vigtarmaður gefur Har- aldi Böðvarsyni upp aflatölur síldveiðibátanna. (Ljósmynir Mbl.: Ól. K. M.). síldarbátarnir. Einkennilegur spenningur sem aðeisis ríkir í vigtarskúrnum Og talstöðvum á vertíðum, fyllir loftið í skúrnum. Það eru nefndar ýmsar tölur um aflann hjá netabátunum. Það voru litlar fréttir af „okkar bát- um“. Þá áttu menn við síldarbát anna. Af bryggjunni sést ljósastöð úti á lygnum Faxaflóa: Akranes- bátar á leið inn að koma úr róðri. Meðal þeirra sem fyrstir koma að þetta kvöld er aflahæsti bát- urinn á Akranesi, Sigurður AK. Þeir segja um Einar Árnason for- mann á honum, að það sé sama hvað hann setji í sjóinn, hann veiði á allt. Báturinn er með 26 tonn af fiski. Aflakóngurinn tal- aði um fiskileysið í vetur. Það var eins og hann klæjaði í lófana þegar talið barst að síldinni. í þessum róðri fór Sigurður AK, vel yfir 500 tonnið af fiski og var, sem aðra daga, með allmiklu meiri afla en næsti bátur. Laust eftir miðnætti kom drekkhlaðinn síldarbátur inn á höfnina. Þar var komin Heiðrún. Meðan báturinn seig hægt að bryggjunni, skiptust heimamenn á orðum við slcipverja, sem voru í „silfruðum bússum“. Sjór flaut inn á þilfar bátsins og síldar voru á floti á þilfarinu í ganginum und ir brúnni, svo siginn var bátur- inn! Hann hafði að sögn hinna duglegu skipsmanna, komið á miðin kl. 8,30 um kvöldið, — hafði landað í Reykjavík um hádegisbilið þann sama dag. Góð ur hásetahlutur eftir sólarhring- inn, sögðu heimamenn. Stöðugur straumur bátasjó- manna og bíla lá um hafnargarð- inn. Fremst við hann lá Vatna- jökull. Hann var að lesta freð- Einar Árnason formaður á Sigurði Ak, hefur verið aflakongur á Akranesi fleiri en eina vertíð. síldina, sem Haraldur Böðvars- son hafði sagt okkur frá. Við skruppum þangað og hittum þar fyrir glaðværa bændaskólapilta frá Hvanneyri. Það var unnið af slíkum fádæma krafti að stýri- maðurinn á Vatnajökli sagðist ekki fyrr hafa séð jafn harðsnú- ið gengi í lest skipsins. Þeir áttu sumir hverjir að fara í próf næsta morgun, það skipti ekki höfuðmáli. Svona kostakjörum, næturvinnukaupi hefðu þeir ekki eíni á að hafna. — Sturlaugur Böðvarsson útgerðarmaður, sem við ræddum lengi við þetta kvöld, kvaðst hafa af því áhyggj- ur að ekki yrði hægt að kóma í skipið tilætluðu magni síldar, fyrir kl. 3 um nóttina, m. a. fyrir það hve vinnan við það hafi byrjað seint. — En allt fór þetta á betri veg, því Hvanneyr- ingarnir voru búnir að koma allri síldinni um borð laust fyrir klukkan hálf þrjú um nóttina. Um líkt leyti stóðum við fram á bryggjuhaus hafnargarðsins. Þá kom brunandi út um hafn- armynnið aflakóngur Akurnes- inga, sem aftur var að halda á miðin, eftir að hafa landað 26 tonnum á hálfum öðrum tíma. Ljósin á bátnum hans fjarlægð- ust fjóltlega, því báturinn er gangmikill. Og nóttin leið, bátar komu og fóru. Þó hánótt væri, var enn mikil umferð um vigtarskúrinn hjá Sigurði, sem enn stóð og vigtaði og skrifaði í bækur sín- ar aflann af bátunum, sem hús- mæðurnar og fiskaðgerðarmenn- irnir, sem heima sváfu áttu að taka til við árla um morguninn. Þannig gengur lífið fyrir sig í útgerðarbæjum á vetrarvertíð- um: Allt snýzt um fiskinn og það er skemmtilegt að komast í snertingu við það hvernig allt líf og starf fólksins í útgerðarbæj- unum snýst um fiskinn — og síldina. Sv. Þ. Heildarafli Hurnafjarðarbáta 2825.2 lestir frá áramátam Höfn, Hornafirði, 4. maí. SIÐARI hluta aprílmánaðar var afli Hornafjarðarbáta aðeins 415,5 lestir í 82 sjóferðum. Mesta afla höfðu á þessum tíma Ólafur Tryggvason 88,2 lestir og Hvanney 79,3 lestir í 12 lögnum hvor. Frá áramótum er heildarafli nú 2825.2 lestir af slægðum fiski með haus, en var á sama tíma í fyrra 4.164.3 lestir. Mesta afla hafa Ólafur Tryggvason 418.5 lestir í 64 sjóferðum og Gissur hvíti 389.4 lestir í 63 sjóferðum. Þriðji er Sigurfari með 338.7 lest- ir í 64 sjóferðum. Bátarnir eru allir búnir að draga upp net sín, nema Hvanney. Tveir netabátar hættu strax um miðjan mánuð og hafa róið með línu, en afli hefur verið sáralítill. Hafa 3 línubátar aðeins haft á þessu tímabili 113 lestir í 27 sjóferðum. Gissur Hvíti ætlar að reyna við síldveiði. Talsvert virðist vera af síld, en veður hef- ur verið fremur óhagstætt, sífelld austanátt. F E R M I N G PATREKSFJARÐARKIRKJA Sunnudaginn 7. maí (Séra Tómas Guðmundsson) Stúlkur: Anna Jóna Hólmstelnsdóttii Brimrún Vilbergsdóttir Dagný Þorgeirsdóttir Esther Ingibergsdóttir Guðný Pálsdóttir Hrafnhildur Jóhannesdóttir Kristín Olafsdóttir Margrét Pálsdóttir Rósa Sigurjónsdóttir Sigriður Sigurðardóttií Helgi Bjurnsson Gunnar Karl Guðjónsson Olafur Olafsson Sigurberg Guðjónsson Þórhallur Arason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.