Morgunblaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 23
Laugardagur 6. maí 1961 MORGVN BLAÐIh 23 „Ægilegar eldtungur aftur úr eldflauginni" Frásögn sjónarvotta geimflugsins GEIMFERÐ Banda- ríkjamannsins Shepard í gærdag var samtímis sjón- varpað út um öll Banda- ríkin. Það má búast við að mestur hluti bandarísku þjóðarinnar hafi horft á þessa sjónvarpsútsendingu. Þá var útvarpsupptöku einnig útvarpað samtímis og henni síðan endurvarp- að skjótlega af útvarps- stöðvum í ýmsum hlutum heims. Hér birtist lausleg þýð- ing á frásögn fréttamanna eins og henni var útvarp- að af brezka útvarpinu um hálftíma eftir að geimskot- ið hafði hcppnazt. Eldur kveiknar Útsendingin hefst með þess um orðum stjórnanda eld- flaugastöðvarinnar, sem heyr- ast úr hátalara: — Minus 10 sekúndur. —9 _8 —7 —6 —5 —4 —3 —2 —1 Kveikja. Fréttamaðurinn segir: — Ég sé að það kviknar eldur undir eldflauginni. Hún byrjar að rísa. Þetta er ægi- spennandi stund. Á þessum augnablikum veltur allt. — Nú fer hún af stað og rís hægt með þessum hræði- legu appelsínugulu eldtung- um aftur úr skottinu. Um tíma heyrist ekki mannsins mál fyrir drunum úr eldflauginni. Svo frétta- maðurinn aftur: — Alan Sbepard er lagður af stað í fyrstu geimferðina. Það er 30 sekúndur frá því hleypt var af. Það stendur langt reykský niður úr eld- flauginni. Hún fer nú með 450 mílna hraða og er komin í 5 mílna hæð frá jörðu. Enn virðist hún fara beint upp, en á á hverri stundu að fara að ‘beygja til suðvesturs. Úr yfir hafið Nú er hún komin í 1500 mílna hxaða í 10 mílna hæð frá jörðu. . Og nú er hún í 2400 mílna hraða í 20 mílna hæð og er komin með 40° halla. Hún er nú að fara upp í háloftin og er komin 12 mílur út fyrir ströndina. Nú eru tvær mínútur síðan hleypt var af eldflauginni. Mælitæki sýna, að hjartaslög geimfarans eru eðlileg. Það virðist allt í lagi með hann. Nú fer hann með 3300 mílna hraða og nú fer hann að verða önnum kafinn. Á þessu augnabliki var geim hylkið sem Shepard situr í að losna frá eldflauginni. Hann fer nú hraðar en nokk- ur Bandaríkjamaður hefur gert áður. Hann fer með 4100 mílna hraða í 40 mílna hæð. Eldflaugin er útbrunnin og geimhylkið þeyttist frá henni. Það eru þrjár mínútur síð- an eldflaugin fór af stað. Shepard er fyrsti Bandaríkja maðurinn sem kemur í him- ingeiminn. Hann hefur nú yfirstigið erfiðasta og hættu- legasta kaflann, þegar eld- flaugarnar eru að springa og skiptast. Útsýnið dásamlegt Innan skamms mun Shepard sjálfur taka að sér að stjórna geimhylki sinu. Hann mun geta með vissum stjórntækj- um snúið g'eimhylkinu í hvaða átt sem hann óskar. Hér kemur fyrsta orðsend- ingin frá Shepard. „Útsýnið er dásamlegt“. Nú snýr hann hylkinu nokkra hringi á ferlinum. Hann segist nú sjá langt upp eftir norðurströnd Bandaríkj- anna Þægileg ferð Hann segir, að ferðin hafi fram að þessu verið mjög þægileg. (smooth) Læknarnir sem fylgjast með mælitækjunum segja að and- ardráttur og hjartaslög séu í bezta Xagi. Enn hefur ekki þurft að taka í notkun neitt af öryggisútbúnaði geimhylk- isins. Nú eru 7 mínútur liðnar frá < því eldflaugin fór af stað og J hann er kominn á hæsta stað I brautarinnar 185 km frá yfir borði jarðar. Shepard hefur nú vérið þyngdarlaus í 4 mínútur. Hraði hans er 4500 mílur á klukkustund. Honum líður ágætlega. Hann talar nú bæði við vísindamenn á Cana- veral höfða og þá sem eru um borð í flugvélamóðurskip- inu. Það er sjónvarps-upp- tökutæki í geimhylkinu sem sýnir svip Shepards. Nú dregur úr hraða hans fyrir snertingu við yztu lög lofthjúpsins. 9 mínútur síðan eldflaugin fór af stað og hann er á 300 mílna liraða. Fallhlífar opnast Nú kemur hann inn í loft- hjúpinn. Litla fallhlífin hefur opnazt og hraðinn fellur skjót- lega niður í 700 mílur á klst. Hann er 20 þúsund feta hæð. Nú á stóra fallhlífin að fara að opnast. Við ætlum þá að skipta yfir til fréttamanna um borð í flugvélamóðurskip- inu. Það verður nokkuð hlé. Síð an heyrist. — Við erum staddir í flug- vélamóðurskipinu Lake Champ lain. Við sjáum nú greinilega með berum augum rauða og hvíta fallhlíf í mikilli hæð. Rétt á eftir heyrist tilkynn- ing í hátalara frá yfirstjórn eldflaugastöðvarinnar. „Við leyfum okkur að tilkynna að tilraun þessi, hefur heppnast ágætlega í alla staði. Eldflaugin og geimhylkið hafa verkað eins og þau áttu að gera." - L. i. V. Framh. af bls. 16 ast úrbóta af fullri einurð og festu“. Þá minntist form. á ýmis helztu hagsmunamál verzlunar- fólks, svo sem aðild þess að at- vinnuleysistryggingum og stytt- ingu vinnuvikunnar í 45 klst. —- Að endingu sagði formaður: „Ég skal hér engu spá um hvers er að vænta í náinni fram- tíð í kjarabaráttunni. Það eru ýmsar blikur á lofi sem sjálf- sagt geta orðið að þrumum og eldingum. Er hvernig sem skip- ast, þá skulum við verzlunar- menn ekki láta um okkur spyrj- ast, að við kyndum svo hastar- lega upp í ofninum, að við kveikj um í eigin húsi“. — Vestmanna- eyjatör Kl. 4,30 verður haldið með bátum til Þorlákshafnar og iþ a ð a n fara bifreiðir til Reykjavíkur. / Farmiðinn kostar kr. 675 r(kr. 615 frá Þorlákshöfn). 1 verðinu eru innifaldar allar ferðir, gisting og matur í Vestmannaeyjum. Gist verð- ur í starfsmannaherbergjum Fiskiðjuversins, en til að lækka ferðakostnaðinn hefur verið ákveðið, að þátttakend- ur þurfi að hafa með sér svefnpoka. Þátttökutilkynningar þurfa að berast sem fyrst til félaga ungra Sjálfstæðismanna, í Reykjavík til skrifstofu Heim dallar, Valhöll, sími 17102 — opið kl. 4—7. — Undarleg vidbrögð Framhald af bls. 1. orðum í lok fréttasendingar, eftir íþróttafréttum að Bandaríkja- menn hefðu skotið geimfara 184 km upp í loftið. Þegar leið á daginn fóru að birtast umsagnir í Moskvuútvarp inu um geimferðina og voru við brögð fyrirlesarana undarleg. Þeir reyndu að gera sem allra minnst úr þessu bandaríska af- reki. Einn fyrirlesarinn sagði: — Bandaríkjamenn voru að gera það sem við gátum gert fyrir mörgum árum. Þá margítrekuðu fyrirlesararnir, að þetta afrek Bandaríkjamanna stæðist engan samanburð við geimflug Gaga- ríns. — ★ — Heillaóskir bárust Kennedy Bandaríkjaforseta víðsvegar að í tilefni þessa atburðar. Eitt fyrsta heillaóskaskeytið kom frá Mac millan forsætisráðherra Bret- lands og nokkru síðar frá Willy Brandt borgarstjóra Vestur- Berlínar. Samstarfsfólk, vinir, ættingjar nær og fjær, hugheil- ar hjartans þakkir ykkur öllum, sem glöddu mig og heiðruðu á, afmælisdaginn. — JLifið heil. Sigrún Runólfsdóttir Innilega þökkum við vinum og vandamönnum nær og fjær, skeyti og hlýjar ámaðarkveðjur á fimmtíu ára hjú- skapar afmæli okkar 20. apríl sl. Guð blessi ykkur öll. Rakel Þ. Bessadóttir, Guðlaugur Sveinsson — Handritanefnd Framh. af bls. 6. þjóðleg og því væri gremjuleg þessi þjóðernisstefna, sem orðið hefur vart síðustu daga. Vonaði þingmaðurinn að samstarf ís- lenzkra og danskra vísindamanna yrði báðum þjóðunum til gagns og lýsti stuðningi flokks síns við frumvarpið. Axel Larsen, talsmaður Social istiska þjóðarflokksins sagði að hann sjálfur og flokkurinn teldu handritin íslenzka þjóðareign og eiga að vera á íslandi. Lagalegur réttur Dana er sennilega fyrir hendi sagði Larsen, en málið er ekki lögfræðilegt. Benti hann á að afhent hafi verið úr Árnasafni fyrr. Sagði hann að athuga bæri forsendur skipulagsskrárinnar og taldi afhendingu í anda hennar. Ekki taldi hann að afhendingin gæti skapað hættulegt fordæmi, því hér væri um sérstætt mál að ræða. ítrekaði Larsen stuðning sinn við afhendingu og sagði að gjarnan hefði mátt ganga lengra. Gagnrýndi hann málsmeðferð stjórnarinnar, sem hann taldi mjög óheppilega. Æskilegt hefði verið að ræða málið áður við þingflokkana. Fannst honum mál ið bera keim af verzlun. Rimestad talsmaður Óháða flokksins, gagnrýndi jnálsmeð- ferð harkalega, hún lýsti fyrirlitn ingu á eignaréttinum og þjóðþing inu. Sagði hann að handritin hefðu næstum jafnmikið gildi í Danmörku og á íslandi og lýsti andstöðu flokks síns við afhend ingu. Hvatti hann ítil að frum- varpið yrði tekið til baka. Eftir að frummælendur flokk- anna höfðu lokið máli sínu, tók til máls Erik Eriksen fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri- flokksins. Lýsti hann samúð með óskum íslendinga í handritamál inu. Hann kvaðst ekki óttast af- leiðingar afhendingarinnar. Hand ritamálið væri eitt eftir í uppgjöri þjóðanna og mikils virði að fjar- lægja þennan ásteitingarstein. Lýsti hann sig fylgjandi afhend ingu. En gjöf yrði að gefa virðu lega. Gagnrýndi hann málsmeð- ferðina og sagðist skilja viðbrögð Árnanefndar og háskólans. Taldi Eriksen að ekki ætti að hafa mik inn hraða í afgreiðslu málsins og skoraði á ráðherra að haga máls meðferð þannig að hún væri haf in yfir alla gagnrýni, annars yrði íslendingum ekki þjónað með þessari gjöf. Thestrup, þingmaður íhalds- flokksins, lýsti sig fylgjandi af hendingu og sagði að ekki væri hætta af fordæmi þótt gjöf sé gefin. En mörg atriði þyrfti að athuga lögfræðilega, og taldi hann að málið yrði ekki afgreitt á þessu þingi. Ole Björn Kraft fyrrum ráð- herra, þingmaður íhaldsflokks- ins, harmaði málsmeðferðina og sagði að margt yrði að athuga, en lýsti eindregnu fylgi sínu við af hendingu. Vonaði hann að gjöfin yrði gefin með sem mestu fylgi þingmanna. Gjöfin væri viður- kenning á sérstæðu sambandi landanna, gefin vegna sögu sjálfr ar sín og því ekki fordæmi, og taldi hann að vísindastarf yrði ekki truflað. Nefnd sú er tekur málið til athugunar í þinginu verður að hafa góðan tíma sagði þingmaðurinn, en málið getur þó ekki legið óleyst lengi. Morten Lange prófessor, þing- maður Sósialistiska þjóðarflokks ins kvaðst samþykkur afhending unni. Sagði hann að málið væri undantekning frá meginreglum safna og benti á almennan áhuga íslendinga og ágæta fræðimenn þeirra. En Lange tók undir gagn rýni á ríkisstjórnina fyrir máls- meðferðina. Jörgen Jörgensen menntamála- ráðherra lýsti sig sammála Eirik sen og Kraft um grundvallarat- riði. Vonaði hann að formsatriði yrðu ekki til að spilla almennu fylgi við grundvallaratriði máls- ins. Ef til vill mætti finna að máls meðferðinni, en ekki hafi verið hægt um vik með aðra aðferð. Rakti hann síðan þróun málsins síðustu ár og benti á að vinstri menn og íhaldsmenn hafi ekki viljað skipa menn í nefnd um málið. Nauðsynlegt hafi verið að kanna viðhörf fslendinga. Lögun um er ætlað að ákveða. megin- reglur, sagði Jörgensen, og til þeirra ætti þingið að taka af- stöðu. Hér væri fundin lausn, sem báðir gætu sætt sig við, íslend ingar og Danir. Það væri mikil gæfa ef þingið gæti sameinazt um þessa gjöf. — Þýzkalandsför Framh. af bls. 2. allmörgum íslenzkum vikublöð um var ekki unnt að bjóða að senda fulltrúa, vegna þess hve meðlimafjöldi nefndarinnar var takmarkaður. Forustugrein Þjóðviljans frá 29. apríl hlýtur að vera á mis- skilningi byggð, þar sem hér er alls ekki um landkynningu, held ur eingöngu um algerlega ópóli tíska kynningarferð til Sambands lýðveldisins að ræða í því augna miði að efla heilsurækt almenn ings. lýbbbbbbbbbbbbtbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb Gardínustengur í miklu úrvali yggingavörur h.f. Simi 35697 Laugaveg 178 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför systur okkar, SIGRlÐAR GREIPSDÓTTUR fr,á Haukadal, Biskupstungum Katrín Greipsdóttir, Guðbjörg Greipsdóttir Sigurður Greipsson Við þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GRÓU JÓNSDÓTTUR Fyrir hönd aðstandenda. Guðjón Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.