Morgunblaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 1
24 síður vtgjmihltfoVb 48. árgangur 100. tbl. — Laugardagur 6. maí 1961 PrentsmiSja Morgunblaðsins Milljónir manna horfÖu á þegar: með 8 þus. km. hraða á klst., Sájórnaði sjálfur geimfari símu og lék á alls oddi er hann kom niður KLUKKAN RÚMLEGA HALF ÞRJÚ í gær kom örstutt skeyti á firðrita Morgunblaðsins frá NTB-fréttastofunni: — Bandaríkjamenn skutu fyrsta geimfaranum, liðsfor- fngjanum Alan Shepard út í geiminn með Redstone-eld- flaug frá tilraunastöðinni á Canaveral-höfða klukkan 16,34 norskan tíma (2,34 síðd. ísl. tíma). Frétt þessi barst í skyndi um ritstjórnarskrifstofu Morg- nnblaðsins og biðu menn næstu mínúturnar í spenningi eftir því, hvernig þessum geimfara reiddi af. A þessum augnablikum var hinn bandaríski geimfari enn á lofti og enn vissi enginn nema eitthvað óhapp kæmi fyrir. Þessi staðreynd sýndi glöggt, um snúningi og ferð geimfars muninn á þessari geimferð Bandaríkjamannsins og Rúss- ans Gagarins á dögunum. Hér virtist ekkert falið, hér gátu menn fylgst með öllu á sömu stund og það gerðist, hvort sem færi vel eða illa. Nokkrum mínútum síðar barst svo tilkynningin um að Alan Shepard hefði komið heilu og höldnu niður í hylki sínu í sjóinn út af Bahama- eyjum. Þyrilvængja var þeg- ar í stað til taks og settist á sjóinn hjá hinu fljótandi geimhylki. Geimferðin hafði síaðið í 16 mínútur og 30 sekúndur. Þá opnaði Alan Shepard sjálfur dyr á hylki sínu og steig út. Eftir skamma stund hafði þyrilvængjan flutt hann um borð í flugvélamóðurskipið Lake Champlain. Shepard gekk rösklega um þ i 1 f a r f lugmóðurskipsins, brosti og hrópaði til blaða- manna: — Þetta var dásam- leg ferð. Allt eðlilegt Læknar fylgdust alla leiðina með ýmsum líkamsviðbrigðum hans, gegnum mselitæki, og voru þau öll eðlileg. Þeir skoðuðu hann einnig um borð í flugvéla- móðurskipinu og virtist öll lík- amsstarfsemi hans með eðlilegu móti. Þá vekur það mikla athygli í Bambandi við þessa geimf erð Bandaríkjamanna, að geimfar- inn Alan Shepard, stjórnaði nokkuð með handstýrðum tækj- ins. Er þetta því í fyrsta skipti sem geimfari er þannig stjórn- að af geimferðamanninum sjálf- um. Rússar hafa ekki haldið því fram að geimfarinn Gagarin hafi sjálfur nokkru getað ráðið um ferð geimskips síns. Um 600 fréttamenn, þar á meðal 60 erlendir fréttamenn voru staddir á Canaveral-höfða til að fylgjast með geimskoti þessu. Auk þess voru þúsundir manna í nágrenni og á ströndum Floridaskagans áhorfendur að at burðinum. Loks ber að geta þess að atburðinum var sjónvarpað samstundis um öll Bandaríkin. og þar horfðu milljónirnar á hann í ofvæni. Vakinn kl. 6 1 fyrstu virtist ætla að ganga illa að koma eldflauginni af stað. Skýjabólstrar voru á himni og óttuðust menn að skilyrði kynnu að versna. Shepard var vakinn kl. 6 um morguninn eft- ir íslenzkum tíma. Morgunverð- ur hans var appelsínusafi, rist- að brauð, steikt egg og steik vafin í bacon. Strax eftir morg- unverð fór Shepard í læknis- skoðun og reyndist hann í bezta líkamlegu ástandi. Var nú farið að klæða hann í geimbúninginn. Tók það um eina klukkustund og síðan var búningurinn reynd- ur með ýmsum hætti. Löng bið Það var um kl. 11 eftir ísl. tíma, sem Shepard steig upp í sjálft geimhylkið. Hurð þess var fyrsta klukkutímann opin meðan aðstoðarmenn voru að koma hon um fyrir í sætinu. Þá var hurð hylkisins loks lokað, en enn þurfti Shepard að sitja í meir en tvo tíma í hylkinu áður en hleypt var af eldflauginni. Hann var samt allan tímann í radíó- sambandi við félaga sína. Hér er óþarfi að sinni að rekja ýmis smáatriði í sambandi við geimferð þessa. En geimferðin tók 16% mín. Geimhylkið náði mest 8160 km hraða á klst. Mesta hæð sem Shepard náði var 184 km og hann lenti í hafinu 483 km frá Canaveral-höfða. i « Redstone-eídflaug skotið upp fráCanaveralhöfða. Geimhylk ið er efst — í trjónunni. , ,( <'"~ <vm Ólafur Thors forsætisrábherra um hanáritamálið » g er enn bj MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um handritamálið í Danmörku, eins og komið hefur fram af fréttum. Hafa ýmsar raddir heyrzt þar í landi, bæði með og móti af- hendingu handritanna og nú síðast hefur málið komið til umræðu í danska þinginu. I tilefni af þessum umræðum um handritamálið hefur Morgun blaðið snúið sér til Ólafs Thors, forsætisráðherra, og lagt fyrir hann þá spurningu, hvaða álit hann hafi á málinu í dag. Spurn ingin og svar forsætisráðherra fara hér á eftir: Fréttaritari Morgunblaðsins sagði: — Þér voruð bjartsýnn á lausn handritamálsins í viðtali við blaðið nýlega, hvert er álit yðar i dag? Ólafur Thors, forsætisráð- herra, svaraði: ----Álit mitt er óbreytt. Ég er enn bjartsýnn. En það er ekki skynsamlegt að gera ráð fyrir að nokkur þjóð standi einhuga að svo göfugri og stórmantilegri framkomu sem afhending hand- ritanna er. Það ættu Islending- ar að skilja mánna bezt. Við ámælum þess vegna ekki þeim, sem andstöðu sýna, en þakklæti okkar til og aðdáun á þeim, sem fyrir málinu berjast, vex eftir því sem andspyrnan gerir þeim örðugara fyrir. Dndarleg viðbrögð rússneska útvarpsins LONÐON, 5. maí. (Reuter) Þó fréttin af geimferð Shepards bær ist eins og örskot út um allan Iioini, leið W'i klst. áður en Moskvuútvarpið segði frá henni. Klukkan f jögur ef tir íslenzkum tíma var fréttaútsending í Moskvuútvarpinu ojf var þar n'S eins minnst á það með örfáum Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.