Morgunblaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 8
ð
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 6. maí 1961
Stúlka óskast
í- eldhús Kleppsspítalans. —- Uppl. hjá ráðskonunni
frá kl. 16—18, sími 34499.
Matsveinn óskast
á veitingahúsið Röðul. — Upplýsingar á Smáragötu
2, 1. hæð frá kl. 2—4 í dag.
Afgrei&slumaður
Ungur maður óskast til afgreiðslustarfa
í fataverzlun. — Unplýsingar á mánudag
kl. 1,30—3 e.h.
Elgur h.f.
Aðalstræti 6 (Morgunblaðshúsinu 6. hæð)
Skrifstofustúlka
Heildverzlun óskar að ráða stúlku til skrifstofustarfa
Aðallega vélritunar. Verzlunarskólamenntun æskileg
Umsóknir sendist afgr. Mbl. merktar: „Vélritun —
1194“. fyrir 9. þ.m.
H jólbarðaviðgerðir
Opið virka daga frá 7 e.h. til 11 e.h.
Laugardaga frá 1 e h. til 11 e.h.
Sunnudaga frá 10 f.h. til 11 e.h.
Fljót og góð afgreiðsla.
Hjólbarðastöðin
Langholtsvegi 112 B
(beint á móti Bæjarleiðum)
Plastkapall
Cúmmíkapall
Ídráttarvír
Tökum upp í næstu viku eftirfarandi
tegundir:
Plastkapall: 2 x 1.5 qmm, 4 x 1.5 qmm,
2 x 2.5 qmm, 3 x 4.0 qmm,
4 x 4.0 qmm, 4 x 10.0 qmm.
4 x 16,0 qmm,
Gúmmíkapall: 2 x 0,75 qmm,
Ídráttarvír: : 1.5 qmm,
EVEREST TRAHIIMG COflPANV
Garðastræti 4 — Sími 100—90
bbbbbbbbbbbbbtbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb
CORDES
þvottavélar og strauvélar
ggingavörur
h.f.
Simi 35697
Laugaveg 178
bbbb
b
b
b
b
b
b
b
b
b
b
b
___b
Steinunn Ögmundsdóttir og
Guðmundur Þorsteinsson,
Þórarinssröðum
„Og garður við garð í breiðum
byggðum
stóð bjartur eins og sumarsaga,
með röðulgljá í rúðum skyggðum,
með ræktuð engi og beittan
haga“.
Einar Benediktsson.
t
Liðlega hálf öld er nú liðin síð-
an þjóðskáldið bar fram þá ósk,
sem falin er í ofanskráðum ljóð-
línum. Sú ósk var sprottin af ör-
uggri trú á möguleika fslendinga
til að leysa úr læðingi frjómagn
moldarinnar, og hefja íslenzkan
landbúnað til aukin vegs og virð-
ingar, í samræmi við forna sögu-
hefð og kröfur og möguleika
nýrra tíma.
Margur mun þó hafa litið svo
á, að slíkur spádómur væri fjarri
öllum raunveruleika, að litlar
líkur væru til þess að hann rætt-
ist í nálægri framtíð, eins og þá
var umhorfs á íslandi. Hvernig
var mögulegt að stækka túnin
svo að um munaði, byggja hús
yfir fólk og fé, leggja vegi, reisa
brýr, bæta menntun almennings,
svo nokkuð sé talið þeirra lífs-
gæða, sem menn dreymdi um, er
höfðu lítil tök að festa hönd á.
Þetta virtist allt sama eðlis og
ævintýrin, sem þjóðin hafði hlýtt
á öldum saman, skýjaborgir sem
skorti innviði og uppistöður til að
standa á jörðinni.
Við þurfum þó ekki lengi að
ferðast um sveitir íslands nú ti!
að sjá, að hin bjartsýna og djarf-
lega ósk Einars Benediktssonar
við aldamótin hefur náð að ræt-
ast. Ævintýrið hefur því orðið að
veruleika í lífi íslenzku þjóðar-
innar.
Það er samstillt og drengilegt
átak heillar kynslóðar, sem með
ærnu erfiði og ósérplægni hefur
lyft þessu Grettistaki. Vinnudag-
urinn hefur verið langur og
hverjum nýjum degi tekið með
fögnuði sem dýrmætu tækifæri
til að vinna nýtileg störf. Vinnu-
stundirnar hafa lítt verið taldar
eða reiknaðar til peningaverðs,
menn hafa hlotið sín laun í vinnu
gleðinni, dýpstu og heilbrigðustu
gleði, sem við njótum á þessari
jörð, þegar bezt tekst til.
Og þessi fáu kveðjuorð eru ein-
jmitt skrifuð í minningu ágætra
heiðurshjóna, sem vissulega áttu
sinn þátt í að aldamótaóskin um
aukna hagsæld rættist. Þau Stein
unn ögmundsdóttir og Guðmund
ur Þorsteinsson munu oftast hafa
átt langan vinnudag, sem hófst
með birtingu af hverjum nýjum
degi, en nú er þessi langi og anna
sami starfsdagur að kvöldi Þau
*tvö, sem samhent og samiaka
leystu ævistarfið af höndurn,
hafa nú með stuttu millibili lagt
upp í förina yfir hafið mikla,
sem okkur öllum er eitt sinn fyr-
irbúin, og því skal nú trúað, að
^handan þessa hafs ljómi þeim
birta þess dags, er aldrei líður að
kvöldi.
t
Guðmundur var fæddur að
Höfða í Biskupstungum hinn 13.
júní 1881, og hann andaðist 9.
febrúar 1961. Foreldrar hans voru
þau hjónin Þorsteinn Einarsson
og Guðrún Guðmundsdóttir, og
var Þorsteinn sonur Einars bónda
í Galtafelli og á Laugum í Ytri-
Hrepp, Jónssonar hreppstjóra og
dannebrogsmanns á Kópsvatni,
en móðir Þorsteins var Margrét
Grímsdóttir, stúdents og óðals-
bónda í Skipholti, Jónssonar, og
var hún seinni kona Einars. —
Guðrún var dóttir hjónanna á
Stóra-Fljóti, Guðmundar bónda
Jónssonar og Jóhönnu Jónsdótt-
ur, hreppstjóra á Kópsvatni, Ein-
arssonar. Æskuheimili Guðrún-
ar að Stóra-Fljóti var vel þekkt
að rausn og ráðdeild langt út
fyrir sveitarmörkin. Hlaut Guð-
rún Höfðann að heimanfylgju er
hún fór úr föðurgarði. —
Þau Guðrún og Þorsteinn gift-
ust um haustið 1879, og búnaðist
þeim vel, enda voru þau sam-
hent, og bæði voru þau vel efn-
um búin er þau reistu bú. Börn
þeirra voru-tvö, Jóhanna og Guð
mundur. Þorsteinn dó hinn 12.
ágúst 1889, aðeins 42 ára gamall,
harmdauði öllum, er af honum
höfðu kynni. Síðar giftist Guðrún
Guðmundsdóttir Þórði Halldórs-
syni frá Galtalæk í Biskupstung-
um, merkum drengskaparmanni,
er að öllu reyndist stjúpbörnun-
um ungu sem bezti faðir.
Steinunn var fædd hinn 7.
ágúst 1889. Hún andaðist hinn
28. apríi sl. Foreldrar hennar
voru Ögmundur bóndi á Þórar-
insstöðum, Sveinbjarnarson
bónda á Þórarinsstöðum, Jóns-
sonar bónda á Jaðri og kona hans
Jóhanna Guðmundsdóttir, Jóns-
sonar bónda á Stóra-Fljóti. —
Ögmundur var góður bóndi og
öruggur, og var kona hans mik-
ið valkvendi, og hafði jafnan af
góðum efnum að miðla. — Bræð-
ur ögmundar voru Jón, stórbóndi
á Bíldsfelli í Grafningi, faðir
Sveinbjarnar hæstaréttarlögm. í
Reykjavík, Sveinbjörn bóndi á
Teigi í Fljótshlíð, síðar kaupmað-
ur í Reykjavik, og Ámundi, er
bjó í Hólakoti í Grímsnesi.
Steinunn var kona trygglynd
Og hollur og traustur vinur vina
sinna .Hún var mikill dýravin-
ur, og sérstakt yndi hafði hún
af hestum, og jafnan áttu þau
hjónin ágæta reiðhesta. Hennar
ævistarf var unnið óslitið og af
einstakri alúð fyrir heimilið, þar
var hennar vettvangur og verka
hringur, og þar sá verka henn-
ar staði svo að um munaði.
Ungur maður
ábyggilegur óskast til innheimtu-
og skrifstofustarfa
Vélaverkstœði
Sigurður Sveinbjörnssonar h.f.
Skúlatúni 6
Að hætti ungra bændasona fyrr
og síðar stundaði Guðmundur
sjómennsku um nokkurt árabil,
aðallega á þilskipum. Á þessum
litlu og lítt búnu skipum var sjór-
inn sóttur fast, enda skipin mönn-
uð einvalaliði. Þessi karlmennsku
raun var til þess fallin að hleypa
kappi í kinn og krafti í köggla,
því óhaggað stendur, að „seigl-
una gátu og vaskleik vakið, vetr-
arins armlög, nótt og dag“, svo
sem Jakob skáld Thorarensen
segir í alkunnu og afbragðs-
snjöllu kvæði um sjósókn íslend-
inga við hin frumstæðu skilyrði.
Guðmundur mun oft hafa siglt
krappan sjó þessi árin, og þann-
ig velktist skip hans á opnu hafi
í ofviðrinu 1907, er þilskipið
„Ingvar" fórst með allri áhöfn,
og var það ekki eina sorgar-
fregnin, sem varð hljóðbær er
því gerningaveðri slotaði. — Guð-
mundur kom þó heill úr hinni
harðneskjulegu sókn á íslands-
mið, glaður í lund og léttur í
spori, svo sem honum var jafn-
an lagið. Og lífsstefnan hafði
verið mótuð. Arðinum frá sjón-
um skyldi varið til að renna
traustum stoðum undir búið, sem
hann hafði ákveðið að reisa í
heimabyggð sinni. Þar skyldu
framtíðardraumarnir rætast. —
Hann kvæntist heitmey sinni,
Steinunni Ögmundsdóttur, hinn
27. maí 1912, og fór hjónavígsl-
an fram í Hrunakirkju. Ungu'
hjónin settu nú saman bú að
Lambastöðum í Flóa, og þar
bjuggu þau til ársins 1917, er þau
fluttust að Laugarási í Biskups-
tungum, og efnuðust þau vel
þessi árin. Að Þórarinsstöðum,
föðurleifð Steinunnar, fluttust
þau svo árið 1923, þar sem þau
bjuggu myndarbúi til æviloka.
Þau eignuðust þrjú börn, Ög-
mund, Þorstein og Jóhönnu. Árið
1943 var djúpur harmur kveðinn
hjónunum á Þórarinsstöðum, er
þau misstu Þorstein son sinn,
frábærlega vel gefinn og efni-
legan mann, búinn miklum hæfi-
leikum. Við fráfall hans hlutu
foreldrarnir það sár, er aldrei
gréri að fullu, en þau hjónin tóku
til fósturs barnunga dóttur Þor-
steins, Steinunni, Og önnuðust
uppeldi.hennar að öllu leyti svo
sem væri hún þeirra eigin dóttir,
Dvöl Steinunnar litlu á heimil-
inu varð foreldrunum raunarbót
eftir sonarmissinn.
t
Guðmundur Þorsteinsson var
grafinn í Hraunakirkjugarði hinn.
18. febrúar í vetur. Steinunn
kona hans gat ekki fylgt honum
í þessa síðustu för, hún lá þá
sárþjáð á sjúkrahúsi, haldin þeim
sjúkdómi, er ekki varð ráðin bót
á. Og í dag hlýtur hún hinstu
hvílu við hlið manns síns. Hin
svipfríðu Hreppafjöll standa trú-
an vörð um hvílustað þeirra og
búsældarlega byggðina, þar sem
ættir þeirra stóðu rótum og ævi-
starfið var leyst af höndum með
fullum sóma.
Magnús Víglundsson.