Morgunblaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 24
GEI M SKOT
Sjá bls. 10
IÞROTTIR
Sjá bls. 22.
100. tbl. — Laugardagur 6. maí 1961
Bæjarsjúkrahúsið tekið í
notkun fyrir árslok 1964
BÆJARSTJÓRN Reykjavík-
ur gerði eftirfarandi sam-
þykkt um Bæjarsjúkrahúsið
á fundi sínum í fyrradag,
sem miðar að því að unnt
verði að taka í notkun, fyr-
ir árslok 1964, 185 sjúkrarúm
af 390, sem í sjúkrahúsinu
verða, þegar því er fullokið:
„Bæjarstjórn Reykjavíkur legg
ur áherzlu á, að byggingu 1.
áfanga Bæjarsj Skrahússins (á-
samt grunni B-álmu) verði lokið
eigi síðar en fyrir árslok 1964,
svo að þá megi taka 185 sjúkra-
rúm í notkun.
í þeim tilgangi mun bæjar-
stjórn hækka fjárframlag sitt á
næsta ári til byggingar sjúkra-
hússins og gerir ráð fyrir, að á
næstu þrem árum verði samtals
veittar 12 millj. kr. til bygging-
arinnar úr bæjarsjóði.
Jafnframt ítrekar bæjarstjóm
beiðni borgarstjóra til ríkisstjóm
arinnar, að hækkað verði fram-
lag á fjárlögum til greiðslu á
hluta ríkissjóðs af byggingar-
kostnaði sjúkrahússins og verði
eigi minna á næstu þrem árum
en samtals 9 millj. kr.
Þá ítrekar bæjarstjórn og um-
sókn borgarstjóra til Trygginga-
stofnunar ríkisins um lán, er
svari til 30% af byggingarkostn-
aði sjúkrahússins frá 1. jan. s.
1., en sá hluti byggingarkostnað-
ar er væntanlega talin verða kr.
15 millj. til ársloka 1964.
Loks heimilar bæjarstjórn
borgarstjóra auk þess að leita
eftir og taka allt að 12 millj.
kr. lán til þess að byggingu
40 þús. kr.
málverk
1 gær hélt Sigurður Bene-
diktsson listmunauppboð í
Sjálfstæðishúsinu. Voru þar
seld allmörg málverk, en auk
þeirra ýmiss konar listmunir
o>g fagrir gripir. Mikið f jör var
á uppboðinu, þegar líða tók
á, og bar það helzt til tíðinda,
að þar var greitt hæsta verð
fyrir málverk, sem hingað til
hefur þekkst á fslandi. Olíu-
málverkið „Sumar í Húsafells
skógi“ 095x115) eftir Ásgrím
Jónsson var slegið á 40 þús.
króna.
Næst hæsta verð fékkst fyr
ir jafnstórt ólíumálverk, einn
ig eftir Ásgrím, sem heitir
„Við Krýsuvíkurveg". Það
var slegið á 25 þús. kr. „Úr
Borgarfirði“, olíumálverk (65
x80) eftir Ásgrím var slegið
á 21 þús. kr., og ,„Nóttin blá“,
lítil mynd eftir Kjarval máluð
með olíu á pappa fór á 12,500
kr.
Þá var lítil mynd eftir Mugg
('Guðmud Thorsteinsson) af
móður listamannsins slegin á
6000 kr.
Varðarkaffi í Valhöll
« dag kl. 3-5 síðd
sjúkrahússins verði lokið á of-
angreindum tíma.“
Á fundi bæjarstjórnar 29. nóv-
ember 1960 hafði Alfreð Gísla-
son flutt tillögu um, að borgar-
stjóra yrði falið að leitast fyrir
um 10 millj. kr. lán til fram-
kvæmda á árinu 1961, til viðbót
ar því fé, sem ætlað er til bygg-
ingarinnar skv. fjárhagsáætlun.
Var þessari tillögu þá vísað fíl
byggingarnefndar bæjarsjúkra-
hússins og 2. umræðu í bæjar-
stjórn.
Á fundi bæjarstjórnar í fyrra-
dag flutti Geir Hallgrímsson
borgarstjóri tillögu um samþykkt
þá, sem skýrt er frá hér að
framan. Dró Alfreð Gíslason þá
tillögu sína til baka og lýsti
sérstakri ánægju sinni með til-
lögu borgarstjóra, sem samþykkt
var með samhljóða atkvæðum.
Borgarstjóri fylgdi tillögu
sinni úr hlaði með nokkrum orð
um og gerði m. a. grein fyrir,
hvernig framlkvæmdir stóðu í
árslok 1960, hvernig framkvæmd
um við húsið verði hagað á
næstu árum og fjáröflun til fram
kvæmdanna.
í Árslok 1960 hafði verið lokið
við að steypa upp þær álmur
hússins, sem ijúka á í 1. og 2.
áfanga byggingarinnar. Hafði
húsinu þá verið lokað og gengið
að mestu frá þaki þess, og í vet-
ur hefur verið unnið að hitalögn
og öðrum pípulögnum innan-
húss. Alls nemur byggingarkostn
aður nú 38. millj. kr., þar af hef
ur bæjarsjóður greitt 19 millj.,
ríkissjóður 6 milij. og lán Trygg
ingastofnunar ríkisins til húss-
ins nemur 13 millj. kr.
,Þá skýrði borgarstjóri frá því,
að gert væri ráð fyrir, að fram
kvæmdum við húsið verði lokið
í 3 áföngum á næstu árum. Þeg-
ar 1. áfanga er lokið má taka
sjúkrahúsið í notkun með alls
185 sjúkrarúmum. í 2. áfanga er
gert ráð fyrir 37 sjúkrarúmum
eða húsrými, sem nota mætti
fyrir íbúðir starfsfólks, og í 3.
áfanga er gert ráð fyrir 168
sjúkrarúmum.
Loks skýrði borgarstjóri frá
því, að til þess að ljúka 1. áfanga
þyrfti enn 49 millj. kr., en höfuð
áherzla væri lögð á, að honum
verði lokið fyrir árslok .1964.
Er miðað við, að framlag ríkis-
sjóðs hækki aðeins um 1 millj.
kr. frá þvíj se'm nú er (úr 2 í
3 millj.), en bæjarsjóður hækki
framlag sitt um 2 millj. kr. (úr
2 í 4 millj.). Lán frá Trygginga
stofnun ríkissins verða 30% af
byggingarkostnaðinum. Framlög
þessara aðila Verða því sem hér
segir á á árunum 1961—1964:
bæjarsjóður 14 millj.; ríkissjóður
11 millj.; lán Tryggingastofnun-
arinnar 15 millj. og aðrar lán-
tökur 9 millj. kr.
Slasaður maður
flutfur suður
Flateyri, 5. maí.
f GÆRKVÖLDI var Björn Hjálm
arsson, bóndi á Mosvöllum í
önundarfirði, sóttur og fluttur í
Tal peð yíir
19. SKÁKIN í einvígi þeirra Tals
og Botvinniks var tefld í gær-
kvöldi. Var hún tlðindalítil í
fyrstu, en rétt þegar margir
áhorfenda voru farnir að spá
jafntefli, Jék Botvinnik óná-
kivæmt í 15. leik og varð þá eitt
af peðum hans mjög veikt.
Tókst heimsmeistaranum að not-
færa sér þetta og vinna peðið í
20. leik.
Er skákin fór í bið, hafði Bot-
vinnik hrók, biskup og þrjú peð
en Tal hafði þá enn peði meira.
Biðskákin verður tefld í dag
Gönguferð á Keili,
ökuferð í Krísuvík
FERÐFÉLAG íslands efnir um
helgina til tveggja ferða á Reykja
nes, gönguferð á Keili og Trölla
dyngju annars vegar Og ökuferð
ar í Krísuvík og Óbrennishóla.
Verður lagt af stað í báðar ferð
irnar kl. 9 á sunnudagsmorgun
frá Austurvelli.
Landsspítalann í Reykjavík.
Hafði hann slasazt í fyrrakvöld,
þegar hann varð undir dráttar-
vél sinni á heimleið úr kaupstað.
Meiddist hann allmikið, en komst
sjálfur til næsta bæjar.
Það var Björn Pálsson, flug-
maður, sem sótti hinn slasaða á
sjúkraflugvél sinni. Var hann þá
enn þungt haldinn.
Kornbarnið frá Þorfinnsstöð-
um í Valþjófsdal, sem gleypti
naglann á dögunum, og einnig er
í Landsspítalanum, er á góðum
batavegi. Naglinn hefur gengið
niður af barninu. — Kr. G.
Geimfari skríður út úr hylk- j
inu í Atlantshafinu.
Merkjasala
vegna starf-
seminnar að Jaðri
EINS og undanfarin ár, mun
verða starfrækt að Jaðri sumar-
dvöl fyrir börn nú í sumar. Stari
semi þessi hefir notið mikill vin»
sælda, enda aðstaða til hennar
sérlega góð að Jaðri. Húsakostur
með ágætum og umhverfi allt
hið ákjósanlegasta.
Þess vegna hefir verið efnt til
merkjasölu í þessu sambandi ál
liðnum árum fyrir starfsemina,
og verður svo gert ennþá. A3
þessu sinni fer merkjasalan frarn
á morgun, sunnudag. En merkin
verða afhent I dag, laugardag
milli kl. 5—7 e.h. í Góðtemplara-
húsinu og frá kl. 10 f.h á morg-
Handritanefnd danska
þjóðþingsins kosin
KAUPMANNAHÖFN, 5. maí. —
(Frá Sigurði Líndal). — Á fundi
danska þjóðþingsins í dag var
kosin sérstök þingnefnd í hand-
ritamálinu. í henni eiga sæti 17
þingmenn og voru þessi kosin í
nefndina:
Frá Jafnaðaramönnum:
Alsing Andersen, K. B. Ander
sen, Chr. Christiansen, Dupont,
Hougaard, Per Hæbkerup, Frode
Jacobsen og Aksel Nielsen. .
Frá Radikalaflokknum:
Helge Larsen.
Frá Vinstri flokknum:
Ib Thyregod, N. Chr. Christen
sen, Eirik Eiriksen og Helga Ped
ersen.
Frá íhaldsflokknum: '
Poul Möller, Edvard Jensen,
Poul Sörensen.
Frá Sósíalíska alþýðuflokknum:
Axel Larsen.
Sættir í togaraverkfallinu I
Grímsby fara út um þúfur
Menn virðast nú ú kula vonar um sættir
Grimsby, 5. maí. (Reuter).
SÁTTAUMLEITANIR í tog-
araverkfallinu í Grimsby
fóru algerlega út um þúfur
í dag, en þar hefur verkfall
nú staðið lengi vegna fiski-
landana úr íslenzkum togur
um. Eftir að þessar sátta-
umleitanir sem fiskikaup-
menn í Grimsby stóðu fyrir,
mistókust eru menn orðnir
úrkula vonar um lausn deil-
unnar.
Dennis Welch formaður félags
yfirmanna á togurum sagði að
hann og fulltrúi vélamanna
heðu reynt allar leiðir til að ná
samkomulagi:
— Við höfum boðizt til að
viðurkenna Parísar-samkomu
lagið um landanir íslenzkra
togara og einnig höfum við
hoðizt til að ganga á ný í
sjávarútvegsráð Bretlands,
sem við gengum úr fyrir
nokkrum vikum.
• Óskirnar.
1 staðinn fyrir þetta óskuðum
við eftir því að sett yrði á fót
nefnd til að hafa eftirlit með og
takmarka fisklandanir í bænum
úr skipum sem ekki eru frá
Grimsby.
Welch sagði, að þrátt fyrir and
stöðu sína við fisklandanir ís-
lenzkra togara, hefði hann getað
fallizt á að þær héldu áfram ef
þessari skipun yrði komið á fisk
landanir í Grimsby.
Welch segist ekki sjá að félag-
ar hans geti gert nokkrar fleiri
tilslakanir.
• Búið.
Félag togaraeigenda í Grimsby
gaf út tilkynningu í dag um sátta
umleitanir þær sem fram hafa
farið. Þar segir að engir fleiri
sáttafundir séu fyrirhugaðir.