Morgunblaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 12
12 r MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur S. maí 1961 & Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. ^-amkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalntræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald icr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. STJÓRNMÁLAÞROSKI OG ST JÓRNARANDST AÐA ■fj'Ölk skiptist að jafnaði í stjómmálaflokka eftir af- stöðunni til mikilvægustu málefna þjóðfélagsins. Sér- hver fullþroska ma&ar, sem hefur einhvern almennan áhuga á lífinu og tilver- unni, hlýtur að hafa áhuga á stjórnmálum. í lýðræðisþjóð- félögum er einstaklingunum beinlínis siðferðilega skylt að fylgjast með og beita síð- an réttindum sínum og áhrif- um eftir beztu samvizku. — Annað væri misbeiting á frelsinu — hinum dýrmætu réttindum, sem einstaklingar og þjóðir geta svo auðveld- lega misst. Að vísu segja sumir, að þeir vilji ekki koma nálægt stjórnmálum, því að annars kunni mannorð þeirra að spillast. Það er rétt, að oft er hart og óvægilega deilt, og þó lýðræðið sé langfullkomn- asta stjórnarform, sem nokkru sinni hefur verið fundið upp, þá hefur það marga galla. Mannkynið er ekki komið lengra á þróun- arbrautinni. En einstakling- arnir hafa ekki rétt til að setja sig á háan hest og benda á gallana, og þykjast svo hvergi nærri geta komið. Þeir sem sjá og þykjast sjá hvernig hlutirnir mega betur fara, eiga að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta þjóðfélag sitt. Það er enginn svo vanmáttugur, að ekki muni um hann í hinni eilífu baráttu fyrir fullkomnari þjóðfélagsháttum. ★ í sambandi við þessar hug- leiðingar verður þó að játa, að oft getur verið erfitt að átta sig sem skyldi á hinum ýmsu viðfangsefnum sem fyrir liggja. Margir hafa beinlínis þann starfa að villa um fyrir almenningi og af- flytja þær ráðstafanir sem gera þarf hverju sinni. — Stjórnarandstöðuflokkar í lýð ræðisþjóðfélögunum hafa löngum þótt ganga of langt í þessum efnum. En þó verð- ur að telja líklegt að met hafi verið slegið af íslenzku stjórnarandstöðunni að und- anförnu. Kommúnistarnir eru reynd ar sízt verri en búizt var við. Þeirra viðleitni felst í því að lama og rífa niður nú- verandi þjóðskipulag með sérhverjum tiltækilegum ráð um, eftir því sem aðstæður leyfa á hverjum tíma. Það er afstaða Framsóknarflokksins sem vekur undrun, þvx harm hafa menn viljað telja ábyrg- an stjórnmálaflokk í lengstu lög. Væri það t.d. ekki skyn- samlegt fyrir hann að ham- ast minna gegn efnahagsráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar? Allir vita, sem vilja vita, að þær verða að takast í öllum aðalatriðum, ef þjóðin á að halda fullu sjálfstæði. Sú þjóð er ekki sjálfstæð, sem ætlar að lifa lengi á betli. Framsóknarmenn hafa áreið- anlega hug á því að komast einhvern tíma aftur í ríkis- stjórn. En vildu þeir þá ekki gjarnan að þjóðin gæti séð fyrir sér sjálf? Það er ekki svo langt síðan, að „þjóðin var að ganga fram af brún- inni“. Ekki myndi Framsókn vilja láta slíkt koma fyrir aftur, eftir að hún hefði ver- ið í ríkisstjórn. ÁNÆGJULEGAR YFIRLÝSINGAR V/firlýsingar þær, sem full- trúar dönsku þingflokk- anna gáfu á þjóðþingi Dana við 1. umræðu handritamáls- ins, eru vissulega mjög ánægjulegar fyrir okkur ís- lendinga. Fulltrúar allra flokka létu þar í ljós þá skoðun, að afhenda bæri ís- lendingum handritin. Áður var vitað að stjórnarflokk- arnir, Jafnaðarmenn og Radi kalir, voru fylgjandi frum- varpi Jörgen Jörgensens, menntamálaráðherra, um af- hendingu handritanna. En við fyrstu umræðu frum- varpsins lýstu fulltrúar íhaldsflokksins, Vinstri flokks ins og Sósíalíska þjóðflokks- ins því einnig yfir, að innan þingflokka þeirra væri mikið fylgi við frumvarpið. Hins- vegar gagnrýndu sumir þess- ara þingmanna nokkuð und- irbúning málsins af hálfu stjórnarinnar. íslendingar eru þakklátir þeim Erik Eriksen, Paul Möller, Ole Björn Kraft og Aksel Larsen, sem töluðu fyrir hönd stjórnarandstöðu- flokkanna í þessu máli, fyrir yfirlýsingar þeirra. Með þeim EFTIR AÐ Jemen-ríki gekk í samband við Arabíska sambands lýðveldið, hefir hagur Gyðinga í landinu farið hríðversnandi svo sem vænta mátti — og það svo mjög, að fjölmargir þeirra taka nú þann kostinn að rífa sig upp frá heimilum sínum og flytjast til ísrael. Hér á myndinni sjáum við einn hóp Gyðinga, sem hafa farið land flótta frá Jemen. Myndin var tekin í flughöfninni í Aþenu, þar sem flóttafólkið skipti um flugvél og hélt „heim“ til ísraels. Þetta er nokkuð sérstæður og litríkur flóttamannahópur. Flestar kon- urnar eru búnar marglitum klæð um og bera hina margvíslegustu skartgripi. Samstarf þingmaritia og vísindamanna FYRIR nokkru var haldinn í manna. f ályktun frá fundinum London fundur til að fjalla um samvinnu þingmanna og vísinda- er mælt með því, að gerðar séu ráðstafanir til, að þessir aðilar er staðfest sú skoðun, að ör- uggur þingmeirihluti muni vera á þingi Dana fyrir af- hendingu handritanna. Það sæmir hinsvegar ekki að við íslendingar blöndum okkur í þær deilur, sem risið hafa milli hinna dönsku þing- flokka um undirbúning máls- ins. Það verður þó að koma fram af okkar hálfu, að Jörgen Jörgensen, mennta- hefur sýnt einlægan vilja til þess að léysa þetta við- kvæma deilumál og íslend- ingar myndu harma það, ef kjarkur hans og manndóm- ur í sambandi við flutning þess, yrði til þess að skapa honum pólitíska erfiðleika í heimalandi hans. TUNGLFERÐIR OG KRABBAMEIN Dandarískir vísindamenn hafa látið þ"á skoðun í ljós, að það muni kosta 20— 40 billjónir dollara að hefja kapphlaup um það af hálfu Bandaríkjanna að verða fyrstir til þess að senda mann til tunglsins. Jafn- framt hafa margir orðið til þess að benda á, hversu fár- ánlegt slíkt kapphlaup sé og slík taumlaus eyðsla fjár- muna. í þessu sambandi hafa menn varpað fram þeirri spurningu, hvort það borgaði sig ekki betur að eyða þó ekki væri nema einni billjón dollara til þess að útrýma krabbameini og hjartasjúk- dómum og sigrast á ýmsum vírussjúkdómum og öðrum bölvöldum mannkynsins. Þessar athugasemdir gefa vissulega tilefni til alvar- legra hugleiðinga um það, hvort kapphlaupið um himin geiminn geti ekki farið út í öfgar. — Vitanlega fagnar mannkynið þeim glæsilegu sigrum mannlegrar snilli- gáfu, sem fólgnir eru í geim- ferðunum og hinni auknu þekkingu, sem gert hefur þær mögulegar. En í sam- bandi við hinn gífurlega kostnað við t.d. ferðir til tunglsins, hlýtur sú spurning að rísa, hvort mannkyninu væri ekki meira gagn að því að geta til dæmis sigrazt á ýmsum skæðustu sjúkdómun um, sem herja það, en að hinu að geta skotið manni eða mönnum til tunglsins. Vísindamenn á sviði lækn- isfræðinnar gera sér nú ákveðna von um það, að unnt muni vera að sigrast á krabbameininu og draga stór kostlega úr dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma inn- an tiltölulega skamms tíma. En einnig á þessu svi&i kosta vísindalegar rannsóknir og tæki gífurlegt fjármagn. ’hafi reglubundið samband sín á milli. í ályktuninni er einnig lagt til, að haldið verði áfram að vinna að vísindalegum mál- efnum í Evrópuráðinu og hin- um alþjóðlegu efnahagsstofnun- um, sem aðsetur hafa í París. Þessir aðilar stóðu að fundinum í London auk brezkrar nefndar, sem vinnur að samstarfi þing- manna og vísindamanna þar í landi. Fundarmenn sátu einn af fund- um nefndar þessarar. Þar voru einnig hertoginn af Edinborg og Hailsham lávarður, vísindamála ráðherra Breta. Þá var nýreist til raunastöð brezku vegagerðarinn ar skoðuð. Fundurinn í London var boð- aður, þar sem það hefur komið fram bæði x Evrópuráðinu og Efnahagssamvinnustofnuninni í París, að nauðsyn ber til að auka vísindaiðkanir í aðildarrikjum þessara stofnana svo og sam- starf ríkjanna um vísindamál. Einnig er ljóst orðið að koma þarf á föstum og stöðugum tengsl um milli þingmanna og vísinda- manna. Nefnd hefur starfað í þessu skyni í Bretlandi frá 1939, og var tilgangur fundarins í London ekki sízt sá að kynna starfsemi hennar. Fram kom á fundinum, að ríkisstjórnir hafa yfirleitt full- nægjandi aðstöðu til að fylgjast með vísindalegum málefnum. Hins vegar hafa ráðstafanir til að skapa þingmönnum aðstöðu af þessu tagi ekki verið gerðar nema í Bretlandi og í Svíþjóð, þar sem nefnd svipuð þeirri brezku var sett á laggirnar fyrir tveim árum. Un»ið er að und- irbúningi á þessu sviði í ýmsum löndum. Á fundinum í L*ndon var einn íslendingur, Jóhann Hafstein al- þingismaður. Bitar í brú Höfn, Hornafirði, 4. maí. BÚIÐ er nú að flytja alla brúar- bitana á brúna á Hornafjarðar- fljóti og jafnframt er búið a'ð ganga frá þeim öllum á sinn stað, Gekk það verk fljótt og vel, en hin hentugasti tími nú, vegna vatnsleysis. — Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.