Morgunblaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUN BLAÐIÐ Laugardagur 6. maí 1961 KORT ÞETTA skýrir nokkuð geimferð Shepards í gær. En upplýsingarnar eru úr bandarísku blaði, sem út kom fyrir nokkru. Ekki koma þær fyllilega heim við fréttir af geimskotinu, því geimskipið náði meiri hraða en hér er gefinn upp, eða rúmlega 8000 kílómetra á klukkustund. Þá komst skipið í 185 kílómetra hæð, en ekki 200 eins og sagt er. Þegar skipið losnaði frá eldflauginni, tók Shepard við stjórn þess, en því var stjórnað frá jörðu fyrsta áfangann. í hámarkshæð reyndi Shepard ýms stjórn- og stýristæki geimskipsins, sem reyndust vel. Á skotstað var mikill fjöldi fréttamanna og var útvarpað lýsingu á geimskot- inu og fengu útvarpshlustendur að fylgjast með ferðum Shepards jafnóðum og upp- lýsingar komu frá honum utan úr geimnum. ALAN B. SHEPARD, yfirmað flotanum, liggur á bakinu í ur (Commander) í bandaríska Geimfari við geimsle Mercurv sæti sínu í Mercury geimskipi, sem komið er fyrir í nefi Red stone eldflaugar. Fyrsti geim- fari Bandaríkjanna er að leggja af stað frá tilraunastöð inni á Canaveral-höfða á Florida. Redstone eldflaugin hefur verið yfirfarin, allt er í lagi. í geymum eldflaugarinnar eru 25.000 lítrar af eldneytis- blöndu, sem nægja til að fram leiða 78,000 punda þrýsting í 140 sekúntur. Stjórnendur geimskotsins á jörðu hafa sam band við Shepard um talstöð. Öll stjórntæki geimskipsins eru reynd áður en því er skot ið á loft. Svo nálgast skottim- inn. ....5 ...4 ...3 ...2 ....1 SKJÓTIÐ! Eldflaugin hylst í gufuskýi, svo fer hún af stað. Fyrst hægt og rólega, en hraðinn vex ört og eftir 20 sekúntur er hún komin í 1,000 feta hæð. Hraða aukningin þrýstir Shepard niður í sætið og þyngd hans margfaldast. En hann er van ur þeirri tilfinningu vegna langvarandi æfinga og heldur ótrauður áfram að senda upp- lýsingar um förina til jarðar. Eftir rúmar tvær mínútur losnar geimskipið frá Red- stone flauginni, sem orðin er eldneytislaus. Skipið heldur ferðinni áfram og nú tekur þyngdarleysið við. Shepard er spenntur í sætið, annars gæti hann svifið í lausu lofti inn í geimskipinu. Skipinu er snúið við á fluginu, þannig að Shep ard fer nú aftur á bak. £r þetta gert vegna þess að, „botninn" í skipinu er sérstak lega einangraður fyrir hita, sem myndast þegar skipið þýt 1 — Redstone-eldflaug skotið á loft með Mercury-geimskip. 2 — Ef bilun verður á Redstone-flaug- inni, tekur björgunarflaugin við og bjargar geimskipinu. 3 — Hraðaaukningin þrýstir geimfar- anum niður í sætið með gífurlegu afli og margfaldar þyngd hans. Tími: 0 Hraði: 0 Hæð: 0 Þyngd geimfara: 90 kg. 4 — Fimm sekúndum eftir að elds- neyti eldflaugarinnar er þrotið er björgunarflauginni sleppt. Örstuttu síðar losnar geimskipið frá burðar- flauginni. Miðflóttaaflið vegur á móti aðdráttaraflinu; geimfarinn er þyngd- arlaus. 5 — Þrýstiloft snýr skipinu svo breiði hitaskjöldurinn snúi fram, snýr svo skipinu þannig að sjónpípan vísi niður. 6 — Bakflaugar, sem notaðar verða við hnattflug seinna, reyndar í há- markshæð. Tími: 2 mín. Hæð: 65 km Hraði: 6500 km Þyngd geimfara: 600 kg. Tími: 2 mín. 5 sek. Hraði: 6500 km Hæð: 72V-t km Þyngd geimfara: 0 Tími: 5 mín. Hraði: 2570 km Hæð: 200 km Þyngd geimfara: 0 Shepard ur á ofsahraða gegnum loftið. Svo hefst ferðin til jarðar. Geimskipið er á 7,200 km. hraða á klst., en nú dregur mjög úr ferðinni. Shepard þrýstist aftur niður í sætið. I stað þess að svífa þyngdarlaus verður hann þyngri og þyngri. Hann getur sig ekki hreyft. Hann verður að horfa beint fram, því ef hann hreyfir höf uðið til hliðar, leggst það fast aftur í bak sætisins og verður ekki hreyft þaðan um stund. Á stuttum tíma lækkar hraði geimskipsins niður í 200 km. á klst. Fallhlífar taka við og draga enn úr ferð skipsins, sem svífur hægt til sjávar. Fyrir lendingu dettur yzta Framh. á bls. 15. 7 — Bakflaugunum sleppt. Tími: 7 mín. Hraði: 4800 km Hæð: 130 km Þyng geimfara: 0 8 — Skyndileg hraðaminnkun þrýstir geimfara aftur niður í sætið og marg- faldar þyngd hans. Tími: 8 min. Hraði: 6500 km Hæð: 65 km Þyngd geimfara: 1000 9 — Bremsu-fallhlíf dregur úr fall- hraða. Timi: 9 mín. Hraði: 480 km. Hæð: 30 km Þyngd geimfara: 90 10 — Aðalfallhlíf opnast. Timi: 13 mín. Ilraði: 35 km Hæð: 3Vz km Þyngd geimfara: 90 11 — Lending: 325 km frá skotstað. Tími: 16t4 mín. Hraði: 0 Hæð: 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.