Morgunblaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 3
Laugardagur 6. maí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 Sterkar taugar - eða engar FÖR bandaríska geimfar- ans tókst mæta vel. Þetta var aðeins fyrsta skref Bandaríkjamanna í þessa áttina og nú bíða hinir sex, sem urðu að sitja heima að þessu inni, með öndina í hálsinum og spyrja sjálfa sig: Hvenær kemur röðin að mér? ★ ★ ★ Sjö Bandaríkjamenn hafa verið þjálfaðir að undanförnu til geimferða. Þetta eru allt sjáfboðaliðar, valdir úr hópi hundrað manna, sem upphaf- lega gáfu sig fram. Það var mikill vandi að velja sjö þá hæfustu og sérfræðingar á fjölmörgum sviðum voru kvaddir til. Allir eru hinir út- völdu tilraunaflugmenn, verk fræðimenntaðir, á aldrinum 32 til 39 ára, kvæntir og eiga eitt eða fleiri börn. Fyrir nokkrum vikum voru svo þrír valdir úr hópi sjö- menninganna til þess að búa sig sérstaklega undir Mercury flugferðina og síðan varð Shapard endanlega fyrir val- inu, eins og kunnugt er. Hann hefur lagt á sig ótrú- lega mikið erfiði vegna þjálf- unarinnar. Launin hafa hins vegar orðið góð, heppnin var með honum að þesssu sinni. En það vissi auðvitað eng- inn fyrirfram. ★ ★ ★ íslenzkir blaðamenn, sem fyrir skemmstu voru á ferða- lagi vestra heimsóttu aðal- bækistöðvar „geimfaranna“, á Langley-flugstöðinni í Virg- iniu. Þar hittu þeir einn sjö- menningarina, Carpenter. — Þetta er það erfiðasta, sem ég hef komizt í til þessa, sagði hann. Við höfðum verið önnum kafnir svo að segja allan sólarhringinn, því þjálf- un lýkur aldrei. Þegar við höfum lokið öllum þjálfun- arstigunum byrjum við bara upp á nýtt — og af engu minna kappi. Þannig gengur það aftur og aftur, því við eigum alltaf að vera ferðbún ir, megum aldrei slaka á. — Og hvað segir frúin? — Hún lætur sér fátt um finnast. Strákarnir mínir eru geysi spenntir, segir Carpen- ter og brosir. Við verðum að líta á þetta eins og hvert annað starf. í sannleika sagt verður það okkur eðlilegt. Það þýðir ekki að hugsa allt- af — — EF, EF, EF, .... — Þú ert þá ekki mikið taugaóstyrkur? — Nei, ég hef ekki tíma til þess. Annars getur líka verið að ég hafi ekki lengur nein- ar taugar. Hvernig sem það annars er, þá hefði ekki þýtt fyrir mig að leggja út í þetta, ef ég hefði ekki treyst á að ég þyrði að stökkva, þegar til kæmi. Mér fannst þetta heillandi, ævintýralegt. Nú kemst lítið annað að en vinna, púl — þjálfunin er ekki íekin með sitjandi sæld- inni. — Og nú vona ég bara, að röðin komi bráðlega að mér. Sem fyrst. Guð, gæfan og þjálfunin verða svo að ráða hvernig fer. ' Einhver bað hann um eig- inhandar áritun. „Alveg sjálf sagt. Það er hluti af starf- inu“, sagði hann og brosti. ★ ★ ★ Þetta var nokkrum dögum áður en Rússinn Gagarin fór sína frægðarför. Sjömenning- amir hafa vafalaust ekki misst áhugann við geimför Rússans. Allir gerðu sér grein fyrir að Rússinn yrði á undan, því eins og eitt bandarísku stórblaðanna lét um mælt: Enginn vinnur 100 metra hlaup með því að byrja einni mílu aftan við rásmarkið. — ★ ★ ★ Þjálfun sjömenninganna hefur verið geysifjölþætt og erfið. Þetta er bæði líkamleg og andleg þjálfun, þolraunir og þrautir. Þess er ekki að- eins krafizt, að geimfararnir séu vel að sér í siglingafræði, þekki stjörnuhimininn og landabréfið eins og vasa sinn, kunni glögg skil á veður- fræði, mörgum greinum eðlis- fræðinnar og fleiru í þeim dúr, heldur verður líkaminn að þola alla hina miklu á- reynzlu, sem geimferðinni er samfara — og miklu meira, til vara. Sérfræðingar hafa margreynt viðbrögð og and- legt ástand „geimfaranna“ við hin margvíslegu skilyrði. ★ ★ ★ Á næsta stigi geimferðanna, þegar farið verður umhverfis hnöttinn mun geimfarið hitna að utan svo að jafngildir margföldu suðumarki. Enda þótt geimfarið sé vel einangr- að fer ekki hjá því að geim- faranum volgni. Ein þolraun- in, sem lögð hefur verið fyr- ir „geimfarana" er því t.d. að sitja í eins konar „hita- brúsa“ tímunum saman. Þetta er þröngt hylki, gluggalaust — og þar inni geta „geim- fararnir“ hvorki hreyft legg né lið. Síðan er „kynt Undir“ og hitinn verður jafnmikill og hægt er að ætlast til að menn þoli. Ef enginn fær Sjömenningarnir, sem þjálf- aðir hafa verið til geimferða. Carpenter er þriðji frá vinstri og Shepard sjötti. innilokunartilfinningu við slíka meðferð — hvers konar taugar hafa þeir þá? ★ ★ ★ Innilokunartilfinningin er nefnilega hættulegasti óvin- urinn. Geimfarinn liggur flöt- um beinum, ólaður niður — og hann hefur nóg að starfa. Hann þarf að fylgjast með tugum mælitækja, sem sýna nákvæmlega gang ferðarinn- | ar og ástand hans sjáls. Ef í eitthvað fer aflaga, þá verð- ur hann að gera viðeigandi ráðstafanir — og þá getur oltið á sekúndum. I sjónpíp- unni sér hann jarðkúluna. Hann er einn á ferð úti í óendanlegri víðáttu geimsins Þá verða menn að hafa sterk ar taugar. Eða eins og Carp- enter sagði: Engar taugar. Allar upplýsingar, um á- stand geimfarans og geímfars 'i ins, berast jafnóðum þráðlaust til jarðarinnar. Bandaríkja- menn hafa komið upp keðju af stöðvum allt umhverfis jörðu til þess að fylgjast með geimförunum — og nú kemur bráðlega til þeirra kasta. ★ ★ ★ Bjartsýnir vona, að hægt verði að senda fyrsta mann- aða bandaríska geimfarið um hverfis jörðu síðar á þessu ári. Enn er óvíst hvort það verður á þessu ári. Enda þótt ekki sé komið lengra áleiðis er þegar haf- inn undirbúningur í Langley- herstöðinni að förinni til tunglsins. Áætlað er, að stórt geimfar, með 3—4 mönnum, verði sent áleiðis til tungls- ins, þegar næg reynzla verð- ur fengin af „styttri“ geim- ferðum. Það á að fara hring umhverfis tunglið og snúa síðan aftur til jarðar. Ekki er búizt við því að Bandaríkja- menn komi þessu í fram- kvæmd fyrr en 1968, eða jafn vel ekki fyrr en 1970. Og sennilega verður Shepard þá ekki með í förinni — og út- búnaðurinn, sem nú er notað- ur, löngu úreltur. l h-j-h. I Engar handritakröfur segir skjalavorður Norðmanna KAUPMANNAHÖFN 5. maf. — (Frá Sigurði Líndal) — Reidar ©mang ríkisskjalavörður Norð- manna ber til baka að hann hafi borið fram handritakröfur á ferð sinni í Kaupmannahöfn fyrir skömmu. Blaðið Information birtir sam tal við skjalavörðinn Og segir þar að handritaóskir Norðmanna snerti ekki beint dansk-íslenzka handritamálið. Hann segir þær umsagnir danskra blaða rangar, að hann hafi haft uppi kröfur um hand- rit í Kaupmannahafnarför sinni. Reidar Omang er spurður að því hvort um sé að ræða hags munaárekstra íslendinga og Norð manna vegna handrita í dönsk um söfnum. Hann segir að Norð menn telji ekki rétt að handrit upprunnin frá Noregi á miðöldum gengi til fslands, það er að segja handrit sem eru fremur norsk en íslenzk. FRANKFURT, Vestur-Þýzka- landi, 4. maí. (NTB/Reuter) — Bankavextir voru enn lækkaðir í Vestur-Þýzkalandi í dag um hálfan af hundraði í 3%. Hinn 19. jan. sl. voru vextirnir lækk- aðir úr 4% í 3%%. Brenndist á fæti SL. miðvikudagsmorgun brennd- ist ungur maður talsvert á fæti í byggingarvinnu hér í bæ. Hann fékk fernisolíu í aðra buxna- skálmina við vinnu sína, og tók til bragðs að setja sag ofan í olí una í buxunum. Síðan kveikti hann í saginu til að ná olíunni úr buxnaskálminni. Þá tók ekki betra við, því eldurinn logaði svo glatt, að hann brenndi upp skálmina, en maðurinn hljóp um og gat ekki slökkt hann fyrr en hann var orðinn talsvert brennd ur á fótleggnum. Hann var flutt ur á Slysavarðstofuna og þar gert að brunasárum hans. STAKSTEIMR „Varanleg herseta“ Margt er skrítið í kýrhausnum, það má nú segja. Nú er Thninn farinn að spyrja Sjálfstæðisflokk inn um það, hvort hann sé fylgj- andi „varanlegri hersetu“ á Is- landi! Áður en þessari fyrirspurn er svarað, er rétt að varpa fram eftirfarandi spurningum: Voru það ekki Framsóknar- menn, sem samþykktu tillögu um það á Alþingi vorið 1956, að hið erlenda varnarlið, sem dvalið hef ur hér á landi siðan 1951 skyldi tafarlaust rekið burtu héðan? Voru það ekki Framsóknar- menn og vinstri stjórnin í heild, sem sömdu um það haustið 1956, að hið erlenda varnarlið skyldl dvelja hér áfram um ótiltekinn tíma? Við þetta mætti svo bæta þeirri fyrirspurn til Tímans, hvort Framsóknarflókkurinn hafi talið árið 1956 „friðartíma“? Ef Framsóknarmenn töldu árið 1956 vera „friðartíma“, hvers vegna sömdu þeir þá um áfram- haldandi dvöl varnarliðsins á ís- landi um ótiltekna framtíð? Átökin halda áfram Annars er það auðsætt, að á- tökin halda áfram innan Fram- sóknarflokksins um afstöðuna til öryggis- og utanríkismálanna. Fleiri og fleiri Framsóknarmenn kveðja sér hljóðs vegna undir- lægjuháttar Timans og Fram- sóknarleiðtoganna við kommún- ista og „samtök hernámsandstæð inga“. í fyrradag skrifar t.d. ung ur maður, Dagur Þorleifsson að nafni, grein í Tímann undir fyr- irsögninni: „Rjúfum ekki skarð í múrinn". Ræðst hann þar harð- lega gegn hlutleysis- og varnar- Ieysisstefnunni og kemst m.a. að orði á þessa leið: „Hugsum okkur að NATO leyst ist upp og hvert aðildarríkja þess tæki það ráð að fara eigin götur í varnarmálum. Þá væri ekki lengur til nein ríkjasam- steypa, er andæfði bandalagi kommúnistaríkjanna. Það yrði þá eina hernaðarbandalagið í heim- inum, sem nokkurs mætti. Enn höfum við enga tryggingu fyrir því, að það yrði leyst upp um leið og NATO.“ Að bjarga okkur eigin skinni Dagur Þorleifsson heldur á- fram: „Sú rödd er hávær meðal gegn herílendinga, að okkur beri að hugsa fyrir því einu að bjarga okkar eigin skinni, og til þess sé herstöðvaleysi og jafnvel lilut- leysi vænlegust leið. Herstöðvar hérlendis í styrjöld mundu skjót- lega kalla yfir okkur rússneskar eldflaugaárásir. Vera kynni að Rússar stæðu við þessar íslenzku hótanir fylgismanna sinna. En hvað sem því líður er okkur hollt að hafa í huga, hvað um okkur yrði að lokinni styrjöld, sem frændþjóðir okkar austan- hafs og vestan töpuðu, þótt við ' Iegðum þeim ekki Iið. Við þurf- um ekki að ímynda okkur að við fengjum eftir það að lifa frjálsu og sjálfstæðu íslenzku þjóðlífi og menningarlífi í landi okkar. Því til sönnunar þurfum við ekki ann að en að líta á dæmi Eistlendinga i Letta og fleirri smáþjóða.“ Þetta er vissulega holl lexía fyr ir þá Tímamenn og hina „nyt- sömu sakleysingja", sem gengið hafa bandalag við leiguþý hins alþjóðlega kommúnisma í barátt unni gegn vörnum og öryggi Is- 1 lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.