Morgunblaðið - 17.05.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.05.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 17. maí 1961 fltogmtfrfafrife Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesser. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. UPPBYGGINGIN I SVEITUNUM IITAN UR HEIMI Innrósín á Kúbu 1 síðasta Alþingi beitti Ing- ** ólfur Jónsson, landbún- aðarráðherra, sérfyrirþví, að framlög ríkissjóðs samkvæmt lögunum um landnám, rækt- un og byggingar í sveitum, væru hækkuð verulega. Til- gangur þessara hækkana, sem leiða munu af sér auk- inn stuðning, bæði við bygg- ingar og ræktunarfram- kvæmdir, er fyrst og fremst sá að vega upp á móti aukn- um tilkostnaði vegna efna- hagsmálaaðgerða síðustu ára. Hætta var talin á því, að nokkrir verst stæðu bænd- urnir gæfust bókstaflega upp, vegna þess, hve dýrar nauð- synlegar framkvæmdir eru órðnar, ekki hvað sízt á ný- býlunum, sem ráðizt hefur verið í að byggja á síðustu árum. Samkvæmt frásögn Pálma Einarssonar, landnámsstjóra, hér í blaðinu í gær, hafa síð- an árið 1947, er landnámslög- in voru sett, verið samþykkt- ar byggingar 719 nýbýla og 159 uppbyggingar eyðijarða, eða samtals 878 jarða. Við síðustu áramót voru 755 þess ara býla komin það langt áleiðis að þau voru búrekstr- arhæf. Er því augljóst, að á sviði nýbýlamálanna hefur verið um merkilega uppbygg ingu og þróun að ræða á síð- astliðnum 14 árum. ★ Nýsköpunarstjórnin hafði eins og kunnugt er forystu um endurskoðun landbúnað- arlöggjafarinnar og mikla efl ingu sjóða landbúnaðarins, Ræktunarsjóðsins og Bygg- ingarsjóðsins. Hafa þessar stofnanir síðan veitt miklum fjölda bænda nauðsynlegan stuðning til byggingar- og ræktunarframkvæmda. Land- námið hefur haldið áfram hröðum og öruggum skref- um. Framleiðsla landbúnað- arafurða hefur aukizt stór- kostlega, nýbýlahverfi hafa risið í flestum landshlut- um og eyðijarðir hafa verið byggðar upp. Núverandi ríkiss.tjórn hef- ur sýnt ákveðinn vilja til þess að þessi þróun geti hald ið áfram. Til þess ber einnig þjóðarnauðsyn. Landbúnaðar framleiðslan þarf að verða miklum mun fjölbreyttari en hún er í dag. Sérsaklega verð ur að leggja áherzlu á meiri fjölbreyttni í ræktun garð- ávaxta og grænmetis. Hér á landi ríkir grænmetisskortur meginhluta ársins. En án grænmetis getur þjóðin ekki verið. Einnig er mjög nauð- synlegt að ostaframleiðsla þjóðarinnar verði gerð fjöl- breyttari og betri. Er það mikið hagsmunamál bænda, sem nú fá yfirleitt lægra verð fyrir þann hluta mjólk- urinnar, sem fer til ostagerð- ar og annarrar vinnslu. ★ Enda þótt jarðhitinn hafi á síðustu árum verið tekinn í vaxandi mæli í þjónustu land búnaðarins, erum við þó enn- þá alltof skammt komnir á því sviði. í heilum lands- hlutum eru hverir og laugar lítt eða ekki hagnýttar til ræktunar grænmetis- og ávaxta. Við svo búið má ekki standa. Jarðhitinn er ein verðmætasta auðlind lands okkar. Hann er hægt að hagnýta á fjölmarga vegu. ASÍUFÖR VARAFORSET ANS 17' ennedy, Bandaríkjaforseti, ** hefur sent Lyndon B. Johnson, varaforseta sinn, í heimsókn til nokkurra Suð- austur-Asíulanda. Tilgangur- inn með þessari sendiför er vafalaust sá að fullvissa þjóðir þeirra um stuðning Bandaríkjanna og að afla sér sem gleggstra upplýsinga um ástandið þar. Því miður eru horfur í þess um heimshluta ekki bjartar um þessar mundir. í Laos hefur að vísu tekizt sam- komulag um vopnahlé milli kommúnísta og hinnar veiku og ráðreikulu stjórnar lands- ins. í Genf situr ráðstefna að störfum og ræðir framtíð þess. Lítil ástæða er til bjart- sýni um framtíð Laos sem sjálfstæðs ríkis. Herir komm- únista, sem fengið hafa vopn frá Kínverjum og Rússum, hafa ríflega hálft landið á sínu valdi. Er nú helzt rætt um einhverskonar hlutleysis- stjórn með þátttöku komm- únista. ★ í Suður-Vietnam hefur kommúnistum einnig or&ið vel ágengt með moldvörpu- starfsemi sinni. Þar situr veik stjórn að völdum, sem margir telja að tæplega muni verða langlíf. BANDARÍSKA tímaritið TJ. S. News and World Report hefur reynt að afla sér upplýsinga um ástæðuna fyrir því að „innrásin" í Kúbu mistókst svo herfiiega, sem raun l»er vitni. Segir tíma- ritið að það liafi aldrei verið launungarmál að kúbanskir flóttamenn hafi fengið vopn og þjálfun hjá bandaríska hernum. Hinsvegar hvílir leynd mikil yf- ir orustunni örlagaríku um Bahia Cochinos, eða Svínafjörð, sem hófst fyrir sólarupprás hinn 17. apríl sl. og lauk um sólsetur 19. apríl. Það sem vantar að út- skýra er: hvað kom fyrir, hvers- vegna, og hvern þátt áttu Banda- ríkin í úrslitunum. Margir þeirra Kúbumanna, sem áttu forustuna að leiðangr- inum, telja að Bandaríkin hafi svikið þá, Og að stór hópur ung- menna hafi gengið út í dauðann vegna svikinna loforða Banda- ríkjanna. Bandaríkjamenn neita þessum ásökunum. Þeir segja að Kúbu- menn hafi dregið ályktanir, sem ekki voru rökreistar. Deilan virð ist aðallega snúast um það hvort Bandaríkin hafi heitið innrásar- hernum stuðningi bandaríska flughersins. Einnig er um það deilt hvort lofað hafi verið að senda 15.000 til 30.000 manna herlið frá þrem Ameríkuríkjum til Kúbu strax og innrásarher- inn hafði komið sér fyrir á ströndinni, og bráðabirgðarík- isstjórn flóttamanna mynduð á Kúbu. • 1325 hermenn Samkvæmt upplýsingum þeirra sem bezt þekkja allar aðstæður, var innrásarherinn skipaður 1325 mönnum. Samkvæmt hernaðar- áætluninni átti að gera innrás við Coshinos, mynda í skyndi ríkisstjórn andstæðinga Castros á Kúbu, sækja síðan fram þvert yfir eyjuna um Matanza eða Las Villas. Auk áðalinnrásarinnar við I Thailandi, Burma, Kam- bodia, á Formósu og í Malaja löndum ríkir einnig mikill uggur og óvissa um framtíð- ina. Kommúnistahættan grúf ir eins og dimmur skuggi yf- ir þjóðum þessara landa. Eng inn veit„ hvar eða hvenær útþennslu- og hernaðarstefna kommúnista verður stöðvuð. — Suðaustur-Asíubandalagið reynir að hamla gegn henni en hefur enn sem komið er lítið orðið ágengt. Um árangurinn af för vara forseta Bandaríkjanna verð- ur engu spáð. Ekki er ólík- legt að hann muni komast að raun um að sú hjálp, sem Bandaríkin eru nú að veita þessum þjóðum, komi full- seint. Cochinos, áttu smærri flokkar að ganga á land annarsstaðar á Kúbu. Þegar sókntn var hafin, átti neðanj arðarhrey fingin að standa fyrir skemmdarverkum Og uppreisnum gegn Castro. Inn- rásarherinn lagði upp frá Puerto Cabezas í Nicaragua í fimm skip- um, en bandarískir tundurspill- ar fylgdu skipunum þar til þau voru sex mílur frá ströndinni. Einnig var bandarískt flugvéla- móðurskip með í leiðangrinum, en það nam staðar 30 mílur frá ströndinni. Skömmu áður en innrásin hófst flugu könnunarflugvélar yfir ströndina og sögðu þar allt með kyrrum kjörum. Ekkert benti til þess að Castro hefði þar her sinn viðbúinn að mæta innrásarhernum. • Innrásin Landganga hófst kl. 2 um morg uninn 17. apríl, Og var ekkert viðnám veitt. Innrásarhérinn var búinn léttum vopnum. Þeir höfðu að vísu sex skriðdreka, en það tók nokkurn tíma að koma þeim á land. Aðallega voru þeir búnir vopnum úr síðari heimsstyrjöld- inni, m. a. skriðdrekabyssum, sem reynzt höfðu gagnslausar gagnvart rússneskum skriðdrek- um í Kóreu. Innrásarherinn hafði 15 B-26 sprengjuflugvélar og nokkrar flutningaflugvélar, sem fluttu fallhlífarhermenn að umferðar- æð um 40 kílómetrum frá inn- rásarstaðnum. Sprengjuflugvél- arnar hófu árásir, en Castro her- inn var betri flugvélum búinn. Hann sendi vopnaðar æfingaþot- ur af gerðinni T-36 Og T-37, bandarískar vélar, sem komast á um 1000 kílómetra hraða á klst. Talið er sennilegt að flugmenn- irnir hafi verið tékkneskir eða rússneskir, að minnsta kosti kunnu þeir vel til verka. Þarna voru hinsvegar engar rússnesk- ar MIG þotur, eins og sumir hafa haldið fram. Sprengjuflugvélar innrásar- hersins komu frá flugstöðvum í 1000 kílómetra fjarlægð. Banda- rískar orustuþotur fylgdu þeim yfir hafið, en skildu við þær fimm mílum frá ströndinni. 0 Beiskja Það er hérna, sem beiskja flóttamanna kemur til sögunnar. Stjórnendur innrásarinnar segja að þeim hafi verði heitið því að bandariskar þotur yrðu sendar til hjálpar innrásarhernum. Þeg- ar í óefni var komið við Svína- fjörð var beðið um þessa hjálp, en þeirri beiðni synjað. Banda- rískir flugmenn lýstu yfir sam- úð sinni með innrásarhernum en sögðu að þeim væri bannað að taka þátt í bardögum. Kúbumenn segjast hafa verið sannfærðir um að flugvélar frá móðurskipinu kæmu til aðstoðar, annars hefðu þeir ekki gert inn- rásina. Við rannsókn í Washington kemur í ljós að í gamalli áætlun um innrás á Kúbu hefur Eisen- hower stjórnin gert ráð fyrir að bandarískar flugvélar verndi flutningaskipin. En Kennedy forseti lýsti því yfir snemma I apríl að Bandaríkin myndu eng- an beinan þátt taka í árás á Kúbu. Þegar áætlunin var gerð var þar hvergi minnst á flug- véla aðstoð. En svo virðist sem þessi ákvörðun hafi aldrei verið skýrð fyrir Kúbumönnum, sem gengu á land í þeirri trú að bandarískar flugvélar kæmu þeim til aðstoðar. • Flugher Castros slgursæll Árangurinn varð sá að flug- her Castros tókst fljótlega að granda 6 af fimmtán sprengju- flugvélum innrásarhersins og loftvarnarskyttur skutu niður þrjár 1 viðbót. Einnig tókst flugvélum Castros að sökkva tveim af fimm skip- um innrásarhersins. Með öðru skipinu sukku loftskeyta- Og tal- stöðvatækin, með hinu megnið af skotfærabirgðunum. Eftir fyrsta daginn tókst engum báti að kom- ast til lands og fékk því innrás- arherinn hvorki skotfæri, vatn, matvæli né liðsauka; Á öðrum degi innrásarinnar, hinn 18. apríl, hóf Castro sókn og tefldi fram allt að 25 her- fylkjum. Á 36 klukkustundum tókst honum að ráða niðurlögura innrásarhersins. Varðandi herlið frá þeim Ameríkuríkjum, sem surnir leið- toga Kúbumanna halda fram að hafi átt að senda til aðstoðar við innrásarherinn, segja Bandaríkja menn að þeim hafi verið alls Framh. á bls. 14. 1 fangelsi Castros. Hermenn Castros voru viðbúnir á innrásarstað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.