Morgunblaðið - 17.05.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.05.1961, Blaðsíða 22
22 MORGVISBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. maí 1961 Fram vann Val 5:1 SUNDMEISTARAMÓT Rvík ur var háð í Sundhöllinni í gærkvöldi að viðstöddum for seta ÍSÍ og sænsku sendi- herrahjónunum. Til mótsins hafði Sundráð Reykjavíkur boðið tveimur þekktum sundmönnum, þeim Roland Sjöberg og Karin Grubb. — Að lokinni stuttri setningar- ræðu formanns ÍBR, Gísla Halldórssonar, hófst mótið með 100 metra skriðsundi karla. — Guðmundur Gíslason sigr- aði í þeirri grein með mikl- um yfirburðum á 58,4. Næsta grein kvöldsins vakti mesta athygli. Þar áttust þær við Karen Gubb og Ágústa Þorsteinsdóttir. Sundið var mjög skemtilegt og spennandi og var tími í því mjög góður. Karen jafnaði Norðurlanda- metið, synti á 1.04.1 og Ágústa setti nýtt íslandsmet, synti á 1.05,5. Af öðrum greinum vakti at- hygli 200 m bringusund karia, en þar keppti Roland Sjöberg við Einar Kristinsson, Hörð B. Finns son og Guðmund Samúelsson. Svíinn vann með nokkrum yfir- burðum og var áberandi hve mik ið hann vann á snúningum. Tími Rolands var 2.41,8. Tryggir sá tími honum trúlega þátttöku í Moskvuför sænskra sund- manna. Guðmundur Gíslason setti nýtt íslandsmet í 100 m. baksundi keppnislaust. Synti hann á 1,08,0. Úrslit urðu. sem hér segir: 100 m skriðsund karla Guðm. Gíslason ÍR 58,4 Guðm. Sigurðsson XBK 1,02,0 Siggeir Siggeirsson Á 1,04,3 100 m skriðsund kvenna: Karin Grubb, Svíþjóð 1.04,1 Ágústa Þorsteinsd. Á 1,05.5 (ísl. met) Margrét Óskarsd. Vestra 1.12.4 50 m skriðsund drengja: Guðm. Þ. Harðarson Æ 29,6 Guðberg XCristinsson Æ 31,0 Gunnar Sigtryggsson Æ 36,5 50 m bringusund telpna; Stefanía Guðjónsd. ÍBK 42,9 Margrét Óskarsd. Vestra 43,5 Kolbrún Guðmundsd. ÍR 44,8 400 m skriðsund karla: Guðm. Gíslason ÍR 4,49,9 Þorsteinn Ingólfsson ÍR 5.15.8 Guðm. Sigurðsson ÍBK 5,25,5 200 m bringusund karla: Roland Sjöberg Svíþj. 2,41,8 Einar Kristinsson Á 2,44,7 Hörður B. Finnsson ÍR 2,45,1 50 m skriðsund telpna Margrét Óskarsd. Vestra 32,9 Sigríður Harðard. ÍBK 39,0 Þorgerður Guðmundsd. ÍBK 39,0 50 m bringusund drengja: Ólafur B. Ólafsson Á 36,0 Einar Guðleifsson 46,1 100 m baksund karla: Guðm. Gíslason ÍR 1,08.0 (ísl. met) Guðm. Sigurðsson XBK 1,28,1 I KVÖLD f kvöld er síðari dagur mótsins og verður þá keppt í þess um greinum m. a-: 100 m bringu- sundi karla, 50 m bringusundi karla, 100 m skriðsundi kvenna og 50 m skriðsundi kvenna. Má vænta spennandi keppni í 50 og 100 m bringusundi milli Sjöberg og Harðar Finnssonar. Einnig má vænta spennandi keppni milli Ágústu og Karin Grubb, er mæt- ast í 50 og 100 m skriðsundi. Bæjokeppni HIN ÁRLEGA bæjakeppni milli Reykjavíkur og Akraness fer fram annað kvöld á Melavellin- um í Reykjavík. Lið Reykjavíkur hefur verið valið og er þannig skipað talið frá markmanni: Heimir Guðjónsson, KR, Hreið ar Ársælsson, KR, Árni Njálsson, Val, Garðar Árnason, KR, Rúnar Guðmannsson, Fram, Helgi Jóns son, Gunnar Guðmannsson, FLESTIR, er lögðu leið sína suð- ur á Melavöll sl. mánudagskvöld hafa vafalaust búizt við jöfnum leik milli Fram og Vals. Liðin höfðu bæði möguleika á að hreppa Reykjavíkurmeistaratitil- inn og höfðu sýnt svipaða getu í fyrri leikum. Þetta fór þó á ann- an veg, því Framarar voru betri og unnu verðskuldaðan sigur. Leikurinn var í heild með því skárra, er sézt hefur á þessu keppnistímabili, og voru það þó einkum Framarar, er sýndu á Geir markvörður Fram grípur knöttinn áður en Björgvin Daníelsson nær honum. — i knattspymu Gunnar Felixson Þórólfur Beck, Ellert Schrtim allir úr KR og Guðjón Jónsson Fram. Varmenn eru: Þórður Ásgeirsson, Þrótti Þor- kell Friðjónsson, Val, Ragnar Jónsson, Fram Ómar Magnússon Þrótti og Bergsteinn Magnússon Val. Leikurinn hefst kl. 8,30. f fyrra sigruðu Reykvíkingar með 2:1. köflum góðan og jákvæðan leik. Áberandi var, hve leikmenn Fram voru ákveðnari og nýttu betur breidd vallarins. Valsmenn léku oft vel um miðbik vallarins, en þegar nálgaðist mark and- stæðinganna, virtist samleikur- inn verða tilviljunarkenndur og því miður kom það oft fyrir, að leikmenn stóðu og horfðu á þann, er með knöttinn var, í stað þess að aðstoða hann og hlaupa í eyð- urnar. Fyrri hálfleikur Þótt Valsmenn léku undan all- sterkum vindi í fyrri hálfleik var leikurinn nokkuð jafn, liðin skiptust á upphlaupum, en upp- hlaup Framara voru oftast hættu legri, og áttu t.d. Dagbjartur gott skot í stöng á 15. mín. — Fyrstá mark leiksins kom á 35. mín. er Guðmundur Óskarsson skoraði úr þvögu og stuttu seinna bættx Grétar við eftir nokkuð gott upp- hlaup. Markmaður og aftastá vörn Vals virtust hikandi við bæði þessi mörk. Valsmenn áttu og hættuleg upphlaup, þegar Hörður Felixson skallaði að marki eftir góða sendingu frá hægri útherja en knötturinn smaug rétt yfir þverslá. Um miðj an hálfleikinn var Halldór Hall- dórsson, miðvörður Vals, að yfir- gefa völlinn vegna meiðsla. Síðari hálfleikur f byrjun síðari hálfleiks hóftl Framarar mikla sókn og settu á stuttum tíma tvö mörk. Voru þeir Dagbjartur og Guðmundur Ósk- arsson þar að verki. LeikurinH varð nú jafnari, en nokkuð þóf- kenndur, en eftir miðjan hálfleik inn fengu Valsmenn fríspark á vítateigslínu Framara fyrir miðju marki. Framarar röðuðu upp miklúm varnarvegg en þrátt fyr- ir það tókst Björgvin Daníels- syni að koma knettinum í netið með hnitmiðuðu skoti. Nokkurt Framhald á bls. 23. Dr. Chang og S-Kórea EKKI er nema ár liðið frá því ríkisstjórn Syngmans Rhees var hrakin frá völd um í Suður-Kóreu, og enn hefur verið gerð tilraun til stjórnarbyltiirgar í landinu. Að þessu sinni er það herinn, sem gert hef- ur byltingu gegn ríkis- stjórn dr. John Myun Chang. Tilefni byltingar- innar segja talsmenn hers ins vera það að ríkisstjórn inni hafi ekki tekizt að bæta kjör þjóðarinnar. — Forustumaður byltingar- innar er Do Yong Chang herráðsforingi, sem var ná inn samstarfsmaður Syng- man Rhees. DR. CHANG Kóreuþing kaus dr. John Chang forsætisráðherra sam- kvæmt tilskipun Kim DoYun forseta hinn 19. ágúst 1960 með 117 atkvæðum gegn 107. Dr. Chang var þá 61 árs og hafði verið kennari þar til árið 1948, er hann var kjör- inn til þings. Sama ár var hann skipaður fulltrúi Suður Kóreu hjá Sameinuðu þjóð- unum og sendiherra landsins í Bandaríkjunum ári seinna. Hann var kjörinn forsætis- ráðherra árið 1951, en vegna ágreinings við dr. Syngman Rhee forseta, lét hann af ráðherraembætti 1952. Árið 1956 var hann kjörinn vara- forseti, en vegna andstöðu við ríkisstjómina fékk hann lítil afskipti að hafa af stjórn landsins. EINKENNILEG ÚRSLIT Hinn 15. marz 1960 var efnt til nýrra forsetakosninga í Kóreu, sem áður höfðu ávallt farið fram í maí. Dr. Chang var þá enn í fram- boði sem varaforsetaefni demókrata, en Lee Ki Poong fyrir. frjálslynda, flokk Syng mans Rhees, en forsetaefni þeirra, Chough Pyung Ok, lézt í sjúkrahúsi í Bandaríkj imum skömmu fyrir kosn- ingar. Hinn 18. marz voru úrslit kosninganna tilkynnt opinber lega. Samkvæmt þeirri til- kynningu hafði Syngman Rhee hlotið 914 milljón atkv. eða um 92% gildra atkvæða, en hlaut árið 1956 55%. — Varaforseti var kjörinn Lee Ki Poong með 8,4 milljónum atkvæða, en dr. Chang hlaut 1,85 milljónir atkv. Við kosn- ingarnar 1956 hafði dr. Chang sigrað Lee með 300.000 atkv. meirihluta. BRÁÐABIRGÐASTJÓRN Demókratar ásökuðu nú stjómina um að hafa falsað kosningaúrslitin og brutust út óeirðir miklar um allt land. Lauk þeim með því að Syngman Rhee sagði af sér 27. apríl og hljóp úr landL Lee Ki Poong fékk son sinn, Lee Kon Suk, sem var liðs- foringi í hernum og uppeld- issonur Syngman Rhee, til að skjóta sig ásamt eigin- konu og dóttur, en að því loknu skaut Lee Kon Suk einnig sjálfan sig. f Var nú mynduð bráða- birgðastjórn í landinu þar til nýjar þingkosningar færu fram hinn 29. júlí. 1 þeim kosningum unnu demókratar stórsigur, hlutu 175 þingsæti af 233 í fulltrúadeild og 31 sæti af 58 í efri deild. En mikili ágreiningur ríkti inn- byrðis í flokknum eftir kosn- ingarnar og við skipun fyrstu ríkisstjórnarinnar voru tveir flokksmenn í framboði sem væntanlegir forsætisráðherr- ar, en eins og fyrr segir, sigraði dr. Chang með naum- um meirihluta. KLOFNINGUR Myndaði hann þá ríkis- stjórn, sem svo til eingöngu var skipuð stuðningsmönnum hans innan flokksins. Orsak- aði það algjöran klofning í demókrataflokknum. 134 þing Frá byltingunni, þegar Singman Rhee var steypt af stóli. menn sögðu sig úr flokknum og og mynduðu tvo nýja stjórnmálaflokka og hafði ríkisstjórnin þá ekki lengur meirihlutastuðning á þingi. í september tókst dr. Chang loks að sætta deilu- aðila og 12. sept. myndaði hann nýja ríkisstjórn með þátttöku allra þriggja greina flokksins. Er það sú ríkis- stjórn, sem herinn hefur nú reynt að steypa af stóli. ÓÁNÆGJA Suður Kórea hefur einn fjölmennasta her í heimi, alls um 600.000 hermenn. Ekki er vitað með neinni vissu að hve miklu leyti herinn styð- ur byltinguna. I Suður-Kóreu búa 23 millj. manna. Þar' hefur ríkt mikið atvinnuleysi undanfar- ið og er talið að um 2 millj, manna séu atvinnulausar, en milljónir annarra hafi aðeins íhlaupavinnu. Sennilega er þetta ein af aðalorsökum byltingarinnar. Þá hefur mat vælaskortur gert mjög vart við sig í ár vegna uppskeru- brests. Meðal æskunnar í Suður- Kóreu ríkir einnig óánægja yfir því hve seint gengur að sameina Suður og Norður- Kóreu að nýju og hafaheyrzt raddir um það að semja beri við kommúnista. .1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.