Morgunblaðið - 17.05.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.05.1961, Blaðsíða 3
« Þriðjudagur 16. maí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 1 GÆR boðuðu Samtök her- i námsandstæðinga fólk að j Stjórnarráðshúsinu k'l. 6 e.h., og kváðust samtökin þá mundu afhenda Dennison flotaforingja frá Atlantshafs- bandalaginu, sem hér er stadd ur „aðvörunar og mótmælaorð sendingu“. Flotaforinginn kom í stutta kurteisisheim- sókn til utanríkisráðherra kl. 4, eins og alltaf hafði verið 1 gert ráð fyrir. Nefndin frá I hernámsandstæðingum hitti fyrir tvo starfsmenn úr utan- ríkisráðuneytinu, sem tóku við bréfi þeirra. í hádegisútvarpinu vóru bæjarbúar 30 sinnum kvaddir ; til að muna aðgerðirnar j kl. 6 við Stjórnarráðshúsið. 1 Skömmu fyrir þann tíma tók s lítill hópur „hernámsandstæð- ... , . ... inga“ sér stöðu norðan við Ní,s Sigurðsson og borleifur Thorlacius deildarstjori í utannkisraðuneytinu taka við brefinu, stjórnarráðsblettinn og komusem nefnd hernámsandstæðinga ætlaði að afhenda Dennison flotaforingja. Misheppnaðar aðgerðir .hernámsandstæðinga* Vngverski fáninn blakti við „hernámsandstæðingum". Á lionunv miðjum er stórt gat þar sem hin rauða stjarna komm- únista hefur verið klippt burt Þannig báru ungverskir frelsis vinir fána sinn í byltingunni i Ungverjalandi. þar fyrir jeppa og spjaldi með áletruninni „Enga kjarnorku- kafbáta“. Niðri við hliðið stóðu einnig nokkrir menn úr liði þeirra með kröfuspjald með áletruninni „Gegn afsali Hvalfjarðár". Víðsvegar um torgið staldraði við forvitið fólk á leið heim úr vinnu og í strætisvagna. Undir ungverskum fáua Er hernámsandstæðingar höfðu komið sér fyrir, sást allt í einu hvar tveir piltar drógu ungverska fánann í hálfa stöng á hornhúsinu á Lækjargötu og Austurstræti. Var klippt úr fánanum merki kommúnista, eins og ungversk ir frelsisvinir gerðu í bylting- unni. Blakti fáninn yfir höfð- um fundarmanna allan tím- ann. Einnig voru þar spjöld, sem stóð á: „Lifi Nato“ og „Munið Ungverjaland“. Ragnar Arnalds, hóf að flytja ræðu úr jeppanum, en hljóðneminn þagnaði, einhver hafði togað í snúruna. Steig Ragnar þá upp á jeppann og hélt áfram ræðu sinni, sem þeir næstu í hópnum hafa vaentanlega heyrt. Að því búnu gekk nefnd hernáms- andstæðinga upp að Stjórnar ráðshúsinu, hitti að máli starfs menn utanríkisráðuneytisins og afhenti þeim bréfið. Þá mælti Hannes Sigfússon nokk ur orð af þaki jeppans. Fólkið hélt áfram að bíða, vissi ekki hvort „aðgerðun- um“ væri lokið. Smá hnippingar Eftir að fólkið fór að dreif ast, var piltur á leið meði stengur úti í Austurstræti, og' munu einhverjir hafa hnippi í þær hjá honum og abbast upp á hann. Lögreglan kom á vettvang og fór með piltinn inn á lögreglustöð, til að rann saka málið. Varðstjóri lögregl- unnar sagði Mbl. það eftir piltinum að þar hefði aðeins verið um glettni félaga hang að ræða. Hópur af unglingum og öðrum elti lögregluna meðj piltinn að lögreglustöðini, hélt að eitthvað meira væri um að * Ekki urðu aðrar óeirði: nema hvað nokkrir strákai; hlupu um göturnar í miðbæn um næsta klukkutíma á eftir. Frá fundi „hernámsandstæðinga“ á Lækjartorgi. Á mynd- inni sjást m. a. rúblupresturinn Sigurjón Einarsson og tveir af ritstjórum Þjóðviljans, þeir Magnús Kjartansson og Magnús Torfi Ólafsson. — Þeir Sigurður Guðnason, Gunnar M. Magnúss og Magnús Ástmarsson horfa á ungverska fánann dreginn í hálfa stöng. Afmælishátíð Barnaskóla Akureyrar AKUREYRI, 14. maí. — 90 ára afmælis Bia.rnatskóla Akureyrar var minnat með kaffidrylkkju í hátíðlasal skólains sl. laugardags- kvöld. Hanmes J. Magnússon skóla stjóri bauð gestina velkomina og stjómaði hófinu. Lítil hljómsveit skólabarna lék nokkur lög undir stjórn Birgis Helgasonair og barmakór skólans sömg. Stjórn- 'andi Birgir Hlelgason .Þfe lék lúðrasveit skólans nokfcur lög und ir stjórn Jakobs Trygigvasonar. Kenira bæri á íslenzku Hannes J. Magnússon skóla- stjóri rafcti sögu skólans. Skól- inn tók til starfa haustið 1871 og va:r fyrsti forstöðumaður hans Jó- hannes Halldórsson og fór kenmsla fram á heimili hams. Tvö fyirstu árin voru um 20 börn í skólamum. Árið 1881 var skólan- um sett reglugerð og var þar m. a. tefcið fram að kemmsla sfcyldi fara fraim á íslenzfeu. Aðrir skóla stjórar hafa veíið Páll J. Árdal, Kristján Siigtfússon, Halldóra Bj amadóttir, Steinþór Guðmumds son, Ingimar Eydal og Snorri Sig- fússon, og núveramdi skólastjóri Hannes J. Magnússon. Magnús Guðjónsson, bæjar- stjóri, afhenti 10 þús. kr. gjöf frá Akureyrarbæ í kynningar- Frh. á bls. 23 SMSTEINAR Hinn íslenzki George Blake Alþýðumaðurinn 9. maí ræðii um brezka njósnarann George Blake og segir m.a. á þessa leið: „t Bretlandi fær hann 42 ára fangelsisdóm, á tslandi má eins vel búast við, að hann sé kosinn á þing ..... ... George Blake á tslandi fengi að reka heildsölufyrirtæki, sem hirti ákveðinn hagnað handa sér og málstað sínum af við- skiptum okkar við ríki það, sem gerir hann út. Hann fengi meira að segja að gerast umbjóðandi fyrir milljónasölum héðan fyrir félagasambönd, sem líta á sig sem hornsteina íslenzks lýð- ræðis. Á Bretlandi er lýðræðið ekki vaxið upp úr því að leita eftir sannleikanum nm George Blake, og almenningur er haldinn heil- agri reiði yfir, hve lengi hon- um haldist uppi moldvörpustarf sitt gegn ríkinu. Á tslandi þykir nánast rudda- skapur að gruna hinn íslenzka George Blake um óþjóðhollustu og óviðeigandi áð flíka rökum um það“. Ágreiningur í samtökum hernámsandstæðinga Morgunblaðið hefur skýrt frá því, er eitt kommúnistablaðið réðst að ræðumönnum á úti- fundi hinna svonefndu samtaka hernámsandstæðinga. — Fannst blaðinu ræður þeirra hafa verið frámunalega lélegar og vanta þá snerpu, sem einkenna eigi sam- tökin. Nú er nýtt ágreiningsefni komið upp í þessum félagsskap. Samtökin ákváðu að smala liði sínu í gær saman til að sýna foringja úr Atiantshafsbandalag- inu, sem hér er staddur, hve vaskir þeir gegn-her-í-landi menn væru. Um fregn þessa segir blað Framsóknarflokksins: „t tilefni af þessu átti Tíminn viðtal í gærkveldi við Sigurvin Einarsson, alþingismann, sem á sæti ' miðnefnd samtaka her- námsandstæðinga. Hann kvað ágreining hafa verið um það i miðnefndinni, og hefði hann lýst sig eindregið andvígan því, að efnt yrði til mannsafnaðar í sambandi við komu þessa manns þar sem hann teldi slík vinnu- brögð óheppileg“. Áminntir um stillingu t tilkynningu þeirri, sem Þjóðviljinn birtir í gær frá sam- tökum hernámsandstæðinga um útboðið á liðinu, segir svo: „Framkvæmdanefnd samtak- anna hvetur hernámsandstæð- inga, sem þarna koma saman tiR sömu prúðmennsku og þeir hafa jafnan sýnt og biður þá að taka hugsanlegum æsingatilraunum ó- spektamanna með stillingu“. Vissulega er það virðingar- vert, að samtökin skuli biðja menn sína að gæta hófs, en hætt er við að þeim Æskulýðs- fylkingarmönnum finnist sam- tökin ekki hlýðnast boði Einars Olgeirssonar, því hann hefur ný lega sagt í einhverri mestu geggjunargrein, sem birt hefur verið, á þessa leið: ,.Það er því ekki seinna vænna að taka upp slíka hætti á útifundum verum að óaldar- lýð takist ekki að trufla þá eða hitti sjálfa sig alvarlega fyrir, ef hann reynir“. Þannig er þá enn einn klofn- ingur í liðsveitinni. Einar Ol- geirsson boðar það að hér eigi að koma upp nokkurs konar alþýðulögreglu og brýnir menn mjög að varast alla stillingu á sama tíma og samtökum her- námsandstæðinga finnst óhjá- kvæmilegt að hvetja menn sína til að forðast árekstra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.