Morgunblaðið - 17.05.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.05.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVN BLAÐJÐ Miðvikudagur 17. mai 1961 Nýr strokkur í Mjólkurstöðinni. IUjólkurstöð Húnvetninga stækkuð og endurbætt AÐXLFUNDUM Kaupfélags Húnvetninga og Sölufélags Aust- ur-Húnvetninga lauk 10. þ.m. 1 lok fundar sölufélagsins bauð stjórn þess fulltrúum . og kon- um þeirra, starfsfólki beggja félaganna og fleiri gestum þess að skoða mjóikurstöð- ina. en hún hefur nú verið endurbyggð að mestu eg búin nýjum og fullkomnum tækjum. Var skyr og fleira boð ið gestum í mjólkurstöðinni, en boðinu lauk með kaffigildi og dansi að Hótel Blönduósi. Mjólkursamlag Húnvetninga var stofnað 1947 og hófst mót- taka mjólkur i ársbyrjun 1948. Þá var hagur húnvetnskra bænda þröngur. Kreppan mikla á árunum 1930—1940 hafði leik ið þá grátt og 1936 barst mæði veikin í héraðið. Lék hún síð- an lausum hala til haustsins 1948, en þá voru höfð fjár- skipti. Bændum var ljóst, að ef ekki tækist að vinna bug á veikinni, var fjárhagslegt hrun framundan, og varð þetta til þess að byggingu mjólkur- stöðvarinnar var hraðað meir en annars hefði orðið. Mjólkurstöðin stækkuð Frá upphafi og fram á sum- ar 1959 voru Vestur-Húnvetn- ingar með í mjólkursamlaginu, en byggingar og rekstur ann- aðist Sláturfélag Austur-Hún- vetninga. Fyrsta árið tók stöðin á móti 1278 þús. lítrum. Framleiðslan óx ört og varð brátt ljóst að stöðin gæti ekki lengi tekið á móti allri sölumjólk úr báðum sýslunum. Við undirbúning að stækkun stöðvarinnar var rætt um að Vestur-Húnvetningar gerðust eignaraðilar að stöð- inni og hún yrði áfram fyrir báðar sýslurnar, en þeir hurfu að því ráði að byggja eigin stöð á Hvammstanga. Á síðastiiðnu sumri var nafni og lögum Slát- urfélagsins breytt og heitir það nú Sölufélag Austur-Húnvetn- inga. Mjólkursamlagið var al- gerlega sameinað því og félag- ið tók að sér sölu á öllum framleiðsluvörum bænda en áð- ur hafði kaupfélagið hana að nokkru leyti á sínum vegum. Mjólkurstöðvarhúsið er nú að lokinni stækkun þess um 900 fermetrar. Kjallari er undir nokkrum hluta þess. Kostnaður við hinar nýju framkvæmdir er 4,5 millj. kr. Teiknistofa land- búnaðarins gerði teikningar að húsinu. Byggingarmeistari var Einar Evensen, raflagnir annað- ist Halldór Þorgrímsson, raf- virkjameistari, múrarameistari var Valgarð Ásgeirsson, allir á Blönduósi. Xnnvegin mjólk árið 1960 var 2824 þús. lítrar. Hefur hún auk- izt á félagssvæðinu um 307 þús. lítra eða 12,2%, miðað við fyrra ár. Nærri öll mjólkin fer í vinnslu. Framleidd voru 81 tonn af smjöri ,191 tonn af þurr-' móður Sigurgeirsson. Aðalfund- mjólk og 39 tonn af skyri. — Meðalfita mjólkurinnar var 3,592%. —. Fullnaðarverð var 3,94% kr. pr. lítra. Yfir 34 þús. slátrað 1 sláturhúsi S.A.H. var íhaust slátrað 34.230 kindum og er það 2500 kindum fleira en árið áð- ur. Að lokinni sauðfjárslátrun var slátrað 1029 hrossum, mest folöldum. Fyrir sláturfjárafurð- ir frá 1959 greiddi félagið fulln- aðarverð samkvæmt verðlags- grundvelli landbúnaðarins. — Fullnaðaruppgjöri fyrir árið 1960 er ekki lokið. Heildarum- setning félagsins varð 29,5 millj. kr., þar af fyrir mjólk og mjólkurafurðir 13,2 millj. kr. Innstæður í innlánsdeild jukust um 235 þús. kr. og voru í árs- lok tæpar 5 millj. kr. Fasteign- ir, tæki og bifreiðar voru af- skrifaðar um 468 þús. kr. Stjórn félagsins skipa Ólafur Sverrisson, kaupsféiagsstjóri, for maður, Guðjón Hallgrímsson, Marðamúpi, Lárus Sigurðsson, Tindum, Ólafur Magnússon, Sveinsstöðum og Sigurður Þor- björnson, Geitaskarði. Mjólkur- stöðvarstjóri er Sveinn Ellerts- son. Heildarsala 24 milij. kr. Heildarsala K.H. var 24 millj. kr. Eignir félagsins voru af- skrifaðar um 119 þús. kr. og lagt í sameignarsjóði 148 þús. kr. Til Blönduósbryggju lagði félagið 50 þús. kr. sem óaftur- kræft framlag. Sl. sumar keypti félagið bifreiðavog, sem er not- uð við að vigta kol, kiöt, salt og fleiri vörur. Kostaði hún 200 bús. kr. uppkomin. Véla- og bif reiðaverkstæði, sem félagið á að % hlutum á móti búnaðarsam- bandi sýslunnar, tók til starfa á árinu. Þar er einnig verzlað með varahluti í vélar. Verk- stæðið er 650 fermetrar og nokkur hluti þess á tveimur hæðum. í vetur hafa 10—12 menn unnið á verkstæðinu. — Verkstæðisformaður er Þor- ii Hvítasunnuferð Vestmannaeyja tJNGIR Sjálfstæðismenn efna sunnuna, og mun hljómsveit til ferðar til Vestmannaeyja Svavars Gests sjá um um hvítasunnuna. Verður far skemmtiatriði. ið frá Reykjavík n.k. laugar- Farmiðar fást hjá félögum dag kl. 2,30 og frá Þorláks- ungra Sjálfstæðismanna, í höfn kl. 4. Dvalizt verður í Reykjavík hjá Heimdalli, Val Eyjum þar til síðdegis á mánu höll, sími 17102 (opið kl. 4— dag, siglt um eyjarnar, ekið 7). um Heimaey, horft á bjarg- Myndin hér að ofan er tek- sig og hlýtt messu í Herjólfs- in í hvítasunnuferð ungra dal. Ungir Sjálfstæðismenn í Sjálfstæðismanna til Vest- Vestmannaeyjum efna til mannaeyja fyrir nokkrum ár- tveggja skemmtana um hvíta- um. ur K.H. ákvað að byggja í sum ar vandað verzlunarhús fyrir útibú félagsins sunnan Blöndu. Útibú hefur verið rekið þar i 19 ár en húsnæði verið mjög ófullkomið. Stjórn félagsins skipa Guð- mundur Jónasson, Ási, form., séra Þorsteinn B. Gíslason, Stein nesi, Jón Tryggvason, Ártúnum og Halldór Jónsson, Leysingja- stöðum. — Kaupfélagsstjóri er Ólafur Sverrisson. B. B. Farnir að slá í GÆR var verið að slá bletti í Hljómskálagarðinum í Reykja- vík og er það fyrsti slátturinn í bæjargörðunum. Aftur á móti kvaðst Hafliði Jónsson, garð- yrkjustjóri, hafa séð fyrsta mann með sláttuvél úti í garði hjá sér í apríl og taldi þetta litið fréttnæmt. • Illa hirt lóð Fyrir skömmu talaði kona ein, sem býr í bæjarhúsunum svokölluðu við Hringbrautina, við Velvakanda. Hún var ákaf lega leið yfir lóðinni í kring- um húsin, sem hún segir að sé illa hirt og illa umgengin. En hún kennir bæjaryfirvöld- unum um. Þar eð mér þótti dálítið kyn- legt að bærinn ætti að hirða lóð eða garða við hús, sem er í eign 48 einstaklinga, þá spurði ég garðyrkjustjóra bæj arins um þetta. — Það er nú svo, sagði Haf- liði Jónsson. fbúarnir hafa aldrei fengizt til að taka við lóðinni og vifCast ekki bera neina art til hennar. Við höf- um gert ítrekaðar tilraunir á undanförnum árum til að gera lóðinni til góða, en hún er allt- af eins og svað og umgengnin slík að við getum ekki hirt hana með þeim vélakosti, sem við eigum yfir að ráða. * Þarf reglur Við Hafliði komum okkur saman um, að þetta viðfangs- efni yrði að taka í gegn. Það þarf að setja einhverjar regl- ur um hirðingu lóða í kringum - margbýlishúsin, þar sem hver eigandi á sína íbúð. Það er greinilegt hvert stefnir, Og manni hrýs hugur við að hugsa til þess hvernig kemur til með að líta út í sam.býlis- húsahverfunum í framtíðinni. Eitt sambýlishús í bænum virðist vera til fyrirmyndar hvað þetta snertir. Það er síma mannablokkin svokallaða á Melunum. Þar er mér sagt að íbúarnir hafi gefið einni konu í húsinu umboð til að sjá um FERDINAIMft ☆ garðinn. Hún fái í hendurnar ákveðið fjármagn til þess og geti kallað út vinnulið frá íbú- unum eftir þörfum. Það virðist prýðileg lausn. Mér er sagt að frá því kon- an í bæjarhúsunum talaði við mig, hafi nokkrir íbúar þar tekið sig til og ætlað að safna liði til að þrífa lóðina. Fóík fékkst frá fjórum ibúðum af 48 til að hreinsa í kringum húsið, og gerði það í betta skipti. E. t. v. hefur þetta að einhverju leyti verið að kenna mistökum í fram- kvæmd útkallsins, en það stvð ur óneitanlega orð Hafliða garðyrkjustjóra um málið. • Viljum ekki hirðn annarra lóSir Og ég verð nú að segja eins og er, að mér finnst það æði hart ef íbúar annarra hverfa, sem leggja kostnað og vinnu í að hafa sæmilega snyrtilegt í kringum sín hús, eiga einnig að greiða í sköttum fyrir vinnu við hús annarra húseíg- enda. Lausnin verður sjálfsagt sú að í háhýsunum þar sem verða hvort sem er að vera dyraverð ir, þá fellur hirðing á lóðinni undir hans verksvið. Dyra- vörður hefur sitt kaup, sem skiptist á íbúana. En hvaða reglur eiga að gilda í húsum af millistærðinni þar sem til- tölulega fáar fjölskyldur eiga hver sína íbúð? Ef ekki eiga að verða árekstrar, eða algert afskiptaleysi að ríkja, þarf að setja einhverjar reglur, sem farið er eftir eða sekt greidd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.