Morgunblaðið - 17.05.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.05.1961, Blaðsíða 24
IÞROTTIR Sjá bls. 22. 108. tbl. — Miðvikudagur 17. maí 1961 HEBRESKAN Sjá bls 13. J ÞETTA er Norge, hinn glæsi- Iegi farkostur Ólafs Noregs- konungs, sem flytur hann í opinberu heimsóknina til ís- lands. Þetta er 1,638 tonna skip og gengur 16 hnúta. Konungsskipið var smíðað í Bretlandi árið 1937. Á stríðsárunum var það í eigu brezka sjóhemins, var haft skipalestum til fylgdar. Það er 80 m. langt, 11,6 m. á breidd og ristir 5 m. Árið 1948 keyptu Norðmenn skipið og gáfu Hákoni konungi. Norðmenn. heima og erlendis, söfnuðu fé til kaup- anna og skipið var eins konar þjóðargjöf til konungs. Því var breytt Htillega áður en það var afhent, en nú sér hinn konunglegi norski sjóher um rekstur þess og viðhald. Áhöfnin á Norge er 64 menn I og skipherra er W. O. Thore- | sen. Norge mun ekki koma að bryggju meðan Hákon kon- ungur heimsækir ísland. Konungsskipið mun liggja á ytri höfninni og skipsbátarnir munu flytja hina tignu gesti milli skips og lands. í MORGUN var væntanlegt hing að vestur-þýzkt skólaskip, segl skipið Gorch Foch, sem hefur yfir 250 manna áhöfn. Skipið mun leggjast að Ingólfsgarði og verða hér fram yfir hvítasunnu. (Jtvarpsauglýsingar kommúnista hlut- leysisbrot í HÁDEGISÚTVARPINU í gær var lesin upp fjöldi til- kynninga frá „samtökum hernámsandstæðinga“, þar sem menn voru hvattir til að muna „aðgerðir“ samtak- anna við Stjórnarráðið. Það vakti að vonum mikla furðu, að skorað var á fólk í hinu hlutlausa ríkisútvarpi að taka þátt í þessum „aðgerð- Að þessu tilefni sneri Mbl. sér til Vilhjálms Þ. Gíslasonar út- varpsstjóra, og spurði, hvort heimilt væri að birta slíkar til- kynningar. Kvað útvarpsstjóri reglur um þetta óljósar og þyrftu breytinga við. Hinsvegar var málið tekið upp á fundi útvarpsráðs í gær. Var samþykkt um þetta efni yfirlýsing með 3 atkvæðum gegn 1. Með henni voru þeir Sigurður Nýr forstjóri Gutenbergs SAMKVÆMT fréttatilkynningu frá Dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu í gær hefur Magnús Ástmarsson verið skipaður for- stjóri ríkisprentsmiðjunar Gut- enberg frá 1. júní n.k. að telja. Arnarnes skipulagt Ibúðarhverfi með 200 húsum mun rísa á nesinu MBL. fregnaði í gær að verið væri að leggja síðustu hönd á skipulagsuppdrátt fyr ir Arnarnes vestan megin við Hafnarfjarðarveg. Er áætlað að á næstu 10—15 árum rísi á nesinu íbúðarhverfi með rúmlega 200 húsum, en nesið er um 45 hektarar vestan Hafnarfjarðarvegar. — Lóð- irnar verða minnst 1400 fer- metrar og húsin flest einnar hæðar, svokallaðar „villur“. Auk íbúðarhúsanna er gert ráð fyrir sundlaug, lystibáta höfn, verzlunarhúsi, benzín- stöð, skóla, dagheimili, leik- velli, skrúðgarði og bað- strönd. Páll Magnússön lögfræðingur hefur haft með skipulag nessins að gera fyrir hönd eigenda þess og í samráði við hreppsnefnd Garðahrepps, skipulagsnefnd rík- isins og skipulagstjóra. Skýrði hann blaðinu frá fyrirhuguðú skipulagi nessins í megin drátt um í gær, en skipulagsuppdrátt urinn er enn ekki að fullu frá genginn. ★ Eins og áður segir verða flestar lóðirnar 1400 fermetrar, en sum ar verða þó nokkuð þar yfir. — Skipulag nessins miðast við það að útsýni verði sem mest og stað urinn kyrrlátur. Göturnar eru sömuleiðis lagðar með tilliti til þess að truflandi og hávaðasöm umferð verði sem minnst um hverfið. Strandlengjan er um það bil 2 km. Þar er gert ráð fyrir strandlóðum að sunnan og vestan. Lóðirnar ná þó ekki niður að sjáv arbakkanum. Þar er 10 m breið ræma, sem er ætluð fólki til skemmtigöngu. En að norðan, þar sem fjaran er grýtt og óaðgengi legri, ná lóðirnar alveg niður á sj ávarbakkann. Framh. á bls. 23 Bjarnason. Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Benedikt Grön- dal. Á móti var Björn Th. Björns son, fulltrúi kommúnista í út- varpsráði. Fulltrúi Framsóknar- flokksins, Þórarinn Þórarinsson, var fjarverandi. Lýsti meirihluti ráðsins þeirri skoðun sinni, að auglýsingarnar hefðu brotið hlutleysisreglur út- varpsins oj var því beint til út- varpsstjóra að hafa framvegis eftirlit með að slík hlutleysis- brot yrðu ekki framin. Stóra rækjan selst hetur ÍSAFIRÐI, 16. maí. — Rækju- bátarnir voru að veiðum í dag á nýju miðunum út af Ingólfs- firði. Ekki hafði frétzt um afla- brögðin almennt, en einn bátanna mun hafa fengið hálft annað tonn í dag. Stór bátur frá ísafirði liggur við bryggju á Ingólfsfirði, og leggja bátarnir átta afla sinn upþ f hann. Rækjan er ísuð og síðan siglt til ísafjarðar. Um hálf- tíma sigling er af miðunum og til Ingólfsfjarðar, en 10 tíma sigling til ísafjarðar. Fréttaritari blaðsins átti tal við Böðvar Sveinbjarnarson, sem rekur rækjuverksmiðju á ísa’- firði. Sagði Böðvar, að mun betra væri að vinna þessa rækju þar eð hún væri stærri en sú í Djúpinu. Ef eitthvert framhald yrði á veiðunum bætti það vafa- laust markaðshörfurnar, þvi rækjan úr Djúpinu hefði þótt í smæsta lagi. Féll af skellmöðru UM 10 leytið í gærkveldi fell piltur af skellinöðru á Lauga- teig og hlaut meiðsl á höfði og fæti. Var hann fluttur í Landa- kotsspítala og voru meiðsl hana enn í rannsókn ,er blaðið fór I prentun. Síldin var stygg ENN voru þeir í síld í gærkvöldi, er Mbl. átti tal við Jón, skip- stjóra á Fanneyju. Han sagði, að um 15 bátar væru úti — og all- ir i síld um 11 leytið. „Annars hefur hún verið erfið viðureignar í dag. Bátarnir eru á stóru svæði, allt frá baujunum undan Gróttu að Strandaleir", sagði Jón. „Síldin hefur verið stygg ogleg ið við botninn, verið illa uppi og erfið. Ég veit ekki hvað þeir eru búnir að fá mikið, veit að- eins að Höfrungur er kominn með 1400 tunnur og Víðir II. er víst með töluvert.“ Hitabeltisveður AKUREYRI, 16. maí — Eindæma veðurblíða hefur verið á Akur eyri undanfarna daga. Hitinn hef ur verið þetta 15—17 stig og fólk er mjög fáklætt, rétt eins og í hitabeltinu. f kvöld kl. níu, þegar þetta er símað, er hitinn 16 stig. Fanney var þá í Miðnessjó. Þar var síld, en hún lá mjög við botn inn — og magnið var ekki jafn- mikið Og á grunnslóðinni. Til Akraness bárust 1,300 tunn. ur í gær. Sigurður var með 700, Haraldur með 400 og Höfrungur II. með 200. Þjóðhátíðardagur Norðmanna f DAG, 17. maí, er þjóðhátíðar- dagur Norðmanna. Verður dag3 ins minnst í Reykjavík að vanda, Klukkan 9,30 verður lagður blóm sveigur að minnismerkinu um fallna Norðmenn. Normandslaget býður síðan börnum til „Torgeir stadir“, skála félagsins í Heið- mörk, kl. 11,30. Um kvöldið verða hátíðahöld í Þjóðleikhúskjallaran um. Hafizt handa í Heiðmörk NÚ FER að koma hreyf- ing á landnemana í Heið- mörk. Eftir hinn milda vetur hefur komið óvenju hlýtt og notalegt vor. Tíminn til gróðursetningar er kominn. Starfslið Skógrækt arfélags Reykjavíkur hefur verið önnum kafið undanfarið við að undirbúa vorstörfin í Heiðmörk og fyrstu landnema félögin fara til gróðursetning ar í mörkinni í kvöld. Trjágróðurinn frá fyrstu ár um gróðursetningarinnar í Heiðmörk, er nú óðum að setja svip sinn á landið og landnem ar sjá ávöxt iðj<u sinnar í vax andi mæli. Ef það land væri allt ein samfelld heild, sem gróðursett hefur verið á, mun láta nærri að það sé um 250 hektarar lands. Landnemafélögin í Heið- mörk eru 54 að tölu. Ef allir landnemarnir leggja fram krafta sína á þessu vorl myndu þeir geta gróðursett milli 80 og 90 þús. trjáplöntur í Heið- mörk á þessu vori. Tíminn til gróðursetningar innar er ákaflega dýrmætur. Æskilegt væri að allir Iykju gró'ðtursetningu í þessum mán uði. Formenn landnemafélag- anna þurfa að hafa samband við Skógræktarstöðina í Foss vogi og tilkynna komu félaga sinna í mörkina, með nægum fyrirvara. — Síminn er 13013. "W"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.