Morgunblaðið - 17.05.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.05.1961, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 17. mal 1961 MORGVNBT AÐ1Ð 23 Dagbjartur (að mestu á bak við marksúluna) sendir knött- inn örugglega í mark Vals án þess nokkur fái að gert. (Ljósm.: Sv. Þorm.) - Ibróttir Framhald af bls 22. fjör færðist nú í leikinn og stúttu seinna áttu Framarar gott upp- hlaup, Guðmundur Óskarsson náði góðri sendingu milli varnar- manna Vals, lék síðan á mark- manninn og skoraði auðveldlega. Það sem eftir var af leiknum voru Valsmenn mun meira í sókn en án árangurs. Liðin Lið Framara sýndi mun betri leik en í fyrri leikum. Framherj arnir áttu oft góð upphlaup með miklum hraða og skiptingu. Voru iþeir Guðmundur Óskarsson og Dagbjartur virkastir. Bezti hluti liðsins var þó án efa framvarða- línan með þá Guðjón og Rúnar sem beztu menn. Valsliðið olli nokkrum von- brigðum og án efa hefur það haft Slæm áhrif að Halldór Halldórs- son varð að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik. Leikmennirnir Framh. af bls. 1 Útvarpið i Seoul hefur í dag sent út áskoranir bylitingar- manna til forsætisráðherrans uim að gefa sig fram. Er honum og öðrum ráðherrum og þing- mönruum heitið griðum, ef þeir gefa sig fram. John Charg hefur samt ekiki gefið sig í Ijós. • Hvað gerir fastaherinnr. Svo virðist nú, sem það hafi aðeins verið varalið Suður Kóreu sem stóð að baki bylting- artilrauninni. Sjálfur meginher- afli landsins tekux ekki þátt í henni og vörðu byltingar- menn miklum tíma í það í dag að reyna að fá yfirmenn sjálfs hersins í lið með sér. Lögregla Seoul-borgar átti engan þátt í stjórnarbyltingunni og heldur ekki flugher eða floti. Lögregla borgarinnar horfði hins vegar aðgerðarlaus á meðan varaJiðs- mennirnir tóku mikilvæga staði í borgimni á sitt vald. Nú veltur allt á því fyrir bylt- ingaimeonn, hvort þeim tekst að tfá fastaher landsins í lið með sér. Úr því verður skorið á næsta sólarhring. Fyrr verður ekki Ijóst, hver heldur í lengsta stráið í þessari valdabaráttu. Byltingarmenn lýstu þvi yfir Strax í byrjom, að þeir væru andkommúnistar og vinveittir herstjóm SÞ sem enn hefur mikil áhrif í Kóreu eftir styrj- öldina sem þar stóð fyrir ein- um ánatug. • Afstaða Bandaríkjanna. Sendiherra Bamdaríkjanna i Kóreu Marshall Green hefur hins vegar snúizt algerlega gegn byltinganmönnum og gefið yfir- gerðu sig of oft seka um háa sendingar og fastar og orsakaði það, að sá, sem taka átti við knett inum átti fullt í fangi með það, hvað þá að koma honum lengra. Framherjarnir Bergsteinn og Hörður eru nokkuð leiknir með knöttinn en alls ekki nógu ákveðnir. Virkastir í Valsliðinu voru þeir Ormar og Árni. Dómari var Þorlákur Þórðar- son. STAÐAN í Reykjavíkurmót- inu er nú þessi: Fram ....... 4 3 0 1 12:4 6 KR ......... 3 2 0 1 11:3 4 Valur .......3 111 8:8 3 Víkingur .... 3 1 0 2 2:6 2 Þróttur .... 3 0 1 2 2:14 1 Tveir leikir eru eftir í Reykjavíkurmótinu. Fer sá fyrri, milli Þróttar og Víkings, fram miðvikudaginn 24. maí n.k., en sá síðari, milli KR og Vals, fer fram fimmtudaginn 26. maí. Vinni KR Val verða Fram og KR að leika til úrslita. lýsingu um að Biandarlkin við- urkenni aðeins ríkissitjóm John Ghangs. Hafa fulltrúar Banda- ríkjianna gengið á fund foringja byltingarmanna og lagt að þeim að hætta þessu ævintýri en fela löglegri stjórn Kóreu aátur völd- in. Síðar í d'ag kom Do Yung Chang sjálfur aðalforimgi byit- ingarmanna í bandaríska sendi- ráðið og átti nærri klukkustund- ar fiund með Green sendiherra. Ekki var á honum að heyra, er hann gekk á braut, að bann hefði látið undan áskorurnum Banda- ríkjamanna. í kvöld fyrirskipuðu byltingar- menn útgöngubann í Seoul og þeir sendu skriðdreka sem þeir réðu yfir til suður úthverfis höfuðborgarinniar eins Oig þeir óttuðust hernaðarárás þaðan. Yfirmaður bandaríska hersins í Kóreu, Carter Magruder g'af út mjög ákveðna tilkynningu í 'kvöld um að hann styddi hina löglegu stjóim John Gangs. Kveðst hanin og vænta þess að forimgjar fastahers Kóreu hrindi þesisari byltingartilraun og styðji löglega kjörna ríkisstjóm landsins. Hann hefur gefið bandarískum hermönnum í Seoul ströng fyrirmæli um að halda kyrru fyrir í herbúðum sínum. Féll út um glugga FULLORÐIN kona datt út um glugga 1 Kópavogi í gær og var flutt á Landakotsspítala. Þetta var í húsi númer 48 við Digranes veg. Konan, Karen Bruun, féll út um glugga á annarri hæð. Er blaðið hafði samband við lögregl una var allt á huldu um nánari atvik, en hryggur konunnar mun hafa skaddazt — og verður hún rúmföst um tíma. — Laos Framhald af bls. 1. ina, heldur aðeins vegna þess að hann vildi reyna allar leiðir til að koma á friði í landinu og gera það sjálfstætt. Rusk kvaðst vona að tíman- um yrði ekki eytt í málaleng- ingar og illdeilur. Nú væri um að gera að taka til starfa — að allir legðust á eitt að ná raunhæfri lausn Laos-deilunnar. Setning og ræða Kínverja Setningarathöfn Laos-ráðstefn unnar dróst á síðustu stundu í einn klukkutíma vegna þess að Norodam Sibanouk konung- ur í Kambodja hafði orðið of seinn til borgarinnar, en hann átti að setja ráðstefnuna. Loks kom hann á fundarstað og sagði ráðstefnuna setta með ræðu. — Hann sagði að Lao þyrfti að gera að hlutlausu sjálfstæðu ríki með líku sniði og Austur- ríki. Að setningarathöfn endaðri hófst lokaður fundur og var Gromyko utanríkisráðherra Rússa í forsetasæti. Gromyko gaf fulltrúa Kína, Chem Yi marskálki orðið og hann tók til að hella úr skálum reiði sinn ar yfir Rusk utanríkisráðherra. Stóð ræðan í 18 mínútur og var mestur hluti hennar æsi- legar árásir á Bandaríkin. — Arnarnes Frh. af bls. 24 Hjarta byggðarinnar verður um miðbik suð-vesturstrandarinn ar. Þar er útsýnið fegurst og sjálf gerður hvammur, sem er um það bil 2 ha. Gert er ráð fyrir að byggja þar sundlaug með það í huga að heitt vatn fáist frá Krísuvík eða annars staðar frá. Fyrir neðan sundlaugina við ströndina verður lystibátahöfn, en í norðvesturhorni nessins er svæði, þar sem verða bátanaust ir fyrir lystibáta hverfisbúa yfir veturinn. ★ Húsin verða ekki nema ein hæð og kjallari í „villustíl“, nema vest an við Hafnarfjarðarveg, en þar er gert ráð fyrir nokkrum þriggja hæða húsblokkum með rúmt svæði umhverfis fyrir bílskúra og bílastæði. Vestur af því verður knattspyrnuvöllur og skammt þaðan dagheimili. Þá skóli Og vest ur af honum barnaleikvöllur. Að lokum má geta þess að í hvamminum, sem áður getur, er fyrirhugaður skrúðgarður og sömuleiðis á 60 m breiðu svæði með ströndinni austur að Arnar- læk. ★ Verið er að ganga frá samning um, að götur suð-vestan megin á nesinu verði gerðar í sumar með vatni og frárennsli, en Garða- hreppur er að ráðast 1 mikla vatnsleiðslugerð fyrir Garða- hrepp og þá um leið Arnarnes. — Afmælishát'ið Framh. af bls. 3. og utainfararsjóð kennara. Þá voru rnargar ræður flurttar, m.a. talaði fræðslumáliastjóri Helgi Elíasson, Stefán Jónsson náms- stjóri o. fl. Einnig bárust skóL- anum heiliiaóskir frá menntaimála ráðherra, sem eigi gat komið því við að vera viðstaddur. — mag. — Golda Meir Framh. af bls. 1. forsætis- og utanríkisráðuneytið, fer í heimsókn til forseta fslands, síðan til formanns Alþýðuflokks- ins. Þá snæðir ráðherrann há- degisverð með forseta íslands, fer síðan í heimsókn til borgar- stjóra. ræðir við hlaðamenn- siðar um daginn og verður í kvöldverðarboði utanríkisráð- herra. I flugferð Á föstudaginn skoðar Golda Meir Reykjavík og nágrenni. Verður í hádegisverðarboði verzl unarráðsins og félagsins ísrael— ísiand. Hún fer í flugferð og skoðar landið úr Douglasvél Flugfélagsins en verður síðan gestur í kvöldverðarboði for- manns Alþýðuflokksins. I boði borgarstjóra Á laugardaginn verður farið til Þingvalla. Situr Golda Meir há- degisverðarboð borgarstjórans í Reykjavík við Sög. Til Reykja- víkur verður farið um Hvera- gerði og síðan verður móttaka hjá aðalræðismanni ísraels. Árla morguns á hvítasunnudag fer Golda Meir í ferðalag til Krýsuvíkur og um kvöldið efnir utanríkisráðherra ísraels til kvöldverðar. — Morguninn eftir, mánudag, heldur ráðherrann frá íslandL * * * f Morgunblaðinu í dag er á bls. 10 grein, sem nefnist „Golda Meir, önnur valdamesta kona beims“ og á bls. 13 ritar séra Sigurður Einarsson í Holti: „Dautt mál verður lifandi þjóð- tunga“. Þá er á bls. 8 grein, er nefnist „ísrael í dag“. Hjartanlega þökkum við börnum okkar, tengdabörn- um, systkinum og öðrum vinum og kunningjum, fyrir heimsóknir, gjafir og skeyti á 70 ára afmæli okkar. Lifið heil. Guðrún og Þorsteinn Tyrfingsson Innilega þökkum við vinum og vandamönnum heim- sóknir, skeyti og árnaðaróskir á fimmtíu ára hjúskap- arafmæli okkar 12. maí. — Guð blessi ykkur öll. Þuríður Páisdóttir, Jóhannes Guðinundsson Herjólfsstöðum. Hjartans þökk vinum, velunnurum og venslafólki hlý handtök, kveðjur og gjafir á, 75 ára afmælisdegi mínum. Sefán Backmann, Hafnarfirði. Jarðarför fósturföður míns SIGUKJÓNS ÓLAFSSONAR skipstjóra fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. þ.m. kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd vandamanna. Bjarni Sigurðsson Eiginmaður minn Dr. ÞORKELL ÞORKELLSSON fyrrverandi veðurstofustjóri verður jarðsettur frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 18. maí kl. 2. Rannveig Einarsdóttir Jarðarför föður okkar AUÐUNS INGVARSSONAR frá Dalsseli fer fram föstudaginn 19. maí. — Húskveðja hefst að Leifsstöðum kl. 1 e.h. — Jarðsett verður að Stóra-DaL Börnin Jarðarför mannsins míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, ÓSKARS KRISTJÁNS BREIÐFJÖRÐ KRIST JÁNSSON AR bifvélavirkja, Melstað við Kleppsveg fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. maí kL 1,30 e.h. Elín Anna Björnsdóttir, Sigurveig Björnsdóttir, bórn, tengdabörn og barnaböm Jarðarför eiginmanns míns GUÐBJARTS ÓLAFSSONAR fyrrverandi hafnsögumanns fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 19. þ.m. M. 13,30. — Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Slysavarnafé- lag íslands. — Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Fyrir hönd vandamanna. Ástbjörg Jónsdóttir. Tengdamóðir mín og amma okkar ÞÓRDlS EGILSDÓTTIR sem lézt í Sjúkrahúsi ísafjarðar þann 11. þ.m., verður jarðsungin laugardaginn 29. þ.m. frá Isafjarðarkirkju. Athöfnin hefst með bæn að heimili okkar, Sólgötu 4 kl. 2 e.h. María Helgadóttir, Helga Gunnarsdóttir Sigrún Gunnarsdóttir, Steingerður Gunnarsdóttir Kórea

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.